Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 Greiðslur almennings fyrír læknishjálp og lyf (Ceymiö auglýsinguna) (skv. reglugerö nr. 472/1985) 1. Creiðslur hjá heimilislækni og heilsugæslulækni 110 kr. - Fyrir viötal á stofu læknis. Innifalin er ritun lyfseöils. 200 kr. - Fyrir vitjun læknis til sjúklings. Ofangreindar greiöslur eru hámarksfjárhæðir, og má læknir ekki krefja sjúkling um viöbótargjald, nema vegna lyfja eöa umbúöa, sem sjúklingur kynni að þurfa aö fara meö burt með sér. 2. Greiðslur fyrir sérfræðilæknishjálp, rannsóknir og röntgengreiningu 360 kr. - Fyrir hverja komu til sérfræöings. 140 kr.- Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrstu 12 skiptin hjá sérfræöingi á hverju almanaksári, síðan ekkert. (Sjá nánar hér aö neðan). Aldrei má krefja sjúkling um nema eina greiðslu fyrir hverja komu ásamt rannsókn/röntgengreiningu í framhaldi af henni. Til nánari skýringar er eftirfarandi tafla: Greiðslur almennings fyrir sérfræðilæknishjálp, nokkur dæmi. TAFLA Heimilis- læknir Sérfræð- ingur Rannsókn/ Röntengr. Sérfræð- ingur Aðgerð hjá Svæfing/deyfing sérfræðingi hjá sérfræðingi Dæmi 1 110 360 Dæmi 2 110 250 Dæmi 3 110 360 360 Dæmi4 110 360 0 Dæmi 5 110 360 0 360 Dæmi 6 110 360 0 360 0 360 Skýringar-. Taflan lesistfrá vinstri til hægri og sýnir samskipti viö a.m.k. tvo lækna. Dæmi 4: Sjúklingur leitar til heimilislæknis og greiðir þar 100 kr. Heimilislæknir vísar síöan sjúklingi til sérfræöings, og þar greiöir sjúklingur 325 kr. Fessi sérfræðingur sendir sjúkling í röntgengreiningu, og þarf sjúklingur ekki aö greiða sérstaklega fyrir hana, þar sem hún er í beinu framhaldi af komu til sérfræöings. Ofangreindar greiöslur eru hámarksfjárhæðir, og má læknir ekki krefja sjúkling um viöbótargy'ald, nema vegna lyfja eöa umbúöa, sem sjúklingur kynni aö þurfa aö fara með burt meö sér. Allir eiga aö fá kvittanir fyrir greiöslum sínum hjá sérfræöingum. Elli- og örorkulífeyrisþegar, sem leggja fram hjá sjúkrasamlagi sínu kvittun fyrir 12 greiöslum á sérfræðilæknishjálp á sama ári, fá skírteini, sem veitir þeim rétt á þessari þjónustu ókeypis þaö sem eftir er ársins. 3. Greiðslur fyrir lyf 200 kr. - Fyrir lyf í lyfjaverðskrá I og innlent sérlyf. 350 kr. - Fyrir lyf í lyfjaverðskrá II. 80 kr.- Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrir lyf í lyfjaveröskrá I og innlent sérlyf. 120 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrir lyf í lyfjaveröskrá II. Eitt gyald greiðist fyrir hvern 120 daga lyfjaskammt, eöa brot ur honum. Gegn framvísun sérstaks lyfjaskírteinis í lyfjabúð fást ákveðin lyf, við tilteknum langvarandi sjúkdómum, ókeypis. Læknar gefa vottorð til sjúkrasamlags í þeim tilvikum, sem réttur á skírteini kann að vera fyrir hendi. Greiðslur þessar gilda frá og með 1. jan. 1987. STRYGGINGASTOFNUN _ RÍKISINS Stjóm Félags löggiltra endurskoðenda frá vinstri: Sigurður Stefáns- son, Helgi V. Jónsson, Eyjólfur K. Sigurjónsson, Gunnar Sigurðsson og Gunnar R. Magnússon. Aðalfundur lög- giltra endurskoðenda FELAG löggiltra endurskoðenda hélt aðalfund sinn fyrir skömmu, en á þessu ári hefur félagið starfað í 52 ár. f tengslum við aðalfund- inn var námstefna um virðisaukaskatt. Framsögu á námstefnunni höfðu Geir R. Haarde, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og Jón Guðmundsson, deildarviðskiptafræðingur hjá embætti ríkisskattstjóra. Ennfremur var Garðar Valdimarsson, ríkisskattstjóri, gestur fundarins. Eftir framsöguerindin urðu líflegar umræður, en fundurinn var mjög fjöl- mennur. Á liðnu starfsári stóð stjórn fé- lagsins fyrir hádegisfundum einu sinni í mánuði og voru haldin erindi um margs konar efni. Endurmennt- unarnámskeið voru einnig nokkur, og árlega er haldin sumarráðstefna. Félagið tekur þátt í starfí Norræna endurskoðunarsambandsins, en á vegum þess var haldin í ágúst sl. samnorræn endurskoðunarráð- stefna í Gautaborg. Slíkar ráðstefn- ur eru haldnar fjórða hvert ár. Að þessu sinni var aðalefni ráðstefn- unnar „Endurskoðandinn og hin tæknilega þróun“. Félag löggiltra endurskoðenda er einnig aðili að Evrópusambandi endurskoðenda, FEE, Álþjóðasam- •• #r/; ■ * lyilllWII Verkamannabústaðirnir við Brekkubarð. Hjalti Sigurðsson, formaður byggingarnefndar, afhendir Helga Rafnssyni og Hrönn Reynisdóttur lykla að íbúð þeirra. bandi endurskoðenda, IFAC og Alþjóða reikningsskilanefndinni, IASC. Á vegum félagsins eru starfandi 4 fastanefndir, þ.e. álitsnefnd, end- urskoðunarnefnd, reikningsskila- nefnd og menntunarnefnd. Einnig er starfandi ritnefnd. Formaður félagsins, Eyjólfur K. Sigurjónsson, var endurkosinn sam- hljóða, og er núverandi stjórn Félags löggiltra endurskoðanda þannig skipuð: Eyjólfur K. Sigur- jónsson formaður, Helgi V. Jónsson varaformaður, Sigurður Stefánsson gjaldkeri, Gunnar Sigurðsson ritari og Gunnar R. Magnússon með- stjórnandi. Eskifjörður: Verkamannabú- staðir af hentir Esklflrði. VERKAMANNABÚSTAÐIR við Brekkubarð voru afhentir kaup- endum 16. desember sl. Um er að ræða 2 íbúðir í parhúsi og er hvor íbúð u.þ.b. 100 fm að stærð. Verð ibúðanna sem eru 3ja og 4ra herbergja og afhendast fullfrágengnar er kr. 3,9 milljón- ir og 4,2 milljónir. Framkvæmdir við byggingu hússins, hófust í júní 1985 og voru byggingarverktakar þeir Bjarki Gíslason og Gísli Stefánsson. Um pípulagnir sá Vélaverkstæði Eski- fjarðar hf. og Hjalti Sigurðsson sá um raflagnir. Eldhúsinnréttingar og skápar komu frá Brúnás hf. á Egilsstöðum og hurðir frá Tré- smiðju Þorvaldar Ólafssonar í Keflavík. - Ingólfur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.