Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 Breyttar aðstæður í sjávar- útvegi og landbúnaði Þó að gróandi sé í þjóðlífí og velmegun meiri en í annan tíma eru víða óleyst viðfangsefni og vandamál sem bíða úrlausnar. Þetta á ekki síst við í hinum rótgrónu fram- leiðsluatvinnugreinum, landbúnaði og sjávarútvegi. Stöðug- leiki í gengi, nýir viðskiptahættir með fisk í gámum, kvótakerfi og breyttar neysluvenjur hafa breytt aðstæðum bæði í landbúnaði og sjávarútvegi. Bændur, útvegsmenn og sjómenn glíma því við margháttuð ný verkefni. Öllum er ljóst að ótakmörkuð og óheft sókn í gullkistu fískimiðanna umhverfis landið getur ekki átt sér stað. A sama hátt dylst engum, að það er ekki unnt að halda áfram að auka framleiðslu búvara á kostnað skattborgaranna langt umfram það sem markaðurinn tekur við. Kvótakerfið er aðferð til aðlögunar að markaðsaðstæð- um. Auðvitað eru til fleiri leiðir og lengi má deila um réttmæti þeirra viðmiðana, sem stuðst er við þegar kvóti er ákveðinn. Þetta kerfí styrkir að sumu leyti þær byggð- ir, sem í hlut eiga, en veikir þær að öðru leyti. Kvótakerfi, hvort sem er í landbúnaði eða sjávarútvegi veitir forréttindi. Meginágallinn er í því fólginn að kerfíð hindrar jafna möguleika allra til atvinnustarfseminnar. Þegar til lengri tíma er litið er því mikilvægt að menn fínni leiðir er feli ekki í sér ágalla kvótakerfisins, en tryggi að markmiðin náist um aðlögun að markaði vegna búvöru- framleiðslunnar og sókn í samræmi við afrakstur auðlindar- innar vegna fískveiðanna. En þá fyrst væri atvinnulífínu og landsbyggðinni stefnt í tvísýnu ef menn ætluðu með öllu að virða að vettugi lögmál markaðarins og náttúrunnar. Hagsmunagæsla á erlendum markaðssvæðum En íslenskt atvinnulíf er ekki eyland. Þó að við íslending- ar séum bæði fáir og smáir í samfélagi þjóðanna erum við og verðum hluti af því samfélagi. Við erum meir háðir milliríkjaviðskiptum en flestar aðrar þjóðir. Helmingurinn af viðskiptum okkar er við Evrópubandalagið. Það var því eðlileg og tímabær ákvörðun að opna nýja skrifstofu sendiráðsins í Briissel í þeim tilgangi að vinna að viðskiptahagsmunum okkar á þeim vettvangi. Hjá þvi verður ekki komist að endurmeta og styrkja þau tengsl. Við verðum að vera á varðbergi gagnvart því að útlending- ar komist bakdyramegin inn í íslenska landhelgi. Hér eru atvinnuhagsmunir við fiskvinnslu í húfí, Það er með öllu ástæðulaust að flytja þá vinnu til útlanda. En ekki kemur til álita að landhelgisréttindin komi til umræðu við hugsan- legt endurmat okkar á tengslunum við Evrópubandalagið. Á miklu ríður að okkur takist að varðveita og styrkja markaðsstöðu okkar bæði í Evrópu og Ameríku. Það eru því hagsmunir íslensks atvinnulífs að stjómvöld verði vak- andi í hagsmunagæslu sinni á erlendum vettvangi. Nýja skrifstofan í Briissel er ljós vottur um að verið er að stíga ný skref í þessari hagsmunagæslu. Við eigum markvisst að feta okkur áfram á þeirri braut. Staðfesta í utanríkismálum Lega Islands miðja vegu milli Evrópu og Ameríku kallar á að við mótum markvissa stefnu í utanríkis- og viðskipta- málum til þess að treysta sem best viðskiptalega og stjómmálalega hagsmuni okkar. Aðildin að Atlantshafs- bandalaginu og varnarsamstarfíð við Bandaríkin eru gmndvallaratriði í því efni. Það var staðfesta íslendinga en ekki undanlátssemi í afstöðu til mála á alþjóðavett- vangi sem réði því að leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna völdu ísland til mikilvægra fundahalda á haustdögum. Á taflborði leiðtoganna var tekist á um frið. Það er stórt orð og við það bundnar miklar vonir. Okkar afstaða er sú að kaupa ekki frið án frelsis og mannréttinda. Það er sam- eiginleg afstaða lýðræðisríkjanna innan Atlantshafsbanda- lagsins. Nú hefur Sakharov verið leystur úr einangmn. Spumingin er sú, hvort þetta er til marks um undanhald nýja Sovétleiðtogans eða hvort gera á þennan virta og hugprúða baráttumann að einskonar sýnisblómi, sem draga eigi athyglina frá raunvemleika hinnar sósíalísku harð- stjómar. Kirkjan og pólitíkin Umræður um frið og afvopnun hafa eðlilega verið fyrir- ferðamiklar í íslenskri þjóðmálaumræðu. Við eigum þar sömu hagsmuni og aðrir. Þjóðkirkjan hefur í vaxandi mæli tekið þátt í þessari umfjöllun. Friður, frelsi og mann- réttindi em svo samofín boðskap kristinnar kirkju að vandséð er, hvemig hún getur látið umræður um þau efni eins og vind um eyru þjóta. Vandi kirkjunnar er hins vegar sá, að hefðbundin friðar- umræða hlýtur að tengjast gmndvallaratriðum íslenskrar utanrikisstefnu, sem miðar að varðveislu friðar og sókn fyrir frelsi og mannréttindum. En einmitt þar emm við komin að pólitískum ágreiningsefnum. Það hefur ekki kom- ið að sök fyrir kirkjuna, vegna þess að um þessi atriði utanríkisstefnunnar er nú orðin svo víðtæk samstaða með- al þjóðarinnar. Hinu er ekki að leyna að Þjóðkirkjan kann að rata í erfiðleika ætli hún sér að gerast boðberi póli- tískra skoðana, sem ágreiningur er um. Að vísu getur kirkjan verið ákjósanlegur vettvangur fyrir pólitíska hugmyndabaráttu séð frá sjónarhóli stjóm- málaflokka. En hætt er við að það yrði á kostnað kristins boðskapar, siðgæðisvitundar og mannúðar. Það yrði skaði í augum allra þeirra, sem vilja hlú að þessum dýpri þáttum í mannlegu samfélagi. Þótt stjómmálaumræðan sé mikil- væg má hún ekki gegnsýra allt þjóðfélagið svo að engin önnur hugsun komist að. Með slíkri stefnubreytingu gæti kirkjan því allt eins verið að varða veg til andlegrar fátækt- ar og trúarlegrar hnignunar. Enginn stjómmálaflokkur hefur stefnuskrá, sem tekur fram 2000 ára stefnuskrá kirkjunnar og vandséð að hún þurfí endurskoðunar við. Að varðveita og byggja upp Á skömmum tíma hefur mikið áunnist. Við blasa stór verkefni, sem bíða úrlausnar. Straumur tímans kallar stöð- ugt á ný viðhorf. Mannúð og markaðsbúskapur er leið okkar sjálfstæðismanna. Við leggjum verk og stefnumið í dóm kjósenda á vori komanda. Oðmm látum við eftir sýnd- armennskuna. Á nýju ári verður tekist á um, hvort varðveita á það sem áunnist hefur og byggja upp á þeim gmnni eða hvort því verður öllu spillt í eyðslu, glundroða og skattheimtu nýrrar vinstri stjómar. Fremur nú en nokkm sinni fyrr eiga íslendingar sameiginlega erindi eftir braut sjálfstæðis- stefnunnar. Landsmönnum öllum óska ég friðar og farsældar á nýju ári. Helgi Hálfdanarson: Orðið „eyðniu í grein í Morgunblaðinu í dag er mér eignað orðið eyðni um sjúkdóm þann, sem nefndur hefur verið aids upp úr erlendri skamm- stöfun. Þetta vil ég fyrir hvem mun leiðrétta. Að orði þessu á ég engan hlut. Höfundur þess er Páll Bergþórsson veðurfræðingur. Hitt er rétt, að ég hef sýnt af mér þá framhleypni að mæla mjög eindregið með notkun þessa orðs, sem mér virðist hafa hvem kost- inn öðmm betri, ekki sízt ef það mætti verða til að útrýma orðinu alnæmi, sem áður hafði farið á flot, en er býsna varasamt, þó ekki sé fyrir annað en það, hve mjög það líkist orðinu ofnæmi. Raunar mætti ætla að þar væri um samheiti að ræða, og má aug- ljóst vera, hver vandræði gætu sprottið af slíkum misskilningi manna á meðal. Sem betur fer virðist orðið eyðni vera á góðri leið að sigra. Og þar ber að hrósa læknastétt- inni fyrir þá víðsýni að veita viðtöku íðorði, sem upp er mnnið utan stéttarinnar. En að jafnaði fer vissulega bezt á því, að íðorð verði til í samvinnu málfræðinga og þeirra fræðimanna, sem eiga í hlut. GENGIS- SKRANING Nr. 247 - 30. desember 1986 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl.09.15 Kaup Sala gengi Dollari 40,350 40,470 40,520 St.pund 59,173 59,349 58,173 Kan.dollari 29,232 29,319 29,272 Dönsk kr. 5,4509 5,4671 5,4225 Norsk kr. 5,4281 5,4443 5,3937 Sænsk kr. 5,9134 5,9310 5,8891 Fi. mark 8,3489 8,3737 8,2914 Fr. franki 6,2510 6,2696 6,2492 Belg.franki 0,9910 0,9940 0,9846 Sv.franki 24,7091 24,7826 24,5799 Holl. gyllini 18,2807 18,3350 18,1135 V-þ. mark 20,6552 20,7167 20,4750 Ít.líra 0,02970 0,02979 0,02953 Austurr. sch. 2,9324 2,9411 2,9078 Port. escudo 0,2752 0,2761 0,2747 Sp. peseti 0,3046 0,3055 0,3028 Jap. yen 0,25172 0,25246 0,25005 Irskt pund 56,107 56,274 55,674 SDR (Sérst.) 49,3915 49,5379 48,9733 ECU, Evrópum. 42,8921 43,0196 42,6007 jMttgpttsiMfifrifr Gódan daginn! Hækkun minka- skinna í London MIKIL hækkun hefur orðið á minkaskinnum á fyrstu loð- skinnauppboðum vetrarins. Á uppboði hjá Hudson's Bay í Lon- don fyrir jólin var góð sala og mikil hækkun miðað við desemb- eruppboð í fyrra. Pastelskinn af högnum voru seld á 1.470 krónur að meðaltali. 94—100% af fram- boðnum skinnum seldist. Ágætt verð hefur einnig verið á refaskinnum. Á refaskinnauppboði sem nýlega var haldið í London fóm blárefaskinnin á 1.760 krónur íslenskar að meðaltali. Skuggaref- urinn fór á 2.120 krónur, „blue frost“ á 5.075 krónur og gullna eyjan á 4.658 krónur. 97% af fram- boðnum blárefaskinnum seldist á uppboðinu, 86% af skuggarefa- skinnunum, 96% af „blue frost“ afbrigðinu og gullna eyjan seldist upp. Nokkur þúsund íslensk refaskinn vom á uppboðinu hjá Hudson's Bay en örfá hundmð minkaskinna, sam- kvæmt upplýsingum Skúla Skúla- sonar hjá Kjörbæ hf., umboðsmanni Hudson's Bay á íslandi. Loðnuverðið frjálst til vertíðarloka VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegs- ins hefur samþykkt að verð á Loðnu til bræðslu verði frjálst frá áramótum til vertíðarloka. Loðnuverðið hefur verið fijálst frá því í septembermánuði. Ákvörðun um framlengingu fijáls loðnuverðs var tekin í bræðsludeild Verðlagsráðs í gær. Vom allir fulltrúar í ráðinu sam- mála um þessa ákvörðun, enda er það forsenda slíkrar ákvörðunar. BYGGIINIGAIVIEIMIM Fylgist með nýjungum. Byggingavörusýningin Buildings for Billions ’87 í Bella Center, Kaupmannahöfn, 10.—18. janúar. Brottför 9. og 10. janúar. Heimkoma 15. janúar. Park Hotel — Imperial Hotel. i FERÐASKRIFSTOFAN SOOO. Verð frá 24.380,- Tjarnargötu 10, gengið inn frá Vonarstrætiw JSímar 28633 og 12367

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.