Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 framleiðslutilhögun og stjómun og auka hagkvæmni. Við getum t.d. nýtt góðærið til að auðvelda þær erfiðu breytingar sem gera þarf í hefðbundnum greinum eins og land- búnaði og sjávarútvegi. 2 Við þessari spurningu eru engin einföld svör. Aðilar vinnumarkaðarins em að vonum orðnir þreyttir á að semja um kjör sem stjómvöld ráðast síðan jafnóðum á með verðlagshækkun- um og gengisfellingum. Stjómvöld hafa þrásinnis bmgðist trausti þeirra og kippt grundvellinum und- an þeim samningum sem aðilar vinnumarkaðarins hafa gert. Nýir starfshættir beinast m.a. að því að tryggja vilyrði stjómvalda fyrir því að halda stöðugu gengi og verðlagi, þáttum sem áður spenntu upp kaupið. Með þessu má segja að fáist ný tegund af vísitölu- bindingu launa þar sem gamla lagið gengur ekki lengur eftir að vísitölu- binding launa var bönnuð. Hins vegar stendur verkalýðs- hreyfmgin nú á tímamótum og þarf að líta í eigin barm. Samstaðan virð- ist ekki eins sterk og áður og gagnrýni beinist að fomstu hreyf- ingarinnar. Hefur fomstuna borið af leið, hefur hún misst náin tengsl við hinn almenna félaga og skilning á hlut- skipti hans og hennar? Eiga þeir fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar sem standa í samningum við at- vinnurekendur meira sameiginlegt, hvað varðar menntun og lífsskil- yrði, með þeim sem þeir semja við, en þeim sem þeir semja fyrir? Tala þeir í raun sama mál, samninga- mennirnir? Ræður flokkspólitík of miklu innan verkalýðshreyfingar- innar, hafa gömlu flokkarnir í raun skipt henni bróðurlega milli sín? Hvemig geta forustumenn varið það siðferðilega að semja fyrir hönd umbjóðenda sinna um laun sem hvergi nægja til framfærslu? Þess- um og fleiri spumingum heyrist varpað fram. Samningafólk er vissulega sam- litari hópur nú en áður og samn- ingamenn rekja ekki endilega uppmna til sama jarðvegs og það fólk sem samið er fyrir. Samninga- gerð verður æ yfirgripsmeiri og flóknari. Hún er tímafrek, krefst mikillar vinnu og til hennar veljast gjaman þeir sem hafa einhveija menntun, geta auðveldlega losnað úr vinnu sinni, hafa oft mannafor- ráð. Allt þetta stuðlar að því að fjarlægja forustuna frá grasrótinni, umbjóðendunum. En forustan er ekki sjálfskipuð eða hvað, hún er kosin. Þrátt fyrir óánægju er hún endurkosin og í henni sitja undar- lega fáar konur. Samstöðuhugmyndin hefur veikst, ekki síst v.þ.a. taxtar eru lágir en hluti launa greiddur með yfírvinnu eða undir borðið. Launa- seðlar eru jafnvel sumstaðar trúnaðarmál. Verkföll em nauðvöm og ekki víst að fólk hafi misst trú á mátt þeirra, en vonbrigðin urðu mikil eftir baráttuglatt og bjartsýnt verk- fall BSRB 1984 og afleiðingin er m.a. sú, að stéttarfélögin leita út úr bandalaginu, leita sér að betri samningum utan þess. Ýmislegt fleira lamar baráttuþrek fólks. Mik- iil áróður hefur verið rekinn gegn kauphækkunum og varað við því að þær séu verðbólguhvetjandi en óttinn við verðbólguna er í fersku minni. Efnahagur heimilanna bygg- ist í vaxandi mæli á fyrirfram eyðslu sem síðar er greidd með plastkortum og þessi ráðstöfun let- ur menn til verkfalla. Mikil vinna og áhyggjur af húsnæðismálum letja enn frekar til aðgerða. Svörin við þessari spumingu em því marg- þætt og flókin. Sáttfýsi og samstarfsvilji aðila vinnumarkaðarins er að sumu leyti jákvæð þróun. Hins vegar er sú þróun hættuleg þegar tiltölulega samlit hjörð sérfræðinga ræður ör- lögum manna með reikningsdæm- um án þekkingar á högum þeirra og þörfum. Hún er þeim mun hættulegri þegar reikningsdæmin ganga ekki upp nema fórnað sé hluta fólksins eins og gert var við síðustu samningagerð. 3 Löngu er tímabært að endur- skoða og gera breytingar á tekjuöfl- unarleiðum ríkis og sveitarfélaga. Ýmsar hugmyndir em á kreiki um nýjar leiðir í skattamálum, betra skattaeftirlit og aðgerðir gegn skattsvikum. Kvennalistakonur hafa frá önd- verðu verið fylgjandi því að tekið verði upp staðgreiðslukerfi skatta og hefur þingflokkur okkar tvisvar lagt fram tillögu til þingsályktunar um að komið verði á slíku kerfi, nú síðast á þessu þingi. Fullur stuðnmgur virðist við þessa hugmynd og fyrirheit um að taka upp slíkt skattgreiðslukerfí er reyndar hluti nýgerðra kjarasamn- inga. Hvort slíkt verður framkvæmt þannig að staðgreiðsla skatta komi til sögunnar 1. janúar 1988 er al- gerlega undir ríkisstjóminni komið. Spurt er hveiju maður trúi í þessum efnum! Trúa menn því að ríkisstjómir standi við loforð sín? Trúa menn því á kosningaári? Eitt er víst, að ætli ríkisstjómin sér að efna þetta loforð, verður hún að láta hendur standa fram úr erm- um og ganga rösklega í það að FRAMKÖLLUM LITMYNDIR Á ALLT AÐ 4=r.. .. M/fmntp""* framköllunarþjónusta framköllunarþjónusta MÍNÚTUM Meö nýrri tölvustýröri tækni frá FUJI framköllum viö litmyndir á mettíma. Ljós og litgreining er algjörlega sjálfvirk, sem tryggir hámarksgæöi á myndunum þínum. Ný tækni — lægra verð — aðeins 17 krónur hver mynd. SKIPHOLTI 31 — SÍMI 25177 EIÐISTORGI 13 — SÍMI 611788 undirbúa málið. Kvennalistakonur hafa alltaf ver- ið mótfallnar skattheimtu sem leggst á nauðþurftir fólks, einnig svokölluðum flötum sköttum sem leggjast jafnt á alla og taka ekki tillit til aðstæðna. Við vorum því mótfallnar virðisaukaskatti í þeim búningi sem hann var kynntur á þessu þingi. Þetta er flókinn, kostn- aðarsamur skattur sem hækkar verðlag og auðvelt er að svíkja undan honum. Skattaprósentan var of há og veruleg neyslustýring var bundin skattinum vegna hliðarráð- stafana. Kvennalistakonur hafa verið fylgjandi stóreignaskatti og skatti á eignir umfram hófleg mörk. Skattaleiðir þarf þó allar að skoða í samhengi og þær þurfa að leiða til jöfnuðar þannig að þeir sterkari beri meiri byrðar án þess þó að tekinn sé frá þeim allur þróttur. 4 Hinar hefðbundnu atvinnugrein- ar, landbúnaður og sjávarútvegur, standa báðar á tímamótum og þurfa að ganga í gegnum erfiða og sárs- aukafulla en óhjákvæmilega aðlög- un að breyttum aðstæðum. Offramleiðsla í landbúnaði og ofveiði í sjávarútvegi hefðu valdið vandkvæðum ekki bara fyrir dreif- býlið heldur landsbyggðina alla ef ekkert hefði verið að gert. Beiting kvótakerfis er tilraun til að ná tök- um á vanda, sem er gamall og á sér langan aðdraganda, en deila má um þær aðferðir sem notaðar hafa verið. Landbúnaðarvandinn er ekki síst af manna völdum en bændum hefur verið att út í óarðbærar fjárfesting- ar þótt löngu væri ljóst að stefndi í offramleiðslu sem landsmenn stæðu ekki undir. Framkvæmd reglna um búmark og fullvirðisrétt hefur ekki einungis verið klaufaleg heldur beinlínis óréttlát og alltof lítil áhersla lögð á uppbyggingu annarra búgreina eða atvinnu í stað hefðbundinna búgreina. Kvenna- listakonur hafa stutt kvótakerfí í fiskveiðum og við teljum að það hafí stuðlað að bættum hag útgerð- ar þegar á heildina er litið. Jafn- framt hafa þessar aðgerðir sem gripið var til vegna ofveiði og til vemdar fískistofnum haft áhrif til vöndunar í meðferð og betri nýting- ar hráefnis í fiskvinnslu. Kvótakerfíð hefur þó haft alvar- legar afleiðingar fyrir sum byggð- arlög, t.d. Suðumesjabyggðir, en þær hafa setið uppi með gömul skip og illa búnar fískvinnslustöðvar vegna mismununar fyrri ára í lána- fyrirgreiðslum. Talið hefur verið að kröfur Evrópumarkaðar um ferskan fisk myndu verða allsráðandi og knýja Islendinga til að flytja út óunninn fisk. Slík stefnubreyting svo og tilkoma frystitogara ógna tilvist frystihúsa í landi og því at- vinnulífí sem þar hefur haldið uppi heilum byggðarlögum. Vafasamt er þó að ferskfiskútflutningur eigi nema takmarkaða markaðsmögu- leika. Mikil og vaxandi eftirspum er eftir frystum físki og eigum við nú minni birgðir um áramót en tvö hin síðustu. Kvennalistakonur vilja halda sveitum landsins í byggð en gæta verður hagsýni í byggðastefnu og hana þarf að móta og endurskoða reglulega. Fullt tillit þarf að taka til aðlögunar byggðarlaga í dreif- býli að breyttum atvinnuháttum og nýta góðærið, m.a. til að stuðla að nýsköpun og öðmm aðgerðum sem treysta atvinnulíf og afkomu manna. 5 Við íslendingar þurfum stöðugt að vaka yfir búi okkar og hagsmun- um þess. Því fylgir sjálfsögð endurskoðun og endurmat á öllum utanríkistengslum, m.a. samskipt- um við Evrópubandalagið (EB). íslendingar eru aðilar að fríversl- unar- og tollabandalagi Evrópu (EFTA) en hafa ekki séð ástæðu til að leita inngöngu í Evrópubanda- lagið, einkum vegna einhæfrar aðalútflutningsvöru og fámennis. Þar að auki hafa samskipti hinna tveggja fríverslunarsvæða eða bandalaga, EFTA og EB, verið með ágætum. Ég tel enga þörf á að Sjónvarpsfréttir á sorgarstundum eftirJóhann Guðmundsson él Sjónvarpsfréttin, sem okkur barst á annan jóladag um íslenska sjómenn, sem höfðu drukknað á hafí úti, og jafnframt um fjölda erlendra sjómanna, sem fórust við Skrúð utan Fáskrúðsfjarðar, fyllti hjörtu okkar sorg og samúð með þeim, sem misst höfðu ástvini sína svo sviplega á jólunum, rétt í kjöl- far slyssins á ísafjarðardjúpi. Ég veit að við allir íslendingar fundum sárt til og hugur okkar er með þeim, sem sorgin vitjaði. Það vakti undrun mína hvemig þessar fréttir voru meðhöndlaðar af sjónvarpinu. Tillitsleysið var svo mikið. Sennilega hefur sjón- varpið ekki sett sér ákveðnar reglur um flutning slíkra frétta, en þögnin, sem kemur í ríkisút- varpinu eftir sorgarfréttir, er ákaflega mikilsverð í því að sam- eina hugi okkar andartak, til þess að biðja Guð um styrk þeim til handa, sem sorgin hefur vitjað. Mér er fullljóst að erfítt getur verið að setja reglur um það, hve- nær og hvemig skuli taka á harmafregnum líkum þeim, sem okkur bámst á jólunum, en mikið hefði ég þráð að íslenska kirkjan með biskupinn sem sameiningar- tákn okkar íslendinga hefði komið í sjónvarpssal og leitt okkur öll í bæn til Drottins fyrir ástvinum hinna íslensku og erlendu sjó- manna, sem misstu líf sitt, og þá annað hvort strax eftir fréttina eða í fréttalok. Þá hefðu deilur og sundmng orðið að víkja og sameinuð syrgj- andi þjóð, sem við vissulega emm, Jóhann Guðmundsson staðið saman og borið þá, sem harmi em lostnir, í bæn til Guðs. Ef til vill fyllti komið mælinn og kom mér til þess að skrifa þessar línur, þegar seinni fréttir sjónvarpsins sögðu frá heimkomu skipsbrotsmanna og þeirra, sem misst höfðu líf sitt, en meðan fréttin var á skjánum var leikið hið vinsæla lag „Tondeleyo“. Megi Drottinn sýna okkur líkn sem lifum, umvefja syrgjendur með kærleik sínum og blessa minningu þeirra, sem létust. Ég á þá von að íslenska sjón- varpið fínni réttan farveg fyrir samúð okkar íslendinga á sorgar- stundum, til þeirra sem við þráum að fínni hana brenna í hjarta okk- ar. Höfundur er starfsmaður há- skólans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.