Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 33 ■ P * Jf 1 Fer ínn á lang flest heimili landsins! Minning: Kristján Jóhanns- son frá Skógarkoti börnin. Það er adeins birta sem umlykur minningu foreldranna beggja. Bömin „í húsi föður míns eru mörg híbýli, væri ekki svo mundi ég þá hafa sagt yður, að ég færi burt að búa yður stað? Og þegar ég er far- inn burt og hefi búið yður stað kem ég aftur og mun taka yður til mín til þess að þér séuð og þar sem ég er.“ Jóh. 14,2—4. Nú er hann Kristján afi dáinn. Hann var orðinn 78 ára gamall. Sumum finnst það kannski hár ald- ur en okkur fannst Kristján afi ekki vera orðinn gamall. Hann fylgdist vel með okkur öllum og talaði við okkur um landsins gagn og nauðsynjar. Ekki vorum við allt- af sammála, en það var oft bara skemmtilegra. Síðan amma, Gróa Jónsdóttir, dó í maí 1985, finnst okkur afí varla hafa verið samur. Afi og amma áttu 5 börn og bjuggu bæði í sveit og borg. Þau voru mjög samrýmd og til þeirra var gott og gaman að koma. Það fyrsta sem kom upp í huga okkar, þegar við heyrðum að afi væri dáinn, var að þá væru þau saman aftur — huggun harmi gegn. Við þökkum afa fyrir allt og allt. Og kveðjum hann með versi úr sálminum „Friður á jörð“ eftir Guð- mund Guðmundsson. „Friðarins Guð, ég finn þitt hjarta slá fóður milt, blítt og sterkt í minni þrá, brennandi þrá að mýkja meinin hörðu. Því finn ég mínum vængjum vaxa flug, viljanum traust og strengjum mínum dug til þess að syngja, - syngja frið á jörðu!“ Lulla, Steini, Hákon og Snorri, Kristján, Sigrún Arna og Grétar. Hátíð ljóssins var nærri, undir- búningur hátíðarinnar var í fullum gangi og sú mikl2 von sem fylgir minningarhátíð um fæðingu frels- arans átti sér einnig stað í hjörtum okkar. Við vonuðum að faðir okkar ætti einnig afturkvæmt úr þessari sjúkrahúslegu. Svo varð þó ekki. Komið var að kveðjustund. Hugur- inn reikar til baka, til æskuáranna og það sem fyrst kemur í hugann er auðvitað það æskuheimili sem við ólumst upp á. Foreldrar okkar voru samhent í því að skapa okkur gott heimili, samastað þar sem við bjuggum við kærleika og öryggi. Það var aldrei til sparað að veita okkur það besta. Við börnin urðum fímm, svo nærri má geta að ýmis- legt hefur þurft til. Ekki er að efa að það sem einstaklingurinn býr við í æsku sinni mótar æviskeið hans. Við áttum því láni að fagna að heimili foreldra okkar stóð'mitt í fagurri sveit þessa lands — Þing- vallasveit. Pabbi var alinn þar upp, svo vænt þótti honum um þann stað að hann kenndi sig ætíð síðan við æskuheimili sitt; Skógarkot. Minn- ingamar þaðan voru honum svo dýrmætar. Það sem hann hafði lært sem ungur drengur að bera virðingu fyrir, náttúru landsins og að umgangast dýrin, vildi hann koma til skila í okkar uppeldi, kenna okkur að bera virðingu fyrir öllu því sem lifir. Minningamar streyma að, björtu sumarkvöldin við Þing- vallavatn, þar sem heimilið okkar stóð, þá var eins og náttúran spil- aði á alla sína fegurstu strengi. Svo tilkomumikil er sú upplifun að vart er hægt að lýsa henni. Og þegar stórhríðir vetrarins geisuðu var gott að eiga skjól og öryggi heimilisins. Árin liðu, við bömin stofnuðum okkar eigin heimili og ný kynslóð var komin á kreik, litlu ömmu og afa bömin fengu að njóta alls þess besta sem þau höfðu að gefa. Á hveiju sumri var hlakkað til að fara með afa og ömmu í sumarbústað, sem Essó á og vom famir langir göngutúrar, veitt í ánni og leikið sér. Gleði þeirra var mest ef allir gátu komið og notið þessa með þeim. Faðir okkar var mikill fjöl- skyldumaður og sýndi mikla umhyggju fyrir ástvinum sínum. Ófá voru þau bömin sem nutu sum- ardvalar á heimili foreldra okkar meðan þau bjuggu í sveitinni. Árið 1960 fluttu þau alfarin til Reykjavíkur, en tengslin við sveit- ina rofnuði ekki, um margra ára bil stundaði hann murtuveiði á haustin í Arnarfelli ásamt sonum sínum og tengdasonum. Og nú á síðastliðnum haustdögum veittist honum ennþá sú ánægja sem fylgdi því að fara austur í Þingvallasveit. Langri og farsælli ævi er lokið, ekki varð langt á milli foreldra okk- ar, aðeins eitt ár og sjö mánuðir. Sú umhugsun sem hann auðsýndi henni var sérstök, hún átti við veik- indi að stríða síðustu árin, en vegna hans sérstöku umhyggju gátu þau alltaf verið saman á heimili þeirra nema þrjár síðustu vikumar sem hún lifði. Þannig var tryggð hans, alltaf reiðubúinn að rétta fram að- stoð ef með þurfti, ekki aðeins sínum nánustu heldur öllum þeim sem hann vissi að þörfnuðust að- stoðar. Hann var frískur og léttur á fæti og hafði jákvæða afstöðu í lífinu. Við bömin hans þökkum það vegarnesti sem okkur var gefið í foreldrahúsum og hefur reynst okk- ur vel á lífsleiðinni, einnig allan kærleikann sem umvafði tengda- bömin, bamabömin og langafa-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.