Morgunblaðið - 31.12.1986, Page 20

Morgunblaðið - 31.12.1986, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 breytingar, hefur mönnum að nokkru yfírsést, hversu djúpt þær rista. Islenskur atvinnurekstur á orðið í alþjóðlegri samkeppni um hylli neytenda. Bylting í fjarskipt- um, fjölmiðlun, greiðari samgöngur og aukin ferðalög hafa aukið tengsl okkar við umheiminn. Á flestum sviðum erum við í þjóðbraut mitt í hringiðu þess sem er að gerast. Samkeppnin er orðin alþjóðleg og nær til flestra atvinnugreina, ef ekki beint, þá óbeint. Aukin samkeppni gerir meiri kröfur til atvinnulífsins. Taprekstur fær ekki lengur staðist í jafnlangan tíma með aðstoð lánastofnana eins og áður. Arðsemi framkvæmda sit- ur nú í fyrirrúmi og sparifé lands- manna leitar í þá farvegi, sem bjóða bestu ávöxtun með tilliti til áhættu hverju sinni. Sá atvinnurekstur, sem virðir þessar leikreglur að vett- ugi, stefnir í óefni. Til lengri tíma litið leiða þessi umskipti til aukinn- ar hagsældar. Þessar breytingar hafa reynst mörgum fyrirtækjum erfiðar. Leik- reglumar breyttust snöggt og aðlögunartími var skammur. Hugs- anlega hafa því fleiri fyrirtæki hætt starfsemi eða orðið gjaldþrota en annars. Það er mjög miður, en hjá því varð ekki komist, að gera sömu kröfur um arðsemi og gerðar eru í grannlöndum okkar. Að öðrum kosti drögumst við afturúr í lífskjör- um. Fjöldi gjaldþrota á árinu sem er að líða er vissulega ógnvekjandi, en er að stærstum hluta uppgjör við vafasama stjóm efnahagsmála um margra ára skeið. Skilyrði til atvinnurekstrar hafa ekki versnað. Mun frekar hafa þau batnað fyrir vel rekin fyrirtæki. Raunar má segja, að það sé visst heilbrigðis- merki í atvinnulífínu að endumýjun eigi sér stað. Ekkert lifir að eilífu eða getur staðið af sér öll áföll. Skógurinn er grisjaður til að rýma fyrir nýgræðingnum. Þannig gefúm við nýju lífí vaxtarrými. Jóhann J. Ólafsson Skattkerfisbreytingar Undanfarin misseri hefur hver kerfisbreytingin rekið aðra og enn er lítið lát á. Nú síðast hafa skatt- kerfisbreytingar verið mest áber- andi. Upptaka virðisaukaskatts er ein- hver mesta kerfisbreyting í íslensku efnahagslífí um lengri tíma. Því ber að undirbúa þessa breytingu mjög vel og vanda til hennar í hvívetna. Þótt lengi hafí verið rætt um þetta skattform, hefur umræða lítið farið fram meðal almennings, heldur fremur bak lokaðra dyra ráðuneyta og sérfræðinga. Því bera margir kvíðboga fyrir breytingunni og vilja heldur hafa það sem þeir þekkja, þótt gallað sé. Ef breytingin úr söluskatti yfír í virðisaukaskatt á að ganga vel fyr- ir sig, þyrfti að gera öflugt kynning- arátak, líkt og þegar breytt var yfír í hægri umferð 1968. Hér er verið að stíga örlagaríkt skref fyrir allt íslenskt efnahagslíf um ófyrir- sjáanlega framtíð. Sníða efna- hagslífínu stakk, sem það á lengi að búa við. Því ríður á að vel sé sniðið í upphafí, því ef byijað er á breytingum og undantekningum er aftur hafín ferð, sem enginn veit hvar endar. Verzlunarráðið hefur lengi fjallað um virðisaukaskatt og talið rétt að hann væri tekinn upp í stað sölu- skatts. Það frumvarp, sem nú liggur fyrir Alþingi, hefur hinsvegar vald- ið töluverðum vonbrigðum, helst fyrir þá sök, að skattheimtan vex samkvæmt frumvarpinu í þeim til- gangi að fjármagna e.t.v. umfangs- miklar niðurgreiðslur. Þá mun frumvarpið leiða til meiri fjárbind- ingar hjá ýmsum fyrirtækjum vegna annars innheimtufyrirkomu- lags og tíðara uppgjörs á skattinum en er t.d. í Danmörku, þótt reglur þar í landi hafí átt að vera til hlið- sjónar við gerð frumvarpsins. Þessa galla virðisaukaskatts- frumvarpsins má auðveldlega lagfæra. Er mikilvægt að markvisst verði unnið að því, þótt næsta óger- legt sé orðið að lögfesta gildistöku virðisaukaskatts þann 1. janúar 1988. Hvorki atvinnufyrirtæki né skattstofur ráða sennilega við að taka upp tvær skattkerfisbreyting- ar sama daginn. Því er líklegt, að gildistaka virðisaukaskatts víki fyr- ir einföldun tekjuskattsins vegna staðgreiðslu hans að ári. Þriðja kerfísbreytingin á opin- berum gjöldum, sem unnið er að, felst í frumvarpi til tollalaga, sem nú liggur fyrir Alþingi. Hér er á ferðinni mikil lagfæring á flókinni framkvæmd, einföldun sem mun leiða til hagræðingar og spamaðar og þar með lægra vöruverðs. Alls staðar í löndum í kringum okkur eru stórir innflytjendur á vörum og hráefnum í reikningsviðskiptum hjá embætti viðkomandi tollstjóra. Hér taka innfluttar vörur hins vegar upp dýrmætt pláss á hafnarsvæðum og flóknar reglur skapa æma vinnu og fjölda ágreiningsmála milli inn- flytjenda og tollyfírvalda, en kostnaðurinn af því leggst á endan- um á vöruverð til neytenda. Ef Alþingi ber gæfu til að lagfæra fmmvarpið og lögfesta það fyrir vorið yrði hér bylting til batnaðar í tollamálum. Til framtíðar Um allan heim hefur orðið hugar- farsbreyting í viðhorfum til atvinnu- rekstrar. Gömlu klisjurnar um kapitalisma og sósíalisma hafa vik- ið fyrir nýrri hugsun: Hvemig aukum við áhrif einstaklingsins, hagkvæmni í atvinnulífínu og vel- ferð borgaranna. í þessu efni staðnæmast menn í auknum mæli við einkavæðinguna: Að færa ríkis- reksturinn í ýmsum myndum til fólksins og undir aðhald neytenda. Þannig hefur oft tekist að ná tvíþættum árangri í senn: Hækka laun starfsmanna á sama tíma og þjónustan við neytendur er bætt. Við höfum lært það í heilbrigðismál- um, að stórar rekstrareiningar og miðstýring bætir ekki heilsugæsl- una, en við eigum eftir að læra það í húsnæðismálunum, að þjóðnýting lífeyrissjóðanna flýtir hvorki af- greiðslu lána né eykur fé til húsnæðismála eða dreifír því rétt- látar. Við megum heldur ekki gleyma því, að lífeyrissjóðimir eiga miklu hlutverki að gegna í uppbyggingu atvinnulífsins. Sjóðimir geta þó aldrei gegnt skyldu sinni í framtíð- inni og greitt góðan lífeyri, nema hér dafni blómlegt atvinnulíf, sem skapar ungu fólki arðbær störf. Fjárfesting sjóðanna í atvinnulífínu hefur of lengi orðið útundan. Fram- undan er einnig nauðsyn á að auka vemlega eiginQármögnun fyrir- tækja og treysta þannig stöðu þeirra til að viðhalda fullri atvinnu og góðum lífskjömm. Hér geta ákvæði skattalaga gegnt lykilhlut- verki til hvatningar. Það má ekki gleymast í þeirri einföldun skatta- laganna, sem er fyrir dymm. Verzlunarráð íslands óskar landsmönnum öllum árs og friðar og farsældar á komandi ári. Haraldur Sumarliðason forseti Landssambands iðnaðarmanna Arið 1986 verður vafalaust skráð á spjöld sögunnar sem einstakt góðæri. Talið er, að þjóðar- tekjur vaxi á árinu um meira en 8% og er það meiri hagvöxtur en annars staðar á Vesturlöndum. Þrátt fyrir mikinn innflutning, em einnig horfur á, að jöfnuður verði á viðskiptum við útlönd. Yrði það í fyrsta skipti síðan 1978. Eins og oftast áður má vissulega rekja þessi umskipti í þjóðarbú- skapnum til hagstæðra aflabragða, afurðaverðs og annarra ytri skil- yrða. Hins er þó einnig vert að minnast, að á árinu hefur verið tek- ist af alvöru á við ýmis brýn viðfangsefni í efnahags- og at- vinnumálum og ýmsum umbótum, sem gmndvallarþýðingu hafa, verið komið til leiðar. Þannig hefur mönnum auðnast að standa með allt öðmm og skynsamlegri hætti að gerð kjarasamninga á undan- fömum misserum en oftast áður. Jafnframt hafa af hálfu ríkisvalds- ins verið gerðar mikilvægar ráðstaf- anir til hagsbóta fyrir launafólk. Auk tollalækana er endurskipu- lagning húsnæðislánakerfisins þar án efa mikilvægust, þótt fram- kvæmd á því máli hafi að vísu ekki ennþá gengið sem skyldi og raunar einnig vafasamt að fjármögnun kerfisins gangi upp til langframa. Ríkisstjórnin hefur einnig gert ráð- stafanir til að auðvelda fyrirtækjum að standa við kjarasamningana, án þess að velta hækkunum út í verð- lagið, einkum með lækkun launa- skatts og raforkuverðs. Með þessari þjóðarsátt milli launþega, atvinnu- rekenda og ríkisvalds hefur sá stórmerki árangur náðst, að verð- bólga á árinu verður sennilega um

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.