Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 Hvað segja þeir um áramótin? Ásmundur Stefánsson Asmundur Stefánsson forseti ASÍ Aþessu ári hafa orðið mikil umskipti í íslenskum efna- hagsmálum. Verðbólgan frá upphafí til loka ársins verður vænt- anlega um 12% og á næsta ári gæti talan orðið 7—8%. Kaupmáttur hefur vaxið á þessu ári og mun enn vaxa á því næsta, sérstaklega verð- ur mikil hækkun á kaupmætti lægstu launa. Þessi umskipti hafa ekki orðið af sjálfu sér og þau hafa ekki orðið fyrir frumkvæði og framtakssemi stjómvalda. Umskiptin eru afrakst- ur kjarasamninga þar sem samn- ingsaðilar tóku ráðin af ríkisstjórn- inni og knúðu hana til að breyta um stefnu. Fyrir samningana í febr- úar var spáð 30—40% verðbólgu við óbreyttan kaupmátt og hærri tölum ef sóttur yrði aukinn kaupmáttur. Reynslan hefur kennt að stórar kauptölur tryggja ekki aukinn kaupmátt ef verðlag er óheft. Með febrúarsamningunum var meginá- hersla lögð á að hamla á móti verðhækkunum, festa gengið, tak- marka hækkanir opinberrar þjón- ustu og búvara, lækka tolla og herða áróður gegn hækkunum. Það tókst ekki alveg að ná settu marki en tryggingarákvæði samninga bættu launafólki þær kauphækkan- ir sem voru umfram áætlun. Kaupmáttur fór því vaxandi á árinu. Nýtt og gjörbreytt húsnæðiskerfi hefur nú tekið gildi og þar með hafa lán til þeirra sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn stórhækkað, sérstaklega ef um er að ræða kaup á eldra húsnæði. Nýja húsnæðis- kerfið sem var þáttur í febrúar- samningunum hlýtur að teljast með stærri félagslegum ávinningum síðari ára. Samningamir í desember eru beint framhald febrúarsamning- anna. Enn er áherslan á því að hefta verðhækkanir, festa gengi og takmarka hækkanir opinberrar þjónustu. Stóra skrefið í desember- samningunum er 30% kaupmáttar- aukning lægstu launa. Þá var gamla taxtakerfið lagt í rúst og lögð drög að nýju. Með „stöðugu" verðlagi breytist margt í rekstri heimila og fyrir- tækja. Innkaup verða hagkvæmari og stjómendur fyrirtækja fá tíma til að sinna fleiru en elta verðbólg- una. Fjárfestingar markast síður af sókn í verðbólgugróða. Skýrast mælist breytingin á verðbólgunni hjá þeim sem skulda og stóðu í 60% verðbólgu frammi fyrir því að 1 m.kr. verðtryggt lán hækkaði um 600 þús. kr. á árinu, í 10% verð- bólgu er hækkunin 100 þús. kr. Verðbólgan helst ekki niðri af sjálfu sér. Það þarf að veita aðhald á öllum sviðum. Stjómvöld mega ekki bregðast með aðhald að opin- berum fyrirtækjum og stofnunum og almenn efnahagsstjóm verður öll að miðast við að tryggja að markmiðin náist. Sveitarfélögin mega ekki varpa af sér ábyrgð í þessu efni. Fyrirtæki og stofnanir sveitarfélaga skipta miklu og það gerir skattheimta þeirra líka. Fyrir einstaklinginn skiptir ef til vill minnstu hvað skattamir heita. Hann metur skattbyrðina út frá þeim einfalda mælikvarða hvort hærra eða lægra hlutfall teknanna fer í skattgreiðslur í ár eða í fyrra. Nú blasir við að óbreytt útsvarspró- senta mun á árinu 1987 gefa sveitarfélögunum auknar tekjur að raunvirði vegna minni verðbólgu og minni tekjubreytinga á milli ára, en útsvarið reiknast alltaf af tekjum ársins á undan. Ef sveitarfélögin taka ekki tillit til þessa er augljóst að almenningur mur. fá þyngri álagningarseðil í sumar en árið 1986 vegna þess að útsvarið hækk- ar meira en tekjur. Sveitarstjómar- menn hljóta að meta málin í þessu ljósi. Laekkandi verðbólga gefur sveitastjómum svigrúm til að lækka útsvarsprósentuna. Auðvitað er hægt að nota það svigrúm til að auka útgjöld og bæta þjónustu eða til að auka framkvæmdir og greiða niður lán. Það síðasta virðist t.d. ætlun Reykjavíkurborgar sem gerir ráð fyrir 26,2% meðalhækkun tekna og 21,7% hækkun rekstrargjalda en 40,5% hækkun eignabreytinga en á þann lið færast þá 1.400 m.kr. Er ekki rökrétt að hugsa sig um tvisvar. Með föstu gengi er stór hluti atvinnulífsins sviptur þeim mögu- leika að velta kostnaðarhækkunum áfram heldur verður að mæta þeim með bættu skipulagi og markviss- ari rekstri. Sömu kröfu verður að gera til þeirra fyrirtækja sem ekki búa við erlenda samkeppni, jafnt til einkafyrirtækja og opinberra fyrirtækja. Stöðugt verðlag og stöð- ugleiki í efnahagslífinu á að gera það kleift að horfa til framtíðar og haga rekstri og fjárfestingum bet- ur. Með tvennum kjarasamningum á þessu ári hafa verið knúin fram umskipti í efnahagslífínu, lægri verðbólga og aukinn kaupmáttur, nýtt húsnæðiskerfí og fyrirheit um staðgreiðslu skatta árið 1988. Lægsta kaup er enn allt of lágt en 30% aukning kaupmáttar lægstu launa hlýtur að teljast marktækur áfangi. Nú ríður á að stjómvöld standi við sitt og að framhaldið verði vel undirbúið. Ég vil í því sambandi taka undir orð Jónasar Kristjánssonar í leiðara DV 13. desember: „Jafnvel þótt ríkisstjóm- inni takist að verða fullgildur aðili að þjóðarsáttinni, sem varð til í Garðastræti um síðustu helgi, er æskilegt, að við völdum taki í vor ríkisstjóm, sem hefur bein í nefinu til að halda uppi góðri efnahags- stjóm, án þess að vera neydd til þess.“ Ég óska öllum landsmönnum árs og friðar og þess sérstaklega að farsæl lausn fínnist á kjaradeilu sjómanna og að óbilgimi útvegs- manna dæmi þá akki til langvinnra verkfalla. Birgir Þorgilsson f erðamálastj óri Enn eitt metárið í stuttri sögu íslenskrar ferðaþjónustu hefur mnnið sitt skeið. Ljóst er að á árinu 1986 munu u.þ.b. 113.000 erlendir ferðamenn heimsækja Island og hefur þeim fjölgað um 15.500 ein- staklinga eða 16% frá árinu 1985. Frá árinu 1982, þ.e.a.s. sl. 4 ár, hefur þessum erlendu gestum okkar því íjölgað um 46%. Gjaldeyristekj- ur okkar íslendinga af þjónustu við erlenda ferðamenn á árinu 1986 verða að öllum líkindum yfír 4.000 milljónir króna, eða sem svarar 100 milljónum Bandaríkjadollara. Af þessari §árhæð falla 43% í hlut íslensku flugfélaganna fyrir flutn- ing farþega og 57% í hlut annarra íslenskra þjónustuaðila. Upphæð þessi svarar til 11% af fjárlögum íslenska ríkisins á árinu 1986. Til viðbótar má áætla að íslendingar á ferð um eigið land veiji til slíkra ferðalaga 3.000 milljónum króna og má því öllum vera ljóst, að heild- arvelta hinnar íslensku ferðaþjón- ustu er einn þýðingarmesti þátturinn í íslensku efnahagslífi. Hreinn ágóði ríkissjóðs af rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflug- velli og innheimtu flugvallarskatts verður í nágrenni við 300 milljónir króna í ár. Ferðamálaráð fékk 6,3% af þeirri upphæð til að sinna hinum margvíslegu og fjölbreyttu verkefn- um, sem því er falið með lögum um ferðamál. Ferðalögum íslendinga til ann- arra landa hefur fjölgað um svipað- an hundraðshluta og hafa landsmenn aldrei fyrr ferðast jafn- mikið erlendis og á árinu 1986. Fjöldi útlendinga sem heimsækir ísland er þó meiri annað árið í röð og er því allt útlit fyrir að hagnað- ur verður á þessum gjaldeyrisreikn- ingi okkar við önnur lönd. En það er ekki aðeins hér á ís- landi sem ferðaþjónusta er blómleg atvinnugrein um þessar mundir. Árið 1985 reyndist fjöldi ferða- manna í veröldinni allri hafa verið 325 milljónir einstaklinga og heild- arveltan 105.000 milljónir Banda- ríkjadollara. Ekki er því að undra þótt mikill fjöldi ríkja veraldar leggi aukna áherslu á að laða til sín ferða- menn og veiji til þess stórum fjárhæðum. Samkeppnin um hylli ferðalangsins er hörð og flestum brögðum beitt til að ná árangri. Það er mikill misskilningur að álíta að við íslendingar getum setið hjá auðum höndum og beðið eftir því að hingað streymi erlendir ferða- menn svo tugþúsundum skipti. Það nægir ósköp einfaldlega ekki þó svo að við vitum sjálfir að við búum í einu fegursta landi veraldarinnar ef við komum þeirri staðreynd ekki Birgir Þorgilsson á framfæri við hugsanlega við- skiptavini okkar erlendis, ef við þá á annað borð viljum stefna að því að auka tekjur okkar af þjónustu við erlenda og íslenska ferðamenn. Ástæðuniar fyrir mikilli vel- gengni íslenskrar ferðaþjónustu á árinu 1986 eru margar. Þeim aðil- um sem kynna landið erlendis og selja hingað ferðir fjölgar stöðugt og margir Islendingar hafa vakið heimsathygli. í því sambandi vil ég nefna Hólmfríði Karlsdóttur, lands- liðið í handknattleik, afreksmenn í skákíþróttinni, atvinnumenn í knattspyrnu, Jón Pál Sigmarsson og fleiri mætti nefna. Allt þetta fólk hefur með framkomu sinni og frammistöðu varpað miklum ljóma á landið okkar. Þökk sé því! Ekki má heldur gleyma að nefna fund leiðtoga Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna, sem haldinn var í Reykjavík í október. Aldrei fyrr hefur ísland fengið jafn mikla um- fjöllun í erlendum fjölmiðlum og ég hygg að allir þeir, sem hafa við- skiptasambönd við erlenda aðila, hafi nú þegar notið mikils góðs af. Það er fyrst og fremst undir okkur sjálfum komið hvernig til tekst með framhaldið. Óvænt og skyndilega beindust augu alheimsins að Is- landi, en þau hvarfla jafn fljótt frá okkur aftur ef við nýtum ekki það lag sem gafst. En áfram skal haldið á lífsbraut- inni og líta ekki aðeins um öxl. Verði sama aukning á fjölda er- lendra ferðamanna næstu 4 árin og varð sl. 4 ár munu þeir verða 165.000 árið 1990. Það er 52.000 einstaklingum fleira en sóttu okkur heim í ár. Fjöldi gistinátta erlendra manna á íslandi yrði þá 825.000 og gjaldeyristekjur þjóðarbúsins tæplega 6.000 milljónir króna á núvirði. Ef litið er enn lengra fram í tímann blasir við að árið 1995 munu erlendir ferðamenn á íslandi verða fleiri en sem nemur fjölda Íslendinga búsettra í landinu. Slíkt hlutfall þykir víða eftirsóknarvert en er það ósk og von okkar íslend- inga að svo verði hér á landi? Við förum nú þegar ránshendi um flesta þá staði sem nauðsynlegt þykir að sýna erlendum gestum. Rányrkja og örtröð blasir við augum og víða hefur landinu okkar verið veitt sár sem seint munu gróa. Við getum naumast skammlaust tekið á móti þeim íjölda ferðamanna sem hingað sækja í dag í þeim tilgangi að njóta stórbrotinnar náttúru landsins, hvað þá þeim ijölda er ég nefndi hér að framan. Við höfum áður leikið þennan hættulega leik hvað viðkemur fiskistofnum við landið og ferðaútvegurinn virðist stefna hratt í sömu ógæfuna. Það er ekki ofsögum sagt af því hvað við íslendingar seilumst oft djúpt og hratt eftir fljótfengnum gróða. Við nýtum uppskeruna til fullnustu en viljum ekki kosta neinu til sán- ingar. En hvað er til ráða? Því miður gefst ekki tækifæri í þessari stuttu blaðagrein til að ijalla í einstökum atriðum um lausn á þessum vanda. Vinna þarf að endurbótum á fjöl- sóttum ferðamannastöðum og hefja um leið fyrirbyggjandi aðgerðir, ef til vill með því að takmarka aðgang á vissum tímum árs. Jafnframt þarf að skipuleggja ferðir til staða, sem lítið eru sóttir í dag, og dreifa þannig ferðamönnunum sem mest um landið. Mér er fyllilega ljóst, að aðgerðir þær, sem grípa verður til án frekari tafa, muni þykja harkalegar og mæta mótspymu. Þær munu kosta mikla ijármuni og ekki óeðlilegt að neytendur taki nokkum þátt í þessu átaki, en við skulum hafa hugfast að við eigum engra kosta völ. Annað stórt vandamál blasir við atvinnugreininni, en það er end- urnýjun íslenska flugflotans til innanlands- og millilandaflugs. Forráðamenn Flugleiða eru sér vafalítið best meðvitandi um nauð- syn skjótra úrbóta á þessu sviði, enda hafa þeir mikilla hagsmuna að gæta. En þeir em fleiri hags- munaaðilarnir í íslensku ferðaþjón- ustunni. Atvinnugreinin öll stendur nánast eða fellur með því hvemig til tekst við að bjóða eftirsóknar- verðar, reglubundnar og fjárhags- lega hagkvæmar samgöngur milli Islands og annarra landa, svo og innanlands. Á ráðstefnu um flug- mál, sem nýverið var haldin hér í Reykjavík, var greint frá því að endumýjun alls flugflota Flugleiða myndi kosta 9.800 milljónir króna. Þetta em vitaskuld miklir fjármun- ir, en þó ekki meiri en ætla má að ferðaþjónustan afli á næstu tveimur ámm í erlendum gjaldeyri. Eins og fyrr segir er hér á ferðinni, ásamt nauðsynlegum aðgerðum til vernd- unar landsins, eitt stærsta hags- munamál íslenskrar ferðaþjónustu. Það er því einlæg von mín að for- ráðamönnum Flugleiða megi takast að ráða því til lykta bæði fljótt og vel. Að þessu sinni ætla ég ekki að gera tilraun til að spá um fjölda erlendra ferðamanna á næsta ári. Spádómar undanfarinna ára hafa yfirleitt ekki reynst það áreiðanleg- ir að ástæða sé til að halda þeim eða öðmm nýjum mjög á loft. í raun og vem henta áramótin ekki ferðaþjónustu á íslandi til upp- gjörs, áheita eða stefnubreytinga. Lok hverrar vertíðar, en þær em íjórar, væri heppilegri og árang- ursríkari tími til slíkra hluta. Engu að síður skulum við vera þakklát fyrir hin hefðbundnu áramót. Frá þeim göngum við fram til hækk- andi sólar, nýrra átaka og aukinnar vegsemdar atvinnugreinarinnar. Það er ósk mín og von að allir aðilar íslenskrar ferðaþjónustu bregðist vel og karlmannlega við þeim vandamálum sem takast verð- ur á við á árinu 1987 og njóti síðan sigurlaunanna vel í árslok. Gott og gleðilegt ferðaár 1987.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.