Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 t Maðurinn minn og faðir okkar, EiNAR E. HAFBERG, Ásvailagötu 44, lést í Landspítalanum 29. desember. Guðbjörg Kristjánsdóttir, Guðlaug Einarsdóttir, Lára Hanna Einarsdóttir. t Faðir minn, JÓN HELGASON, áður til heimilis að Hverfisgötu 21B, Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi þriðjudaginn 30. desember. Fyrir hönd vandamanna, Magnús Jónsson. t Eiginmaður minn og faðir okkar, KRISTJÁN HANSSON, Öldugötu 10, Hafnarfirði, andaðist á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði að morgni 30. desember. Hulda Jóhannsdóttir og börn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, sonur og tengdasonur, STEFÁN HARALDSSON, járnsmiður, Skeljagranda 1, varð bráðkvaddur 26. desember. Guðrún Sigurðardóttir, Þóra Stefánsdóttir, Haraldur Arnar Stefánsson, Haraldur Sigurðsson, Þóra Steingrimsdóttir, Sigurður Þorgrfmsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA LUISE MATTHÍASSON, verður jarðsungin frá Innri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 3. janúar kl. 14.00. Anna Lísa Ásgeirsdóttir, Walter Gunnlaugsson, Guðný V. Ásgeirsdóttir, Sverrir Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín og móðir okkar, GUÐRÚN EINARSDÓTTIR, Brimhólabraut 31, Vestmannaeyjum, verður jarðsett frá Landakirkju laugardaginn 3. janúar kl. 14.00. Jóhannes Gi'slason, Erna M. Jóhannesdóttir, Hjálmar Þ. Jóhannesson. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG SKAFTADÓTTIR HRAUNDAL, Drápuhlíð 30, sem andaðist í Landspítalanum 24. desember verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. janúar kl. 15.00. Jarðsett verður að Lágafelli. Helga Hraundal, Hinrik H. Friðbertsson og barnabörn. t Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, SNORRA GUNNLAUGSSONAR bónda, Esjubergi, Kjalarnesi, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 5. janúar kl. 13.30. Jarð- sett verður að Mosfelli. Sigríður Gi'sladóttir, Árni Snorrason, Kolbrún Guðmundsdóttir, Oddný Snorradóttir, Ólafur Friðriksson, Gísli Snorrason, Anna Steinarsdóttir og barnabörn. Minning: -------C? Lárus Eiðsson Fæddur 29. ágúst 1918 Dáinn 16. desember 1986 Á laugardag var gerð frá Keflavíkurkirkju að viðstöddu miklu ijölmenni útför Lárusar Eiðssonar, húsgagnasmíðameistara. Lárus var fæddur vestur á Skóg- arströnd þann 29. ágúst 1918. Foreldrar hans voru hjónin Sigurrós Jóhannesdóttir og Eiður Sigurðs- son, sem lést þegar Lárus var aðeins ellefu ára. Lárus sleit sínum fyrstu skóm í Stykkishólmi, en þaðan flutti ijölskyldan til Hafnarfjarðar. Hann nam húsgagnasmíði, fyrst í Reykjavík, en lauk sveinsprófi frá Iðnskólanum á Akranesi 1939. Árið 1943 fluttist hann til Keflavíkur og kvæntist á sama ári móðursystur minni, Guðrúnu Árnadóttur úr Veg- húsum. Þau eignuðust þrjú böm, Rut, Bjarnhildi Helgu og Guðmund, sem öll eiga heima í Keflavík, barnaböm þeirra hjóna eru sjö orð- in og eitt langafabarn er í heiminn komið. Láms vann lengst af við húsa- og húsgagnasmíði, ýmist upp á eig- in spýtur eða í samvinnu við aðra. Seinni árin var hann verkstjóri á Keflavíkurflugvelli. Barnungum Vegahúsmanni þótti á sínum tíma góður liðsauki í hóp- inn kominn þar sem var Láms, maðurinn hennar Gunnu frænku. Það fylgdi þessum granna, dökk- hærða og snöfurlega manni frísk- legur andblær, hann var léttur í máli, hann vitnaði í Öm Amarson og önnur eftirlætisskáld sín, hann hafði smíðað glæsilegustu mubblu sem fýrir augun hafði borið, nann kunni vel að skemmta sér og var ekki eins bundinn nauðhyggju lífs- baráttunnar og margir aðrir úr næsta nágrenni. Og það sem mikils var um vert á þeim ámm, hann kunni að tala við strákpatta þannig, að þeim sama fannst hann vera orðinn fullgildur aðili í tilvemnni. Allar götur síðan höfum við bræður vitað það með svo mörgum öðmm, að gott var þau Guðrúnu og Láms heim að sækja. Hann kunni margt að segja af veiðiskap og útilífi, sem hann kunni manna best að njóta, og það löngu áður én náttúra landsins varð að opin- berri allsheijartísku. Láms hafði sig ekki mikið í frammi út á við eins og það heitir, en hann fylgdist vel með mönnum og málefnum og hafði jafnan á hraðbergi kankvísar og Minning: Þorkell Helga- son vörubílstjóri Hann afi okkar, Þorkell Helga- son, (f. 10.12. 1900), lést í Sankti Jósefsspítala, Hafnarfirði, þann 20. desember 1986. Seinustu æviárin var hann vistmaður á Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Hafnarfirði. 19. apríl 1924 giftist hann ömmu okkar, Ástríði Ingibjörgu Bjöms- dóttur, og bjuggu þau megnið af sínum búskap að Litlu-Gmnd v/ Sogamýri, Fæst okkar kynntust henni ömmu því hún dó 1951. Þeim varð 9 bamá auðið, sem öll em á lífi. Hann afi var langa hríð vömbíl- stjóri og á sínum tíma einn af stofnendum vömbílastöðvarinnar Þróttar. En hugur hans hneigðist ávallt til búskapar og um tíma var hann með búskap að Hvassa- hrauni, Vatnsleysu. Þaðan eigum við krakkarnir margar minningar og stigum okkar fyrstu skref í sveit og fjaran með öllu sínu lífi var ekki langt undan. Við krakkamir kynnt- umst honum afa ekki náið, til þess var hann of dulur. En frá honum t Eiginmaður minn, tengdasonur, faðir, tengdafaðir og afi, SVANUR RÖGNVALDSSON, Ferjubakka 8, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 2. janúar kl. 13.30. Frfður Gústafsdóttir, Gústaf Gestsson, Steinunn Svansdóttir, Gunnar Björnsson, Sjöfn Svansdóttir, Örn Óskarsson, Gústaf Bjarni Svansson, Rúnar Guðjón Svansson, Jóhanna Svansdóttir og barnabörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. launháðskar athugasemdir sem komu vel að kjarna máls. Það var líka gleðilegt til þess að vita hve farsæl sambúð þeirra hjóna var, hvemig húsið að Vallartúni 3 bar vitni bæði frábærum og hugkvæm- um hagleiksmanni og traustum fjölskylduföður, sem var börnum sínum og bamabömum ráðhollur og hjálpsamur sem og fjölmörgum öðmm. Og í framgöngu hans allri fundum við það öryggi og þá festu, sem er einkenni góðra starfsmanna. Hann var drengur góður og gæfumaður og það er bjart yfir minningu hans. Ámi Bergmann stafaði trausti og hlýju, þannig að okkur leið vel í návist hans. Svo fengum við líka að kfkja ofan í tó- bakspontuná hans og ef við vomm stillt fengum við nokkur korn í nef- ið. Svo tók hann okkur kannski á hnéð og sagði sögur, sögur sem oftar en ekki tengdust lífsbaráttu íslenskrar alþýðu hér áður fyrr. Afi segir okkur ekki fleiri sögur, en við geymum hann í minningunni. Hvíli hann í friði. Guð blessi Þorkel afa okkar. Hvað boðar nýárs blessuð sól? Hún boðar náttúrunnar jól, hún flytur líf og líknarráð, hún Ijómar heit af Drottins náð. Sem Guðs son forðum gekk um kring, hún gengur ársins fagra hring og leggur smyrsl á lifsins sár og læknar mein og þerrar tár. (M.J.) Barnabörn Blómabúöin Hótel Sögu sími 12013 Blóm og skreytingar gjafavörur heimsendingar- þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.