Morgunblaðið - 22.01.1987, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.01.1987, Qupperneq 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 17. tbl. 75. árg.__________________________________FIMMTUDAGUR 22. JANIJAR 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Stúdentamótmæli á Spáni Spænskir námsmenn mættu ekki í skóla í gær, annan daginn í röð, og efndu til mikilla mótmæla í borgum landsins. Myndin var tekin er átök urðu á mótmælafundi í Barcelona. Námsmenn krefj- ast þess að takmarkanir á inngöngu í háskóla landsins verði felldar úr gildi. Irakar brutu sokn Irana á bak aftur Washington, Teheran, Bagdað, AP. Reuter. ÍRAKAR komu í gær í veg fyrir tilraunir írana til að bijótast nær hafnarborginni Basra í Irak, að sögn Phyllis Oakley, talsmanns bandaríska utanríkisráðuneytis- Oakley sagði að íranskar her- deildir hefðu reynt af hörku að bijótast til vesturs af svæðum, sem þær hefðu lagt undir sig í suðaust- urhluta írak að undanfömu. Irakar hefðu veitt öfluga og árangursríka mótspymu og væru Iranir því ennþá í 14 kílómetra fjarlægð frá Basra. „íranir eru enn austan aðal vam- arlínu íraka og við teljum að Basra sé ekki í bráðri hættu," sagði Oak- ley. Oakley sagðist ekki geta staðfest þær fullyrðingar írana að þeir hefðu í gær brotið vamir borgarinnar Du’ayji á bak aftur og náð borginni á sitt vald. Borgin er 15 kílómetra austur af Basra. Saddam Hussein, forseti íraks, hvatti írani í gær til að leggja nið- ur vopn og semja um frið. Var áskorun hans lesin í útvarpinu í Bagdað. Hann hefur áður hvatt ír- ani til hætta vopnaskaki og semja um frið við Iraka. Skammær kosninga- skjálfti út af rat- sjárstöðinni í Thule Kaupmannahöfn. Frá N. J. Bruun, Grænlandsfréttaritara Morgunblaðsins. SIÐUSTU daga hefur legið við borð, að til kosninga yrði boðað í Danmörku vegna ágreinings um bandarísku ratsjárstöðina í Thule á Norður-Grænlandi. Um tíma var meirihluti fyrir því á þingi að sam- þykkja vantraust á Uffe Elle- mann-Jensen, utanríkisráðherra, en jafnaðarmenn hafa nú vent sínu kvæði í kross vegna þess, að þeir vilja ekki í kosningar. Málið snýst um stækkun eða end- umýjun ratsjárstöðvarinnar I Thule. Bandaríkjastjóra heldur því fast fram, að aðeins sé verið að end- umýja gamlan búnað en það hefur komið fram hjá mörgum, jafnt í Bandaríkjunum sem í Danmörku, að verið sé að koma upp nýrri ratsjá í tengslum við bandarísku geim- varnaáætlunina. Með því sé verið að bijóta ABM-samninginn frá 1972 milli Bandarikjanna og Sovétríkj- anna. Danska stjórnin og Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku landsstjómarinnar, segjast hins veg- ar treysta orðum Bandaríkjamanna. í vikubyijun sögðu talsmenn vinstri flokkanna og Radikale Vens- tre, sem styður annars stjómina að öllum jafnaði, að þeir myndu leggja mátulegan trúnað á þá skýrslu, sem Uffe EUemann-Jensen ætlar að leggja fyrir utanríkismálanefndina á næstu dögum og einnig, að í þessu máli væri meirihluti þingmanna á móti stjóminni. Hefur stjómin áður verið í minnihluta í utanríkismálum en Poul Schlúter, forsætisráðherra, hefur tekið það fram, að í þessu máli ætlaði hann ekki að sætta sig við það. Þegar stefndi í vantrauststillögu og nýjar kosningar tóku jafnaðar- menn skyndilega sinnaskiptum. Segir blaðið Information, að þingflokkurinn hafí ákveðið að láta lítið á sér bera í umræðum um málið og fara ekki fram á sérstaka rannsókn eins og áður var haft á orði. Þar með eru kosningar úr sögunni að sinni. ^ Reuter A skautasleða Arjan Zijlema, fjórtán ára HoIIendingur, brunar nú á heimasmíðuðum skautasleða á síkjum í ná- grenni heimabæjar síns, Bedum. Gamalt og ónotað skautapar var notað við smíði sleðans og síðan fékk hann þá hugdettu að setja skellinöðruvél á sleðann til að komast fljótar leiðar sinnar. Flotaæf ingar á Miðjarðarhafi Napóli, AP. SJÖTTI floti Bandaríkjanna er nú við umfangsmiklar æfingar á Miðjarðarhafi, að sögn tals- manns bandaríska flotans. Æfingamar ganga undir nafn- inu „þjóðarvikan". Þær hófust á mánudag og lýkur þeim á sunnu- dag. í þeim taka þátt 29 herskip, þ. ám. flugmóðurskipin Kennedy og Nimitz. í æfingunum taka þátt 180 flugvélar, 14.000 sjóliðar og 1.800 menn úr landgöngusveitum flot- ans. Franskar hersveitir taka þátt í hluta æfinganna. Talsmaður flot- ans sagði að um „venjubundnar" æfingar væri að ræða. Bandaríkin: Minnsta verðbólga í 25 ár Washington, AP. VERÐBÓLGAN reyndist vera aðeins 1,1% í Bandaríkjunum árið 1986, að því er talsmaður Hvíta hússins tilkynnti í gær, og er það minnsta Verðbólga þar í landi í aldarfjórðung. Helzta orsök verðbólguþróunar- innar var 60% verðlækkun á hráolíu á árinu. Var benzínverð í lok des- ember 30,7% ódýrara en fyrir ári og olía til húshitunar 29,9% lægri. Þrátt fyrir lækkun verðbólgunn- ar hækkaði matvara að jafnaði um 3,7%. Þá hækkuðu bílar um 5,8%. Fýrir sérstaka „markaðskörfu" urðu Bandaríkjamenn að borga 33,11 dollara í árslok 1986, eða 37 sentum meira en í lok ársir.s 1985. Kostaði karfan 10 dollara árið 1967. Bandaríkjastjórn gerir ráð fyrir 3,8% verðbólgu á þessu ári, eða sömu verðbólgu og árin 1983 og 1985. Verðbólguþróunin í desember sl. styður þær spár, en þá hækkaði verðlag um 0,2%. Sjá „Vaxtalækkuná bls. 26. Kosningabaráttan í V-Þýskalandi: Vinna jafnaðarmenn fylgi með falsspám? leggja mikla áherslu á útflutning, væri stefnt í hættu vegna þess að Seðlabanki Vestur-Þýskalands vildi ekki lækka vexti. Jafnaðarmaðurinn Hans Apel skoraði á Seðlabankann að láta af andstöðu sinni við vaxtalækkun. Staða vestur-þýska marksins er mjög sterk gagnvart öðrum gjald- miðlum vegna þess að vextir em háir. Sjá „Hafa mannrán i Beirút áhrif á kosningarnar“ á bls. 26 og grein um kosningabar- áttuna á miðopnu. Bonn, AP. KRISTILEGIR demókratar (CDU) sögðu í gær að jafnaðar- menn (SPD) reyndu að afla sér fylgis í kosningabaráttunni með því að hampa helst til svörtum efnahagsspám. Kristilegi demókratinn Peter Kittelmann sagði í gær að jafnaðar- menn hefðu vísvitandi falsað spár: „Við fordæmum vísvitandi rang- færslur um stöðu efnahagsmála," sagði Kittelmann, sem er talsmaður kristilegra demókrata í efnahags- málum. „Jafnaðarmenn reyna að láta líta svo út sem efnahag sé að hnigna." Jafnaðarmenn sögðu á þriðjudag að efnahag Vestur-Þjóðverja, sem

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.