Morgunblaðið - 22.01.1987, Side 2

Morgunblaðið - 22.01.1987, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANUAR 1987 Tek ekki við tillögum fræðsluráðs á meðan Þráinn er formaður — segir menntamálaráðherra „Ég fæ ekki séð að ég geti haft neitt samstarf við þessa menn á meðan formennsku í fræðsiuráðinu gegnir maður á borð við Þráinn Þórisson sem lýsti mig beran að ósannindum í Morgunblaðinu í dag á blaðsíðu 37 og verður nú sjálfur uppvís að fádæma framkomu,“ sagði Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra í gærkveldi, eftir að honum bárust niðurstöður fundar fræðsluráðs í Norður- landsumdæmi eystra. Þar var meðal annars samþykkt að senda aðstoðarmanni ráðherra sím- skeyti með tillögu um að skipa Sverri Thorsteinsen frá Stóru Tjörnum fræðslustjóra til bráða- birgða. Menntamálaráðherra sagðist ekkert hafa persónulega á móti Sverri Thorsteinsen, enda þekkti hann manninn ekkert. Hann gæti jafnvel hugsað sér að skipa hann sjálfur í embætti, en bætti við: „ ... en á móti tillögum fræðsluráðs tek ég ekki á meðan Þráinn er þar formaður. Svo mikið er víst.“ Varðandi ummæli Þráins vísaði ráðherra til fréttar Morgunblaðsins í gær þar sem hann er spurður álits á málflutningi Sverris á Alþingi í fyrradag. Þráinn segir þar meðal annars, að ráðherra fari ekki rétt með hvað varðar húsaleigumál Sturlu fyrrum fræðslustjóra. Fundur fræðsluráðs stóð frá kl. 15 til 20 í gær og vildu menn ekk- ert segja um efni hans í lokin. Þráinn Þórisson formaður sagði aðeins að niðurstaða fundarins kæmi í ljós í dag, að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Starfs- fólk skrifstofunnar fundaði einnig í gærkvöldi, ennfremur stjóm Bandalags kennara. Skólastjórar koma saman til fundar í dag. Steingrímur Sigfússon: Hættur við að flytja van- trauststillögu á Sverri STEINGRÍMUR Sigfússon al- þingismaður er horfinn frá þeirri hugmynd sinni að flytja van- trauststillögu á menntamálaráð- herra vegna brottvikningar Sturlu Kristjánssonar fyrrver- andi fræðslustjóra Norðurlands- umdæmis eystra. Flytur Steingrímur þess í stað tillögu til þingsályktunar um að skipuð verði rannsóknarnefnd er rann- saki deiluatriði. Steingrímur mun ekki hafa fengið hljóm- grunn fyrir vantrauststillögu- hugmyndum sínum innan þingflokks Alþýðubandalagsins, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. „Það þjónar ekki endilega til- gangi málsins að flytja vantrausts- tillögu," sagði Steingrímur í samtali við Morgunblaðið, „því það sem deiluaðilar biðja um, er að fá rann- sókn og hún fengist með þessu móti.“ Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að a.m.k. fjórir þingmenn Alþýðubandalagsins myndu styðja menntamálaráðherra í þessu máli, ef Steingrímur flytti vantrauststil- lögu, en það eru þingmennirnir Guðrún Helgadóttir, Geir Gunnars- son, Guðmundur J. Guðmundsson og Garðar Sigurðsson. Guðrún Helgadóttir sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær um þetta mál: „Þetta er mesta vand- ræðamál. Einkum er það slæmt fyrir það, að það er rekið inn í fjöl- miðla og leikið þar vikum saman, jafnvei þannig að símtöl manna koma í útvarpi. Auðvitað fór ráð- herra hranalega að þessari upp- sögn, en hitt kemur mönnum tæplega á óvart, að ráðuneytið geri kröfur til þess að embættismenn þess reyni að halda þau fyrirmæli sem ráðuneytið gefur og framfylgja þeirri stefnu sem ráðuneytið hefur og mótar, hvort sem hún er góð eða vond.“ Guðrún sagði að sér þætti átak- anlegt að inn í umræðuna á Alþingi blönduðust alls óskyldir hlutir. Þingmaður gerði fyrirspum og _ráð- herra bæri að svara henni. Aður en menn hlýddu á skýringar ráð- herra, hefðu ákveðnir þingmenn setið heima hjá sér og samið langar ræður, sem ættu heima undir allt annarri umræðu, þ.e. fjárlagaum- ræðu. „Þetta mál fjallar ekki um stefnu í sérkennslumálum," sagði Guðrún, „sú stefna er mótuð við gerð fjárlaga og þar hefðu þessar umræður átt heima. Það hafa nú ekki allir þingmenn verið svo gífur- lega áhugasamir fyrir umbótum í sérkennslumálum, fyrr en þetta mál kemur upp.“ Guðrún sagði að það væri auðvit- að alveg sama þegar embættismað- ur hlýddi ekki fyrirmælum yfirboðara sinna, hvort það væri í málum sem varðaði böm, vegamál eða hafnargerð. „Það er auðvitað ekkert vit í því að láta það rugla sig í þessu máli, að vitaskuld vantar mikið upp á að sérkennslu sé sæmi- lega sinnt í landinu," sagði Guðrún, „en það á auðvitað ekki að hafa hin minnstu áhrif á það hvort ríkis- stjóm á að ráða meðan hún situr, eða hvort við ætlum að taka upp lögmál fmmskógarins, þar sem embættismenn gera það sem þeim sýnist. Hingað til hefur þingmönn- um ekki þótt það gott, en það kann að vera að það henti núna.“ Viðskiptin við Sovétríkin: Höfum ekki staðið við fisksölusanmiuga Morgunblaðið/Þorkell Hjalti Þorkelsson kastar rekunum yfir líkkistur sjómannanna þriggja frá Grænhöfðaeyjum. Davíð Ósvaldsson útfararstjóri aðstoðar. Sjómennirnir frá Grænhöfðaeyjum: Utförin fór fram í gær ÚTFÖR þriggja sjómanna frá Grænhöfðaeyjum, sem fórust með tankskipinu Syneta við Skrúð á jóladag, fór fram frá Fossvogskap- ellu í gær. Kaþólskur prestur, Hjalti Þorkelsson, jarðsöng, en lík sjómannanna voru jarðsett í kirkju-garðinum í Gufunesi. Tólf menn fórust með Syneta og voru sex þeirra breskir og sex frá Grænhöfðaeyjum. Lík sjö þeirra hafa fundist, þar af fjögurra Breta, en þau voru send til Bretlands fyrir skömmu og jarðsett þar. Hinsvegar var óskað eftir því að lík sjómann- anna þriggja frá Grænhöfðaeyjum yrðu jarðsett hér þar sem ættingjar þeirra fundust ekki. Sjómennirnir, sem fengu hinstu hvílu í kirkjugarðinum í Gufunesi, hétu Manuel Joao Nascemento, 32 ára bátsmaður, Domingo Manuel Rocha, 33 ára gamall háseti, og Ramino Fortes Silva, 29 ára gam- all háseti. Farmannaverkfallið: Töf á lestun saltsíldar VERKFALL undirmanna á far- skipum er nú farið að hafa áhrif víða. Meðal annars hefur það komið í veg fyrir útskipun á saltsíld fyrir Sovétríkin, en síldina skal afhenda á ákveðnum tímabilum samkvæmt samning- um. Gunnar Flóvenz, fram- kvæmdastjóri Síldarútvegs- nefndar, segir þetta orðið töluvert bagalegt. Eins og fram hefur komið í frétt- um fórst flutningaskipið Suðurland á leið sinni til Sovétríkjanna í des- ember. Farmur skipsins var 19.000 tunnur af saltsfld. Sovétmenn hafa ekki óskað samsvarandi magns til viðbótar nú og líklegast er, að þess- ar 19.000 tunnur bætist við sölu- samninga fyrir næstu vertíð. Lögmaður Ragnars Kjartanssonar: Gerir kröfu um sérstakan saksóknara í Hafskipsmálinu NÚ skortir um fjórðung upp á að íslendingar hafi staðið við Helgi vann HELGI Ólafsson vann skák sína við enska skákmanninn Flear í 5. umferð alþjóðlega skákmóts ins í Wijk aan Zee og er í 2.-3. sæti með 3,72 vinning, ásamt van der Sterren frá Hollandi. Nigel Short er í efsta sæti með jafn- marga vinninga og eina biðskák. Korchnoi og Nougeiras eru í 4.-5. sæti með 3 vinninga. Önnur úrslit í gær voru þannig að Korchnoi vann Hulak og Miles vann Gutman. Jafntefli varð í skák- um van der Wiel og van der Sterren, Anderson og Nougeiras og Sosonko og Ljubojevic og skák Short og Zapata fór í bið. í dag er frídagur á skákmótinu, en á morgun föstudag leiða þeir saman hesta sína Helgi og Short og hefur sá síðamefndi hvítt. ÁrmiriialiÍtílHÍHÍIiHliit gerða sölusamninga fyrir síðasta ár á frystum fiski við Sovét- menn. Alls var samið um sölu á 24.000 lestum, en um 18.000 hafa verið fluttar utan. Þetta mun vera í fyrsta sinn, sem íslendingar geta ekki staðið við gerða samninga um sölu á frystum físki til Sovétríkjanna, en undanfar- in ár höfum við yfirleitt setið uppi með talsverðar birgðir af fiski á þennan markað og lagt áherzlu á að þeir auki kaupin. Vegna þessar- ar breyttu stöðu hefur verið ákveðinn fundur með íslenzku selj- endunum, SH og Sambandinu, í Sovétríkjunum 9. febrúar til að fínna lausn á þessu máli. Samið var um fast verð í samningunum og lækkun dalsins hefur valdið því, að framleiðsla fyrir Sovétríkin var óhagkvæm og framleiðsla fyrir þau því í minna lagi. Lausn þessa máls verður svo undanfari samingsgerð- ar fyrir þetta ár, en ljóst er að við þá gerð, munu íslendingar leggja áherzlu á verðhækkun og minna magn en á þessu ári. JÓN Magnússon, lögmaður Ragnars Kjartanssonar, hefur ritað Hallvarði Einvarðssyni ríkissaksóknara bréf, þar sem þess er krafist að skipaður verði sérstakur saksóknari, sem ekki sé starfsmaður ríkissaksóknara- embættisins, í máli því er lýtur að meintum brotum Ragnars varðandi svonefnt Hafskipsmál. í bréfinu kemur fram það álit lögmannsins, að það sé „sjálfsögð krafa, að hvorki rikissaksóknari né aðrir starfsmenn rikissak- sóknaraembættisins fjalli um málið til ákvörðunar um meðferð þess“, eins og þar segir. Jón Magnússon vitnar í bréfi sínu til lagagreinar þar sem kveðið er á um að ríkissaksóknari víki sæti, þegar hann sé svo riðinn við mál að hann mætti ekki gegna dómara- störfum í því. í því sambandi bendir lögmaðurinn á að ríkissaksóknari gegndi embætti rannsóknarlög- reglustjóra ríkisins við upphaf rannsóknarmeðferðar málsins hjá RLR og tók ákvarðanir um máls- meðferð. Af þeim sökum telji hann sjálfsagt og eðlilegt að hvorki ríkis- saksóknari né aðilar sem hann hefur skipunarvald yfir annist málið á ákærustigi. „Slíkt samræmist ekki þeim viðhorfum sem ég tel að leggja eigi til grundvallar til að tryggja hlutlæga skoðun á öllum stigum máls á meintum ávirðingum grunaðra manna,“ segir í bréfí Jóns Magnússonar til ríkissaksóknara. Hallvarður Einvarðsson ríkissak- sóknari staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að hafa móttek- ið bréf Jóns Magnússonar, lög- manns Ragnars Kjartanssonar, en kvaðst á þessu stigi ekki vilja tjá sig um málið. Bréfí lögmannsins fylgdi greinar- gerð í 14 liðum þar sem nefnd eru þau atriði sem liggja að baki kröf- unnar um að ríkissaksóknari og embætti hans víki sæti í Hafskips- málinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.