Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987
25
Kaffibaunaviðskipt-
in umboðsviðskipti
eða samráðskaup?
Morgnnblaðið/Tómas Helgason
Loðnuflotinn er komin á miðin út a Austfjörðum. Myndin var tekin
um 50 mílur austur af Berufirði í gær.
Góð veiði er á
loðnumiðunum
MUNNLEGUR málflutningur í
Kaffibaunamálinu hófst í Saka-
dómi Reykjavíkur í gærmorgun.
Aður komu í dóminn þeir Hjalti
Pálsson og Sigurður Arni Sig-
urðsson til samprófunar. Báðir
héldu þeir þó fast við sinn fram-
burð í einu og öllu.
Jónatan Sveinsson, saksóknari,
hóf málflutninginn kl. 9.30. Hann
tók fram í upphafi að kaffiviðskipt-
in hefðu verið umboðsviðskipti að
áliti ákæruvalds og fjarri því að SIS
hefði verið venjulegur heildsali. Á
þessu grundvallaratriði byggði
ákæran. Hann sagði þetta viðhorf
einnig koma skýrt fram hjá ákærðu
og vitnunum Þresti Sigurðssyni og
Vali Arnþórssyni. Framburð Er-
lendar Einarssonar hjá rannsóknar-
lögreglu yrði að skilja þannig að
um umboðsviðskipti hafi verið að
ræða, þó Erlendur hafi sagt fyrir
dómi að hann vildi ekki leggja mat
á eðli viðskiptanna. Sama sagði
hann um framburð Hjalta Pálssonar
hjá RLR, en Hjalti nefndi viðskiptin
samráðskaup fyrir dómi. Þá hafi
tekjur af viðskiptunum verið færðar
hjá SIS sem umboðslaun.
Saksóknari kvaðst ekki geta trú-
að því að Erlendur Einarsson hafi
ekki vitað um framvindu kaffivið-
skiptanna og sé framburður hans
þar um ótrúverðugur. Erlendur hafi
orð á sér sem röggsamur stjói’nandi
og vegna skipulags fyrirtækisins
hafi slíkar ákvarðanir hlotið að vera
bornar undir hann. Það mætti því
ætla að Erlendur hefði fyrir dómin-
um nýtt sér heimild sakaðs manns
til að tjá sig ekki. Þá vitnaði sak-
sóknari í framburð Hjalta hjá RLR
um að hann hafi ekki staðið einn
að slíkri ákvarðanatöku sem í kaffi-
viðskiptunum. Léti Hjalti að því
liggja að eðli máls samkvæmt sé
slíkt borið undir yfirmenn.
Saksóknari benti á að fram hafi
komið að Sigurður Árni og Hjalti
hafi átt fund með Erlendi síðla árs
1980 og hafi Erlendur þá að sínu
áliti verið upplýstur um þætti máls-
ins. Þá hafi honum borið að leita
upplýsinga um það hvernig tekjur
vegna kaffiviðskiptanna mynduð-
ust. Þá væri ljóst að Erlendur hafi
tekið þá ákvörðun að SÍS héldi þess-
um tekjum, en snemma árs 1981
hafi verið ákveðið að endurgreiða
Kaffibrennslunni. Þá hafi verið látið
að því liggja að afslættir væru að
fullu endurgreiddir og launung í
málinu við haldið. Því hafi verið
haldið fram að Kaffibrennslunni
hafi verið greitt án þess að SIS
bæri skylda til þess, en í raun hafi
féð verið óréttmætur fengur SÍS.
Saksóknari sagði að óhjákvæmi-
legt væri að fella refsiábyrgð á
Erlend Einarsson vegna aðildar
hans að málinu, svo og af sömu
ástæðum á Hjalta Pálsson.
Véfréttastíll Hjalta
Jónatan Sveinsson vék þessu
næst máli sínu að þætti Hjalta Páls-
sonar í málinu og sagði framburð
hans frá upphafi hafa verið í vé-
fréttastíl. Hann hafi ekki kannast
við að hafa séð samning NAF og
IBC, en þó væri hans aflað úr hans
fórum og tveir undirmenn hans
borið að þeir hafi afhent honum
samninginn. Allur framburður
Hjalta sé með ólíkindum ótrúverð-
ugur. Sigurður Árni hafi borið að
hann hafi alltaf' haft náin samráð
við Hjalta um kaffiviðskiptin og
þegar Hjalti þræti fyrir það sé hann
að skapa hættu á að Sigurður Árni
beri þyngi-i bagga frá borði í þessu
máli en efni standi til.
Sáksóknari sagðist telja ljóst að
Hjalti Pálsson hafi tekið grundvall-
arákvarðanir og beri meginábyrgð
á framkvæmd kaffiviðskiptanna og
eigi því að bera þyngstu refsiábyrgð
á þeim brotum sem framin voru.
Af hlutdeildarmönnum Erlendar
og Hjalta, Sigurði Árna, Arnóri og
Gísla Theódórssyni, hljóti sá fyrst-
nefndi að bera þyngsta ábyrgð,
enda hafi hann tekið þátt í mótun
þess kerfis sem var notað í kaffivið-
skiptunum og starfað að þessum
málum hér heima og í London.
Arnór hafi hins vegar tekið við full-
mótuðu kerfi eftir Sigurð Árna og
hlutur hans sýnu minni. Gísli hafi
verið fjan-i vettvangi og virtist lítið
hafa getað spornað við framvindu
mála.
Saksóknari sagði í lokin að það
hlyti að vera til þyngingar refsingar
að trúnaðarbrot hafi verið framið
gagnvart Kaffibrennslunni, sem
hafi treyst í blindni á SÍS. Á það
bæri hins vegar að líta að sakaskrá
ákærðu allra væri flekklaus og að
brotið hafi ekki verið framið í eigin
auðgunarskyni.
Erlendur átti eng-an
hlut að máli
Veijandi Erlendar Einarssonar,
Jón Finnsson hrl., flutti þessu næst
varnarræðu sína. Hann sagði Er-
lend hafa skýrt hreinskilnislega frá
og það væri ljóst af gögnum máls-
ins að hann hafi ekki átt neinn hlut
að þessu máli. Framkvæmdastjórar
hverrar deildar SÍS væru mjög sjálf-
stæðir í starfi, enda vonlaust fyrir
forstjórann að hafa hönd í bagga
með öllu sem fram færi.
Lögmaðurinn sagði að komið
hafi fram í málinu að Erlendur
hafi ekki þekkt samninga NAF og
IBC, enda hafi þeir verið í skjala-
safni innflutningsdeildar. Hann hafi
ekki vitað um avisos fyrr en í maí
1981. Hann hafi ekki vitað um
skjalalega meðferð innflutnings-
deildar vegna viðskiptanna, enda
ekki í hans verkahring. Hann hafi
ekki verið í sambandi við Kaffi-
brennsluna og því ekki vitað um
neina launung. Hann hafi ekki vitað
um tvöfalda vörureikninga. Þá
styðji ekkert þá fullyrðingu í ákæ-
runni að hann hafi sammælst við
Hjalta og aðra um meðferð máls-
ins. Því beri að sýkna Erlend.
Jón Finnsson sagði að í fyrstu
hafi verið litið á viðskiptin sem
umboðsviðskipti, en síðar hafi kom-
ið í ljós að málið var ekki svo
einfalt. Þessi viðskipti hafi verið
mjög sérstök vegna viðskiptahátta
Brasilíumanna.
Þegar Jón Finnsson hafði lokið
máli sínu tók veijandi Hjalta Páls-
sonar, Guðmundur Ingvi Sigurðs-
son hrl., til máls. Hann lauk ekki
máli sínu í gær og heldur því ræðu
sinni áfram í dag. Því næst taka
við verjendur ákærðu Sigurðar
Árna Sigurðssonar, Arnórs Val-
geirssonar og Gísla Theódórssonar,
sem eru hæstaréttarlögmennirnir
Eiríkur Tómasson, Ragnar Aðal-
steinsson og Örn Clausen.
Góð veiði var á loðnumiðunuin
á þriðjudag og miðvikudag eft-
ir undangengna brælu. Allur
flotinn hélt sig á miðunum út
af Berufirði og héldu skipin til
hafna á svæðinu frá Grindavík
austur um til Krossaness. þrjú
skip fóru til Færeyja.
Þungur sjór á miðunum og
þurftu nokkrir bátar að snúa til
hafnar með slitnar nætur. Um
fjörutíu skip eiga nú eftir loðnu-
kvóta, alls nimlega 374.300 tonn.
Eftirtalin skip voru með afla á
þriðjudag: Albert GK 600 lestir,
Guðmundur Ólafur ÓF 150, Svan-
ur RE 710, Ljósfari RE 570,
Húnaröst ÁR 620, Eskfirðingur
SU 620, Gígja VE 720, Örn. KE
580, Guðmundur RE 580, Þórður
Jónasson EA 700, Hrafn GK 600
og Rauðsey AK 200 lestir.
Síðdegis á þriðjudag höfðu eft-
irtalin skip tilkynnt um afla:
Keflvíkingur KE 560 lestir, Harpa
RE 620, Guðrún Þorkelsdóttir SU
600, Magnús NK 530, Víkurberg
GK 540, Börkur NK 1.300, Hákon
ÞH 800, Bergur VE 530, Dagfari
ÞH 530, Kap 11 VE 710, Höfrung-
ur AK 930, Gullberg VE 620,
Helga 11 RE 450, Sighvatur
Bjarnason VE 630, Pétur Jónsson
RE 800, Sigurður RE 1.330,
Grindvíkingur GK 1.040, Hilmir
11 SU 590 og Súlan EA 800 lestir.
husgagn&höllin
BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK - 91 -681199 og 681410
Étll
• •
Ossur semur lagafrumvarp
fyrir forsætisráðherra
ÖSSUR Skarphéðinsson, ritstjóri
Þjóðviljans og doktor i fiskeldi,
er nú i tímabundnu leyfi frá rit-
stjórastarfi sínu, þar sem hann
hefur tekið að sér að semja laga-
frumvarp fyrir Steingrím
Herniannsson forsætisráðherra
um fiskeldi.
Ossur sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að hann myndi hverfa
til ritstjórastarfs síns á Þjóðviljan-
um á nýjan leik í bytjun febrúar-
mánaðar, þegar hann og Árni
Mathiesen, fisksjúkdómafræðingur,
sem ynni með honum að frumvarps-
gel'ðinni hefðu lokið því starfi.