Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987
29
Frank Förster (til vinstri) fagnar niðurstöðu dómsins ásamt lögfræð-
ingi sínum og vestur-þýskum embættismanni í gær.
Malasía:
Þjóðverji sýknað-
ur á síðustu stundu
Penang, Malasíu, Reuter.
DÓMSTÓLL í Penang í Malasíu sýknaði í gær 24 ára gamlan Vestur-
Þjóðverja af ákæru um fíkniefnasölu. Maðurinn átti dauðadóm yfir
höfði sér.
Niðurstaða dómsins kom nokkuð
á óvart því búist hafði verið við að
maðurinn, sem heitir Frank Först-
er, yrði tekinn af lífi. í niðurstöðu
dómsins sagði að málsvörn væri
óyggjandi og því væri Förster sýkn-
aður af öllum ákæruatriðum.
Viðurlög við sölu fíkniefna eru
afdráttarlaus í Malasíu. Þeir sem
handteknir eru með 200 grömm eða
rrteira af slíkum efnum eru undan-
tekningarlítið hengdir. Förster var
ákærður um að hafa ætlað að selja
239 grömm af kannabisefnum sem
fundust í hótelherbergi hans. í nið-
urstöðu dómsins sagði að allt benti
til þess að Förster hefði verið
ókunnugt um að fíkniefnin væru
geymd þar. Hann var handtekinn í
nóvember árið 1983 ásamt tveimur
félögum sínum , sem síðar var
sleppt. Félagar hans neituðu að
bera vitni en lýstu því jafnframt
yfir að eiturlyfin hefðu verið þeirra
eign og að Förster væri því sak-
laus. Búist er við að Frank Förster
haldi til Vestur-Þýskalnds í dag.
; . . ■
Electrolux
eldavélar
xx ryksugur
100 w.
. v
kr: 8.925,-
lektronik,
Fimmtudagsverð kr: 12.600,-
Það hefur alltaf borgað sig
að versla í Vörumarkaðinum.
* tilboóin gilda aóeins ofangreindan dag.
Vörumarkaðurinn hf.
Nýjabæ—Eiðistorgi Sími 622-200
ÞAÐ ER LEIKUR AÐ LÆRA ...
Nýr ríkissljóri í Alabama:
Fyrsti repúblikan-
inn í rúm hundrað ár
Montgomery, Alabama. AP, Reuter.
í ALABAMA í Bandaríkjunum hefur nýr ríkisstjóri svarið embættiseið
og er hann sá fyrsti úr röðum repúblikana allt frá árinu 1874. Heitir
hann Guy Hunt og tekur við að George Wallace, sem gegnt hefur emb-
ættinu i fjögur kjörtímabil. „Aðskilnaður að eilífu“ voru einkunnarorð
Wallace framan af en síðar venti hann sínu kvæði í kross.
Hunt sagði í ræðu sinni við emb-
ættistökuna, sem var á mánudag, að
nú, þegar 126 ár væru liðin frá upp-
hafi borgarastyijaldarinnar, gætu
Alabama-búar með sanni sagt, að
þeir væru eitt samfélag þar sem allir
væru jafnir fyrir guði og mönnum.
Sór hann embættiseiðinn á tröppum
þinghússins í Montgomery þar sem
Jefferson Davis sór sinn eið sem for-
seti Suðurríkjanna árið 1861 og þar
sem Wallaee lýsti yfir hinum „eilífa
aðskilnaði" árið 1963. Bar embætti-
stökuna upp á afmæli tveggja
merkismanna, þeirra Roberts E. Lee,
hershöfðingja í liði Suðurríkjamanna,
og mannréttindafrömuðarins Martins
Luther King.
Hunt sagði, að King, Lee og
Wallace hefðu verið miklir leiðtogar
og farið með sögulegt hlutverk í þeim
átökum, sem htjáð hefðu þjóðina alla
og Alabama-ríki. „Allir urðu þeir og
þúsundir annarra manna að gjalda
baráttu sína dýru verði,“ sagði Hunt
en Wallace var sýnt banatilræði árið
1972 og er nú lamaður fyrir neðan
mitti. King var skotinn til bana árið
1968 og Lee gafst upp fyrir Norð-
urríkjahernum árið 1865.
Guy Hunt, sem er 53 ára gamall
kjúklingabóndi, er þriðji ríkisstjórinn
úr flokki repúblikana frá upphafí og
sá fyrsti síðan David P. Lewis gegndi
embættinu á árunum 1872-74. „Lit-
blind ríkisstjórn“ eru einkunnarorð
Hunts og hefur hann skipað 20 ráð-
herra og ráðuneytisstjóra sér til
aðstoðar. Af þeim er þó aðeins einn
svartur á hörund en voru þrír á
síðasta kjörtímabili George Wallace.
KÓRSKÓLI
PÓLÝFÓNKÓRSINS
ÓDÝRT SÖNGNÁM
Nýtt 10 vikna námskeiÖ hefst mánudaginn
26.janúar. Kennt á mánudagskvöldum kl. 20—22
í 10 vikur.
Staður: Vörðuskóli, Skólavörðuholt.
Námsefni: Heyrnarþjálfun, nótnalestur, öndun og raddbeiting.
Kennarar: Jón Karl Einarsson, tónlistarkennari og söngstjóri
Ingólfur Guðbrandsson, söngstjóri Pólýfónkórsins.
Þátttökugjald: Kr. 2.000,-
Innritun: Sími 26611 (Steina), sími 72797 (Kristján Már), sími
656799 (Ólöf).
MuniÖ: Fagur söngur — Heilbrigt tómstunda-
starf og gleöigjafi.
Pólýfónkórinn
SPÆNSKLI!
Með útsendingum Sjónvarpsins á
spænskukennsluefninu HABLAMOS
ESPANOL gefst þeim fjölmörgu ís-
lendingum sem hafa ætlað sér að
læra spænsku tækifæri til þess á ein-
faldan og þægilegan hátt.
Kennslubókin sem þiö þurfió er kom-
in út hjá Vöku-Helgafelli og fæst i
bókaverslunum um allt land.
Þetta er nútímaleg kennslubók
sem hentar fólki á öllum aldri.
HABLAMOS ESPANOL hefur hvarvetna
hlotið miklar vinsældir og er eitt kunn-
asta sjónvarpskennsluefni í spænsku
sem fram hefur komið. Tengja menn vin-
sældirnar því að kennslan er sniðin við
hæfi ferðamanna sem koma til Spánar
og annarra spænskumælandi landa.
LÆRIÐ SPÆNSKU Á EINEALDAN OG ÞÆGILEGAN HÁTT!
VAKCA
Síöumúla 29, 108 Reykjavík, sími 688300
Ijrigafdl
ÖRKIN/SlA