Morgunblaðið - 22.01.1987, Side 41

Morgunblaðið - 22.01.1987, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987 41 Stjömu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson í dag ætla ég að fjalla um Vatnsberann (21. janúar— 19. febrúar). Einungis er fjallað um hið dæmigerða fyrir merkið og eru lesendur beðnir að minnast þess að hver maður á sér nokkur stjörnumerki. Aðrir þættir hafa því áhrif. Skynsamur Vatnsberinn er stöðugt loft- merki. Það táknar að hann er íhaldssamur og fastur fyr- ir, er opinn persónuleiki, lítið fyrir naflaskoðun og innra grufl og lætur stjómast af hugsun, skynsemi og rökum. Hlutlaus Aðalsmerki margra Vatns- bera er skynsemin. Þegar þeir lenda t.d. í tilfinninga- kreppu geta þeir látið sem þeim komi málið ekki við. Þeir geta á einhvem hátt hafið sjálfan sig uppyfir vandamál og horft á þau úr fjarlægð. MálefnamaÖur Margir vinir Vatnsbera kvarta yfír því að þeir séu ópersónulegir, að erfitt sé að komast að þeim og fá þá til að opna sig. Þetta er rétt en á sér sínar eðlilegu skýring- ar. Röð stjömumerkjanna segir ákveðna sögu. Fyrsta merkið, Hrútur, er ég-merki og hið síðasta, Fiskur, er allt-merki, ef svo má að orði komast. Sumt fólk hefur áhuga á því persónulega, aðrir á þjóðfélaginu, um- hverfinu eða ákveðnum málefnum. Vitund Vatns- berans, sem er 11. merkið, er einfaldlega ekki stillt inn á ég-hyggju. Þeir verða því órólegir og koma sér hjá því að ræða um persónuleg mál- efni. Ekki tilfinningar Í sambandi við hið persónu- lega má geta þess að öllum loftmerkjunum, Tvíbura, Vog og Vatnsbera, er illa við mikla tilfinningasemi. Fólk sem ætlar sér að gráta upp við öxlina á þeim, eða vor- kenna sér, ætti snarlega að skipta um gír og leita annað. Ef það vill hins vegar fá skynsamlega ígrunduð ráð, þ.e. ræða málin, er óhætt að nálgast þessi merki. Dularfullur Framantalið gerir að fólki finnst Vatnsberinn oft dular- fullt merki. Hann gefur ekki of mikið af sjálfum sér eða lætur uppi hvað hann hugsar eða hvert hann stefnir. Vatnsberinn er þijóskur og fastur fyrir í stefnu sinni, er einn af þessum óhagganlegu mönnum sem fer sínar leiðir án þess að spyija aðra leyfis. Þægilegur Á hvaða einkennum getum við þekkt Vatnsberann ef við hittum hann á götu? í fyrsta lagi er klæðaburður hans oft sérstakur. Vatnsberinn fínn- ur iðulega stíl sem hann kann vel við og heldur honum síðan fram í rauðan dauðann, hvað sem allri tísku líður. Hann þekkist því oft á ákveðinni sérvisku. í öðru lagi er dæmi- gerður Vatnsberi rólegur, hægur, vingjamlegur og þægilegur í framkomu. Oft er ákveðin heiðríkja yfir hon- um, rósemi og yfirvegun. Hann er opinn og viðræðu- góður án þess að hleypa öðrum of nálægt. Skynsam- legar samræður eru lykilat- riði. Félagslyndi Sagt er að Vatnsberinn sé félagslynt merki. í reynd virðist það skiptast í tvö hom. Sumir þeirra fara eigin leiðir og virðast lítt háðir fólki, aðrir em með afbrigðum fé- lagslyndir. GARPUR Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þegar margar leiðir koma til greina til að sækja úrslitaslaginn getur verið erfitt að velja þá bestu. Eða hvemig myndir þú reyna við 13. slaginn í sjö spöð- um, spiluðum í suður? Útspilið er hjartakóngur. Norður ♦ ÁG VÁG108 ♦ ÁD9 + Á1032 Vestur Austur + Í06 +9 VKD943 V 7642 ♦ 8632 ♦ KG105 + G8 +D765 Suður ♦ KD875432 V- ♦ 74 + K94 Tólf slagir em tilbúnir til töku og sá 13. er líklegur í öllum homum. Það fyrsta sem manni dettur í hug er að reyna að trompa niður hjartadrottningu vesturs. Það gengur ef útspilið er frá hjónunum þriðju. Bregðist það, má alltaf kasta laufí niður í hjartaásinn og trompa út laufið. Brotni laufið 3—3 er 13. síagur-- inn mættur. Gangi það ekki heldur má alltaf svína tígul- drottningunni. Þetta virðist vera nokkuð góð nýting á þeim möguleikum sem fyrir hendi em. En þó ekki sú besta, og leiðir ekki til vinnings eins og spilin liggja. Besta vinningsleiðin er að spila upp á kastþröng. Ef austur á tígulkónginn rennur samning- urinn heim á tvöfaldri kast- þröng. Raunar einfaldri, eins og spilin skiptast, því aðeins austur getur þvælst fyrir sagnhafa í laufinu. En spilið vinnst líka á kastþröng þótt vestur haldi á tígulkónginum — að því tilskyldu að hann eigi annað hvort drottn- ingu eða gosa í laufinu líka. Sú kastþröng sem þá kemur upp heitir á ensku „guard-squeeze", sem hugsanlegt er að nefna til bráðabirgða a.m.k. „varðþröng" á móðurmálinu. Lesandinn getur spreytt sig á að stilla upp stöð- unni þar sem varðþröngin gengur upp, en við skoðum hana í smáatriðum á morgun. FERDINAND rmmminiiiiiiiimiiiiiiTnmiiiiimiiiiiiiiiiiiiiniuiniiiiiiiiiiiiniiiiii-niiH.ii;;;;;; SMÁFÓLK Stundum verð ég ein- mana... S0METIME5 I U)I5H I HAP 50MEONE TO 5NUG6LE UP TO... © 1985 United Feature Syndlcale.lnc. Stundum vildi ég að ég hefði einhvern sem ég gæti hallað mér að ... Ég get ómögulega hallað mér upp að kaktusi_ TUMBLEWEEP5 PON'T PO MUOH FOR ME, EITHER! Ég fæ ekki mikið út úr rótarknippunum heldur! Umsjón Margeir Pétursson í sænsku deildakeppninni í vet- ur kom þessi staða upp í skák þeirra Ingúnar Svensk, Uppsala ASS, sem hafði hvítt og átti leik, og Anders Lundin, SK Passant- en. 17. Rf6+! — gxf6? (Eini mögu- leiki svarts var 17. — Rxf6, 18. exf6 — Bc5) 18. Dg3+ Kh8,19. exf6 - Hg8,20. fxe7+ e5, 21. Hxe5! og svartur gafst upp-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.