Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.01.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987 + Elskulegur eiginmaður minn, faöir okkar og tengdafaðir, KARL A. ÞORSTEINS, ræðismaður, lést á heimili sínu Hagamel 12, Reykjavík 21. janúar. Jóhanna Þorsteins, Þór Þorsteins, Dóra Egilson, Hildur Karlsdóttir, Eirfkur Haraldsson, Ragna M. Þorsteins, Ingi R. Helgason, Karl J. Þorsteins. + Minningarathöfn um eiginmann minn, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐ SIGURJÓNSSON, skipstjóra, Breiðvangi 32, Hafnarfirði, sem fórst með m/s Suðurlandi 25. desember sl. fer fram frá Þjóð- kirkjunni í Hafnarfiröi laugardaginn 24. janúar kl. 14.00. Hera Gfsladóttir, Sigurður Sigurðsson Hrönn Sigurðardóttir, Sigurjón G. Sigurðsson. + Eiginmaöur minn og bróðir okkar, TÓMAS G. HALLGRÍMSSON frá Siglufirði, andaöist í Borgarspítalanum mánudaginn 19. janúar. Björk J. Hallgrfmsson, Margrét Johnsson, ThorG. Hallgrímsson, Ásta Guðmundsdóttir, Euginia Bergin. er látinn. + SIGURÐUR OLGEIRSSON, vélstjóri, Langholtsvegi 181, Hólmfrfður Sigurðardóttir og bræður hins látna. Maðurinn minn, faðir okkar, afi og langafi, INGIBERGUR GÍSLASON frá Sandfell, Hólagötu 23, verður jarðsunginn frá Landakirkju Vestmannaeyjum laugardaginn 24. janúar kl. 14.00. Lovfsa Guðmundsdóttir, Guðjón Ingibergsson, Inga Ingibergsdóttir, Árný Ingibergsdóttir, Jónína Margrét Ingibergsdóttir, Hilmar Sigurbjörnsson, Matthias Ingibergsson, Margrót Magnúsdóttir, Guðrún Ingibergsdóttir, Ágúst Þórarinsson, Guðmunda Ingibergsdóttir, Ingimar Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Sambýliskona mín, dóttir mín, systir okkar og mágkona, INGIBJÖRG JAKOBÍNA BJARNADÓTTIR, Skúlagötu 1, Stykkishólmi, verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 24. janúar kl. 15.00. Sætaferö verður frá Umferöamiöstöðinni kl. 9.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Fransiskuregluna á Stykkishólmi. Ágúst Lárusson, Kristin Daviðsdóttir, bræður og mágkonur og aðrir vandamenn. + Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, KRISTÍN BJÖRG BORGÞÓRSDÓTTIR, Filjuvöllum 27, Neskaupstað, verður jarðsungin frá Þjóökirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 23. janúar kl. 15.00. Guðmann Guðbrandsson, Bára Guðmannsdóttir, Jón Borg Þór Sigurjónsson, íris Kristjánsdóttir, Birgir Sigurjónsson, Sigrún Jóhannsdóttir, Herdis Sigurjónsdóttir, Guðmundur Jóhannsson, Þórhildur Sigurjónsdóttir, Jón Ólafsson og barnabörn. Ragna L. Ragnars- dóttir - Minning Fædd 25. desember 1935 Dáin 14. janúar 1987 Gagga systir er dáin. Ég veit að hún var stolt yfir nafninu sínu, Rögnu Láru, en engu að síður kall- aði ég hana alltaf Göggu. Það nafn lærði ég ungur og það var mitt nafn á henni og þannig vil ég hafa það. í lífinu koma þau atvik stundum fyrir að orðin sitja einvhers staðar föst. Minningamar skella á manni og hugurinn er altekinn djúpri sorg og söknuði. En þá er það huggun í harminum hvað minningarnar eru góðar og kærar. Oftast leitar á huga minn minn- ingin um hvað gott var að eiga hana sem stóru systur þegar ég var lítill. Það sýndi hún oft í verki og t.d. þegar ég tók næst fyrstu skref- in mín á skólagöngunni, var það hún sem leiddi mig til kennarans. Þá var gott að eiga stóra systur og geta laumað litlum lófanum í hönd hennar. Svona var það oft í lífinu, og alltaf sýndi hún mér sama systurkærleikann. Hún fæddist á jóladag 1935, dóttir hjónanna Ragnars J. Lárus- sonar og Andreu F.G. Jónsdóttur. Ólst hún upp í foreldrahúsum við mikið ástríki eins og við öll systkin- in. Dýrkaði hún alla tíð minninguna um pabba og mömmu á sinn ein- læga og opinskáa hátt. Ættrækni hennar og umhyggja fyrir sínum nánustu var á þann hátt að enginn getur þar um bætt. Hún var bam- góð með afbrigðum og nutu frændsystkinin þess á einstakan hátt. Hún var góð dóttir, góð syst- ir, góð frænka og góð mágkona, en umfram allt var hún góð og kærleiksrík móðir. Móðurhjartað hennar var stórt og móðurhlutverk- ið var hennar lífsköllun. Börnin hennar voru henni allt og kærleik- urinn og ástin þeirra á milli var á þann hátt að maður fylltist oft djúpri lotningu. Gagga systir var skapgóð og kát að eðlisfari, en gat verið nokkuð ákveðin og þijósk þegar svo bar undir. Þetta er ættarfylgja, sem við hin systkinin förum ekki alveg var- hluta af. Hún var lífskát og þótti gott að gleðjast með glöðum. Hún var afskaplega gestrisin og naut þess í ystu æsar þegar fólk tók hús á henni. Hún var Frammari af Guðs náð og oft var kátt í Álftamýr- inni þegar Fram gekk vel á vellin- um. Svona getur maður látið hugann reika nær endalaust, en allt tekur enda. Þegar leið að lokadegi fann maður hvað hún var í raun og veru sterk. Jafn máttfarin og hún var, þá var hún jafnvel meiri veitandi en þiggjandi. Það er dásamleg minning og hjálpar okkur öllum á erfíðri stund. Þegar líður að kveðjustund er erfítt að kveðja, og orð duga þar lítið. En þakklætið fyrir allt og allt er þar efst í huga. Við systkinin kveðjum hana með ást í huga og óendanlegt þakklæti fyrir systur- kærleikann. Sá kærleikur fylgir okkur um alla framtíð og hjálpar okkur að uppfylla skyldur okkar gagnvart bömunum. Með þessum orðum kveðjum við ástkæra systur okkar og aftur og enn minnumst við kærleikans sem hún ávallt sýndi okkur í gegnum tíðina. Nú er það okkar að þakka fyrir á réttan hátt. ÓIi bróðir. Ljúft er að muna liðna tíð, Ijúft er að muna indæl kynni. Alltaf vakir björt og blíð, blessun yfir minning þinni. Við urðum hryggar og hljóðar þegar okkur barst sú harmafregn að Ragna Lára væri dáin. Hún var ein af okkur. Fyrir rúmum þijátíu árum var hún í blóma lífsins og ein fremsta handknattleikskona Knattspymu- félagsins Fram, virt og dáð af öllum sem umgengust hana. Framkonur minnast margra ynd- isstunda í leik og félagsstarfí frá þessum árum, þegar sólskinið og æskuþrótturinn lögðust á eitt um að ná settu marki og efla gengi félagsins okkar í hvívetna. Þetta vom ógleymanlegar stundir sem + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, ANNA KRISTÍN KARLSDÓTTIR, Unnarbraut 12, Seltjarnarnesl, verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 23. janúar kl. 10.30 Karl G. Kristinsson, Kristin B. Kristinsdóttir, Sólveig H. Kristindóttir, Anna K. Kristinsdóttir, Sigurður Karisson, Kristinn P. Michelsen, Hadda B. Gfsladóttir, Magnús Sigurðsson, Björn S. Bergmann, Gestur Helgason, Hulda Gestsdóttir og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, AÐALHEIÐUR BERGÞÓRA LÍKAFRÓNSDÓTTIR frá Hrafnfjarðareyri, Hátúni 10a, er lést þann 12. janúar sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fötudaginn 23. janúar kl. 15.00. Sigurlfna Benediktsdóttir, Þorsteinn Benediktsson, Gunnar Benediktsson, tongdabörn og barnabörn. + Útför eiginmanns míns, ÁRNA G. MAGNÚSSONAR, vélstjóra, Tungu, sem lést 18. þessa mánaðar fer fram frá Grindavikurkirkju laugardag- inn 24. janúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Björgunarsveitina Þorbjörn Grindavík. Guörún Jónsdóttir. geymast í minningunni og tengjast nú nafni hinnar látnu. Innan íþróttafélaganna tengjast oft bönd vináttu og tryggðar, sem tími vinnur ógjaman á, þótt árin líði. Ragna átti sæti í fyrstu stjórn Framkvenna og var ein af stofnfé- lögum deildarinnar. Gott var að leita til hennar og var Ragna alltaf reiðubúin að leggja sitt af mörkum fyrir félagið. Á seinni ámm tók Ragna mikinn þátt í unglingastarfí félagsins, en Ragna átti tvö börn, Áslaugu og Ragnar, sem bæði feta í fótspor móður sinnar og eru virk- ir félagar í Fram. Við viljum þakka Rögnu fyrir vináttu og vel unnin störf með Fram og færa bömum hennar, systkinum og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Framkonur Okkar ástkæra frænka, Ragna Lára, er dáin. Hún kvaddi þennan heim þann 14. þessa mánaðar eftir stutta en erfíða legu á Landakots- spítala. Þegar við lítum yfir farinn veg rifjast upp margar ljúfar minningar frá þeim stundum sem við áttum með Rögnu Láru og krökkunum sem hún reyndist alltaf svo vel. Alltaf gátum við leitað til hennar í vanda og greiddi hún úr eftir bestu getu hveiju sinni. Hún stóð sig sem hetja allt þar til yfír lauk og það er okkar ein- læga ósk að hún fái að hvíla í friði í hinum hulda heimi. Við vottum börnum hennar, þeim Áslaugu og Ragnari Lámsi, alla okkar samúð og biðjum guð að varðveita þau að eilífu. Systkinabörn Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. SLOMIl HAFNARSTRÆT115. Skreytingar við hvert tækifæri. Opiðfrá kl. 09—21 alla daga nema sunnudaga frá kl. 12-18. Sími 21330.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.