Morgunblaðið - 22.01.1987, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 22.01.1987, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987 félk f fréttum Gríniðjuhöldurinn Laddi o g félagar grínast á Sögu Forsetinn ásamt Friðriki Á. Brekkan, blaðafulltrúa Menningarstofn- unarinnar. Bandaríkjaf orseti þakkar fyrir sig Næstkomandi laugardag verður frumsýning á skemmtidag- skrá Ladda (Þórhalls Sigurðssonar) og félaga í Súlnasal Hótel Sögu. Er þetta eins konar framhald skemmtidagskrár, sem Laddi var með í Súlnasal síðastliðinn vetur, nema hvað hann hefur nú fengið til liðs við sig tvo gamanleikara þá Eggert Þorleifsson og Eddu Björg- vinsdóttur. Tvíburasysturnar Ingi- björg og Guðrún Pálsdætur dansa og Haraldur Sigurðsson (Ladda- bróðir) tekur og virkan þátt í gríninu, svo sem hann gerði í fyrra, er þeir bræður skemmtu um 30 þúsund manns á sviðinu í Súlna- salnum. Aðalæfing þessarar dagskrár var haldin í Súlnasalnum föstudaginn 16. janúar og fengu gestir þá for- smekkinn af því, sem upp á verður boðið í Súlnasalnum í vetur. Bresti ekki minni blaðamanns, ér Laddi nú í algjörlega nýjum gervum; þ.e. a.s. þau gervi, sem hann kemur nú fram í, voru ekki á dagskránni í fyrra. í bréfi Vilhelms Wessmans, framkvæmdastjóra Gildis hf., sem rekur veitingareksturinn í Súlnasal segir m.a.: „Skemmtidagskráin „Laddi og fjelagar á Sögu“ er í rauninni ekkert annað en ranglega stafsett yfirvaip því þarna er á ferð- inni hið alræmda gys-verkstæði „Gríniðjan s/f“, sem gríniðjuhöldur- inn slóttugi Þórhallur Sigurðsson hefúr í áraraðir rekið með mjög miklum halla (bróður sínum) og nokkrum öðrum ómenntuðum skrípaleikurum eins og t.a.m. Egg- erti Þorleifssyni, sem iék titilhlut- verkið í leikritinu „Sölumaður deyr“ og vakti verðskuldaða athygli í hlut- verki sölumannsins með því að deyja áður en sýning hófst. Edda Björgvinsdóttir er einnig nefnd til sögunnar en hún er sú leikkona þjóðarinnar, sem allir unnendur góðrar leiklistar binda hvað mestar vonir við — það er að segja að hún hætti að leika.“ Leikstjóri sýningarinnar er Gísli Rúnar Jónsson, höfundar dansa eru Birgitte Heide og tvíburasysturnar, sem áður eru nefndar og eru eins og segir í fyrrnefndu bréfi „þykja ákaflega líkar — einkum þó Ingi- björg“. Utsetningu tónlistar hafa þeir Magnús Kjartansson og Vil- hjálmur Guðjónsson annast og um Edda Björgvinsdóttir og Haraldur hinnar fyrrnefndu. tónlistarflutning sér Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar. Leik- mynd annaðist Sviðsmynd sf., grafískar skreytingar Bjarni Dagur Jónsson, hárkollur og skegg Ragna Fóssberg, hljóðstjórn Gunnar Áma- son og ljósahönnun Jóhann Pálsson. Innifalið í aðgangseyri að þessari skemmtan er þríréttaður kvöldverð- ur og dans til klukkan 03. Fyrir dansi leikur Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar, en hana skipa Gunn- ar Jónsson, Finnbogi Kjartansson, Pétur Hjaltested, Ema Gunnars- dóttir, Kristinn Svavarsson og Vilhjálmur Guðjónsson. Önnur sýn- ing er fyrirhuguð 31. janúar og síðan fjórar í febrúarmánuði, 6., 13., 20. og 27. febrúar. Morgunblaðid/Einar Falur. Sigurðsson bjástra við hárkollu Haraldur Sigurðsson og Eggert Þorleifsson skemmta Sögugest- um. Á mynd fyrir ofan þau er mynd af Andrew prins og Söru Ferguson. rátt fyrir að menn greini á um ágæti og árangur Reykjavíkur- fundarins, bar öllum saman um að framkvæmd íslendinga hefði öll verið með miklum ágætum. Var sama hvort það voru leiðtogarnir sjálfir, embættismenn þeirra eða erlendir blaðamenn sem um ræddu; allir luku þeir lofsorði á það hversu snurðulaust allt hefði gengið fyrir sig, þrátt fyrir eindæma stuttan undirbúningstíma. Ronald Reagan, Bandaríkjafor- seti, kunni vel að meta hversu vel allt gekk og óskaði eftir því að hitta starfsmenn sendiráðs og Menning- arstofnunar Bandaríkjanna hér á landi. Það gerði hann eftir síðasta fund þeirra Gorbachevs í Höfða, og fór móttakan fram í sendiráðinu þegar að loknum fundinum. Þá fór hann til Keflavíkurfiugvallar þar sem hann ávarpaði Varnarliðið og fjölskyldur þess, en skömmu síðar hélt hann heim til Bandaríkjanna. Að undanförnu hafa svo einstakl- ingum, fyrirtækjum og stofnunum borist persónuleg þakkarbréf for- setans fyrir vel unnin störf, gjafír honum gefnar og fleira og sjást tvö slík hér. Þá fengu starfsmenn Menningar- stofnunarinnar sérstök viðurkenn- ingarskjöl Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna nú nýverið, þar sem þeim voru þökkuð frábær störf fyr- ir og á meðan fundinum stóð. Laddi fer á kostum á sviðinu og segir gestum til syndanna. hendi hr. Nicholas Ruwe, sendiherra Bandarikjanna. Snjór í Mílanó: Fas í veðrum Mílanó, frá Atla Ingfólfssyni. Nú er hvít jörð í Mílanó. Það er til marks um hlýlega ein- feldni ítalans að ég hef fimm sinnum veríð spurður hvort mér líði ekki eins og heima hjá mér. Svarið er nei, því svona er ég aldrei spurð- ur heima. Þetta segi ég, en verð þess þó áskynja að eitthvað í fasi fólksins kannast ég við að heiman. Mílanóbúi í snjó er nefnilega ótrú- lega líkur Reykvíkingi í sól og blíðu. Á hvorugum staðnum eru nefndar aðstæður óvenjulegar, en þó nógu sjaldgæfar til að fólk verður upp með sér og allar athafnir og hreyf- ingar verða mettaðar þessar til- breytni náttúrunnar. Mér finnst ég næstum sjá fyrir mér Reykvíkinga „vaða“ sólina eins og snjórinn er vaðinn hér. Þegar kaupmaðurinn bauð góðan daginn í morgun voru þau orð bara dulur hengdar á það sem honum var í raun efst í huga: „Það er snjór“. Þessa hugsun ganga allir með utan á sér. Það er eitthvað lauslega tilgerð- arlegt við það hvernig fólkið hér klæðist snjóflíkum. Svo kemur í ljós að hér er fjöldi væntanlegra tungl- fara sem hefur ákveðið að spandéra bara tunglskónum við þetta tæki- færi, úr því lægð er í geimferðum um þessar mundir. Mér koma í hug sandalar og „espadrillur" í Austur- stræti. Fas manna er lauslega ýkt. Borgin er hreinni en ella, því umferð einkal ila minnkar mjög, þótt ekki segi Islendingar færðina Snævi þakti járnbrautateinar við járnbrautarstöð Mílanó. Þar sem annars staðar á meginlandi Evrópu hafa samgöngur verið erfiðari vegna veðra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.