Morgunblaðið - 22.01.1987, Page 53

Morgunblaðið - 22.01.1987, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987 53 Að breyttum breytanda í Velvakanda 11. janúar er svar- grein til ívars Magnússonar, sem skrifað hafði stutta varnargrein um réttindi þeirra sem ekki eru kyn- villingar, til að vemda böm sín og unglinga fyrir þeim vágesti, sem kynvillan er. Gegn þessu kemur pistill í Velvakanda 11. janúar ’87 með fyrirsögninni „Dæmið ekki...“. Er þar vitnað i Spádóms- bók Jesaja, 56. k. 4.5, þannig (undirritað S.R. Haralds): „Því svo segir Drottinn: Kynvill- ingunum, sem halda hvíldardaga mína og kjósa það, sem mér vel líkar, og halda fast við sáttmála minn, þeim vil ég gefa minningar- mark og nafn í húsi mínu, og á múrveggjum mínum, sem er betra en synir og dætur: eilíft nafn mun ég gefa þeim, það er aldrei mun afmáð verða.“ Eftir þessu að dæma ætti Drott- inn Jesajas að hafa haft sérstakar mætur á kynvillingum. í minni ættarbiblíu, (Viðeyjarútg. 1841) stendur á þessum stað: (Esaja 56, 4-5): „Því svo segir Drottinn um geld- inga: haldi þeir mína hvíldardaga, og láti sér sæma það sem mér vel líkar, og haldi stöðuglega minn sátt- mála. Þá mun ég gefa þeim, í mínu húsi og innan borgarveggja minna, það minningarmerki og það nafn, sem betra er en sona og dætra: eilíft nafn mun ég gefa þeim, það er aldrei mun afmáð verða.“ í Haralds Níelssonar þýðingunni frá 1908 eru sömu málsgreinar þannig (56. k. 4—5): „Því svo segir Drottinn um geld- inga: Geldingunum, sem halda hvíldardaga mína, og kjósa það, sem mér vel líkar, og halda fast við sáttmála minn, þeim vil ég gefa minningarmark og nafn í húsi mínu og á múrveggjum mínum, sem er betra en synir og dætur: eilíft nafn vil ég gefa þeim, það er aldrei mun afmáð verða." Ef einhver hefur farið að breyta „geldingum“ í „kynvillinga" í Orði þessu, þá geri hann það á sína ábyrgð. Þorsteinn Guðjónsson Of mikið af fótboltaleikjum Kæri Velvakandi. Við erum héma tvær sem emm skíðaáhugamenn. Okkur finnst að Bjami Felixson ætti að sýna minna frá fótboltaleikjum og meira frá skíðum og öðrum íþróttagreinum. Það eru nefnilega til fleiri íþrótta- greinar en fótbolti. Við vitum vel að fótbolti er meira stundaður en aðrar íþróttagreinar og mjög vinsæll meðal áhorfenda en skíðaíþróttin er næstvinsælasta íþróttin á íslandi og ætti að taka tillit til þess þegar verið er að velja efni í íþróttaþætti. Skiðaáhugamenn Fnykur frá rík- issjónvarpinu Einn af fjölmiðlum okkar sagði frá því fyrir nokkmm dögum, að sænskur gagnrýnandi hefði notað orðið „kynferðisfnykur" í umsögn um sjónvarpsleikrit undir stjórn Hrafns Gunnlaugssonar, er nýverið var fmmsýnt í sænska sjónvarpinu. (í ísl. orðabók Menningarsjóðs má lesa: „fnykur, þ.e. fýla, vond lykt, ódaunn" og skítalykt er skylt orð). Sagt var að Svíar hefðu yfirleitt látið sér vel líka sjónvarpsmynd Var það ekki klámmynd? Velvakandi. Einn var sá munur á háttum manna og dýra — meðal annars — að dýr höfðu kynmök án þess að taka tillit til áhorfenda en mannfólk hafði blygðunartilfínningu og forð- aðist að gera slíkt að öðmm ásjáandi. Nú er orðin sú breyting á, að kynmök em sýnd í sjónvarpi sem dægradvöl fyrir almenning (og þá um leið kennslustund fyrir böm og unglinga). Það átti greinilega ekki að fara framhjá neinum í leikriti eftir Nínu Björk Ámadóttur, sem sýnt var í sjónvarpi á nýársdag. Ég hélt að ekki væri leyfílegt að sýna klámmyndir. Hafí það ekki kallast klámmynd, þá skil ég ekki merkingu orðsins. Ég undrast stórlega að leikarar skuli láta hafa sig í að leika þannig fyrir framan myndavél. En tíminn sífellt breytist og hug- ur mannsins með, eins og þar stendur. 6031-2788 þessa, þótt ekki lyktaði hún vel. En það þýðir ekki að smekkur okk- ar Islendinga í þessum efnum sé hinn sami og Svía. Þó virðist sá er ákvað innlent efni í dagskrá ríkis- sjónvarpsins að kvöldi nýársdags vaða í þeirra villutrú, er hann valdi til flutnings íslenskt sjónvarpsleik- rit, „Líf til einhvers". Fyrr má nú rota . . . Það er mikill misskilning- ur ef stjómendur ríkissjónvarpsins halda að þeim muni hávaðalaust leyfast að draga okkur hin niður í fen og foræði með því að dæla slíkum fnyk inn á heimili okkar. Hlutverk ríkisíjölmiðlanna mun vera, ekki hvað síst, að hlúa að íslenskri menningu. Það er vonlaust að ætla sér að flokka þennan „fnyk“ undir heitið list. Vonandi þarf ekki fleiri varnaðarorð til þess að fá ráðamenn ríkissjónvarpsins til að hugsa sig um tvisvar, áður en þeir ákveða aftur notkun tíma og fjár- muna í útsendingar af þessu tagi. Eða eins og Ómar hafði eftir skáld- inu: „er ekki hægt að lyfta þessu upp á hærra plan ... ha...?“ hvþ. Áramótahugleiðing' Velvakandi. Um nýliðin áramót hefur vafa- laust hvarflað að mörgum sú spuming — sem svo oft áður á slíkum tímamótum — hvað skyldi þetta nýja ár bera í skauti sínu? Á fýrsta kvöldi hins nýja árs munu eflaust ótaldar fjölskyldur hafa lát- ið fara vel um sig og hugsað sér að njóta þess að nú varð íslenskt efni í sjónvarpinu. Jú, upprifjunin úr þáttunum „Á líðandi stundu" vissu allir að stóð fyrir sínu og hefur örugglega framkallað léttan hlátur margra. Síðan tilkynnti þulur að nú yrði flutt íslenskt leikrit — ja, hvemig skyldi það nú verða? Efni þess verður ekki rakið hér í smáatriðum, þess gerist víst ekki þörf, svo margir hafa látið í sér heyra um þá hluti. En óneitanlega hlýtur að koma upp í hugann spum- ingin: í hvaða tilgangi er þjóðinni fluttur slíkur boðskapur? Ef um ádeilu er að ræða, hversvegna þá ekki á heilbrigðan hátt? Ég segi heilbrigðan hátt, því hvað er unnið við að draga þessi samskipti karls og konu — kynlífið — niður á svo lágt svið sem þama er sýnt að slíkt fyrirfinnist ekki einu sinni meðal skynlausrar skepnunnar — ef svo mætti taka til orða — um það geta þeir dæmt sem einhvemtíma hafa umgengist húsdýrin. Er ekkert lengur til sem kallast siðferðiskennd og sem byggist á heilbrigðri lífs- skoðun og kristinni trú? Og ef lengra er hugsað, að í dag, þegar uppi veður og ógnar mannkyninu sá sjúkdómur sem að dómi lækna á að miklum hluta rætur að rekja til ótímabærs og óeðlilegs kynlífs, er þetta þá það, sem þjóðin þarfn- ast? Er ábyrgð fjölmiðla, í þessu tilliti sjónvarpsins, engin? Hvað sem líður hugsunarhætti höfunda og stjómenda þá ætti sjónvarpið, sem útbreiddasti fjölmiðill þjóðarinnar, að vera það vant að virðingu sinni að láta ógert að senda slíkt efni sem hér um ræðir inn í stofur lands- manna. Oft heyrir maður minnst á, ekki hvað síst í sjónvarpinu, að áramót séu sá tími, sem fólk vinnur heit að betra lífi og breytni og þá kemur upp í hugann þessi spuming: Er flutningur umrædds efnis á fyrsta kvöldi hins nýja árs endur- speglun þess heits, sem forráða- menn sjónvarpsins vilja bera fram íslensku þjóðinni til handa á árinu 1987? Spyr sá sem ekki veit. Með þökk fyrir birtinguna, Aðalbjörg Magnúsdóttir, Fáskrúðsfirði. ALLT í RÖÐ OG REGLU! Ef þú ert þreytt(ur) á óreiðunni og uppvaskinu í kaffistofunni þá er Duni kaffibarinn lausn á vandanum. Duni er ódýrasti barinn í bænum Duni kaffibarinn sparar bæði tíma og pláss. Hann getur staðið á borði eða hangið á vegg. - hann kostar aöeins kr. 3.721.- (Innilalið í verði: Málmstandur, 2000 mál, tíu höldur og 500 teskeiðar.) FAIMIMIR HF Bíidshöfða 14, sími 672511 frumsýnir Á HÆTTUMÖRKUM „Verðirnir" eru glæpasamtök í Vista- menntaskólanum sem einskis skirrist. Hörkuspennandi, ný bandarísk kvikmynd. Tónlistin í myndinni er flutt af mörgum heimsfrægum poppurum svo sem The Smithereens. Aðalhlutverk: John Stockwell, Carey Lowell. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Dolby Stereo.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.