Morgunblaðið - 22.01.1987, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 22.01.1987, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987 Kynvillingur ekki sama og geldingur Það er svo sem gott og blessað að ná verðbólgunni niður en var það gert á kostnað launþega sem margir hveijir standa nú frammi fyrir því að sjá skuldir sínar margfaldast þrátt fyrir reglulegar af- borganir af þeim? Svokölluð verðtrygging lána hefur ekki náð til launa og því hefur sigið á ógæfuhliðina hjá mörgum. Sigurjón Þórarinsson vill fá svar við því hvað Sjálfstæðisflokkurinn vill gera i þessu máli. Afnám vísitölubindingar launa glapræði: Hvað ætla sjálfstæðis- menn að gera í málunum? í grein sem birtist í Velvakanda sunnudaginn 11. jan. sl. undir fyrir- sögninni „Dæmið ekki . ..“ kemur fram tilvitnun sem mig langar að gera athugasemd við. Þar er vitnað í ekki ómerkara rit en Biblíuna, og er það vel, en þeim mun mikilvæg- ara að rétt sé með farið. Tilvitnunin er úr Jesaja, kafla 56 og versi nr. 1—5. Þar er allt rétt með farið nema hvað að skipt hefur verið um tvö orð, orðið geldingur er tekið úr textanum og orðið kynvillingur sett í staðinn. Þetta getur hver maður kynnt sér í eigin Biblíu og hvet ég alla til þess. Ekki fæ ég séð eða skilið hvemig hægt er að rugla þessu saman því um allsendis ólík orð er að ræða hvað merkingu varðar. í frumtextanum (þ.e. hebr- eska textanum) er ekkert sem bendir til að orðið geti þýtt annað en geldingur. _ Ekki vil ég blanda mér í málefni bréfsins, þ.e. hvort kynvilla sé rétt- lætanleg, öðruvísi en að benda á hvað Biblían segir í raun um það. I 1. Korintubréfí kafla 6 og versum 9—10 segir: „Vitið þér ekki, að ranglátir munu ekki Guðs ríki erfa? Villist ekki. Hvorki munu saurlífs- menn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa.“ í Rómveijabréfí kafla 1 og vers- um 22—28 segir: „Þeir þóttust vera vitrir.en urðu heimskingjar. Þeir skiptu á vegsemd hins ódauðlega Guðs og myndum, sem líktust dauð- legum manni, fuglum, ferfætlingum og skriðkvikindum. Þess vegna hef- ur Guð ofurselt þá fýsnum hjartna þeirra til saurlifnaðar, til þess að þeir svívirtu líkami sína hver með öðrum. Þeir hafa skipt á sannleika Guðs og lyginni og göfgað og dýrk- að hiö skapaða í stað skaparans, hans sem er blessaður að eilífu. Amen. Þess vegna hefur Guð ofur- selt þá svívirðilegum girndum. Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg, og eins hafa líka karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, karlmenn frömdu skömm með karlmönnum og tóku út á sjálf- um sér makleg málagjöld villu sinnar. Þar eð þeir hirtu ekki um að varðveita þekkinguna á Guði, ofurseldi Guð þá ósæmilegu hugar- fari, svo að þeir gjörðu það sem ekki er tilhlýðilegt." Já, skýrara getur það ekki verið, Guð hefur okkur valið, öll erum við ranglát þó við förum misjafnlega í að fremja ranglæti, en réttlæting er til, Guð er góður, miskunnsamur Gömul frásögn ^af Asgrími illa Heiðraði Velvakandi. í alkunnu sjónvar])sleikriti, sem mjög er rætt þessa dagana, er helzt svo að skilja, að konui' gangi tals- vert manna milli, sem raunar er heldur ósennilegt. Þetta leiðir hugann að gamalli frásögn af Asgrími ilia, Hellna- presti, en sagt var að hann léði konu sína, Siggu köku, öðrum mönnum. En því var maddama Sigríður nefnd kaka, að hún hafði ung stúlka heitið því að gefa fátækl- ingi köku, ef hún giftist presti, en raunar stóö hún eigi við fyrirheitið. Um þetta var ort: Ásgríms tetur eigi getur betur, en að lána lundi stáls, lægis-mána-grund til hálfs. Með þökkum fyrir birtingu. Þorsteinn Þorsteinsson, Hraunbæ 102B, Rvík. Guð er bíður okkur lausn og fyrir- gefningu fyrir son hans Jesúm Krist. Guð elskar syndarann en hatar verk hans (syndina). Biðjum Hann fýrirgefningar, þiggjum leið- sögn Hans, leyfum Honum að ráða í lífí okkar og þiggjum þá blessun er Hann hefur búið okkur er það gerum. Ég vil taka undir orð S.R. Haralds er hann segir: „Dæmið ekki, til að þér verðið ekki dæmdir. Það er á engan hátt í okkar verka- hring að dæma hvern annan og bitnar aðeins á okkur sjálfum að gera slíkt en við getum aldrei sko- tið okkur undan réttlátum dómi Guðs. Veljum Hans veg eins og Hann kennir hann í Biblíunni sem er Guðs orð, en gerum ekki eins og stendur í 2. Tímóteusarbréfí kafla 4 og versum 3—4. „Því að þann tíma mun að bera, er menn þola ekki hina heilnæmu kenningu, heldur hópa að sér kennurum eftir eigin fýsnum sínum til að heyra það, sem kitlar eyrun. Þeir munu snúa eyrum sínum frá sannleikan- um og hverfa að ævintýrum.“ Já, Guð blessi okkur öll og gefí okkur auðmýkt til að viðurkenna að við þurfum á Guði að halda. Stefán Magnússon Þeir ætla ekki að láta standa á sér, spádómarnir um innlenda at- burði fyrir árið 1987, sem ég las einhvers staðar nýlega. Þar var m.a. talað um, að kjarasamningum yrði klúðrað rækilega og væri raun- ar búið að því nú þegar. Af fréttum að dæma, þar sem stressaðir verkfallssinnar, ýmist með margfalda bauga undir augum eða hálftómar augnatóftir vegna vökuálags, koma fram, virðist allt vera að endastevpast eina ferðina enn. Og það sem verra er, þessi verk- föll, sem boðuð hafa verið, eru flest í óþökk þeirra sem þau bitna helst á, launþeganna sjálfra. Tökum sjó- menn sem dæmi. Þeir höfðu samþykkt sjálfir að fara í róður, og sigla með aflann, allt eftir því sem verkast vildi. En forysta þeirra krefst þess, að þeir hætti veiðum og verði af sölu erlendis! En það er ekki bara um að ræða sjómenn og farmenn. Óáranin er sýnileg um allt þjóðlífíð, í mesta góðæri, sem yfir þjóðina hefur gengið. Fjármálin eru að komast í alvarlegan hnút, sem ekki verður leystur í náinni framtíð. Við erum orðin skuldugri þjóð en Brasilíu- menn og Argentínumenn, miðað við höfðatölu. Fólk sem keypt hefur ríkistryggð skuldabréf fær mun minni vexti en núgildandi bankabækur bjóða, og fólk keppist við að rífa fé sitt út úr bönkum og fjárfesta — bara í einhveiju — því það veit, að fram- undan er óðaverðbólga. Ráðamenn þjóðarinnar hafa ekki vald til að stjórna, því embættis- menn í bankakerfinu eru ríkisvald- inu voldugri. Stjórnmálaflokkarnir — allir — loga í innbyrgðis deildum, og eiga eftir að lenda í ógöngum vegna niðurröður.ar á endanlega framboðslista. Hér er ekki átt við einn flokk fremur en annan, því þeir verða allir fyrir barðinu á ósætti við niðurröðun, þótt nú blasi annað við í bili. Hið eina skynsamlega, sem nú- verandi ríkisstjárn getur gert, það að stefna að sama stjórnarmynstri Sigurjón Þórarinsson kom að máli við Velvakanda og vildi vekja athygli á því hvernig af- nám vísitölubindingar launa hefur leikið lántakendur. Hann krefst ákveðinna svara frá Sjálf- og láta kjósa um stefnuna sem far- in hefur verið, það gerir hún ekki. Flokkamir eru svo uppteknir af slagorðinu að ganga til kosninga með „óbundnar hendur", að allt lendir í handalögmálum innbyrðis, í hveijum flokki fyrir sig. Valið nú stendur einmitt um það, hvort halda eigi þeirri stefnu, sem fylgt hefur verið, með minnkandi verðbólgu og bættum þjóðarhag, eða hvort hinar óbundnu hendur Velvakandi góður. Mig langar að biðja þig fyrir þessi fáu orð. Skáldið segir: Við gleymum æsku yndisstundum fljótt er opnar heimur dyrnar, glæstar, víðar. Við gerum nótt að degi, dag að nótt við drykkju ogglaum - en hefndin kemur síðar. Þannig talar reynslan og lífíð til okkar og alltaf eru þau sannindi að verða augljósari, að menn upp- skera eins og þeir sá. Hefndin kemur alltaf á einhvern hátt og menn verða yfirleitt að líða fyrir sín mistök og vitleysur í lífinu — ef ekki héma megin, þá annars heims. Það er verið að tala um fræðslu og auðvitað er hún af hinum besta toga, en ég held nú að reynsl- Rangt farið með Á sunnudaginn 18. janúar birti Velvakandi vísu eftir Odd. Því miður brenglaðist hún í meðförum en rétt er hún svona: Sýnikennsla á samfömm sjá má nú á skjánum. Flest er nú í framfömm hjá fagmönnum og kjánum. Velvakandi biður Odd velvirð- ingar á þessum mistökum. stæðisflokknum og Þorsteini Pálssyni: Hyggst flokkurinn Iáta þessi mál sig einhverju varða í náinni framtíð? Árið 1980 tók ég 100 þúsund króna lán hjá tilteknum lífeyris- eigi að virkja til handapats í stjóm- armyndunarviðræðum, eftir kosn- ingar. Ef verkfallsvinum tekst að eyði- leggja nýgerða samninga, eins og spáð hefur verið, má ömgglega gera ráð fýrir ógnartímabili í sögu þessarar þjóðar, þ.m.t. landflótta fjölda fólks, því það mun missa trúna á að hægt sé að gera hér nokkra bragarbót, nema ár og ár í senn. an sé alltaf það sterkasta ef menn vilja hlýða hennar raust. Það er aldrei of oft brýnt fyrir fólki og ég er undrandi yfír því hve menn detta í drullupollinn slag í slag. Og þó verið sé að þurrka framanúr mönn- um og færa sparifötin, er eins og brennt barn forðist ekki eldinn. Þetta em vonbrigði og sorg þeirra sem gráta yfir því hvernig með- bræður þeirra eyða morðfjár í að eyðileggja sína guðsmynd og verða samfélaginu til byrði og leiðinda. Má ekki búast við að batni? Er það oftrú að treysta á heilbrigt og hugsandi þjóðfélag þar sem menn standa við orð og eiða? Þurfum við lengi enn að sjá fjármunum sóað í allskonar eiturefni og blásið burt í sígarettureyk til einskis og verra en það, út í loftið og svo kennum við samtíðinni um alla okkar vit- leysu og jafnvel þingi og þeim sem þar eiga að hafa vit fyrir fólkinu? Það var minnst á fræðslu. En er ekki það sterkasta sem við eigum í dag, fordæmi og fyrirmynd. Eins og þú heilsar öðmm ávarpa aðrir þig. Hver dregur dám af sínum sessunaut. Með okkar fordæmi get- um við gert kraftaverk. Þú getur aldrei krafíst þess af öðrum sem þú gerir ekki sjálfur. Efir því sem fleiri skilja þessi sannindi, þeim mun meira von er ávaxta. sjóði. Ég hirði ekki um að nefna hann hér enda liggur sökin ekki hjá honum eða öðmm svipuðum sjóðum heldur ríkisstjórninni. I dag skulda ég af þessu láni um 320 þúsund. Og þetta er þrátt fyrir það að ég er þegar búinn að borga ná- lega fögur hundruð þúsund krónur af upphaflegu eitthundrað þúsund króna skuldinni. Er það ekki ljóst, ef þessar tölur em skoðaðar, að það vom mistök hjá ríkisstjórninni að taka kaup- gjaldsvísitöluna úr sambandi án nokkurra frekari ráðstafana? Ég veit að þeir em miklu fleiri en ég einn sem lentir em út í þessari hringavitleysu. Okkur var ráðlagt að taka þessi lán og áttum kannski ekki neinn annan kost heldur, það er nefnilega dýrt að koma sér upp þaki yfir höfuðið. En það þætti mér gaman að vita hvernig staðan væri, t.d. hjá mér, ef ég hefði fengið víxillán árið 1980 en ekki lífeyris- sjóðslán. Kannski einhver góður maður gæti reiknað þetta út fyrir mig? Víkjum aftur að Sjálfstæðis- flokknum. Alveg síðan ég fékk kosningarétt hef ég kosið þann flokk en nú er komið hik á mig. Foringjar flokksins hafa ekkert sagt um þessi mál, raunar er það Alþýðuflokkurinn einn sem hefur lofað að taka á þeim. Mig langar ekki til að kjósa þann flokk en ætli það verði nú samt ekki niður- staðan ef sjálfstæðisforystan hyggst þegja áfram þunnu hljóði. Mikið hefur verið skeggrætt að undanförnu um fylgistap Sjálfstæð- isflokksi'ns, ýmsar skýringar hafa verið fundnar en ég held að svarið liggi einmitt í því sem ég hef verið að ræða. Húsbyggjendur, sem hafa orðið að taka verðtryggð lán á und- anförnum ámm, sjá erfiði sitt verða að engu, þeir borga og borga en skuldirnar hækka engu að síður. Þetta er óheilbrigt og skemmir hvern mann að lenda í. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins verða að taka á þessuin vanda, að öðmm kosti geta þeir varla búist við mikilli fylgisaukningu. Eg tel mig raunar standa í fullum rétti að krelja Þorstein Pálsson svara varðandi það hvort og þá hvað hann vill gera í þessum greiðsluvanda íjölmargra? Finnst honum það réttlátt eða heilbrigt að skuldari, sem borgar skilvíslega af skuld sinni, fái sífellt þyngri skulda- byrði að bera? Að þrátt fyrir heiðarlega viðleitni margfaldist skuldin á fáum árum? Og hvað skyldi þetta gera siðferðisvitund hvers og eins? Yerkföll og vesöld Hver dregur dám af sínum sessunaut

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.