Morgunblaðið - 22.01.1987, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 22.01.1987, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1D87 55 ekki . Velvakandi. í dálkum þínum 11. þ.m., undir fyrirsögninni „Dæmið ekki. . ., set- ur einhver S.R. Haralds fram meiri fölsun á orði Drottins í Jesaja 56:4, en sést hefur í langan tíma í Morg- unblaðinu. í Jesaja 56:4 stendur rétt: „Geldingunum, sem halda hvíldardaga mína..." Þarna er hreinlega sett orðið „kynvillingun- um“ í staðinn fyrir „geldingunum". Að auki er skipt um orðið „útlend- ingurinn" og sett orðið „heiðinginn“ í versi 3. „Geldingarnir" nær bæði yfir þá, sem geltir höfðu verið líkamlega, sem og þá, sem kusu þá og kjósa nú, að lifa einlífi — skírlífi og „sem halda hvíldardaga mína og kjósa það, sem mér líkar, og halda fast við sáttmála minn“. — Þessu viðurstyggilega fölsun er auðsjáanlega tilraun til að upphefja „kynvillinga“, sem látið hafa undan girndum sínum og breytt ásköpuðu eðli sínu og hafa þar með orðið að viðurstyggð í augum Drottins. í tuttugasta kafla III. Móseb. talaði Drottinn um hegningu fyrir ýmsar syndir og segir við Móse í 13. versi: „Og leggist maður með karlmanni sem kona væri, þá fremja þeir báð- ir viðurstyggð; þeir skulu líflátnir verða, blóðsök hvílir á þeim.“ Þetta er dómur Drottins og skulum við skoða þau orð í ljósi þeirra blóðsjúk- dóma, sem heija á alla, sem til blóðsakar hafa unnið, nú á þessum uppskerutímum. Loftur Jónsson Iðnaðarbankinn með frábært starfsfólk Iðnaðarbankinn hefur frábært starfsfólk og það er með mannlegt viðhorf til þjónustu. Það var um mánaðamót okt./ nóv. sem ég stofnaði AL-reikning í aðalbanka Iðnaðarbankans við Lækjargötu. Síðar skeði það að ég þurfti nauð- synlega á peningum að halda. Ég átti ekki innistæðu inn á reikningn- um fyrir þeirri upphæð, sem mig vantaði. Bók í jóla- gjöf, eða hvað? Ég var nær ráðþrota, en datt samt í hug að til væru menn með mannlegar tilfinningar. Ég hringdi því í Iðnaðarbankann og bar mig upp við Helga M. Har- aldsson, sem er einn af fulltrúum Iðnaðarbankans. Það skal tekið fram að hér var ekki um kunnings- skap að ræða né annað slíkt. Helgi sýndi þegar í stað mannlegan skiln- ing. Helgi spurði: Hvað vantar þið mikið? Ég var fremur hógvær að mínum dómi og nefndi upphæð. Hann sagði allt í lagi, það fer þegar i stað inn á þinn reikning. Ég var svo hissa að ég hváði, en það var staðreynd. Helgi, fyrir hönd Iðnað- arbankans, hafði bjargað mér frá nær svelti. Ég þakka hina mannlegu hjálpar- stoð bankamanna. „Dæmið Kæri Velvakandi. Á tilteknum stað í borginni er bókabúðarhola, sem ég satt að segja hefi aldrei lagt á minnið hvað heit- ir, síðan skipt var um eigendur og nafn fyrir allmörgum árum, en þangað til gekk mér áfallalaust að skipta við þessa búð, enda konan sem átti hana þá, afburða lipur og elskuleg. En það er liðin tíð. Ég kem stundum í búðina og kaupi þar frímerki og vélritunarpappír og það gengur sæmilega. En núna um jólin, voru mér gefn- ar tvær bækur af „Grámosinn glóir" eftir Thor Vilhjálmsson, en þessi bók hafði einmitt verið til sölu í þessari búð. Laugardaginn milli jóla og nýárs kom ég við í búðinni og spurði hvort ég gæti fengið bókinni skipt, þótt hún væri keypt annarsstaðar. Af- greiðslukonan, sem þá virtist vera í allgóðu skapi, játti því, og bað mib að koma með bókina milli jóla og nýárs. Ég varð alshugar fegin að þurfa ekki að fara langar leiðir með hana, því ég bý þama nærri. Nú kom mánudagur og fyrir hádegi dreif ég mig með bókina í búðina. En nú var annað uppi á teningnum hjá sömu konu. „Þessa bók tek ég ekki,“ sagði hún, „það er enginn skiptimiði á henni.“ „En hún er í öllum umbúðum og verð- merkt,“ sagði ég. „Það er alveg sama, ég tek hana ekki, hún er sennilega keypt í Hagkaup eða Miklagarði og þú getur talað við þá.“ „Nei, svaraði ég, hún er keypt úti á landi, ég fékk tvær samskonar í jólagjöf." „Jólagjöf," ansaði kon- an, tortryggnin uppmáluð og hneyksluð á svipinn, „það er ein- kennileg jólagjöf, verðmerkt bók.“ Nú fannst mér nóg komið og taldi fyrir neðan virðingu mína að munn- höggvast við þessa ókurteisu konu, tók bókina og sagði um leið og ég fór: „Þetta kalla ég óliðlegheit.“ „Það verður að hafa það,“ kallaði konan á eftir mér. Ég hefi ekki hugsað mér að koma oftar í þessa búðarholu. Ég sé ekki eftir viðskiptunum þar, enda líður mér ævinlega afar illa meðan ég hefi þar viðdvöl vegna tókbaks- svælu sem er svo römm að erfitt er að ná andanum. Enda búðin loft- ræstingarlaus en konan reykir ákaflega í opinni kompu fyrir innan búðina og dauninn leggur yfir við- skiptavini í þykkum reykjarmekki. Ég efast stórlega um, að lögum um tóbaksnotkun sé framfylgt þarna eins og lög mæla fyrir um í versl- un. Því hlýt ég að leiða hugann að því, hvað hafi vakað fyrir konunni, fyrst hún er svona löghlýðin við bókabúðasamtökin, hvers vegna hún brjóti þá grundvallarrétt við- skiptavina sinna með stórreyking- um yfir þá á jafn litlum vinnustað og raun ber vitni? Eða var hún að gefa í skyn, að bókin væri óheiðar- lega fengin? M.Tli. 5839-2359 Vandi grunn- skóla úti á landi er mikill Ég ætla aðeins að vekja athygli á vanda grunnskólanna úti á landi en þeir eiga við mikinn skort á kennurum að etja. Ég bý á Tálknaf- irði og á barn í yngri bekkjunum, það er í öðrum bekk og er öðrum og þriðja bekk kennt saman. Það er einn kennari sem kennir þeim báðum og er hann ófaglærður. Þetta kemur illa niður á börnun- um, það sér maður á heimaverkefn- unum, því það er ekki farið yfir þau. Því er manni spurn; á að færa kennsluna heim? Eða á að gera eitt- hvað í þessu? Foreldri Dráttur á afhend- ingu vinnings Kæri Velvakandi Ég vildi lýsa yfir óánægju minni með Bylgjuna. En það er ekki í sambandi við dagskrá hennar, hún er mjög góð. Það sem ég er óánægð með er að þeir skuli vera að lofa vinningum fyrir getraunir, sem aldrei berast. Það var þannig, að á næturvakt Bylgjunnar laugardaginn 15.11. 1986 vann ég getraun og átti að fá plötuvinning sendan í pósti, en hann hafði ekki borist að hálfum mánuði liðnum og þá hringdi ég til þeirra og lofuðu þeir að senda vinn- inginn strax, en í byijun desember hafði ég enn ekki fengið hann. Það er von mín að þetta hafi ekki kom- ið fýrir hjá öðrum og muni ekki koma fyrir aftur hjá annars góðri útvarpsstöð. Virðingarfyllst, Agnes Ingadóttir. JO- - UTSALA Karlmannaföt kr. 4.495,- Stakir jakkar kr. 3.995,- Terelynebuxur kr. 850,- 995,-1.095,- og 1.395,- Gallabuxur 750,- og 795,- Riflaflauelsbuxur kr. 695,- o.m.fl. ódýrt. Andrés SKÓLAVÖRÐUSTÍG 22. SÍMI 18250. Tökum aö okkur oftlr- talda þjónustu vlð einstaklinga, fólög og fyrirtaokl: + Prófarka- og handritalestur ór Umsjón með prentvinnslu og frágangi Þýðingarog textagerð, t.d. á upplýs- inga- og kynningabæklingum, auglýs- ingum og öðru efni -k Aðstoð við gerð fréttatilkynninga Upplýsingar i sima 53323 milli kl. 10—12 og eftir kl. 20 og ísíma 17706 eftir kl. 19. KROSSVIÐUR T.d. vatnslímdur og vatnsheldur - úr grem; birki eða furu. SPÓNAPLÖTUR T.d. spónlagðar, plast- húðaðar eða tilbúnar undir málningu. Vegg- og loftklæðningar; límtré og parket. Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu verði SPARIÐ PENINGA! - Smíðið og sagið sjálf! Þið fáið að sníða niður allt plötuefnl hjá okkur í stórri sög - ykkur að kostnaðarlausu. BJORNINN Við erum í Borgartúni 28

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.