Morgunblaðið - 22.01.1987, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987
57
Körfubolti:
Sigurður ráðinn
þjálfari kvenna-
landsliðsins
SIGURÐUR Hjörleifsson hefur
verið ráðinn landsliðsþjálfari
kvenna í körfuknattleik. Mörg
verkefni eru fyrirhuguð hjá liðinu
á næstunni.
KKÍ hefur skipað landsliðsnefnd
kvenna og mun hún starfa út
keppnistímabilið 1987 til 1988. í
henni eru: Sigurður Hjörleifsson,
sem jafnframt er þjálfari, Margrét
Eiríksdóttir, Stefán Kristjánsson
og Guðrún Ólafsdóttir.
Fyrirhugð verkefni á þessu arí
eru eftirtalin:
Unglingalandsliðið (stúlkur
fæddar 1986 og síðar) fer til Skota-
lands í lok febrúar og leikur þar
2—3 leiki við Skota. Liðið mun jafn-
framt taka þátt í Norðurlandamóti
unglinga sem fram fer í Noregi í
apríl.
Hjördís
eina konan
HJÖRDÍS Árnadóttir, íþrótta-
fréttamaður á Tímanum, er
eini kvennmaðurinn á meðal
88 blaðamanna á Eystrasalts-
mótinu í Austur-Þýskalandi.
Formaður skipulagsnefndar
keppninnar gat hennar sérstak-
lega á fyrsta blaðamannfundi
keppninnar sem haldinn var í
gær.
A-landsliðið fer í keppnisferð til
Luxemborgar í apríl og leikur þar
hugsanlega við nokkur félagslið
auk landsliðs Luxemborgar. A-liðið
leikur hugsanlega nokkra leiki í
haust sem enn hafa ekki verið
ákveðnir.
Stjórn KKÍ hefur ákveðið að
leggja sérstaka áherslu á upp-
byggingu unglingaliðsins, sem
vonandi skilar sér í auknum áhuga
í yngri aldursflokkum félaganna og
þrýstir á félög um að taka upp
æfingar í kvennaflokki.
Einar og
Sigurður
ekki með á
móti Svíum
NÚ er Ijóst að Sviar og íslending-
ar verða án tveggja leikmanna i
innbyrðis viðureign sinni í si'ðasta
leik keppninnar.
Sænsku leikmennirnir, Peter
Jaerphag og Per Carlson, sem
leika með Gronollers á Spáni verða
ekki með á sunnudaginn þar sem
þeir eiga að leika með liði sínu á
Spáni sama dag. Sömu sögu er
að segja um þá Einar Þorvarðar-
son og Sigurð Gunnarsson, sem
leika einnig á Spáni á sunnudag-
inn.
Morgunblaöiö/Valur Jónatansson
O Jón Gunnlaugsson, formaður ÍA, afhendir hér Björgvini Schram veglega styttu sem þakklætis-
vott fyrir gott samstarf á síðasta áratug.
Skagamenn heiðruðu
Björgvin Schram
Alrrnnne
UM þessar mundir eru 10 ár
liðin frá þvf knattspyrnuráð
Akraness og heildverslun
Björgvins Schram h.f., sem er
umboðsaðiii hina heimsþekktu
Adidas-íþróttavara, gerðu sinn
fyrsta samstarfssamning.
Lið ÍA hefur leikið í búningum
frá fyrirtækinu og notað aðrar
íþróttavörur frá því. Á þessum
tíma hefur þessi samningur ve-
riðendurnýjaður í nokkur skipti.
NÚ er í gildi samningur til loka
þessa árs. í tilefni þessa tíma-
móta voru þeir feðgar, Björgvin
og Ólafur Schram, gestir knatt-
spyrnumanna á Akranesi á
sunnudaginn. Svo skemmtilega
vildi til að á sama tíma fór fram
Stórmót íþróttafréttamanna og
Adidas í innanhússknattspyrnu.
Forráðamenn knattspyrnuráðs
ÍA notuðu þá tækifærið og af-
hentu Björgvini Schram gjöf til
fyrirtækisins sem þakklætisvott
fyrir samstarfið í áratug. Það var
Jón Gunnlaugsson, formaður ÍA,
sem ávarpaði Björgvin og færði
honum gjöfina við þetta tæki-
færi. Kristján Sveinsson,
umboðsmaður Adidas á Akra-
nesi, var einnig viðstaddur
afhendinguna.
ísland á alls ekki að geta
verið í hópi þeirra bestu
- segir Hartmut Mittelstadt, túlkur íslenska landsliðsins
Frá Skúla Sveinssyni, blaöamanni Morgunblaösins í Austur-Þýskalandi.
ÞEIR ERU orðnir þó nokkrir ís-
lendingarnir sem þekkja Austur-
Þjóðverjann, Hartmut Mittel-
stadt, og allir eflaust af góðu
einu. Hartmut kýs að kalla sig
Hermund á íslensku og það kalla
flestir íslendingar hann. Hann
hefur í einn áratug verið túlkur
margra íslendinga sem hingað
koma og flest, ef ekki öll, fþrótta-
lið frá íslandi hafa notið aðstoðar
hans. Okkur lék forvitni á að
grennslast aðeins um þennan
Islandsvin og spurðum hann fyrst
hvernig íslenskunám hans hafi
komið til.
„Ég byrjaði 18 ára gamall árið
1971 að læra íslensku og ástæðan
fyrir því var eiginlega sú að ég var
ákveðinn í að læra að verða túlk-
ur. í háskólanum í Greisswald var
Bruno Kress prófessor og hann
hvatti mig til að læra íslensku og
ég sló til. Háskólaprófi lauk ég
síðan í íslensku fimm árum síðar
og hef starfað við þetta síðan. Ég
túlka að vísu fyrir fleiri en íslend-
inga því ég tók einnig próf í ensku.“
Því má bæta hér við að hann
talar að auki talsvert í öllum Norð-
urlandamálunum og skilur rússn-
esku og pólsku til fulls.
„Túlkun er þó ekki mitt aðal-
starf því ég kenni við háskólann
hér og hef hitt aðeins í bakhönd-
inni ef á þarf að halda og það koma
alltaf einhver tækifæri til aö hitta
íslendinga og túlka fyrir þá hér í
landi. iþróttahópar koma talsvert
hingað og einnig lúðrasveitir og
fleira fólk á sýningar og ráðstefnur
og annað þess háttar."
- Var ekki erfitt að læra
íslenskuna?
„Nei, það fannst mér ekki. Kress
var að vísu einstaklega góður
kennari og fór vel yfir alla þætti
málsins. Hann lagði mikla áherslu
á að við lærðum að beygja allt
rétt þannig að við töluðum rétta
íslensku. Sumir hafa sagt að hann
hafi talað betri íslensku en íslend-
ingur enda bjó hann lengi á íslandi.
Ég hef hins vegar aðeins komið
einu sinni til íslands. Það var árið
1973 sem ég skellti mér í þrjár
vikur og nú stendur til að ég fari
aftur í vor og ég hlakka mikiö til
þeirrar ferðar. Ferð mín til Islands
var mín fyrsta ferð til útlanda og
mér þótti mikiö til koma. Þetta
háði mér líka talsvert og ég þorði
ekki að tala viö marga. Eg tók
mikið af myndum sem ég nota enn
þann dag í dag við íslensku-
kennslu í háskólanum.
íslendingar eru viðkunnanlegt
fólk þó svo ég geri mér grein fyrir
því að ég þekki þá ekki. Allir sem
eru gestir í erlendu landi haga sér
talsvert öðruvísi en þegar þeir eru
heima hjá sér. Það er þó eitt sem
ég held að ég þekki vel í sam-
bandi við íslendinga og það er
óstundvísi."
Þetta segir hann hlæjandi en
bætir síðan við: „Ég hef mjög góða
reynslu af öllum sem hingað hafa
komið þó svo stundum geti verið
strembið að fá þýsku fararstjórana
til að skilja að ef það á að fara
eitthvað á ákveðnum tíma þá þýð-
ir ekkert að segja íslendingum
það, þeir geta bara ekki mætt á
réttum tíma.
Annars eru íslendingar sér-
kennileg þjóð. Þið eruð svo fá en
hafið gert svo margt að ég dáist
mikið að ykkur."
- Nú talar þú lýtalitla íslensku.
Hvernig gengur að viðhalda því
sem þú lærðir fyrir 10 árum?
„Það er nú á ýmsan hátt. Ég fæ
Þjóðviljann sendan reglulega og
les hann alveg upp til agna, byrja
alltaf á íþróttunum því á þeim hef
ég mikinn áhuga. Síðan hef ég
þýtt bækur af íslensku yfir á þýsku
og í vor er von á bók á þýsku eft-
ir Njörð P. Njarðvík sem ég þýddi.
Ég les mjög mikið á íslensku og
held mór þannig við.“
Hermundur hefur mikinn áhuga
á handbolta og er formaður hand-
knattleiksdeildar háskólans sem
hann kennir við. Lið hans leikur í
þriðju deildinni og hefur gengiö vel
að undanförnu. Hvernig lítur hann
á stöðu efstu liða í heiminum um
þessar mundir?
„Staðan í alþjóðlegum hand-
knattleik er mjög jöfn og það eru
margar þjóðir þarna uppi sem geta
unnið hverja sem er á góðum degi.
Það, að Sovétmenn, Rúmenar og
fleiri skuli vera í B-keppninni núna,
stafar einmitt af þessari miklu
breidd. Þær þjóðir sem óg nefndi
eiga báðar að vera í A-keppninni
og komast þangað fljótlega. Vest-
ur-Þjóðverjar virðast mér sem séu
á réttum stað í þessu miðað við
getu þeirra. Ástandið virðist þó
vera mun alvarlegra hjá Pólverjum
og Tókkum. Þar virðist eitthvað
hafa farið úrskeiðis í þjálfuninni og
uppbyggingu fyrir mót.
Hvað íslendinga varðar þá eiga
þeir auðvitað alls ekki að geta verið
á þeim stað sem þeir eru. Það er
bara ekki tölfræðilega mögulegt.
Hugsaðu þér, úrvalslið héðan úr
Rostock, en hér búa um 250.000
manns, það gæti aldrei náð nánd-
ar nærri eins langt og þið. Alveg
útilokað og ég held að þið gerið
ykkur ekki nægilega mikla grein
fyrir þeirri landkynningu sem ís-
land fær vegna handknattleiksins.
Ég verð meira að segja var við
þetta hjá nemendum mínum, sem
ekki eru að læra ísiensku, að þeir
hafa nokkurn áhuga á íslandi
vegna þess að þeir sjá hvernig j
þeir standa sig í handknattleikn-
um.
Varðandi þetta mót sem hefst
hér í dag er ekki gott að spá fyrir
um hverjir vinna og hver röðin
verður. Það er þó alveg víst að
mótið verður sterkt og jafnt. Ég
var satt að segja dálítið hræddur
um afkomu íslenska liðsins hér en
mér sýnist strákarnir bara sprækir
og því ekki rétt að afskrifa þá alveg ^
strax.
Það eru þrjú lönd sem ég tel
að geti unnið þetta mót, Austur-
Þjóðverjar, Sovétmenn og Svíar.
Öll þessi lið hafa sína vankanta
en ég er að bíða eftir því að Svíar
geri eitthvað óvænt og ef til vill
gerist það núna, hver veit?“ sagði
hinn létti og skemmtilegi túlkur og
aðstoðarmaöur landsliðs íslands í
handknattleik. j
Ungmennafélagið
Víkingur Ólafsvík
óskar eftir knattspyrnuþjálfara fyrir sumarið 1987.
Upplýsingar veita Atli Alexandersson í síma 93-
6106 og Pétur Bogason í síma 93-6355 eftir kl.
19.00.