Morgunblaðið - 25.01.1987, Page 35

Morgunblaðið - 25.01.1987, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1987 35 Nýttu tækifærið! Notaðu afsláttarávísunina. Radíóbúðin gefur þér 4000, -kr. hlutdeild í hagstæðum innkaupum á 20" GoldStar sjónvarpi, sem náðust vegna vinsælda GoldStar hérlendis og geysimikillar sölu undanfarið. Klipptu út 4000 kr. ávísunina og notaðu hana þegar þú kaupir GoldStar CBZ-9222E 20" litasjónvarpið með þráðlausri fjartýringu, 16 stöðvavali, sérrás fyrir kabalsjónvarp og sérstök Audio / Video tenging. Verðið á GoldStar CBZ-9222E er 37.980,- kr. með greiðslukjörum eða 35.980,-kr,staðgreitts P.S Aðeins er hægt aö nota eina ávísun fyrir hvert 20"GoldStar CBZ-9222E sjónvarp. Handhafa Radióbúðin hf. Skipholti 19 sími 29800 4.000,- Greiðiögegn tékka þessum Krónur Fiögur búsund krónur til greiðslu upp í 20" GoldStar CBZ-9222E litasjónvarp. Reykjavík--------Jan.Uai,., = ýmislegt Tókkanr. == Banki = Reikn.nr. = Upphaað = Ávísun þessi gildirtil 3. febrúar til kaupa á 20" GoldStar CBZ-9222E litasjónvarpi AMINS BTT SÍIMITAI 691140 691141 Með einu símtali er hægt að breyta innheimtuaðferðinni. Eftir það verða áskriftargjöld- in skuldfærð á viðkomandi greiðslukortareikning mánað- arlega. VERIÐ VELKOMIN í GREIÐSLUKORTA- VIÐSKIPTI. Sovétríkin: Aðeins hætt að trufla útsencling- arBBC Moskvu. AP, Reuter. SOVÉSK yfirvöld hafa ákveðið að hætta að trufla útsendingar' bresku útvarpsstöðvarinnar BBC á rússnesku, að því er tilkynnt var i Moskvu i gær, en haldið verður áfram að trufla útsend- ingar annarra stöðva. Talsmaður sovéska utanríkis- ráðuneytisins, Gennady Gerasimov, lýsti þessu yfír á blaðamannafundi og sagði þetta í samræmi við hina nýju stefnu er leyfði meira frelsi í skoðanaskiptum. Hvað aðrar stöðv- ar varðaði sagði Gerasimov að margar þeirra sendu út efni sem skoðast gæti sem afskipti af innan- landsmálum Sovétríkjanna og þó að ríkisstjómin væri hlynnt miðlun upplýsinga væri hún á móti hlut- drægum upplýsingum er gæfu ranga mynd af ástandinu í landinu. Aðspurður kvaðst Gerasimov telja að útsendingar stöðvarinnar „Fijáls Evrópa“ ættu það skilið að vera tmflaðar og stöðvar er hefðu í sinni þjónustu „svikara" gætu ekki hald- ið á lofti ákvæðum Helsinki-sam--, komulagsins, þar sem kveðið er & um miðlun upplýsinga. Við ýmsar þeirra stöðva er útvarpa til Austur- Evrópu á tungumálum viðkomandi þjóða, starfa flóttamenn frá komm- únistalöndunum og mun talsmaður- inn hafa átt við þá. Eftir leiðtogafundinn í Reykjavík sagði Gorbachev í sjónvarpsræðu er heim kom, að hann hefði boðið Reagan, Bandaríkjaforseta, að hætt yrði að trufla útsendingar stöðvar- innar „Rödd Ameríku", ef, bandarísk stjómvöld sæu til þess, að útvarpsstöðvar þar í landi sendu út efni frá Moskvuútvarpinu. Var það í fyrsta sinn sem sovéskur ráða- maður viðurkenndi að stjórnvöld trufluðu útsendingar erlendra stöðva til landsins, því fram til þess tíma hafði slíku verið staðfastlega neitað. Fornleifaf undur á Grænlandi: Hófu sigl- ingar löngu * fyrr en haldið var Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgnnblaðsins. ÍBÚAR norðurheimskautsins hófu siglingar löngu fyrr en haldið hefur verið hingað til. Fornleifafundur við Christians- háb á Norðvestur-Grænlandi er til vitnis um það. Arið 1983 fundust mannvistarleifar í Christiansháb og síðan hefur fom- leifagröftur farið þar fram á hveiju. sumri. Fomleifafræðingar hafa komist að raun um, að viðarbútur, sem fannst við uppgröftinn, hafí verið þverband í bát, að því er Tor- ben Simonsen, forstöðumaður minjasafnsins í Christianháb, sagði í viðtali við Grænlenska útvarpið. Hann telur, að þverbandið sé úr lítilli flatbytnu eða húðkeip. Bandið hefur nú verið aldurs- greint og er sagt frá því um 2000 fýrir Krists burð. Fyrir þennan fom- leifafund var talið, að bátsleifar, sem fundust í Norður-Ameríku og eru taldar frá því um 500 eftir Krist, væru elstu minjar um sigling- ar í þessum heimshluta. Græn- lenska þverbandið er sem sé 2500 árum eldra. Fornleifafræðingar hafa fram að þessu álitið, að bátar hafí fyrst komið til sögunnar á norðurheim- skautssvæðinu um Krists burð. .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.