Morgunblaðið - 25.01.1987, Side 41

Morgunblaðið - 25.01.1987, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1987 41 Notið því aðeins viðurkennda varahluti í bílinn -öryggisins vegna. IHIHEKLAHF I Laugavegi 170-172 Sfm i 69 55 00 10 árum tók félagið umboð fyrir alhliða tryggingar fyrir Trygginga- miðstöðina. Hefur þessi umboðs- starfsemi gengið vel og farið vaxandi. Öll innheimt iðgjöld eru ávöxtuð innanbæjar. Ekki hefur félaginu enn tekist að fá húsatrygg- ingar í bænum, sem það telur þó mjög æskilegt, og þannig tryggja að þeir miklu ijármunir sem þar er um að ræða í tryggingargjöldum haldist innanbæjar. Á 125 ára starfsferli Báta- ábyrgðarfélagsins hefur það átt góðan þátt í ýmsum framfaramál- um byggðarlagsins og lagt fram fé til margra góðra mála. Má þar nefna kaupin á björgunarskipinu Þór, er varð upphaf landhelgis- gæslunnar, veitt Björgunarfélaginu fjárstuðning, lánað til hafnarfram- kvæmda, átt þátt í kaupum á dýpkunarskipinu og Lóðsinum, byggingu sundlaugarinnar, svo nokkuð sé nefnt. Þá hefur félagið í áratugi lagt Ekknasjóði til fé og stutt aldraða og einstæða, auk stór- gjafa til ýmissa áhugamála bæj- arbúa. „Á spjöldum sögunnar gefur á að líta, að oft hefur syrt í álinn hjá Eyjabúum og mikil áföll dunið yfir. Sá hluti er' metinn verður til fjár hefur verið allverulegur fyrir Báta- ábyrgðarfélagið. Á fyrstu 80 árum vélbátaútgerðarinnar hafa 68 bátar í tryggingu hjá félaginu farist og með þeim 86 menn. Sex sinnum Meðan Ási í Bæ gerði út voru bátar hans tryggðir hjá Báta- áhyrgðarfélaginu. Nokkru eftir að samstarfið hófst við Trygg- ingamiðstöðina og félagið gat boðið allar tryggingar kom Asi á skrifstofuna og lagði á borðið þessa ágætu auglýsingu: Leitið ekki langt yfir sundin / lausnin er fundin. / Takmarkið er traust og góð / trygging á heimaslóð. munu þrír bátar hafa farist á sama árinu. Þetta er áminning um að aldrei má slaka á í neinu sem lýtur að árvekni og útsjónarsemi. Og hvað sem öllum nauðsynlegum og sjálfsögðum björgunar- og hjálpar- búnaði áhrærir hlýtur viðkomandi bátur alltaf að vera besta björgun- artækið," segir Jóhann Friðfmns- son, forstjóri Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja. — hkj. Myndin er af vb. Ásdisi VE 144, 14 rúmlestir. Báturinn kom til Eyja 1911, eigandi Gísli J. John- sen. Báturinn var mest notaður' til flutninga milli hafna fyrstu árin. Núverandi stjórn Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja. F.v. Jóhann Halldórsson útgerðarmaður, Jón I. Sigurðsson hafnsögumaður, Eyjólfur Martinsson forstjóri, stjórnarformaður, Ingólfur Matthías- son hafnarvörður, Kristján Oskarsson útgerðarmaður og Jóhann Friðfinnsson forstjóri félagsins. Morgunbiaðið/Sigurgeir Eftir 125 ára starfsemi: Árið 1976 gerðist Bátaábyrgðarfélagið umboðsaðili í Eyjum fyrir Tryggingamiðstöðina hf. Myndin var tekin er samningur þar um var undirritaður. Frá vinstri talið eru á myndinni Hörður Felixson skrifstofustjóri TM, Gísli Ólafsson forstjóri TM, Haraldur Hannes- son, Jón I. Sigurðsson, Björn Guðmundsson, Eyjólfur Martinsson, Ingólfur Matthíasson og Jóhann Friðfinnsson. Flytur í eigið húsnæði og lögin endurskoðuð Vestmannaeyjum. Á 124. aðalfundi Bátaábyrgð- arfélags Vestmannaeyja í nóvember síðastliðinn, sem hald- inn var í nýjum, glæsilegum húsakynnum er félagið, í sam- vinnu við Tryggingamiðstöðina, hefur reist, var samþykkt að endurskoða lög félagsins. Hefur verið samið við Arnljót Björns- son, lagaprófessor, að hann vinni verkið. Er stefnt að því að þau verði afgreidd á aðalfundi fé- lagsins á þessu ári, þá haldið verður upp á 125 ára afmælið. Félagið flutti í nýju húsakynnin skömmu fyrir áramótin og þótti mörgum tími til kominn að félagið eignaðist sitt eigið húsnæði eftir þetta langan starfsferil. Á aðalfundinum fóru fram um- ræður um skyldutryggingar báta innan við 100 rúmlestir, sem verið hafa í gildi um áratugaskeið. Hefur löngum þótt ljóst, að skilmálar trygginganna miðað við þær reglur sem gilda fyrir skip yfir 100 rúm- lestum, eru mjögtakmarkaðir. Voru því samþykktar grundvallarbreyt- ingar, sem eiga að stuðla að hagsbótum fyrir félagsmenn, þann- ig að sömu vátryggingaskilmálar séu í gildi, burtséð frá bátastærð. Svo og að útreikningar iðgjalda verði miðaðir við tjónareynslu. Núverandi stjórn félagsins skipa: Eyjólfur Martinsson formaður, Jón í. Sigurðsson, Ingólfur Matthías- son, Kristján Öskarsson og Jóhann Halldórsson. Forstjóri er Jóhann Friðfinnsson. Margir af kunnustu borgurum Vestmannaeyja hafa setið í stjóm Fyrir áramótin flutti Bátaábyrgðarfélagið starfsemi sína í nýtt eig- ið húsnæði á horni Strandvegar og Heiðarvegar, upp af Básaskers- bryggju. Húsið stendur þar sem áður fyrr var Skildingafjara og húsið Sandur stóð í áratugi. félagsins og hafa eftirtaldir menn starfað þar í 10 ár eða lengur: Bjarni E. Magnússon sýslumaður, Þorsteinn Jónsson alþingismaður, Gísli Stefánsson kaupmaður, Gísli Engilbertsson verslunarstjóri, Þor- steinn Jónsson læknir, Erlendur Árnason trésmiður, Jón Ólafsson útgerðarmaður, Guðmundur Ein- arsson útgerðarmaður, Jóhann Sigfússon forstjóri, Jón í. Sigurðs- son hafnsögumaður, Jónas Jónsson forstjóri, Karl Guðmundsson út- gerðarmaður, Sighvatur Bjarnason skipstjóri, Ársæll Sveinsson útgerð- armaður, Martin Tómasson for- stjóri, Haraldur Hannesson útgerðarmaður, Björn Guðmunds- son útgerðarmaður, Ingólfur Matthíasson útgerðarmaður og Eyj- ólfur Martinsson forstjóri. — hkj.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.