Morgunblaðið - 25.01.1987, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 25.01.1987, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1987 41 Notið því aðeins viðurkennda varahluti í bílinn -öryggisins vegna. IHIHEKLAHF I Laugavegi 170-172 Sfm i 69 55 00 10 árum tók félagið umboð fyrir alhliða tryggingar fyrir Trygginga- miðstöðina. Hefur þessi umboðs- starfsemi gengið vel og farið vaxandi. Öll innheimt iðgjöld eru ávöxtuð innanbæjar. Ekki hefur félaginu enn tekist að fá húsatrygg- ingar í bænum, sem það telur þó mjög æskilegt, og þannig tryggja að þeir miklu ijármunir sem þar er um að ræða í tryggingargjöldum haldist innanbæjar. Á 125 ára starfsferli Báta- ábyrgðarfélagsins hefur það átt góðan þátt í ýmsum framfaramál- um byggðarlagsins og lagt fram fé til margra góðra mála. Má þar nefna kaupin á björgunarskipinu Þór, er varð upphaf landhelgis- gæslunnar, veitt Björgunarfélaginu fjárstuðning, lánað til hafnarfram- kvæmda, átt þátt í kaupum á dýpkunarskipinu og Lóðsinum, byggingu sundlaugarinnar, svo nokkuð sé nefnt. Þá hefur félagið í áratugi lagt Ekknasjóði til fé og stutt aldraða og einstæða, auk stór- gjafa til ýmissa áhugamála bæj- arbúa. „Á spjöldum sögunnar gefur á að líta, að oft hefur syrt í álinn hjá Eyjabúum og mikil áföll dunið yfir. Sá hluti er' metinn verður til fjár hefur verið allverulegur fyrir Báta- ábyrgðarfélagið. Á fyrstu 80 árum vélbátaútgerðarinnar hafa 68 bátar í tryggingu hjá félaginu farist og með þeim 86 menn. Sex sinnum Meðan Ási í Bæ gerði út voru bátar hans tryggðir hjá Báta- áhyrgðarfélaginu. Nokkru eftir að samstarfið hófst við Trygg- ingamiðstöðina og félagið gat boðið allar tryggingar kom Asi á skrifstofuna og lagði á borðið þessa ágætu auglýsingu: Leitið ekki langt yfir sundin / lausnin er fundin. / Takmarkið er traust og góð / trygging á heimaslóð. munu þrír bátar hafa farist á sama árinu. Þetta er áminning um að aldrei má slaka á í neinu sem lýtur að árvekni og útsjónarsemi. Og hvað sem öllum nauðsynlegum og sjálfsögðum björgunar- og hjálpar- búnaði áhrærir hlýtur viðkomandi bátur alltaf að vera besta björgun- artækið," segir Jóhann Friðfmns- son, forstjóri Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja. — hkj. Myndin er af vb. Ásdisi VE 144, 14 rúmlestir. Báturinn kom til Eyja 1911, eigandi Gísli J. John- sen. Báturinn var mest notaður' til flutninga milli hafna fyrstu árin. Núverandi stjórn Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja. F.v. Jóhann Halldórsson útgerðarmaður, Jón I. Sigurðsson hafnsögumaður, Eyjólfur Martinsson forstjóri, stjórnarformaður, Ingólfur Matthías- son hafnarvörður, Kristján Oskarsson útgerðarmaður og Jóhann Friðfinnsson forstjóri félagsins. Morgunbiaðið/Sigurgeir Eftir 125 ára starfsemi: Árið 1976 gerðist Bátaábyrgðarfélagið umboðsaðili í Eyjum fyrir Tryggingamiðstöðina hf. Myndin var tekin er samningur þar um var undirritaður. Frá vinstri talið eru á myndinni Hörður Felixson skrifstofustjóri TM, Gísli Ólafsson forstjóri TM, Haraldur Hannes- son, Jón I. Sigurðsson, Björn Guðmundsson, Eyjólfur Martinsson, Ingólfur Matthíasson og Jóhann Friðfinnsson. Flytur í eigið húsnæði og lögin endurskoðuð Vestmannaeyjum. Á 124. aðalfundi Bátaábyrgð- arfélags Vestmannaeyja í nóvember síðastliðinn, sem hald- inn var í nýjum, glæsilegum húsakynnum er félagið, í sam- vinnu við Tryggingamiðstöðina, hefur reist, var samþykkt að endurskoða lög félagsins. Hefur verið samið við Arnljót Björns- son, lagaprófessor, að hann vinni verkið. Er stefnt að því að þau verði afgreidd á aðalfundi fé- lagsins á þessu ári, þá haldið verður upp á 125 ára afmælið. Félagið flutti í nýju húsakynnin skömmu fyrir áramótin og þótti mörgum tími til kominn að félagið eignaðist sitt eigið húsnæði eftir þetta langan starfsferil. Á aðalfundinum fóru fram um- ræður um skyldutryggingar báta innan við 100 rúmlestir, sem verið hafa í gildi um áratugaskeið. Hefur löngum þótt ljóst, að skilmálar trygginganna miðað við þær reglur sem gilda fyrir skip yfir 100 rúm- lestum, eru mjögtakmarkaðir. Voru því samþykktar grundvallarbreyt- ingar, sem eiga að stuðla að hagsbótum fyrir félagsmenn, þann- ig að sömu vátryggingaskilmálar séu í gildi, burtséð frá bátastærð. Svo og að útreikningar iðgjalda verði miðaðir við tjónareynslu. Núverandi stjórn félagsins skipa: Eyjólfur Martinsson formaður, Jón í. Sigurðsson, Ingólfur Matthías- son, Kristján Öskarsson og Jóhann Halldórsson. Forstjóri er Jóhann Friðfinnsson. Margir af kunnustu borgurum Vestmannaeyja hafa setið í stjóm Fyrir áramótin flutti Bátaábyrgðarfélagið starfsemi sína í nýtt eig- ið húsnæði á horni Strandvegar og Heiðarvegar, upp af Básaskers- bryggju. Húsið stendur þar sem áður fyrr var Skildingafjara og húsið Sandur stóð í áratugi. félagsins og hafa eftirtaldir menn starfað þar í 10 ár eða lengur: Bjarni E. Magnússon sýslumaður, Þorsteinn Jónsson alþingismaður, Gísli Stefánsson kaupmaður, Gísli Engilbertsson verslunarstjóri, Þor- steinn Jónsson læknir, Erlendur Árnason trésmiður, Jón Ólafsson útgerðarmaður, Guðmundur Ein- arsson útgerðarmaður, Jóhann Sigfússon forstjóri, Jón í. Sigurðs- son hafnsögumaður, Jónas Jónsson forstjóri, Karl Guðmundsson út- gerðarmaður, Sighvatur Bjarnason skipstjóri, Ársæll Sveinsson útgerð- armaður, Martin Tómasson for- stjóri, Haraldur Hannesson útgerðarmaður, Björn Guðmunds- son útgerðarmaður, Ingólfur Matthíasson útgerðarmaður og Eyj- ólfur Martinsson forstjóri. — hkj.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.