Morgunblaðið - 28.01.1987, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANLIAR 1987
Tími til kominn að
starfsemi Þióðhag
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ftitstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgrei^sla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið.
Hópskoðun Krabba-
meinsfélagsins
Krabbameinsfélag íslands
sendi á síðasta ári 6.000
Islendingum á aldrinum 45-70
ára boð um að taka þátt í leit
að krabbameini í ristli. Aðeins
þriðjungur, eða um 2.000
manns, sinnti kalli. 27 af 2.000
sýnum gáfu tilefni til ristilspegl-
unar — og fjórir einstaklingar
reyndust hafa illkynja æxli.
Enginn þeirra hafði minnsta
grun um að hann væri með for-
stig krabbameins.
Aður en lengra er haldið hug-
leiðingu um þetta framtak
Krabbameinsfélagsins er rétt
að minna á þrjár staðreyndir.
Hin fyrsta er sú að krabbamein
í ristli er þriðja algengasta
krabbameinið hjá fulltíða Is-
lendingum. Önnur staðreyndin
er sú að finnist ristilkrabbi á
frumstigi er hægt að eyða hon-
um með lítilli fyrirhöfn. Þriðja
staðreyndin er, að hér hefur
fyrirbyggjandi aðgerð, þ.e. hóp-
skoðun Krabbameinsfélagsins,
leitt til þess að fjórir einstakl-
ingar með forstig krabbameins
fá meðferð í tíma og fullan bata.
Snorri Ingimarsson, forstjóri
Krabbameinsfélagsins, sagði í
viðtali við Morgunblaðið í gær,
þar sem fjallað var um þennan
góða árangur:
„En hinu má ekki gleyma að
4.000 einstaklingar, sem fengu
boð um að taka þátt í könnun-
inni, hafa ekki anzað bréfi
okkar. Ef í þeim hópi leynast
hlutfallslega jafn margir, sem
eru með forstig ristilkrabba-
meins, gætu verið átta sýktir
einstaklingar í úrtakinu til við-
bótar, sem hægt er að aðstoða."
Hann bætir því við að þeir, sem
fengið hafi bréf frá félaginu,
geti ennþá sinnt kalli. Aðrir,
sem hafi áhuga á að ganga
undir rannsókn sem þessa, geti
fengið „sams konar próf hjá
heimilislæknum“.
Fyrirbyggjandi heilsuvarnir
eiga vaxandi fylgi að fagna.
Þær forða fjölda einstaklinga
frá biturri reynslu, sjúkdóms-
stríði og jafnvel ótímabærum
dauða. Það eitt gerir meira en
að réttlæta útlagðan kostnað
>eirra vegna. En þær spara og
:amfélaginu mikla fjármuni,
; >egar grannt er gáð, í minni
i íeildarkostnaði í meðferð sjúkra
Kn ella, að ekki sé talað um
eiri vinnudaga í þjóðarbú-
skapnum, þar sem fyrirbyggj-
andi aðgerðir gefa góða raun,
og mannlega velferð yfirhöfuð.
Krabbameinsfélag íslands hefur
enn einu sinni fært sönnur á
gildi sitt. Og Oddfellow-reglan,
sem kostaði þessa könnun, á
þakkir skyldar.
Frumkvæði og framtak
Krabbameinsfélagsins vekur
spurningar um, hvort ekki sé
hægt að nýta hliðstæðar for-
varnir, þ.e. hópskoðanir, gegn
fleiri vágestum. Þetta framtak
er og hvati á ríkisvald, sveitar-
stjórnir, fyrirtæki, félög og
almenning um stuðning við
Krabbameinsfélagið og önnur
samtök, er fyrirbyggjandi heil-
sugæzlu sinna. Astæða er og
til að hvetja fólk til að sinna
kalli samtaka eins og Krabba-
meinsfélagsins. Það er allra
hagur.
Aukin tann-
vernd
*
Islenzk 12 ára skólabörn eru
með 6,6 tennur skemmdar
að meðaltali, samkvæmt skoðun
sem gerð var á liðnu ári, á
móti 2,7 tönnum skemmdum í
sama aldurshópi hjá grannþjóð-
um. Tengsl er talin milli mikillar
sykurneyzlu íslendinga og tann-
skemmda.
Heilbrigðisráðuneytið beitir
sér fyrir átaki í tannverndar-
málum með stofnun sérstaks
tannvemdarráðs og fjárveitingu
til fyrirbyggjandi aðgerða gegn
tannskemmdum.
Ragnhildur Helgadóttir, heil-
brigðisráðherra, sagði m.a. á
fundi með fréttamönnum, að
með þessu átaki vilji heilbrigðis-
yfirvöld „leggja áherzlu á heilar
tennur og að hlutverk tann-
lækna beinist meira að því að
hjálpa okkur að halda tönnunum
heilbrigðum. — Aukin áherzla
verður lögð á tannvernd — en
kostnaður við hana er ótrúlega
lítill miðað við ávinning“.
Tannverndarátak það, sem
að er unnið, byggist á fræðslu
og áróðri, sem á að opna augu
fólks, yngri sem eldri, fyrir mik-
ilvægi tannheilbrigðis. Sá
árangur, sem þcgar hefur náðst
hjá grannþjóðum okkar í tann-
verndarmálum, færir heim
sanninn um, að til mikils er að
vinna á þessum vettvangi.
Framtak ráðuneytisins er gott
spor til réttrar áttar.
HUGMYNDIR eru uppi um, að
breyta starfsemi Þjóðhagsstofn-
unar eða jafnvel leggja stofnun-
ina niður í núverandi mynd.
Þórður Friðjónsson, settur for-
stjóri Þjóðhagsstofnunar, sagði í
samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins, að eðlilegt væri að fara
ofan í saumana á þeim sjónarmið-
um, sem fram hafa komið í þessu
efni, og taka afstöðu til þeirra
að kosningum loknum, þegar ný
ríkisstjórn hefur tekið við. „Því
að sjálfsögðu ákveður ríkis-
stjórnin og Alþingi skipan
þessara mála,“ sagði hann.
Þórður Friðjónsson, sem verið
hefur efnahagsráðgjafi ríkisstjórn-
arinnar s.l. sex ár, tók við starfi
forstjóra Þjóðhagsstofnunar um
áramótin og gegnir því tímabundið,
þar sem skipaður forstjóri, Jón Sig-
urðsson, er í framboði fyrir Al-
þýðuflokkinn.
Samkvæmt lögum um Þjóðhags-
stofnun, sem eru frá árinu 1974, á
hún, að „fylgjast með árferði og
afkomu þjóðarbúsins, vinna að ha-
grannsóknum og vera ríkisstjórn
og Aiþingi til ráðuneytis í efnahags-
málum.“ í lögunum eru verkefni
hennar síðan nánar skilgreind.
Þórður sagði, að þau væru einkum
af þrennu tagi: 1) Efnahagsráðgjöf
og sú vinna, sem hún byggist á og
tengist. 2) Hagskýrslugerð, þ.e.
þjóðhagsreikningar, atvinnuvega-
skýrslur og ýmis önnur skýrslugerð.
3) Hagrannsóknir. Hann sagði, að
þessi verkefni sköruðust að nokkru
á við starfsemi Hagstofu íslands
og Seðlabankans en minna við
starfsemi annarra stofnana. Starfs-
menn Þjóðhagsstofnunar eru nú 22
að tölu, flestir hagfræðingar.
Rekstur stofnunarinnar kostaði á
síðasta ári um 35 milljónir króna
og greiða ríkissjóður og Seðlabank-
inn í sameiningu kostnað af starf-
seminni.
„Það má segja, að í aldarfjórðung
hafi skipulag hagskýrslugerðar og
efnahagsráðgjafar á vegum hins
opinbera verið að mestu í sama
farvegi. Aður en Þjóðhagsstofnun
Rætt við Þórð
Friðjónsson, sett-
an forsljóra
stof nunarinnar
kom til sögunnar árið 1974 störfuðu
hér áþekkar stofnanir, fyrst Efna-
hagsstofnunin og síðar Fram-
kvæmdastofnunin. Eina breytingin
er, að sérstakt embætti efnahagsr-
áðgjafa ríkisstjórnarinnar var sett
á laggirnar fyrir sex árum, en þar
er aðeins um starf eins manns að
ræða og getur því ekki talist róttæk
umskipti,“ sagði Þórður.
„Þó ekki væri nema af þessari
ástæðu,“ hélt hann áfram, „er ljóst
að tími er kominn til, að taka þessa
starfsemi til endurmats og ef til
vill stokka hana upp. Sú breyting,
sem orðið hefur á yfírstjórn Þjóð-
hagsstofnunar, er svo önnur
ástæða, sem gefur tilefni til þess,
að skoða þessi mál frá grunni.“
„En það hafa líka orðið breyting-
ar utan stofnunarinnar, sem knýja
á um endurskoðun á starfsemi
hennar," sagði Þórður Friðjónsson.
„Ég nefni fyrst, að hagfræðileg
þekking hefur aukist gífurlega hér
á landi á undanförnum árum. Hún
er ekki aðeins til staðar hjá hinu
opinbera, heldur er það orðið mjög
algengt að hagsmunasamtök og
fyrirtæki hafi hagfræðinga í sinni
þjónustu. Þá hefur kennsla í þessum
fræðum eflst í Háskóla íslands. I
öðru lagi hafa, sem alkunna er,
orðið miklar tækniframfarir á
síðustu árum. Nú er bæði auðveld-
ara að afla gagna um efnahagsmál
og vinna skipulega úr þeim.“
í ljósi þessa taldi Þórður, að
breytingar á skipan efnahagsráð-
gjafar og hagskýrslugerðar kæmu
vel til greina. „Að sjálfsögðu er
eðlilegt að sníða þessa starfsemi
að þörfum hvers tíma. Höfuðmark-
mið slíkra breytinga er að mínu
mati, að tryggja sem árangursrík-
asta efnahagsráðgjöf og efla fagleg
Morgunblaðið/Einar Falur
Þórður Friðjónsson, forsljóri
Þjóðhagsstof nunar
vinnubrögð,“ sagði hann. Þórður
sagði, að ef niðurstaðan yrði sú að
rétt væri að ráðast í breytingar
kæmu einkum þrjár leiðir til greina.
1) Tilfærsla á verkefnum milli
þriggja stofnana, Þjóðhagsstofnun-
ar, Hagstofu og Seðlabanka. Í þessu
sambandi hefur oftast verið nefnt,
að flytja mætti þjóðhagsreikninga
og atvinnuvegaskýrslur frá Þjóð-
hagsstofnun til Hagstofu. Ennfrem-
ur hefur verið bent á, að flytja
mætti uppgjör greiðslujafnaðar frá
Seðlabanka til Hagstofu.
2) Stofnun sérstaks efnahags-
ráðuneytis, sem annaðhvort yrði
sjálfstætt eða starfaði í tengslum
við annað ráðuneyti, t.d. forsætis-
ráðuneytið. Verkefnum Þjóðhags-
stofnunar yrði þá skipt á milli þessa
ráðuneytis og Hagstofunnar og
sérstakrar hagrannsóknarstofnun-
ar, sem sett yrði á legg, e.t.v. í
Utlit fyrir spennandi lok
á Skákþingí Reykjavíkur
SKÁK
Margeir Pétursson
Að loknum sjö umferðum af
ellefu á Skákþingi Reykjavíkur
1987 hafa allmargir skákmenn
ennþá möguleika á að hreppa
Reykjavíkurmeistaratitilinn.
Efstir með sex vinninga eru
reyndasti keppandinn, Björn
Þorsteinsson, Þröstur Þórhalls-
son, nýkominn frá Evrópumeist-
aramóti unglinga í Hollandi og
Jón Garðar Viðarsson frá Akur-
eyri. Þrátt fyrir að þetta sé
fyrsta mót Björns eftir langt frí
frá taflmennsku, lagði hann sex
fyrstu andstæðinga sína að velli,
þeirra á meðal var Jón Garðar.
Það var ekki fyrr en á sunnudag-
inn var að Þröstur Þórhallsson
náði að stöðva sigurgöngu Björns
og vinna hann.
Nokkrir skákmenn fylgja síðan
fast á hæla þessara þriggja, svo
það er ógerlegt að spá um úrslit á
mótinu. 143 þátttakendur eru með
á mótinu, 89 í opnum flokki og 54
í unglingaflokki. Teflt er eftir
Monrad-kerfi í báðum flokkunum.
A undanförnum mótum hjá Tafl-
félagi Reykjavíkur hefur það heyrt
til algjörra undantekninga ef þekkt-
ir skákmenn af eldri kynslóðinni
hafa att kappi við æskulýðinn, sem
er jafnan í yfirgnæfandi meirihluta.
Nú hafa hins vegar tveir þraut-
reyndir skákmenn, þeir Björn
Þorsteinsson og Jón Þorsteinsson,
treyst sér í slaginn. Sem áður segir
hefur Björn í fullu tré við ungling-
ana, en Jón hefur átt undir högg
að sækja vegna æfingaleysis og
aðeins hlotið fjóra vinninga. í Tafl-
félaginu vona menn að þátttaka
þessara tveggja litríku meistara sé
upphafið að endurkomu fleiri
reyndra skákmanna til keppni.
Staðan á mótinu:
1-3. Björn Þorsteinsson, TR, Þröst-
ur Þórhallsson, TR og Jón Garðar
Viðarsson, SA, 6 v.
4-6. Þorsteinn Þorsteinsson, TS,
Jón Þorleifur Jónsson, TS og Gunn-
ar Björnsson, TR, 5V2
7-8. Dan Hansson, TR og Benedikt
Jónasson, TR, 5 v. og biðskák.
9-13. Bragi Halldórsson, Hannes
Hlífar Stefánsson, TR, Arnaldur
Loftsson, TR, Snorri G. Bergsson,
TR og Axel Þorkelsson, TR, 5 v.
Unglingaflokkur:
1. Hannes Hlífar Stefánsson, 6 v.
af 6 mögulegum.
2-4. Sigurður Daði Sigfússon,
Þröstur Árnason, og Ólafur V.
Halldórsson, 5 v.
5-7. Ragnar Fjalar Sævarsson, Páll
Árnason og Snorri Karlsson 4!A
Dan Hansson gæti náð efstu
mönnum ef hann vinnur biðskák
sína við Benedikt Jónasson, en þar
á Dan peði meira í endatafli og ein-
hveija möguleika á sigri.
Af yngstu meisturunum er það
að segja að Hannes Hlífar lék af
sér drottningunni gegn stigalausum
andstæðingi í fyrstu umferð, Áma
Thoroddsen og tapaði. Hann á þó
einhveija möguleika með góðum
endaspretti. Þröstur Ámason, jafn-
aldri hans, sem varð Reykjavíkur-
meistari í fyrra, aðeins þrettán ára
gamall, er ekki með í opna flokkn-
um nú.
Við skulum nú líta á fjöruga skák
úr annarri umferð, þar sem Björn
Þorsteinsson er í essinu sínu. Hann
fórnar manni strax í 13. leik fyrir
sóknarfæri á kóngsvæng.
Hvítt: Haraldur Baldursson
Svart: Björn Þorsteinsson
Italski leikurinn
1. e4— e5 2. Rf3 - Rf6 3. Bc4 -
Bc5 4. c3 - Bb6 5. d4 - De7 6.
0-0 - d6 7. h3 - h6 8. Hel -
Rf6 9. Dd3 - g5!? 10. dxe5 -