Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1987 Á næsta fundi deildarinnar 16. janúar 1957 voru 23 sjómenn skráð- ir í deildina og varð hún strax ðflug og samstillt. Þettasama ár var Sjómannasam- band íslands stofnað og var Grindavíkurdeildin eitt af stofnfé- lögum sambandsins og Ragnar Magnússon formaður deildarinnar kosinn í fyrstu stjóm þess. Á fyrstu árum deildarinnar fóru kraftar hennar að mestu í kjaramál- in því verkfoll voru tíð í byijun vetrarvertíðar. Rætt var um línu- lengd og þorskanetaijölda á fundum, en seinna komu umræður um aðgerðir vegna bráðabirgða- laga, mánaðaruppgjörs og aðildar bátasjómanna að lífeyrissjóði sjó- manna. Þá voru hátíðarhöld sjómannadagsins í Grindavík end- urvakin og hafa verið í höndum félagsins síðan. Á fundi deildarinnar 29. apríl 1970 var nafni og lögum hennar breytt og vélstjórar teknir inn en þeir höfðu verið virkir félagar. Nafnið varð því Sjómanna- og vél- stjóradeild Verkalýðsfélags Grindavíkur. Á aðalfundi sem haldinn var 9. janúar 1975 urðu miklar umræður um aðskilnað deildarinnar og Verkalýðsfélagsins. Kosin var nefnd til að undirbúa það mál. End- anlega var gengið frá aðskilnaðar- málum á fundi sem haldinn var 29. desember 1976 og voru þar lesin upp lög fyrir Sjómanna- og vél- stjórafélag Grindavíkur. Voru þau samþykkt. Þar með var félagið orðið sjálf- stætt og er þetta eitt af stærri skrefum sem stigin hafa verið frá því það var stofnað. Á þessum tíma- mótum var ákveðið að færa björg- unarsveitinni Þorbimi fullbúinn Zodiak-gúmmíbát að gjöf, end- umýja kappróðrarbátana og færa Tónlistarskóla Grindavíkur 50 þús- und krónur að gjöf til kaupa á blásturshljóðfærum. Félagið réðst í það stórvirki 1977 að byggja Sjómannastofuna Vör og var húsið formlega vígt tveim árum seinna." Félagið hefur látið til sín taka í mörgum málum í byggðarlaginu og stutt við bakið á fjölmörgum mál- efnum sem hefur aukið á hróður þess langt út fyrir bæjarfélagið. Svavar Árnason óskaði hinni nýstofnuðu deild allra heilla og sagði að þyrfti hjálpar við skriftir eða þess háttar þá yrði sú hjálp veitt eftir bestu getu. Þá vék Svav- ar orðum sínum til meðlima nýkjör- innar samninganefndar og benti þeim á að fara ávallt vel undirbún- ir til viðræðna við viðsemjendur sína. Þannig hljóðar fyrsta fundargerð sjómannadeildar Verkalýðsfélags- ins í aðalatriðum. Formenn félagsins frá upphafí em eftirfarandi: Ragnar Magnús- son 1956—1961, Vilmundur Ingi- marsson 1962—1965, Kjartan Kristófersson 1966—1967 og 1976—1983, Sverrir Vilbergsson 1968—1969, Sverrir Jóhannsson 1970—1974, Guðmundur Finnsson 1974—1976. Núverandi formaður er Sævar Gunnarsson en hann tók við 1983. KR. Ben. Formenn Sjómanna- og vélstjórafélags Gríndavikur frá upphafi að einum undanskildum, Vilmundi Ingimarssyni, sem er látinn. Á mynd- inni eru frá vinstri: Sverrir Jóhannsson, Svavar Árnason sem var formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur þegar sjómannadeildin var stofnuð, Valgerður Þorvaldsdóttir ekkja Vilmundar Ingimarssonar, Ragnar Magnússon fyrsti formaðurinn, Sverrir Vilbergsson, Guð- mundur Finnsson, Kjartan Kristófersson og Sævar Gunnarsson núverandi formaður. Morgunblaðið/Kr. Ben. Margft g’óðra gesta heiðraði félagið með nærveru sinni. Bæjarstjórinn í Grindavík, Jón Gunnar Stefánsson, færði félaginu stóra litmynd af Grindavíkurbæ. Sjómanna- og vélsljóra- félag Grindavíkur 30 ára Gríndavik. FYRIR nokkru hélt Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur hóf á Sjómannastofunni Vör í tilefni af því að 30 ár voru liðin frá því félagið var stofnað. Margt var um manninn í afmælis- hófinu og fluttar margar ræður og færðar margar gjafir eins og vera ber á slíkum tímamótum. Meðal þess sem þar var flutt var ágrip af sögu félagsins sem Hinrik Bergsson vélstjóri hafði tekið sam- an og flutti. „Sunnudaginn 21. október 1956 boðaði Verkalýðsfélag Grindavíkur til fundar í Kvenfélagshúsinu klukkan 14.00. Til fundarins var boðað sérstaklega til að framfylgja tillögu sem fram kom á aðalfundi félagsins 7. október þess efnis að stjómin hefði forgöngu um stofnun sjómannadeildar innan Verkalýðs- félagsins. Á fundinn mættu auk stjómarinnar 28 menn sem unnið höfðu við bátaflotann að undan- fömu og höfðu í hyggju að gera það áfram. Formaður Verkalýðsfélagsins, Svavar Ámason, las upp reglugerð fyrir Sjómannadeildina og bar upp hveija grein fyrir sig til samþykktar og síðan allar í einu. Var reglugerð- in samþykkt samhljóða. Þá fór fram stjómarkjör og vom eftirtaldir menn kosnir í fyrstu stjómina: Ragnar Magnússon formaður, Guðmundur Kristjápsson varafor- maður, Þórarinn Ólafsson ritari, Bjami Þórarinsson vararitari og Guðmundur Þorsteinsson með- stjómandi. í fyrstu samninganefnd voru kosnir Ragnar Magnússon, Þórar- inn Ólafsson, Guðmundur Þor- steinsson, Ingólfur Karlsson og Haukur Guðjónsson. Morgunblaðið/Kr. Ben. Formaður útvegsbænda í Grindavík, Guðmundur Guðmundsson, færði félaginu veglega gjöf og þakkar Sævar Gunnarsson fyrir. RYMINGAR 15-50% AFSLÁTTUR OPIÐ LAUGARDAG VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLI 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVÍK SÍMAR: VERSLUN 686455, SKRIFSTOFA 685966
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.