Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐip,; MIÐVJUUDACUR 28; JAtyÚAS'.1987 s:£53 Reuter • Austurríki átti tvo fyrstu menn f svigi, sem er liður í alpatvíkeppni bruni og svigi, á fyrsta keppnis- degi heimsmeistaramótsins f Crans-Montana í Sviss í gœr. Frá vinstri: Gunther Mader, sem varð annar, og Bernhard Gstrein, sem sigraði. Þeir keppa sfðan f bruni á morgun og þá ráðast úrslit. HM á skíðum: Austurríkis- menn byria vel BERNHARD Gstrein frá Aust- urrfki sigraði í svigi, sem er liður í tvíkeppninni (svig og brun), í fyrstu keppnisgrein heimsmeist- aramótsins í Crans-Montana í gœr. Hann hafði besta brautar- tímann f báðum umferðum og var tveimur sekúndum á undan landa sínum, Gúnther Mader, sem varð í öðru sæti. Þetta var í fyrsta sinn í vetur sem Austurríksmenn eiga tvo fyrstu menn í stórmóti. Á heims- meistaramótinu er keppt í sérs- takri alpatvíkeppni, þ.e.a.s bruni og svigi. Þar sigrar sá sem hefur besta árangurinn út úr báðum þessum greinum. Á morgun verð- ur keppt í sviginu og þá kemur í Ijós hver stendur uppi sem sigur- vegari. Felix McGrath, Bandaríkjunum, varð óvænt þriðji, Josef Schick frá Vestur-Þýskalandi varð í fjórða sæti og Norðmaðurinn, Finn Jaqge, í fimmta sæti. í þessari fyrstu grein heims- meistaramótsins var fyrrum heimsbikarhafi, Marc Girardelli frá Luxemborg, í sjöunda sæti. Pirmin Zurbriggen, Sviss, sem talinn var sigurstranglegastur í tvíkeppninni varð níundi og Vestur-Þjóðverjinn, Markus Wasmeier, í 10. sæti. Þessir þrír síðasttöldu verða þó að teljast sigurstranglegir í keppn- inni þar sem þeir eru mjög góðir brunmenn. Austurríksimennirnir, Gstrein og Mader, eru svigmenn og hefur þeim ekki gegnið vel í bruni í vetur. Júdómenn æfa heima og heiman í BYRJUN janúar héldu fjórir íslenskir júdómenn til Frakk- lands. Bjarni Friðriksson keppti á Opna franska meistaramótinu. Þangað er einungis boðið júdó- mönnum í fremstu röð. Bjarna var áður boðið 1985 en kaus þá held- ur að þekkjast samskonar boð Japana. Frakkar ítrekuðu nú boð sitt fyrir atbeina Hákons Hall- dórssonar, formanns Júdósam- bands íslands. í fyrstu viðureign sigraði Bjarni silfurverðlaunahafann frá Olympíu- leikunum í Moskvu, Kúbumanninn Olivia. Bjarni sigraði í Ippon, fulln- aðarsigur með fastataki í gólf- glímu. Annarri viðureign sinni tapaði Bjarni naumlega eftir langa og strembna viðureign í gólfinu. Andstæðingur hans tapaði svo fyr- ir keppendanum sem lenti í öðru sæti og við það féll Bjarni úr keppninni. Þeir Arnar Marteins- son, Halldór Hafsteinsson og Rúnar Guðjónsson tóku þátt í æf- ingabúðum Evrópujúdósambands- ins. En hér heima sátu menn ekki auðum höndum. Júdómenn víða að af landinu fjölmenntu á helgar- æfingabúðir, undir stjórn lands- liðsþjálfarans, Reino Fagerlund. Auk venjulegra æfinga var farið yfir stöðuna í æfingaáætlun vetrar- ins og stjórn og tækniráð Júdó- sambands íslands sat líflegan fund með júdómönnum um málefni Júdóíþróttarinnar. Helsta keppn- istímabil júdómanna gengur nú senn í garð. Verður spennandi að fylgjast með árangrinum jafnt inn- anlands sem utan. Akureyringar hafa nú upp á síðkastið verið næsta einráðir á verðlaunapöllun- um í yngri aldursflokkunum. Áhugi þeirra og dugnaður er eftirbreytni verður og árangurinn eftir því. N.H. Ljósmyndir/Níels Hermannsson • Ungur og efnilegur júdómaður prýddur merki júdódeildar KA. Akureyringar hafa nú upp á síðkastið verið næsta einráðir á verð- launapöllunum í yngri aldursflokkunum. • Landsliðsþjálfarínn, Reino Fagerlund, útskýrir stöðuna í æfingaá- ætlun vetrarins. • Landsliðsþjálfarinn og aðstoðarmaður hans láta reyna á hvort að takið virki. Lengst til vinstri er Hákon Örn Halldórsson, formaður JSÍ. 1X2 jO ■o «0 JQ c 3 O> c o 5 > Q C c 1 »- c c *5 s n. Dagur «o 8- CD Í « s 0c Rylgjan Sunday Mirror Sunday People News of the World Sunday Express Sunday Telegraph SAMTALS 1 2 4 Arsenal — Plymouth 1 1 1 1 1 1 1 — — — — — 7 0 0 Man. United — Coventry 1 1 1 1 1 1 1 — — — — — 7 0 0 Bradford — Everton 2 2 2 2 2 X 2 — — — — — 0 1 6 Swindon — Leeds X X 2 X 2 2 2 — — — — — 0 3 4 Tottenham - C. Palace 1 1 1 1 1 1 1 — — — — — 7 0 0 Walsall — Birmingham 2 X X X X 2 X — — - - - 0 5 2 Wimbledon — Portsmouth i 2 1 2 1 X X — — - - — 3 2 2 Blackpool — Doncaster 1 1 1 1 1 1 1 — - - - — 7 0 0 Bolton — Bournemouth 1 2 1 X 1 2 1 — - - - — 4 1 2 Mansfield — Brlstol Rovers X 1 X 2 2 1 2 — — — — — 2 2 3 Rotherham — Bury 1 1 1 X 1 1 1 — — — — 6 1 0 York — Port Vale X 1 1 1 2 1 1 - - - - - 5 1 1 ’T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.