Morgunblaðið - 27.02.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.02.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987 9 Innilegar þakkir fœri ég öllum þeim sem sýndu mér vinarhug á 90 ára afma’li minu 22. febrúar. GuÖ blessi ykkur öll. Viktoría Guömundsdóttir frá Aðalbóli, Vestmannaeyjum, nú Kleppsvegi 32. ÞINGKOSNINGAR I FINNLAND115.—16.3.1987 Utankjörstaðakosning fer fram í finnska sendiráðinu, Húsi verslunarinnar v/Kringlumýrarbraut, 103 Rvík. mánudaginn 2/3 til laugardagsins 7/3 1987 milli kl. 10—16 alla daga fyrir utan fimmtudag, þá frá 10—19. Takið með persónuskilríkin. KANSANEDUSTAJAIN VAALIT SUOMESSA 15.—16.3. 1987 Ennakkoáánestys suomen suurláhetystössá, Hús verslunarinnar, v/Kringlumyrarbraut, 103 Reykjavík, maanantai 2/3 — lauantai 7/3 1987 klo 10—16 kunakin pátváná paitsi torstaina 6/3 klo 10-19. Henkilöllisyysto- distus Mukaan. RIKSDAGSVALET I FINLAND 15.—16.3. 1987 Förhandsröstning sker i Finlands ambassad, Hús versl- unarinnar, v/Kringlumýrarbraut, 103 Reykjavik, mánda- gen 2/3 — lördagen 7/3 1987 mellan kl. 10—16 alla dagar utom torsdagen 6/3 frán kl. 10—19. Tag identitetsbevis med. FERÐATOSKUR ALLTAF MESTA ÚRVALIÐ GEVSiP H Horft um öxl Tvennt er það sem öðru fremur mótar af- stöðu fólks í kosningum. í fyrsta lagi leggur það mat á framvindu þjóð- mála líðandi kjörtíma- bils, hvem veg stjóm- málasamtökum, ríkisstjóm og stjómar- andstöðu hefur til tekizt. I annan stað reyna menn, konur og karlar, að glöggva sig á framtiðar- markmiðum framboðs- flokka og styðja þá til áhrifa, er líklegir em til að byggja upp traust þjóðfélag, jafnvægi og festu í þjóðarbúskapnum. Flest hefur gengið okkur íslendingum i hag- inn á liðandi kjörtimabili. Þar veldur tvennt mestu: 1) hagstæð ytri skilyrði og 2) farsæl stjómar- stefna, einkum á efna- hagssviði. Skoðum fáeinar stað- reyndir: 1) Verðbólga, sem var hin mesta í Evrópu og vaxandi vorið 1983, hef- ur náðst úr 130% niður í 13% á sl. ári. 2) Verðbólgan leiddi helztu atvinnuvegi að mörkum rekstrarstöðv- unar (atvinnuleysis), rústaði innlendan pen- ingaspamað, festi þjóð- arbúskap okkar í fjötra erlendrar skuldasöfnun- ar (sem tekur fimmtung útflutningstekna í greiðslubyrði), ýtti undir ótímabæra eyðslu og við- skiptahalla, viðvarandi gengissig, smækkun krónunnar og kaupmátt- arrýmun. 3) í endað þetta kjörtimabil er hvergi minna atvinnuleysi í V- Evrópu en hér. Við búum við atvinnuöryggi á sama tima og atvinnuleysi er viða þjóðarböl. 4) Sæmilegur friður hefur ríkt á vinnumark- aði, kaupmáttur hefur aukizt siðustu tvö árin, Ungt fólk mótar eigin framtíð 26.000 ungir íslendingar, á aldrinum 18—23 ára, kjósa til Al- þingis í fyrsta skipti í endaðan aprílmánuð næstkomandi, eða 15,3% þeirra 171.400 einstaklinga sem að kjörborði ganga. Þar leggja þeir línur um framvindu þjóðfélagsins næstu fjögur árin — og „hver er sinnar gæfu smiður" segir máltækið. Staksteinar fjalla lítillega um þetta efni í dag. og horfur em á áfram- haldandi bata, ef hlið- stæðri stjómarstefnu (efnahagsstefnu) verður fylgt, að ytri skilyrðum óbreyttum. Horft fram á veginn Hér rikti jafnvægi og stöðugleiki í atvinnu- og efnahagslífi allt viðreisn- artímabilið, 1959—1971, verðbólga var að meðal- tali innan við 10% á ári, sum árin vel innan við það mark. Arið 1971 var mynduð vinstri stjóm. Hún var ljósmóðir óðaverðbólg- unnar. Árabilið 1978-1983, þegar Al- þýðubandalagið bældi ráðherrastóla, fór verð- bólgan úr öllum böndum og náði hámarki vorið 1983. Reynslan, sem er ól- ygnust, sýnir, að vinstri stjómir og verðbólga em tvær hliðar á sama fyrir- bærinu. Hver vill hlið- stæða framvindu í atvinnu-, efnahags- og þjóðlífi og hér var 1971-1974 og 1978—1983? Ungt fólk, sem tekið hefur á sig miklar „verð- tryggðar" fjárhagsskuld- bindingar vegna eigin húsnæðis, á mikilla hags- muna að gæta, að verðbólga skrúfi ekki upp skuldimar. Atvinnu- öryggi og eðlileg upp- bygging í atvinnidífi hvíla og á þvi, að vel ta- kist td um að varðveita þann árangur, sem náðst hefur í hjöðnun verð- bólgu — og koma árleg- um verðlagshækkunum niður í eins stafs tölu. Unga fólkið á leikinn Stærstur hluti eldri kjósenda fylgir sama stjómmálaflokki kosn- ingar eftir kosningar, það er hefur fastmótaða, viðvarandi stjómmálaaf- stöðu. Sá hópur hefur hinsvegar farið vaxandi, einkum í fjölmennustu kjördæmunum, sem er hreyfanlegur (frá flokki til flokks), eftir þvi hvem veg menn meta frammi- stöðu flokka og stjóm- málamanna á líðandi kjörtímabili og eftir þvi hvem veg menn spá i stjómmálaspilin, þegar þeir horfa fram á veginn. Þegar mjótt er á mun- um skiptir hlutur þessa „færanlega fylgis“, að ekki sé nú talað um 26.000 nýja kjósendur, miklu máli, getur ráðið úrslitum um stjómar- myndun og stjómar- stefnu næstu fjögur árin. Kosningarétti fylgir mikil ábyrgð i lýðraeðis- og þingræðisþjóðfélagi. Það er mikilvægt að nýta hann til varðveizlu og styrkingar jafnvægis og stöðugleika i islenzkum þjóðarbúskap. I OECD-ríkjiun ganga rúmlega 30 mil\jónir manna atvinnulausar. Ekki er hægt að segja að framtíðin sé glæsileg fyrir ungt fólk í suraura þessara ríkja. Slikt þjóð- arböl má _ ekki festa rætur hér. Óðaverðbólga vinstri-stjómar áranna 1978-1983 rná heldur ekki endurtaka sig. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll Háaleitis- braut 1, á laugardögum frá kl. 10-12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrir- spurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Sigurjón Laugardaginn 28. febrúar verða til viðtals Júlíus Hafstein formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, umhverfismálaráðs og ferðamannanefndar. Anna K. Jónsdóttir formaður stjórnar Dagvistunar barna, í stjórn heilbrigðisráðs og veitustofnanna og Sigurjón Fjeldsted formaður stjórnar Strætisvagna Reykjavíkur, í stjórn skólanefndar og fræösluráös. T3ítamatkadutLnn X&f {i<*1 C^f-tettisgötu 12-18 «Jii /»L_ . 'jfý . J Subaru 1800 (4x4) Sedan 1985 Rauður, sjátfsk., ekinn 25 þ.km. Fallegur bíll. Verö 530 bús. f— 1 Chevrolet Van 4x4 1977 Meö gluggum og sætum f/12 manns. 5,7I Oldsmobil diesel vél. Bill i topp standi. Verö 600 þús. M. Benz 190 1983 Graenn, beinsk., ekinn 97 þ.km. Sóllúga o.fl. aukahlutir. Fallegur bill. Verð 735 þús. MMC Pajero (stuttur) '83 Vökvastýri. 2 gangar af dekkjum. Ford Fiesta 1100 '82 44 þ.km. Sumar + vetradekk. Subaru 1800 St. Turbo '87 5 þ.km. Sjálfsk. Læst drif. Toyota Hiace (húsbíll) '77 Svefnpláss f/3. Vaskur. V. 195 þ. Range Rover 2 dyra '85 3 þ.km. Sjálfsk. V. 1100 þús. Peugeot 604 Diesel Turbo '82 Grásans. Einn meö öllu. V. 390 þ. Saab 900 Turbo '87 2 þ.km. 5 gira, sóll. o.fl. V. 920 þ, Toyota Hilux yfirb. Diesel '82 Bfll i sérflokki. V. 650 þ. Ford Sierra Laser '85 43 þ.km. Sóllúga o.fl. V. 475 þ. Nissan Pulsar 1.5 '86 20 þ.km. Aflstýri. V. 370 þ. M. Benz 190 Diesel '86 63 þ.km. Sjélfsk. o.fl. V. 1 millj. Saab 99 GLI '81 Aöeins 56 þ.km. V. 270 þ. Toyota Tercel 4x4 '86 10 þ.km. Sem nýr. V. 525 þ. Daihatsu Charmant LE '84 44 þ.km. 2 dekkjag. o.fl. V.330 þ. MMC Tredia '84 49 þ.km. Útlit gott. V. 375 þ. MMC Colt GLX '84 49 þ.km. Ýmsir aukahl. V. 310 þ. Citroen CX Athena '81 5 gíra, rafdrifin, sóll. o.fl. V. 385 þ. Chevrolet Celebrity '85 7 þ.km. Bein innspýting o.fl. V. 850 þ. Subaru 1800 st. 4x4 '84 48 þ.km. sjálfsk. V. 450 þ. Saab 99 GL 1983 Rauður, 4ra dyra, 5 gíra, ekinn 60 þ.km. 2 dekkjagangar o.fl. Verð 370 þús. Ath: Úrval bifreiða á 10- 20 mán. greiðslukjörum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.