Morgunblaðið - 27.02.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.02.1987, Blaðsíða 48
fÍJBRUnSBÚT -AF ÖRYGGISASTÆÐUM Nýjungar í 70 ár V^terkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! pinrgmlíWiílí FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Flensan komin til Jandsins INFLÚENSAN er komin til landsins og er hún af svokölluð- um A-stofni. Eftir er að greina undirflokk flensunnar, en mest hefur borið á Singapore-afbrigði í nágrannalöndunum. Tvö tilfelli greindust í fyrradag, bæði af höfuðborgarsvæðinu. Margrét Guðnadóttir veirufræðing- ur telur að ekki verði mikil út- breiðsla í ár vegna þess hversu seint hún er nú á ferðinni. Margrét sagði að flensan kæmi til íslands á hverju ári, hún gæti komið frá nóvember og allt fram í mars. Hún sagði að það ætti að — vera búið að bólusetja alla þá sem þess óskuðu. Flensa er bráðsmit- andi og leggur oft heilu fjölskyld- umar í rúmið. Margrét sagði að hettusótt geis- aði einnig þessa dagana, aðallega þó á meðal bama. Hettusóttin er mjög smitandi og ef hún kemur til dæmis einu sinni inn á dagheimili, smitast yfirleitt flest bömin. Með- göngutími hettusóttar er þijár vikur, en flensunnar aðeins tveir dagar, það er frá því fólk smitast Jikangað til það verður veikt. Eins og sjá má er tjamarbakkinn illa farinn við Fríkirkjuveg og stendur til að Iagfæra hann á þessu ári. Reykjavík: Tj arnarbakkinn og Arnarhóll lagfærðir BORGARSTJÓRN hefur sam- þykkt að veita átta milljónum króna til lagfæringar á tjarnar- bakkanum, aðallega við Fríkirkjuveg. Á þessu ári hefj- ast svo framkvæmdir við fyrsta áfanga að breytingum á Amar- hóli og hefur verið veitt til þess rúmum fjórum milljónum króna. Að sögn Júlíusar Hafstein formanns umhverfísmálaráðs verður ekki hreyft við norðurenda tjamarinnar fram að útfalli í læk- inn við Lækjargötu fyrr en endanlegar niðurstöður í sam- keppni um hönnun ráðhúss borgarinnar liggja fyrir. Tjamar- bakkinn er víða illa farinn og þarf að byggja hann upp og er meðal annars hugsanlegt að Fríkirkjuvegur verði breikkaður um 3 metra um leið og gert er við bakkann. Júlíus sagði, að við Amarhólinn yrði unnið samkvæmt tillögu Bimu Björnsdóttur innanhúss- arkitekts sem hlaut fyrstu verð- laun í hugmyndasamkeppni um mótun Amarhóls og umhverfís hans. Hafist verður handa við að leggja göngustígana um hólinn og stöllum verður breytt. Short gerði jafntefli LÁT varð á sigurgöngn Eng- lendingsins Nigels Short á IBM skákmótinu á hótel Loft- leiðum í gærkveldi, er hann samdi jafntefli við Ungveijan Lajos Portisch. Short er því efstur með 6,5 vinninga eftir sjö umferðir og hefur ennþá tveggja vinninga forskot á þá T?"sem næstir koma. Fjórum skákum lyktaði með jafntefli og tvær skákir fóru í bið. Tal hafði drottningu gegn hrók og riddara Kortsnojs og átti ekki í neinum erfiðleikum með að innbyrða vinninginn. Skák Margeirs Péturssonar og Jóhanns Hjartarsonar fór einnig í bið og hafði Margeir tveimur peðum fleira í hróksendatafli og var vinningurinn auðsóttur fyrir hann. Sjá frásögn og skák- skýringu á bls. 17. Fiskmarkaðir erlendis: Millj óna tap vegna offramboðs af fiski * Tap utgerðar Ymis hf. af þessum sökum um 4 milljónir „ÞESSU má helzt líkja við stór- slys, stórkostleg mistök vegna skipulags- og eftirlitsleysis við útflutning á ferskum fiski i gám- um. Það koma 50 gámar inn á fiskmarkaðina í Þýzkalandi með þeim afleiðingum að verðið hryn- ur og allir tapa stórum fjár- hæðum. Við seldum 170 tonn af karfa fyrir 5,5 milljónir eða 4 Páfi til íslands 1989 JÓHANNES PÁLL páfi II tók á móti Norræna biskuparáðinu í Vatikaninu í Róm í gærmorg- un, og þáði við það tækifæri boð formanns ráðsins, Paul Verschuren, biskups Kaþólsku kirkjunnar í Helsinki um að koma í heimsókn til Norður- landa. Heimsóknin til Norður- landa verður ekki fyrir árið 1989, að því er kemur fram í frétt frá Biskupsstofu Kaþ- ólsku kirkjunnar á íslandi. í Norræna biskuparáðinu eru yfírmenn Kaþólsku kirkjunnar í Danmörku, Finnlandi, á Islandi, í Noregi og Svíþjóð. Páfí lýsti mik- illi ánægju með boðið, að því er kemur fram í fréttinni og tók því með þökkum. Þetta verður í fyrsta sinn sem æðsti yfirmaður Kaþ- ólsku kirkjunnar sækir Norður- lönd heim. Kaþólskir menn á Norðurlöndum eru nú um 200 þúsund talsins og þar af eru lið- lega 1800 hér á landi, að sögn séra Jakobs Rollands, á Biskups- stofu Kaþólsku kirkjunnar hér. Séra Jakob sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að það væri kaþólskum mönnum hér á landi mikið fagnaðarefni að páfínn skuli ætla að koma í heimsókn til Is- lands. „Hann hefur heimsótt svo mörg lönd, og það að hann skuli einnig ætla að koma hingað, er staðfesting á því að við erum hluti af heimskirkjunni, sem við auðvit- að erum. En það að páfinn tekur þessu boði, er auðvitað einnig til þess að styrkja þá sannfæringu, að við erum hluti af heimskirkj- unni, þó að við séum fáir,“ sagði séra Jakob. milljónum minna en ella miðað við eðlilegt framboð,“ sagði Guðrún Lárusdóttir, útgerðar- maður togarans Ýmis, í samtali við Morgunblaðið. Um miðja þessa viku komu um 50 gámar, nálægt 700 lestum, af karfa héðan frá Islandi inn á fisk- markaðina í Bremerhaven og Cuxhaven. Ekki hafði tekizt að selja allan fískinn síðdegis á fimmtudag. Verð að meðaltali hrapaði um allt að helming frá því í síðustu viku, er það var um og yfir 60 krónur á hvert kfló og í einhveijum tilfellum fór fiskurinn í gúanó fyrir 2 krónur kilóið, fyrst og fremst vegna of- framboðs. Ljóst er að offramboðið hefur kostað útflytjendur hér heima milljónir króna. Guðrún Lárusdóttir sagði, að 16 dagar hefðu liðið frá því Ýmir lét úr höfn í Hafnarfirði og þar til afl- inn hefði verið seldur. Karfinn hefði verið stór og nánast allur verið metinn í fyrsta flokk. Því væri ekki gæðum físksins um að kenna. Mál- ið væri einfaldlega það, að algjört skipulagsleysi ríkti í útflutningi á físki í gámum. Fiskiskipum, sem sigldu með aflann, væri gert að panta löndunardag með fímm vikna fyrirvara og gefa upp afla nokkrum sinnum í hverri veiðiferð. Með því móti væri reynt að stjóma því, að ekki bærist of mikið af físki inn á markaðinn í einu. Hvað gámana varðaði virtist eina eftirlitið það, að einhver maður í viðskiptaráðu- neytinu stimplaði alla útflutnings- pappíra, sem þangað kæmu, án tillits til þess hvort markaðurinn þyldi magnið eða ekki. Eina leiðin til að lagfæra þetta stjómleysi væri sú, að gámaútflutningurinn yrði undir sömu stjóm og siglingar físki- skipanna og LÍÚ væri færasti aðilinn til þess. Svipaða sögu er að segja frá markaðnum í Bretlandi. Þangað komu í vikunni um 1.000 lestir af físki í gámum héðan og talsvert af físki úr fiskiskipum. A fimmtudag seldi Gideon VE 80,4 lestir í Hull. Heildarverð var 3,5 milljónir, með- alverð 44,11 krónur. Gullver NS seldi 170 lestir í Grimsby. Heildar- verð var 8 milljónir, meðalverð 47,51. Meðalverð úr gámum þessa dagana fór niður í 45 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.