Morgunblaðið - 27.02.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.02.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987 Morgunblaðið/Matthías Jóhannsson Heppni við hrikalegar aðstæður ÞAÐ er næsta ótrúlegt að þrír menn skyldu skriða lítið meiddir út úr þessu bílflaki eftir að hafa oltið með þvi 60-70 metra niður snarbratta hlíð. Þessa mynd tók Matthías Jóhannsson fréttaritari Morgunblaðsins á Siglufirði í Selgili, rétt utan við Siglufjörð, af flaki Broncojeppans sem valt þar út af veginum og sagt var frá i Morgunblaðinu á miðvikudag. Eins og sjá má mátti ekki miklu muna að bíllinn ylti áfram ofan í sjó en hann stöðvaðist í tæka tið í lækjarfarvegi. r w *. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær sð ísl. tíma hiti veður Akureyri -3 skýjað Reykjavík 4 rigning Bergen 2 skýjað Helsinki -10 skýjað Jan Mayen -19 skýjað Kaupmannah. 0 léttskýjað Narasarssuaq -5 renningur Nuuk -19 léttskýjað Osló -4 alskýjað Stokkhólmur -5 léttskýjað Þórshöfn S alskýjað Algarve 17 léttskýjað Amsterdam 3 mistur Aþena 8 skýjað Barcelona 14 léttskýjað Berlín 1 léttskýjað Chicago 0 alskýjað Glasgow 3 mistur Feneyjar 6 hálfskýjað Frankfurt 2 mistur Hamborg 2 skýjað Las Palmas 20 heiðskírt London 6 mistur LosAngeles 8 hálfskýjað Lúxemborg 0 þokumóða Madrfd 13 þokumóða Malaga 20 helðskírt Mallorca 16 skýjað Miami 23 skýjað Montreal -13 léttskýjað NewYork -2 léttskýjað Parfs 6 alskýjað Róm 10 þokumóða Vín 3 léttskýjað Washington -2 skýjað Winnipeg 0 snjókoma Betra að minnka af köstin en að loka - segir Stefán Sigfússon framkvæmda- sljóri Fóðurs og fræs í Gunnarsholti „ÞAÐ ER rangt að Ieggja þessa framleiðslu niður, enda kemur að því að við þurfum á henni að halda. Skynsamlegra er að reka verksmiðjurnar með minni af- köstum og losna þannig við birgðirnar," sagði Stefán H. Sigfússon, framkvæmdastjóri graskögglaverksmiðjunnar Fóð- ur og fræ i Gunnarsholti, þegar leitað var eftir áliti hans á lokun graskögglaverksmiðja ríkisins. Stefán sagði einnig: „Það er við- urkennt að gott getur verið að eiga einhveijar fóðurbirgðir ef illa árar. Eg tel að leysa megi þessi mál með því að leyfa verksmiðjunum að eiga Va til xh af ársframleiðslunni í birgð- um við upphaf framleiðslutímabils- ins og veita þeim síðan kvóta til framleiðslunnar þannig að birgðim- ar verði ekki meiri en til dæmis 4.000 tonn, miðað við stærri verk- smiðjumar. Þannig er hægt að ná framleiðslunni niður, jafnframt því sem þetta verkaði söluhvetjandi fyrir verksmiðurnar. Miðað við reynsluna frá því í sumar held ég að við ættum að geta rekið verksmiðjumar með hálf- um afköstum og tel að það sé miklu betra en að láta minnstu verksmiðj- una framleiða með fullum afköst- um, þó hún hafi ágætan markað. Hún er einfaldlega of lítil til að geta veri hagkvæm rekstrareining." Um ástæður birgðavanda verk- smiðjanna sagði Stefán að salan hefði minnkað vegna þess að verð framleiðslunnar hefði verið haft of hátt á tímabili. Samdráttur í bú- vöruframleiðslunni hefði orðið til þess að menn ættu meira gróffóður á hvem grip, auk þess sem mönnum hefði verið gert kleift að köggla úr heyjum sínum heima. Þá væri stöð- ug samkeppni frá innfluttu kjam- fóðri. Við venjulegar aðstæður starfa 5 menn allt árið hjá Fóðri og fræi í Gunnarsholti, auk framkvæmda- stjórans, sem er í hálfu starfi. Stefán sagði að nú væru aðeins 3 starfsmenn í verksmiðjunni og væri ekki hægt að komast af með færri þó ekki yrði framleitt þar í sumar og þyrfti því ekki að koma til upp- sagna. Hins vegar yrði ekki hægt að ráða sumarfólk, en 10 menn, mest skólapiltar frá Hellu og ná- grenni, treystu á þessa sumarvinnu. Framhalds- skóli á Húsavík Húsavík. í BÍGERÐ er að stofna fram- haldsskóla á Húsavík með námi til stúdentsprófs. Drög af samn- ingi um stofnun slíks skóla eru nú til umfjöllunnar hjá heima- mönnum og frekari viðræður eru framundan við menntamálaráðu- neytið, sem tekið hefur málaleit- aninni vinsamlega. Húsavíkurbær hefur nýlega fest kaup á húsi, sem væntanlega verð- ur nýtt sem heimavist fyrir aðkomunemendur fyrirhugaðs skóla. Við Gagnfræðaskóla Húsavíkur hefur verið boðið upp á eins árs framhaldsnám eftir grunn- skóla auk tveggja ára náms á viðskiptabraut, iðnbraut og vél- stjórabraut. Einnig hefur síðustu tvö árin farið fram réttindanám til skipstjóma 80 og 200 tonna skipa. Að sögn Siguijóns Jóhannessonar, skólastjóra, hefur námið gefíð góða raun. Fréttaritari Úthaf srækjuveiði bönnuð í Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið hvernig staðið skuli að veiðistöðvun smábáta um páska. Ennfremur bann við netaveiði á sama tímabili. Loks hefur verið ákveðið að stöðva úthafsrækju- veiðar í 30 daga á árinu. Ráðuneytið hefur ákveðið stöðv- un úthafsrækjuveiða á eftirtöldum tímabilum að báðum dögum með- 30 daga töldum: 1. 12. til 21. apríl. 2. 26. júlí til 4. ágúst. 3. 22. til 31. desember. Þá verða bátum minni en 10 brúttólestir ekki heimilar veiðar aðrar en grásleppuveiðar frá klukk- an 20 14. apríl til klukkan 10 21. apríl. Allar þorsknetaveiðar verða bannaðar á sama tímabili. 220.000 ldúkl- ingar til ÍSFUGL, alifuglasláturhúsið í Mosfellssveit, er byijað að fram- leiða kjúklinga fyrir útflutning til Noregs. Fyrir liggur 15 tonna pöntun, sem send verður ein- hvern næstu daga, en búist er við að þangað fari um 200 tonn .á næstu mánuðum. Samsvarar það 220 þúsund kjúklingum af þeirri stærð sem Norðmenn kaupa. Alfreð Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri ísfugls, sagði að Norðmenn vildu fá kjúklingana minni en hér tíðkaðist, eða 750 gr til 1 kg að þyngd, og yrði því að slátra þeim 1—1 V2 viku yngri en þeim kjúklingum sem færu á innan- Noregs landsmarkaðinn. Þá þyrfti að stærðarflokka þá eftir þeirra óskum og hefði ísfugl keypt sérhannað flokkunarband til að auðvelda það. Alfreð sagði að ef af þessum útflutningi yrði, sem hann bjóst reyndar fastlega við, myndi slátur- húsið vera eingöngu í því verkefni að slátra kjúklingum fyrir Noregs- markaðinn næstu 4—5 mánuði. Á meðan gengi á kjúklingabirgðir fyr- irtækisins, auk þess sem önnur sláturhús framleiddu fyrir innan- landsmarkaðinn. Sagði Alfreð að þó nokkuð mikið umstang væri í kring um útflutninginn vildu menn leggja það á sig til að leysa birgða- vandann í greininni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.