Morgunblaðið - 27.02.1987, Page 29

Morgunblaðið - 27.02.1987, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987 29 Samtök um jafnrétti milli landshluta: Pétur segir af sér formennsku PÉTUR Valdimarsson, tækni- fræðingur á Akureyri, hefur sagt af sér formennsku í Samtök- um um jafnrétti milli landshluta. Blm. Morgunblaðsins náði ekki í Pétur í gær, en hann sagði í sam- tali við svæðisútvarpið að ein ástæða fyrir afsögninni væri sú að nokkrir félagar í samtökunum hefðu ásakað hann um að svíkja samtökin með því að ræða við ein- staklinga innan þeirra um stofnun stjómmálaflokks. Þar sagði hann einnig: „Það er náttúrulega eðlilegt að ég segi af mér sem formaður samtakanna þegar fréttamenn eru búnir að rangtúlka allar þær fréttir sem ég hef sagt af stofnun nýs stjómmálaflokks. Þeir hafa sagt að það sé sama og Samtökin en það er auðvitað ekki. Það er algjörlega rangtúlkað og ég hef reyndar tekið það fram í hveiju einasta viðtali við þá að svo sé ekki.“ Hann sagðist bara vera einn af einstaklingunum í Samtökunum og því hljóta að hafa ákveðnar skoðanir á málum eins og hver annar einstaklingur í landinu. Pétur mun verða áfram í Samtök- unum. Það verður hlutverk fylkja- nefnda og stjómarmanna að skipa nýjan formann fram að næsta landsfundi. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kammertónleik- ar í kirkjunni KAMMERTÓNLEIKAR verða haldnir í Akureyrarkirkju á sunnudaginn kl. 17.00. Þar verða ieikin verk eftir Bach, Vivaldi og Gluck. Það eru fjórmenning- arnir á myndinni sem leika - en þau eru frá hægri: Angela Dunc- an á flautu, Bryndís Björgvins- dóttir á selló, Björn Steinar Sólbergsson á orgel og Lilja Hjaltadóttir sem leikur á fiðlu. Aðalfundur samtaka um nátt- úruvernd á Norðurlandi AÐALFUNDUR samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi var haldinn í húsakynnum Náttúru- gripasafnsins á Akureyri á dögunum. Á fundinum var tals- vert rætt um framtíð samtak- anna, með tilliti til „breyttrar afstöðu í þjóðfélaginu til náttúru- verndarmála," eins og segir í fréttatilkynningu. Á fundinum kom fram hugmynd um að ef til vill væri starfsgrundvöllur sam- takanna brostinn og í framhaldi af þvi var lögð fram tillaga um að leggja þau niður en hún var felld. Samþykkt var á fundinum að fela nýrri stjóm félagsins að athuga lög þess og stefnuskrá og koma með breytingatillögur ekki síðar en næsta haust. Fjórar tillögur voru samþykktar á fundinum: í fyrsta lagi var þeim eindrægnu tilmælum beint til Umhverfísmála- Riddarinn kemur ekki aftur ALLRA síðasta sýning Leikfé- lags Akureyrar á „Hvenær kemurðu aftur rauðhærði ridd- ari?“ verður í kvöld kl. 20.30. nefndar Akureyrar og bæjaryfír- valda að byggingu Jónasarhúss fyrir starfsemi Náttúmfræðistofn- unar Norðurlands verði hraðað sem unnt er. í öðru lagi var samykkt tillaga þar sem aðalfundurinn lýsir furðu sini á leyfisveitingu fyrir staðsetn- ingu bensínstöðvar ESSO á Akur- eyrarleiru við nýja Leiruveginn og varar eindregið við staðsetningu fleiri mannvirkja á vestasta hluta Leirunnar vestan flugvallarins. í þriðja lagi var bent á nauðsyn þess að fram fari ýtarlegar rann- sóknir á óshólmasvæði Eyjafjarðar- ár vegna vemdargidlis svæðisins og með tilliti til hugsanlegrar frið- lýsingar. í §órða lagi var svo samþykkt tillaga þar sem því er beint til heil- brigðisnefndar Ákureyrarbæjar og bæjaryfirvalda að þau beiti sér fyr- ir byggingu skólphreinsistöðvar og komi samhliða upp aðstöðu til mót- töku á mengunarefnum. Á aðalfundinum var kjörin ný stjóm. Hana skipa eftirtaldir: Ás- laug Kristjánsdóttir frá Hrísey, Björgvin R. Leifsson Akureyri, Birkir Bjömsson Akureyri, Sigfús Jónsson Reykjadal Suður-Þingeyj- arsýslu og Jón Gauti Jónsson Sauðárkróki. Stjómin mun skipta með sér verkum. Tekur í notkun nýja hjólastillingartölvu HÖLDUR sf., sem er I eigu „Kennedy-bræðranna" kunnu á Akureyri, tók á dögunum i notkun nýja og fullkomna hjólastillingartölvu — þá fyrstu sinnar tegundar hér á landi, og einnig nýjan réttingamæli- bekk, en tæki þessi eru á verkstæði Höldurs sf. við Draupnisgötu en þangað flutti fyrirtækið er einmitt nýlega með alla viðgerðarstarfsemi sína, bæði fyrir eigin bilaleigu- bíla og almennt verkstæði. Nýja hjólastillingartölvan stillir öll íjögur hjól bifreiðanna í einu og er það nýnæmi. Tölvan sýnir á ljósaborði tölulegar upplýsingar um mismun á stillingu dekkjanna miðað við hvemig þau eiga að vera samkvæmt upplýsingum framleiðendanna — og er sú full- komnasta hér á landi í dag að sögn innflytjandans. Vilhelm og Birgir Ágústssynir sýndu blaðamönnum hin nýju tæki á dögunum ásamt Erik Vaaben frá Samefa-fyrirtækinu danska sem framleiðir þau og Gísla Ólafssyni, frá bifreiðaverk- stæði Áma Gíslasonar í Reykjavík, sem flytur þau inn. Gísli sagði við þetta tækifæri að ökumenn allra bíla ættu að geta sleppt stýrinu á hvaða hraða sem er á sléttum og beinum vegi, og bifreiðin ætti samt að aka beint áfram ef dekkin væru rétt stillt. Þeir Vilhelm og Birgir lögðu áherslu á að að þeir byðu upp á stillingaþjónustuna fyrir allt Norðurland. „Við höfum til dæmis hugsað okkur að við gætum þjónustað öll verkstæði í bænum * og víðar á Norðurlandi því það er engin ástæða til að margar svona tölvur verði keyptar fyrir ekki stærri markað," sagði Birgir. Kostnaður við stihinguna er frá 2.200 krónum en er breytilegur eftir því hve mikið þarf að gera — hve langan tíma það tekur. Morgunblaðið/Skapti Hallgrimsson Vilhelm Ágústsson, Erik Vaaben, Gísli Ólafsson og Birgir Agústsson við nýja réttingamælibekkinn. Morgunblaðid/Kúnar Antonsson Einar Viðarsson og Björk Vilhelmsdóttir í nýja bakariinu sínu „Lygilegar viðtökur“ - segir Einar í Einars-bakaríi NÝTT bakarí, Einars-bakarí, brauðum, tegundir sem ekki hafa opnaði að Tryggvabraut 22 um fengist hér fyrir norðan. Ég er til siðustu helgi. Eigendur þess dæmis með Pálmabrauð, gróft eru hjónin Einar Viðarsson og matarbrauð, sem hefur greinilega Björk Vilhelmsdóttir. gripið bæjarbúa alveg um leið. „Ég verð að segja að viðtökum- Eg bakaði til dæmis 120 brauð ar hafa verið lygilegar," sagði af því síðustu nótt - það er gott Einar himinlifandi í samtali við miðað við að þetta er alveg nýtt.“ Morgunblaðið í gær. Hann sagði Einar lærði iðn sína í Alfheima- mjög mikið hafa verið að gera bakaríi, var þar í fjögur ár sem allar götur síðan hann opnaði. lærlingur, og síðan starfaði hann Einar er með átta manns í vinnu í tvö ár sem verkstjóri í Myllunni eins og er, „þar á meðal eru tveir - en þessi tvö bakarí eru í eigu bræður mínir, annar er kokkur sama fyrirtækisins, Brauðs hf. en hinn bflstjóri, sem ætluðu að Einar, sem er 25 ára að aldri, hjálpa mér um síðustu helgi með- sagðist ekki hræðast samkeppn- an ég var að opna og fara á ina við stóru bakaríin, Brauðgerð mánudaginn en þeir eru ekki fam- KEA og Kristjáns-bakarí. „Þau ir enn, því það er svo mikið að hafa einokað markaðinn hér í gera.“ mörg ár, svona lítil bakarí eins Hvað er svona vinsælt, býð- og mitt hafa ekki þekkst og ég urðu upp á eitthvað sem stóru held að fólki eigi eftir að líka bakaríin tvö eru ekki með? þetta vel,“ sagði Einar. „Já, ég er með svolítið nýtt í Sjónvarp Akureyri FÖSTUDAGUR 27.febrúar §18.00 Einfarinn (Travelling man). Lokaþáttur Lomax er kominn fast á hælaþess manns sem hann telur sig eiga sökótt við. 18.55 Furðubúarnir. Teiknimynd. 19.20 Opin lína. (þessum þætti fjallar Finnur Lárusson um esperanto. 19.40 Um víða veröld. Fréttaskýringa- þáttur (umsjón Þóris Guömundsson- ar. í þessum þætti verðurfjallað um fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch. § 20.20 Phil Collins Tónleikar Collins í Perkins Palace. Þar leikur hann mörg af sínum þekktustu lögum. § 21.20 Benny Hill. Breskur gaman- þáttur. § 21.40 Á krossgötum (Tuming Point). Myndin fjallar um tvær upp- rennandi balletstjörnur sem afara sln ihvora áttina. Önnur leggurskónaá — hilluna en hin heldur áfram að dansa. Þær hittast mörgum árum siðarog bera saman bækur sinar. Aðalhlut- verk: Shirley Maclaine, Anne Banc- roft, Leslie Browne og Mikhail Baryshnikov. § 23.40 Sunnudagurinn svarti (Black sunday). Bandarisk bíómynd frá árinu 1977 meðJohn Frankenheimer, Ro- bert Shaw, Bruce Dern og Marthe Keller i aðalhlutverkum. Iþróttaunn- endur eiga sér einskis ills vona þegar hryðjuverkasamtök koma sprengju fyrirá íþróttaleikvangi. 02.00 Dagskrárlok. O i innlentJ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.