Morgunblaðið - 27.02.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.02.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987 21 35.ÞING NORÐURLANDARÁÐS Sverrir Hermanns son er einleikari - segir Ólafur G. Einarsson Endurvinnslustöð fyrir kjarnorku- úrgang mótmælt - segir í yfirlýsingu til Breta Helsínki, frá Karli Blöndal, blaðamanni Morgunbiaðsins. SVERRIR Hermannsson mennta- málaráðherra skýrði frá því í viðtali við sænska sjónvarpið á miðvikudag að íslendingar yrðu ekki með í áætlun um samstarf Norðurlanda um sjónvarpsút- sendingar, eftir að hægri flokkar lögðu til að sent yrði út á fjórum rásum en ekki tveimur eins og hingað til hefur verið talað um. Yfirlýsing Sverris hefur komið mörgum í opna skjöldu. „Það er ríkisstjórnarinnar að ákveða hvort íslendingar taka þátt í þessu samstarfi eða ekki, en Sverr- ir Hermannsson er einleikari eins og allir vita og hann fer sínar leið- ir,“ sagði Ólafur G. Einarsson, sem leiðir íslensku sendinefndina á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki. Ólafur sagði að ekkert væri óeðli- legt við að þrír þingmenn Sjálfstæð- isflokks, hann sjálfur, Pétur Sigurðsson og Friðjón Þórðarson, hefðu undirritað tillögu hægri flokka um að senda út á fjórum rásum um tele-x-gervihnöttinn sem skotið verður á loft með Arianne- geimflaug. Hann sagði að skynsam- legra væri að hafa fjórar rásir þar sem senda mætti út efni eftir vild en þær tvær, sem ætlaðar voru. Ætlunin var að senda annars vegar fréttir og íþróttir og hins vegar menningar- og skemmtiefni um þessar tvær rásir. Ólafur sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin Ólafur G. Einarsson í ræðustól á þingi Norðurlandaráðs. um hvort íslendingar yrðu með þótt menntamálaráðherra hefði gert upp hug sinn. „Þannig að hafi menn haldið að það hafi verið mis- tök að vera með í tillögunni er það rangt. Mistökin liggja í rangri tíma- setningu á yfirlýsingu Sverris Hermannssonar," sagði Ólafur. Ráðherranefnd Norðurlanda- ráðs hefur komið sér saman um að senda bréf til umhverfismála- ráðherra Bretlands, þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna endur- vinnslustöðvar fyrir kjarnorku- úrgang, sem reisa skal í Dounray í norðurhluta Skotlands. í yfírlýsingunni segir að endur- vinnslustöðin hafí í för með sér hættu á mengun í Norðursjó, Norð- ur-Atlantshafí og við strendur Norðurlanda. Þá sé stöðin talin ógna sjávarútvegi Norðmanna, ís- lendinga og Færeyinga. Ragnhildur Helgadóttir heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra greindi frá þessu á þingi Norður- landaráðs í gær. Þótti ýmsum sem ekki væri nægjanlega sterkt til orða tekið í yfírlýsingunni. Daninn Áse Olesen, Radikale venstre, sagði að ekki væri nóg að tala um áhyggjur vegna fyrirhugaðrar endurvinnslu- stöðvar, heldur bæri að fordæma áætlanir bresku stjómarinnar. Guðrún Helgadóttir sagði að einnig fólk væri í hættu vegna geisla- virkni, en ekki bara auðlindir hafsins. Hún kvað kjamorkuverið í Dounray vera mjög ótryggt. Þar hefðu 194 óhöpp orðið árið 1984 og í fyrra hefðu 25 kg af plútóníum týnst í verinu með þeim afleiðingum að geislavirkni varð svo mikil að lífshætta stafaði af. Ragnhildur svaraði þessu og sagði að yfírlýsing- in til bresku stjómarinnar væri mótmæli, sem bæri að taka alvar- lega. í yfírlýsingunni væri tekið fram að vinnslustöðin stefndi sjáv- arútvegi, lifíbrauði okkar, í hættu. Ragnhildur sagði einnig að ekki væri skynsamlegt að láta líta svo út sem óeining væri um málið þeg- ar allir væru í raun sammála. Selamálið: Á valdi ríkissljórnanna hvort Veiðar Verði auknar Tillaga um samstarf gegn krabbameini samþykkt - segir Halldór Ásgrímsson HALLDÓR Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra sagði í gær að ójafnvægi í lífríki hafsins væri vandamál sem þyrfti að leysa. Það væri ekki hægt nema grafist yrði fyrir um orsak- ir þess að selum hefur fjölgað við Noregsstrendur. Ráðherrann sagði að það væri undir ríkisstjóm hvers lands komið með hvaða hætti yrði glímt við selamálið, hvort veiðar yrðu auknar eða gripið yrði til annarra ráðstafana. Halldór svaraði í gær fyrir- spum um hvað ráðherranefnd Norðurlandaráðs hygðist gera til að leysa það vandamál, sem upp hefur komið vegna mikilla sela- gangna við Noregs og hættuna á ójafnvægi í lífríki hafsins. Hann sagði að fjölgun sela við Noreg stafaði af því að selurinn væri í fæðuleit og hefði það hrika- legar afleiðingar fyrir sjávarút- veg. Halldór sagði að norræn embættismannanefnd um sjávar- maður Poindexters hjá Þjóðarör- yggisráðinu, hefði „annað hvort að eigin frumkvæði eða fyrir tilstilli annarra gert tilraun til að fela eða leyna mikilvægum upplýsingum í vopnasölumálinu". Átburðaskrá, sem North hefði til dæmis tekið saman, væri full af villum og rang- færslum. Nefndin sagðist ekki geta fullyrt að North hefði komið skjöl- um um vopnasöluna og peninga- greiðslur til skæruliða í Nicaragua fyrir kattamef. Hins vegar lægi það fyrir að ýms skjöl í málinu virtust hafa horfið. Loks fékk William Casey, fyrrum yfírmaður bandarísku leyniþjón- ustunnar, CIA, á baukinn hjá Tower-nefndinni vegna vopnasölu- málsins. Það hefði verið hrein og klár skylda hans að skýra Reagan forseta frá málsatvikum jafnóðum. Casey hefði t.d. fengið upplýsingar um peningagreiðslumar til contra- skæruliða mánuði áður en blöð skýrðu fyrst frá vopnasölumálinu en hins vegar aldrei minnst á þær við forsetann. Nefndin segir að „svo virðist sem Casey hafi látið sér lynda og jafn- vel ýtt undir að Oliver North stjóm- aði vopnasölumálinu. Nefndin segir að Casey hefði átt að skýra forset- anum frá þeirri pólitísku áhættu sem tekin hefði verið með vopnasöl- unni og peningagreiðslunum. Einnig hefði hann haft skyldum að gegn þinginu en ekki sinnt þeim. útvegsmál kæmi saman í Svolvár i Noregi eftir þijár vikur. Þar yrði fjallað um það hvemig aftur megi koma á jafnvægi í hafinu auk annarra vandamála varðandi seli. Hann sagði að gera þyrfti grein fyrir öllum möguleikum um aukið norrænt samstarf um rann- sóknir með tilliti til sjávarspen- dýra og ætti nefndin því næst að skila áliti til ráðherranefndar. Einnig var spurt hvort í ráði væri að veiða sel af meiri krafti en nú væri gert. Halldór sagði að það ylti á ríkisstjóm hvers lands fyrir sig. Hann sagði að fjölgun sela kæmi sér illa fyrir stofninn. Mjög góð lífsskilyrði væru fyrir selinn í ómenguðum höfum í norðri og því hefði honum fjölgað eins og raun ber vitni þegar veiðar minnkuðu. Hclsinki, frá Karli Blöndal, blaðamanni Morgunbladsins. Á ÞINGI Norðurlandaráðs var í gær fjallað um málefni félags- og umhverfismálanefndar og efnahagsmálanefndar. Sam- þykktar voru tillögur um norræna samstarfsáætlun gegn krabbameini og rannsóknir á útbreiðslu alnæmis. Pétur Sigurðsson lögu um samstarf meini. Hann sagði þriðjungur þeirra manna, sem búa á fengi krabbamein mælti fyrir til- gegn krabba- staðreynd að 22 milljóna Norðurlöndum, einhvemtíma ævinnar. Niðurstöður rannsókna sýndu að árið 2000 myndu 110 þúsund manns fá krabbamein ár- Iega og 55 þúsund láta lífið af sjúkdómnum ef ekkert yrði að gert. Hann sagði að tillögunni hefði verið óvenju vel tekið og bætti við að sýnt væri að með því að nýta núver- andi þekkingu og framfarir í læknavísindum betur mætti fækka dauðsföllum af völdum krabba- meins um 10—15%. Einnig var samþykkt tillaga um samstarf um rannsóknir á útbreiðslu alnæmis og miðlun upplýsinga um sjúkdóminn. Þessa þjónustu fæirðu i búðakvos : Hárgreiðs/a, snyrting og nuc/d ANDRÓMEDA _____Iðnbúð 4___ Bi/aviðgerðir BÍLFELL Smiðsbúð 12__ Sólböð skUMirawM Pítur, hamborgarar og kjúklingar PÍTU'HÚm Iðnbúð 8____ Byggingavörur og innréttingar TIMBURIÐJAN Smiðsbúð 6 Kjötvörur, salöt og veislumatur Video og ís Sæluhúsið Smiðsbúð 4 :0 a Iðnbúð 8 'Smiðsbúð /P Brauð,kökur og mjólkurvörur Iðnbúð 2 Sœlgœti, öl og gos SPESÍAN Iðnbúð 4 G^Ö4|f ARGUS/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.