Morgunblaðið - 27.02.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.02.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987 í SEÐLABANKA íslands er nú unnið að því að lækkun bindi- skyldu banka og innlánsstofnana við Seðlabankann úr 18% í 13% taki gildi nú á mánudag, þann 2. mars. Jafnframt er unnið að samningu reglugerðar, sem heimilar Seðlabanka að setja ákveðnar reglur um lausafjár- stöðu banka og sparisjóða. Búist er við formlegri tilkynningu frá Seðiabankanum um þessi efni í dag. Viðræður væntanlega áskriðá mánudag „FUNDURINN við samninga- nefnd ríkisins i gær var bæði stuttur og snubbóttur og ætlum við að hittast aftur á mánudaginn og þá er ætlunin að fara að ræða saman af einhverri alvöru," sagði Einar Ólafsson, formaður Starfsmannafélags ríkisins, í samtali við Morgunblaðið i gær- Matthías Bjamason viðskipta- ráðherra sagði f samtali við Morgunblaðið að unnið hefði verið að þessum málum að undanfomu og nú næstu daga myndi lækkun bindiskyldunnar við Seðlabankann taka gildi. Hann sagði að þetta mál hefði verið nokkuð þungt í vöfum, en kvaðst fagna því að lækkun bindiskyldunnar væri nú að verða að raunveruleika. Fundur stjómenda Seðlabankans og banka og innlánsstofnana um þessi efni verður haldinn í dag og verður þar gengið endanlega frá reglum um bindiskylduna og regl- um um lausafjárstöðu banka og sparisjóða. Stmamynd/Reuter Utanríkisráðherra, Matthías Á. Mathiesen, hélt fund með sendiherrum íslands í Evrópubandalags- ríkjunum i Brussel i gær. Á myndinni eru f.v.: Haraldur Kröyer, sendiherra í Frakklandi, Hannes Hafstein, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, Þórhallur Asgeirsson, ráðuneytisstjóri viðskipta- ráðuneytisins, Matthías Á. Mathiesen, utanrikisráðherra, Einar Benediktsson, sendiherra i Belgíu, Ólafur Egilsson, sendiherra í Bretlandi, Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður utanrikisráðherra, Páll Ásgeir Tryggvason, sendiherra í Vestur-Þýskalandi, og Birgir Möller fyrsti sendiráðsritari í Dan- mörku. Utanríkisráðherra á fundi með DeClerq: Bað um að afgreiðslu á kvóta á saltfisk héðan yrði hraðað Bindiskyldan lækkar úr 18 í 13% 1. mars MATTHÍAS Á. Mathiesen utanríkisráðherra átti i gærmorgun fund með Willy DeClerq í Brussel, en DeClerq fer með utanríkis- og við- skiptamál framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins. kvöldi. „Það er heil Almannagjá sem ber í milli aðila, en við verðum að fá einhvem samjöfnuð við annan launamarkað í þjóðfélaginu. Við getum ekki liðið það að menn komi í stórum stíl og taki störf af því fólki, sem hefur verið í félaginu í fjölda ára, og það fái jafnframt 20 til 30% hærri laun þó það komi út úr háskóla," sagði Einar. Félagsmenn í Starfsmannafélagi ríkisins eru um 5.000 talsins. Einar sagði að félagið þyrfti ekkert frekar að bíða eftir því að Starfsmannafé- lag Reykjavíkurborgar semdi til að geta sett fram kröfur sínar. „Félög- in sitja nokkum veginn við sama borð en sigla þó ekki alveg á sama báti.“ „Við ræddum samskipti íslands og Evrópubandalagsins," sagði ut- anríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að sérstaklega hefði verið rætt um þróunina í samskiptum EFTA-ríkj- anna og Evrópubandalagsins, en Matthías sagði að Willy DeClerq væri mikill áhugamaður um að þar yrði unnið markvisst að málum, út frá Lúxemborgarsamþykktinni sem gerð var 1984. „Við vikum síðan að þeim vanda- málum sem við eigum við að glíma, og ég kom á framfæri við hann gagnrýni okkar íslendinga á þann skatt sem fyrirhugað er að leggja á lýsi og feiti og við gerðum honum grein fyrir því hvaða þýðingu slík skattlagning hefði fyrir útflutning okkar til Evrópubandalagsins. Við ræddum ennfremur tolla á saltfiski og hvöttum til þess að Evrópu- bandalagið, eins fljótt og auðið væri, afgreiddi kvótamál um salt- fisksútflutning frá íslandi, þannig að það mál væri ekki látið dragast. Síðan ræddum við almennt um hvemig við gætum unnið nánar að þessum málum og gert er ráð fyrir því að sú skrifstofa sem hér hefur verið opnuð verði í nánu samstarfí við þá,“ sagði utanríkisráðherra. Síðar í gær átti utanríkisráðherra fund með sendiherrum íslands í ríkjum Evrópubandalagsins, sem var fyrsti fundur sendiherranna á skrifstofu íslands hjá Evrópubanda- laginu í Brussel. Utanríkisráðherra sagði að umræður á þeim fundi hefðu snúist um með hvaða hætti sendiherramir geta hagað sam- starfí sínu og að sendiherramir, hver á sínum stað, geti með öllum ráðum komið á framfæri þeim at- hugasemdum sem íslendingar hefðu varðandi eigin vandamál, svo og samskipti íslendinga við Evrópu- bandalagið. Síðdegis í gær var svo haldinn fundur með stjómarmönnum út- flutningsráðs og ýmsum af þeim sem eru í forsvari fyrir íslensk fyrir- tæki í Evrópu, þar sem málefni þeirra vom rædd og með hvaða hætti Evrópubandalagsskrifstofan og viðskiptafulltrúar þeir, sem ráðnir verða á vegum útflutnings- ráðsins, geti orðið að liði. Sendiherr- amir vom einnig á þeim fundi, að sögn utanríkisráðherra, í þeim til- gangi að það samstarf geti tekist sem leitað hefur verið eftir. Sjá bls. 7: Grundvöllur loðnu- veiða brostinn, ef lýsisskattur EBE kemst á. MorgunDiaoio/Ami særerg Húsið við Lækjargötu 4, sem byggt var árið 1852 og hugsanlega verður flutt í Árbæjarsafn. Lækjargata 4 flutt í Árbæjarsafn? BORGARRÁÐ hefur samþykkt stefnumörkun borgarminjavarðar varðandi varðveislu hússins nr. 4 við Lækjargötu, en lóðinni hefur verið úthlutað undir nýbyggingu. Borgarminjavörður telur að varðveita beri húsið og flytja það i Árbæjarsafn. Ragnheiður H. Þórarinsdóttir borgarminjavörður segir í bréfí til borgarráðs að Lækjargata 4 eigi sér merka sögu, nátengda sögu Reykjavíkur. Húsið var byggt árið 1852, tvílyft grindarhús með lágu risi og var múrað með múrsteini í grindina. Byggt var ofan á suðurskúrinn árið 1884 og norðurskúrinn 1890 og náði húsið þá núverandi stærð með 15 herbergjum og tveimur eldhúsum. Húsið var með fyrstu tvílyftu húsunum í Reykjavík og svalimar með elstu svölum í borginni. Húsið tengist einnig verslunarsögu Reykjavíkur. Þar bjuggu um árabil hjónin Ingibjörg og Þorlákur 0. Johnson og þar var Verslunarmannafélag Reylqavíkur stofnað árið 1891. Meðal þeirra sem bjuggu í húsinu vom Helgi G. Thordersen biskup og ritari hans Jón Ámason þjóðsagnasafnari. Um tíma bjó Benedikt Gröndal í húsinu. Felag bokagerðarmanna: Fallið frá boðuð- um aðgerðum gegn skrifstofu Alþingis FÉLAG bókagerðarmanna er fallið frá boðuðum aðgerðum gegn skrifstofu Alþingis og rikis- prentsmiðjunni Gutenberg vegna deilu er upphófst þegar Alþingi tók tölvutæknina í sína þjónustu haustið 1985. Félag bókagerðar- manna taldi að þarna væri verið að fara inn á starfssvið félags- manna. Sátt þessi náðist fyrir Félags- dómi í gærmorgun og var hún gerð með vísan til 7. greinar nýgerðs kjarasamnings Félags bókagerðar- manna og prentiðnaðarins þar sem ákvæði em um að aðilar muni vinna könnun á útbreiðslu tölvuvinnslu utan prentsmiðja. Stefnandi í málinu var Vinnuveit- endasamband íslands fyrir hönd Félags íslenska prentiðnaðarins vegna ríkisprentsmiðjunnar Guten- berg. Stefndi í málinu var Félag bókagerðarmanna. Félag bókagerð- armanna boðaði bann á vinnslu í Gutenberg-prentsmiðjunni sem var frestað þegar mál þetta hófst í des- ember árið 1985. Samkvæmt upplýsingum frá lög- fræðingi VSÍ, fóm fulltrúar frá Félagsdómi tvívegis í vettvangsleið- angra til að kynna sér tölvuvæðingu í prentiðnaði svo sem í Alþingi, Gutenberg, á Morgunblaðið og í Odda. Bláfjallaf ólkvangur: Reykjavíkur- borg greiðir 3,2 milljónir REYKJAVÍKURBORG leggur 3,2 miiyónir króna til fram- kvæmda í Bláfjallafólkvangi á þessu ári. Að sögn Júlíusar Hafstein for- manns íþrótta- og tómstundaráðs, verður þjónustumiðstöðin endur- bætt og þakleki stöðvaður. Gengið verður frá í kjallara hússins og bif- reiðastæði skipulögð á lóðinni. Þá verður vegurinn að skíðasvæðinu betmmbættur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.