Morgunblaðið - 27.02.1987, Síða 25

Morgunblaðið - 27.02.1987, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27/FEBRÚAR 1987 25 Laganefnd: Reuter Demjanjuk og einn lögfræðingur hans, Yoram Sheftel, sem Iíkti réttarhöldunum við „sovézk sýniréttarhöld á Stalínstímanum.“ fiarlægð ... Treblinka var stærsti kirkjugarður pólskra Gyðinga." Einu fangamir, sem komust lífs af, voru um 70 þeirra sem tóku þátt í hinni misheppnuðu fangauppreisn 1943. Fangamir í Treblinka þekktu Demjanjuk aðeins undir nafninu „ívan grimmi". ísraelsmaður, sem tók þátt í rannsókn málsins, segir: „Hann hlaut viðumefnið „ívan grimrni" vegna þess að auk starfa sinna svalaði hann hvötum sínum með ofbeldi og pyntingum og fór langt út fyrir starfssvið sitt." Ros- enberg sagði að þessi hávaxni, sterklegi, úkraínski fangavörður hefði verið eins og „óarga dýr, sem hafði það sér til afþreyingar að myrða fólk og pynta.“ í ákæmnni gegn honum segir: „Ákærði stakk fómarlömb sín víðs vegar um líka- mann, tætti hold af útlimum þeirra og særði þau af miklu afli þegar þau vom rekin alblóðug inn í gas- klefana." Samkvæmt ákæmnni hafði ívan sérstaka nautn af því að reka allt að 900,000 Gyðinga inn í gasklef- ana í Treblinka, þótt hann hefði aðeins það starf að stjóma stómm díselvélum, sem dældu gasi inn í útrýmingarklefana. í ákæmnni seg- ir: „Ákærði stóð við innganginn í gasklefana, stundum vopnaður sverði eða byssusting, stundum svipu eða jámstöng. I hvert sinn sem hópur nakinna Gyðinga nálg- aðist gasklefana tróð hann þeim inn í þá og pyntaði þá þegar þeir gengu dauða sínum á hönd ...Demjanjuk reyndi að troða sem flestum fóm- arlömbum inn í gasklefana til að nýta lýmið til fulls og flýta fyrir dauða þeirra." Að svo búnu fór ívan grimmi inn í vélaherbergið og setti í gang vélar þær, sem spúðu eitri inn í klefana. „Með þessum hætti,“ segir í ákæmnni, „var ákærði beinlínis valdur að dauða hundmða þúsunda manna." Eitt sinn nauðgaði ívan stúlku, sem hafði með einhveijum hætti sloppið lifandi úr gasklefunum, og reyndi að myrða hana. Stundum skaut hann fanga til bana og hann tók þátt í því með öðram vörðum að lúskra á nýkomnum föngum. Einhveiju sinni tók hann fyrir aldr- aðan Gyðing, leiddi hann nakinn upp að gaddavírsgirðingu, stakk höfði hans inn á milli strekktra vírþráða og sló hann með svipu unz hann kafnaði og gaf upp öndina. Öðm sinni skar hann eyra af fanga. Þegar þrír fangar höfðu verið hand- samaðir eftir misheppnaða flóttatil- raun vom þeir bundnir og ívan beinbraut þá á kvalafullan hátt með skóflu. Mennimir vom síðan hengd- ir þegar þeir höfðu legið sárþjáðir í snjóskafli í marga klukkutíma. „Fyrirfram ákveðið“ Sækjendumir í réttarhöldunum gegn John Demjanjuk munu kveðja til 52 vitni frá fimm löndum, þar á meðal fjóra fv. SS-foringja í Tre- blinka og átta Gyðinga, sem komust lífs og segjast þekkja hann af mynd- inni í SS-skilríkinu, svo að á því leiki enginn vafi að hann sé „ívan grimmi." Dov Levin dómsforseti og tveir meðdómendur hans munu kappkosta að sýna heiminum að Demjanjuk fái sanngjöm réttar- höld. Þegar John Demjanjuk var yfír- heyrður við komuna til ísraels sagði hann við dómarana: „Þið virðist þegar hafa ákveðið að ég sé sekur og skuli dæmdur til dauða.“ Hann lék við hvem sinn fingur og bauð viðstöddum góðan dag á bjagaðri hebresku. Þegar hann var leiddur fyrir rétt var hann einnig glaðleg- ur, en vildi aðeins segja: „Ég vil að allir heyri að ég er ekki sá mað- ur, sem þið viljið hengja." Sonur hans John, sem er honum til trausts og halds í réttarhöldun- um, sagði: „Við hlökkum til þegar faðir minn fer aftur til Banda- ríkjanna og verður aftur banda- rískur þegn.“ Fátt óvænt hefur gerzt í réttarhöldunum, sem þykja þreytandi. Þó hmkku margir við þegar gamall maður, sem lifði af helförina, Mordechai Fuchs, reis á fætur og hrópaði: „Demjanjuk kyrkti alla fjölskyldu mína. Allir Úkraínumenn em morðingjar. Ég var þama!“ „John Demjanjuk hefur aldrei verið í nokkmm dauðabúðum ... Hann mun gera allt sem í hans valdi stendur til að sýna hvar hann var og að hann er ekki ívan grimmi," sagði O’Connor, veijandi hans, þegar réttarhöldin hófust. Hann því fram að rétturinn hefði engan rétt til að dæma Demjanjuk, þar sem hann hefði verið framseld- ur frá Bandaríkjunum vegna morðákæra, en ekki vegna stríðsglæpa, sem hann var síðan ákærður fyrir. Sjö verðir gæta Demjanjuks, sem er sagður við góða heilsu, allan sólarhringinn. Bækistöð þeirra er gegnt klefa hans í Ramla-fangelsi, þar sem Eichmann var einnig hafð- ur í haldi, og þeir fylgjast með hverri hreyfingu hans í lokuðu sjón- varpskerfi. Érlendir lögfræðingar fá yfirleitt ekki að flytja mál fyrir ísraelskum dómstólum, en O’Connor var leyft að veija Demjanjuk, þar sem Eich- mann fékk að hafa þýzkan lögfræð- ing. O’Connor talar ekki hebresku og viðurkennir að hann hafi tak- markaða þekkingu á ísraelskum lagavenjum. Hann hefur kvartað yfir því í réttinum að þurfa að koma fram í hlutverki „áhorfanda," þar sem þegar hafi verið ákveðið að dæma skjólstæðing hans til dauða, en virðist vísvitandi ýkja erfiðleika sína til að afla Demjanjuk samúð- ar. Fyrst neitaði hann að leggja fram skrifleg gögn til vamar skjól- stæðingi sínum, af því að hann taldi það óviðeigandi fyn- en gögn sækj- enda, sem em 30,000-40,000 síður, hefðu verið þýdd á ensku. Þau höfðu þá verið þýdd á níu önnur tungu- mál, m.a. úkraínsku, rússnesku, jiddísku, þýzku og hebresku. Gömul sár Yfirvöld í ísrael hafa óspart aug- lýst réttarhöldin, sem fara fram í gömlu kvikmyndahúsi í útjaðri Jerúsalems, Binyenei Hauma, sem hefur verið breytt í ráðstefnuhöll og dómhús. Ákæran gegn John Ivan Demjanjuk mun tryggja að enginn mun velkjast í vafa um umfang þeirra glæpa, sem hann er ákærður fyrir. Yfirvöldin hafa leyft 70 blaða- mönnum að fylgjast með réttar- höldunum og þeim er útvarpað beint (en ekki sjónvarpað). Bekkir úr framhaldsskólum munu kynna sér réttarhöldin. Rúm fjömtíu ár em síðan stríðinu lauk og ísraelsmenn telja réttar- höldin hafa mikið upplýsingagildi. Á síðari ámm hafa komið út bækur eftir „endurskoðunarsinna" úr röð- um sagnfræðinga, sem vilja jafnvel halda því fram að helför Gyðinga hafi aldrei átt sér stað. Auk þess telja ísralsmenn að Gyðingarhatur hafi smám saman aukizt í Evrópu og aldrei verið eins svæsið frá stríðslokum. Ný kjmslóð ísraels- manna hefur vaxið úr grasi síðan Eichmann var hengdur og virðist harla fáfróð um grimmd nazista (samkvæmt nýlegri könnun vita margir ísraelskir unglingar ekki hver Hitler var eða hvenær helförin fór fram). Réttarhöldin eiga að tryggja að helförin gleymist ekki. Þau munu standa í tvo til fjóra mánuði og daglega verður ítarlega greint frá stríðsglæpum nazista. Að vísu álíta margir ísraelsmenn að þjóðin hafi margt þarfara að gera á því herrans ári 1987 en að dæma meintan stríðsglæpamann nazista. Þeir telja óráðlegt að ýfa upp gömul sár og að óhyggilegt hafi verið að fá Demjanjuk fram- seidan, þar sem réttarhöldin geti dregizt á langinn og vakið úlfúð.. Fijálslyndur ritstjóri, Tom Segev, segir hins vegar: „Mörgum fínnst helförin ijarlæg og heyra til sög- unni. Hvemig svo sem réttarhöld- unum lyktar mun það eitt, að þau fara fram, valda því að fólk neyðist til að lifa aftur hörmungar Tre- blinka og því munu margir ísraels- menn sjá helförina í algerlega nýju ljósi.“ ísraelskur heimspekingur, David Hartman, segir að í því hafi verið fólgið visst „skáldlegt réttlæti" að fá Demjanjuk framseldan. „Þegar hann framdi þessi voðaverk vora Gyðingar hjálparvana. Nú hafa þeir völdin í ísrael og vald til að refsa honum.“ Avraham Shavir dómsmálaráð- herra sagði: „Við verðum að minna okkur á það sem varð um fólk, sem átti engar rætur, ekkert heimili, engan her og engar stofnanir til að veija það og biýna fyrir upprenn- andi kynslóð í ísrael að hún verður að vera á verði og veija ríki okkar." Ákæran gegn John Ivan Demj- anjuk var lengi f smíðum og þrálát- ur orðrómur hefur verið á kreiki um að erfitt hafi reynzt að safna órækum sönnunum um að hann sé í raun og vera„ívan grimmi." Sum- ir velta því fyrir sér hvort hann ' muni verða sýknaður vegna ónægra sannana og hvaða afleiðingar það geti haft. Ef hann verður sýknaður verða Israelsmenn e.t.v. að senda hann til Sovétríkjanna, þar sem hann hefur verið sviptur banda- rískum borgararétti, og þar yrði hann trúlega dæmdur fyrir að flýja til Bandaríkjanna. Að öðram kosti verða ísraelsmenn að veita honum ísraelskan borgararétt. En flest bendir til þess að hann verði fund- inn sekur og slíkur dómur kann að valda efasemdum. GH Meðferð í stað fangels- isfyrir eiturlyfja- sjúklinga Helsinki, frá Karli Blöndal, blaðamanni Morgnnblaðsins. TILLÖGUR um málefni laga- nefndar voru ræddar á þingi Norðurlandaráðs á miðvikudag. Fyrir þinginu liggja tillögur um samstarf í baráttunni gegn eitur- lyfjum, að eiturlyfjasjúklingai- verði settir í meðferð í stað fang- elsis, og vemdun bama á stríðstimum. Friðjón Þórðarson sagði í ræðu sem hann flutti í gær að það væri álit nefndarinnar að hjálpa bæri þeim sem væm háðir eiturlyfjum til þess að losna við ávanann og þeir sem hefðu verið dæmdir ættu að eiga þess kost að fara í meðferð í stað þess að sitja í fangelsi meðan þeir afplána dóm sinn. Kvaðst hann hér eiga við þá eiturlyfjaneytendur sem leiðst hefðu á braut glæpa eft- ir að þeir ánetjuðust. Friðjón sagði að útbreiðsla alnæmis gerði einnig að verkum að gera þyrfti gangskör í að venja eiturlyfjaneytendur aí' ávana sínum. Friðjón kvaðst þó vilja undirstrika að þetta væri ekki til- laga um að menn losni við refsingu fyrir refsivert athæfi. Hann sagði að meðferð í stað fangelsisvistar bæri að líta á sem refsingu. Friðjón lagði að lokum til að Norðurlanda- ráð mælti með tillögunni og var hún samþykkt. Friðjón sagði að þessi tillaga væri gerð með tilliti til áætl- unar ráðherranefndar Norðurlanda- ráðs um að beijast gegn eiturlyfja- vandanum og ráðstefnu um eiturlýf" og vamir gegn þeim sem haldin var árið 1985. Friðjón sagði að formæl- endur vildu að lög yrðu samræmd á Norðurlöndum í baráttunni gegn eiturlyfjum þrátt fyrir að eiturlyfja- vandinn væri ekki af sömu rótum sprottinn á þeim öllum og bætti við að laganefndin væri sammála um réttlæti hennar. Friðjón sagði að alkunna væri að eiturlyfjavandinn hefði heijað á Norðurlönd ámm saman og aðeins Finnar hefðu að mestu verið lausir við þann vágest. „Ámm saman hafa fulltrúar á Norðurlandaráðsþingi, ráðherrar, ríkisstjómir og lögregla rætt um leiðir til að leysa þetta vandamál. Eitt sinn dreymdi menn um Norð- urlönd án eiturlyfja en það var aðeins draumur sem ekki hefur ræst,“ sagði Friðjón Þórðarson. í tillögum um að vemda böm á stríðstímum er mælst til þess að rekið verði á eftir starfí Sameinuðu þjóðanna við að setja reglur um réttindi bama. Á bamaárinu 1979 var stofnuð nefnd til að gera tillög- ur um réttindi bama og kanna áhrif stríðs á böm o.s.frv. Þar er einnig lagt til að lögum um herskyldu verði breytt á Norðurlöndum þannig að hún miðist við að ekki megi kveða menn í her fyrr en þeir em 19 ára. Nú er miðað við 15 ára aldur. loðnuveiði LOÐNUVEIÐI hefur veríð með minnsta móti síðustu daga eftir að frystingu lauk og hrongataka er ekki komin í fullan gang. Áuk þess er nú komin bræla á miðun-. um. Auk þeirra skipa, sem áður er getið, tilkynntu eftirtalin um afla á miðvikudag: Hákon ÞH 800, Jón Finnsson RE 1.200, Pétur Jónsson RE 330 og Guðmundur VE 850. Síðdegis á fímmtudag hafði aðeins eitt skip tilkynnt um afla. Það var Hilmir II SU með 580 lestir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.