Morgunblaðið - 27.02.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.02.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987 Vestur-Þyskaland: Schumacher refsað 14.35% leikmanna viðurkenna ólöglega lyfjaneyslu Morgunblaöiö/Bjarni Eiríksson • Saracevic beitir fólskubragði er hann reynir að stöðva Guð- mund Guðmundsson í landsleik íslands og Júgóslavfu á mánudags- kvöldið. Slysagildra MIKIÐ hefur verið rœtt um fólskubragð Júgóslava, er þeir reyndu að stöðva i'slensku landsliðsmennina í handbolta með mjög vafasömum hœtti f landsleikjunum í vikunni. „Það var alveg ferlega óþœgilegt, þegar þeir kipptu undan okkur fótunum... Þetta er stórhættu- legt og það hafa nokkrir hand- leggsbrotnað," sagði Guðmundur Guðmundsson við Morgunblaðið um atvikið, sem sést á myndinni. Allir geta tekift undir orð Guð- mundar. Svona brögö bjóða hættunni heim, eru slysagildrur, sem ekki eiga að sjást í hand- bolta eða öðrum íþróttum. „Það verður að stöðva þetta í fæð- ingu, því annars geta þessar slysagildrur haft alvarlegar af- leiðingar fyrir handboltann sem íþrótt," sagði Guðjón Guð- mundsson, liðsstjóri landsliðs- ins. Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálf- ari Essen, sagðist ekki trúa því að nokkur þjálfari æfði slík fólskubrögð og leikmenn Júgó- slavíu hefðu þetta örugglega ekki frá þjálfaranum, en því væri ekki að leyna að ýmislegt sæist í handboltaleikjum, sem þar ætti ekki heima. Frá Jóhanni Inpa Gunnaroayni f Vestur-Þýskalandi VESTUR-ÞYSKA knattspymu- sambandið ákvað á fundi sínum í gær að Toni Schumacher yrði ekki áfram fyrirliði landsliðsins í knattspyrnu og hann fer ekki með liðinu í æfingabúðir fyrir næsta landsleik. Sambandið hélt fund vegna bók- arinnar Flautað til leiks, er Schumacher hefur skrifað, og er þetta fyrsti fundur sinnar tegundar í sögu sambandsins. Mikil ólga er hjá landsliðsmönnum vegna þessa máls og verði Schumacher ekki látinn fara úr landsliðinu, er hætta á að margir gefi ekki kost á sér, því þeir hinir sömu vilja ekki leika við hlið hans. í Kicker í gær er greint frá niður- stöðu könnunar, sem blaðið gerði um ólöglega lyfjaneyslu leik- manna. Um 360 leikmenn leika í Bundesligunni og tóku 215 þeirra þátt í könnuninni. Þeir voru spurð- ir, hvort ólögleg lyfjaneysla ætti sér stað á meðal þeirra og svaraði 31 leikmaður spurningunni játandi eða 14.35%. 13 leikmenn tóku ekki afstöðu og 172 leikmenn svör- uðu neitandi. Beckenbauer landsliðsþjálfari er mjög sár vegna bókarinnar og ummæla Schumachers, en í Kicker í maí 1977 sagði Beckenbauer hins vegar að læknisfræðilega væri hægt að gera allt til að bæta út- hald og kraft leikmanna og „það eru gefnar töflur og sprautur í Bundesligunni," er haft eftir hon- um. Schumacher sagði í Kicker fyrir sex árum að knattspyrnan væri ekki vináttuleikur, heldur spurning um peninga og viðskipti, og til að ná toppárangri gripu leikmenn til • Toni Schumacher, markvörður ins, hefur mist fyrirliðastöðu sína og allt. Símamynd/Reuter Kölnar og vestur-þýska landsliðs- og jafnvel landsliðssætið fyrir fultt ólöglegra lyfja. Ári síðar sagði Paul Breitner að enginn heiðarlegur maður gæti horft framhjá þessu vandamáli í Bundesligunni. Fullyrðingar stangast á, en framtíð Schumachers sem knatt- spyrnumanns veikist með hverjum deginum. Líkur eru á að hann detti út úr landsliðinu fyrir fullt og allt og í Köln gerast þær raddir æ háværari, sem vilja að samningum við markmanninn verði rift. Evrópukeppni: Ensk lið út í kuldanum ENSKUM knattspyrnuliðum hefur verið meinuð þátttaka í Evrópu- mótunum sfðan 1985. Að sögn talsmanns Knattspyrnusam- bands Evrópu verður banninu Lárus skoraði fjögur mörk með varaliðinu Frá Jóhanni Inga Gunnaraayni í Vestur-Þýskalandi. Bayern Munchen leikur gegn Dusseldorf og mætti halda að þar LÁRUS Guðmundsson er óðum að komast f sitt gamla form. Á miðvikudaginn léku A-lið Uerd- ingen og varáliðið æfingaleik og vann varaliðið 6:4. Lárus skoraði fjögur marka varaliðsins og hefur verið valinn f hópinn gegn Biau Weiss Berlin á laugardaginn. Eftir þessa frammistöðu er líklegt að Lárus fái loks tækifæri með Uerdingen, en hann hefur ekkert leikið í Bundesligunni í vetur vegna meiðsla, sem hann hlaut í júlí í fyrra. væri um leik kattarins að músinni að ræða. En það er öðru nær — Bayern hræðist ekkert lið eins mikið og Dusseldorf enda tapað síðustu þremur viðureignum lið- anna. ( fyrra vann Dusseldorf 4:0 heima og 3:2 úti og í vetur tapaði Bayern 3:0 fyrir liðinu í bikarkeppn- inni. „Ég vona að leikmenn mínir fari ekki aö taka upp á því að sigra, því þá verð ég ásakaður um að ÓL knattspyrna: Jafnt hjá Portúgal og Hollandi PORTUGAL og Holiand gerðu 1:1 jafntefli í undankeppni Ólympfu- leikanna f knattspyrnu f fyrra- kvöld, en ísland er með þeim f rlðli. Leikurinn fór fram í Oporto í Portúgal að viðstöddum fjögur þúsund áhorfendum.. Van Velsen skoraði fyrst fyrir Hollendinga á 14. mínútu, en Cerqueira jafnaði tveimur mínútum síðar. Skömmu síðar var Van Velsen vikið af velli og léku Hollendingar því tíu það sem eftir var leiksins. Þetta var þriðji leikurinn í B- riðli, en áður höfðu Vestur-Þjóð- verjar sigrað Hollendinga og Ítalía unnið Portúgal, en ísland leikur gegn Ítalíu ytra í apríl. hafa dælt í þá örvandi lyfjum," sagði þjálfari Dússeldorf léttur í lund. ekki aflótt næsta tímabil og verða því ensku líðin enn úti f kuldan- um. Ensk lið voru útilokuö frá Evr- ópumótum eftir harmleikinn í Brussel, þegar 39 áhorfendur létu lífið vegna óláta á úrslitaleik Li- verpool og Juventus í Evrópu-. keppni meistaraliða. Síðan hafa enskir reynt að koma í veg fyrir ólæti á leikjum og orðið nokkuð ágengt, en ekki nægjanlega að mati UEFA. Enskir áhorfendur voru til fyrirmyndar á HM í Mexí- kó, en höguðu sér illa í haust á leiðinni á vináttuleiki á megin- landinu. Enskir áhorfendur þurfa því að Héraðssambandið Skarphéðinn: Bændaglíma Suðurlands haldin í fyrsta sinn ( þessa fyrstu bændaglímu maeta til leiks 7—10 manna keppn- issveitir frá Árnesingum og Rangæingum. Keppt verður um svonefndan Sigurðarbikar, sem er farandgripur og gefinn af Ung- mennafélagi íslands. Keppendur fá allir vönduð viðurkenningarskjöl sem hönnuð eru af Hermanni Guð- mundssyni, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra íþróttasambands íslands. Gefin verður út vönduð glímuskrá fyrir keppnina með nöfn- um keppenda og öðrum fróðleik varðandi glímuíþróttina. Glímusamband íslands efnir til hópferðar frá Umferðarmiðstöð- inni í Reykjavík klukkan 18 laugar- daginn 28. febrúar. Glímunefnd Skarphéðins vonast til að sem flestir sjái sér fært að vera við- staddir þennan íþróttaviðburð. — Sig. Jóns. Selfo88i. BÆNDAGLÍMA Sufturlands verð- ur haldfn ífyrsta sinn 28. febrúar í nýju íþróttahúsi að Laugalandi í Holtum. Glfmukeppni þessi er haldin í minningu Sigurðar Greipssonar, fyrrum glímukappa, skólastjóra fþróttaskólans í Haukadal og formanns Héraðs- sambandsins Skarphéðins. Vandað verður til þessarar glímukeppni eftirföngum. Keppnin er haldin í tengslum við héraðsþing Skarphéðins og áður en hún hefst flytur Þorsteinn Einarsson, fyrrver- andi íþróttafulltrúi, erindi um Sigurð Greipsson. Heiðursgestur mótsins verður Kjartan Bergmann Guðjónsson, fyrrum glímukappi og fyrsti for- maður Glímusambands íslands. Glímustjóri verður Rögnvaldur Ól- afsson, formaður Glímusam- bandsins. bæta ráð sitt enn betur og von- andi gera þeir það fyrr en seinna. Evrópumótin eru ekki svipur hjá sjón án enskra liða og víst er að félögin sjálf gera allt sem þau geta til að fá aftur að taka þátt í Evrópu- keppni. Hvenær það verður er undirenskum áhorfendum komið. í kvöld: Valur og KR íHöllinni Stórleikur í Njarðvík TVEIR leikir verða f Höllinni f kvöld í 1. deild karla f handbolta og einn f 1. deild kvenna. Einnig verða tveir leikir í 2. deiid karla, annar á Akranesí og hinn í Sand- gerði. Þá verður einn úrvalsdeild- arleikur f körfubolta í Njarðvfk og á undan leikur f 1. deild kvenna, en auk þess verður einn leikur f Grindavík í 1. deild karla. Leikur Ármanns og KA í 1. deild karla í handbolta hefst klukkan 20.15 í Höllinni, en síðan leika Valur og KR og hefst viðureignin klukkan 21.30. Á undan leika Ár- mann og Valur í 1. deild kvenna og byrjar sá leikur klukkan 19. í 2. deild karla leika Reynir og Fylkir í Sangerði og ÍA og Grótta á Akranesi. Fyrri leikurinn hefst klukkan 20, en sá seinni klukkan 20.30. Njarðvík og Valur leika í úrvals- deildinni í körfubolta og hefst leikurinn klukkan 20 í Njarðvik, en klukkan 18.30 byrjar leikur UMFN og ÍBK í 1. deild kvenna. Leikur UMFG og Þórs í 1. deild karla hefst klukkan 20 í Grindavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.