Morgunblaðið - 27.02.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.02.1987, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987 Minning: Samúel Torfa- son járnsmiður Fæddur 19. desember 1902 Dáinn 17. febrúar 1987 Nú er hann afi minn dáinn og á ég erfitt með að sætta mig við það. En ég trúi því að nú sé hann kom- inn til guðs og laus við allar þjáning- amar. Afi var mjög góður maður og átti hann marga góða vini. Hann ferðaðist mjög víða, út á land og ' utan og þótti gaman að því. Einnig þótti honum gaman að syngja og semja vísur og sálma, fara í kirkju og vera innan um fólk. Afi veiktist mjög skyndilega og á ég erfitt með að trúa því að hann sé farinn. Hann var alltaf svo kátur og glaður og er hlátur hans í huga mér alltaf. En ég vona að honum líði vel núna og bið ég guð að styrkja hann og góða vemdarengla að leiða elsku afa í hans nýju heimkynnum. Nú legg ég augun aftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, , mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. S.Egilsson Ó, ljóssins faðir, lof sé þér, að líf og heilsu gafstu mér og fóður minn og móður. Nú sezt ég upp, því sólin skín, þú sendir ljósið inn til mín. 0, hvað þú, Guð, ertgóður. Sb. 1886—MJoch. Elísabet L.Á. Árnadóttir i * Látinn er móðurbróðir minn, Samúel Torfason, jámsmiður og lengi iðnrekandi hér í borg, á 85. aldursári. Samúel var fæddur í Kollsvík í Rauðasandshreppi, yngstur þrettán bama ömmu minnar og afa, Guð- bjargar Ó. Guðbjartsdóttur og Torfa Jónssonar, er þar bjuggu all- an sinn búskap. Guðbjörg var þriðji ættliður frá Einari Jónssyni í Kollsvík, en frá honum er Kollsvíkurætt rakin. Af þeim Kollsvíkursystkinum lifa nú aðeins tvö: Vilborg, fyrrum hús- móðir á Lambavatni, níræð og Guðmundur, jámsmiður, 86 ára, bæði hér í borg. Torfi Jónsson drukknaði í Kolls- víkurlendingu er Samúel var tveggja ára. Með hjálp frænda og tápmikilla bama hélt Guðbjörg áfram búskap og kom bamahópn- um til manns. Það var því þörf fyrir vinnufús handtök þótt hjá ungum sveini væri. Samúel vandist því snemma á að taka til hendi við bústörf, sjóróðra og aðra bjargræð- isvegi í Víkum vestra. Á unglingsárum Samúels var enn mikið útræði úr Kollsvíkurveri. Komu menn oft langt að til að afla sér sjófangs. Var þar margt ungra og vaskra manna, sem í landlegum reyndu með sér í glímu eða öðrum ■-- íþróttum. Meðal vermanna voru einnig fræðimenn og orðhagir. Það var gleðiefni öllum að hlýða á Samúel rifja upp sögur frá þessum löngu liðnu dögum. Ungir kappsfullir menn leituðu þá sem nú atvinnu og menntunar út fyrir sína heimabyggð. Þannig var Samúel f hópi sveitunga sem héldu á vertíð í Vestmannaeyjum í ársbyijun 1926. Þar var hann með- al þeirra sem kvöddu þá bræður Harald og föður minn er þeir lögðu upp í sína hinstu för með mb. Goða- fossi. Ekki hefír það verið honum létt að tilkynna systur sinni að manns hennar væri saknað. Þeir bræður Guðmundur og Samúel réðust til jámsmíðanáms hér syðra. Voru þeir samrýmdir mjög, og er þeir síðar stofnuðu heimili keyptu þeir húseignina Njálsgötu 36, þar sem Guðmundur býr enn. Þeir bræður vom meðal stofn- enda Ofnasmiðjunnar hf. og fór Samúel ásamt öðrum til Noregs til þess að kynna sér rekstur slíkrar verksmiðju. Samúel starfaði í fyrstu við iðn sína bæði í Hafnarfirði þar sem hann hafði lært og í Reykjavík hjá Vélsmiðjunni Héðni. Á vegum henn- ar sinnti hann um nokkurt skeið allri viðgerðarþjónustu hjá Kassa- gerð Reykjavíkur. Árið 1947 hóf Samúel fyrstur manna hér á landi framleiðslu á sellofan-pokum og keypti til þess vélar erlendis frá og smíðaði aðrar. Starfaði hann við það æ síðan og var rekstur hans um nokkurt skeið umfangsmikill. Mun hann þá hafa séð flestum matvælaframleiðendum landsins fyrir slíkum umbúðum, sem ekki voru innfluttar. Síðar breyttist reksturinn í framleiðslu plastumbúða. Byggði hann á þess- um árum í félagi við aðra iðnaðar- húsnæði við Bolholt í Reykjavík þar sem hann rak verksmiðju sína og síðan nokkurn innflutning fram á síðustu ár. Árið 1938 kvæntist Samúel Unni, dóttur Áma Jónssonar frá Varmá í Mosfellssveit og Branddísar Guð- mundsdóttur frá Litla-Holti í Saurbæ í Dalasýslu. Unnur var mikilhæf kona, glað- lynd og greiðvikin. Heimili þeirra var löngum áfangastaður hins fjöl- menna frændgarðs Samúels er leitaði til höfuðborgarinnar. Vil ég fyrir hönd systkinabama Samúels að vestan þakka þá gestrisni og aðra aðstoð sem svo fúslega var oft veitt af þeim hjónum báðum. Þeim Unni og Samúel varð þriggja barna auðið er upp komust ogeru þau í aldursröð: Hlíf, kvenna- skólagengin, gift Pétri Stefánssyni, verkfræðingi og eiga þau þijú börn; Ámi, verslunarskólagenginn, kvik- myndahúsaeigandi, kvæntur Guðnýju Á. Bjömsdóttur. Börn þeirra eru þijú; og Torfhildur, meinatæknir, gift Guðmundi Ágústssyni, verkfræðingi. Þeirra böm em þijú. Náin kynni mín af frænda mínum og íjölskyldu hans hófust fyrst er ég kom heim frá námi og settist að í Reykjavík. Þá höfðu þau flutt bústað sinn í Bólstaðarhlíð 7 og Birting afmælis- og minningargreina Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tek- *• in til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. bjuggu þar upp frá því. I fjölskylduboðum í Bólstaðar- hlíðinni ríkti mikil gleði og ánægja. Bæði unnu þau hjónin söng og oft var bar tekið lagið Og sungið af hjartans list. Það var ekki aðeins að þau Unn- ur og Samúel notuðu hvert tækifæri sem gafst til að kalla í vini og kunn- ingja til að eiga með þeim gleði- stund á heimili sínu heldur var þá til siðs að fólk liti inn til kunningja og spjallaði um landsins gagn og nauðsynjar yfir kaffibolla. Þá leið til vinakynna ræktuðu þau af kost- gæfni. Þessi siður er nú illu heilli aflagður að mestu. Samúel Torfason var glæsimaður á velli, glaður og prúður en hispurs- laus í framkomu allri. Samúel hafði mikla ánægju af að ferðast og þau hjón bæði. í fyrstu vom ferðimar hér innanlands, einkum þá til æsku- stöðva Samúels fyrir vestan, en þeim unni hann fölskvalaust. Síðar þegar um hægðist var ferðast til framandi landa. Þau áttu bæði ná- komna ættingja í Vesturheimi og heimsóttu þau þá og nutu þess í ríkum mæli. Alls mun Samúel hafa heimsótt systur sína Lovísu er bjó í Vestur- heimi þrívegis og í eitt skipti að Unni látinni með systmm sínum Vilborgu og Dagbjörtu. Var för sú systkinunum öllum til mikillar ánægju. Unnur lést um aldur fram árið 1972 og var það Samúel mikið áfall því hann unni henni mjög. Þó lét hann þau orð falla að þakka bæri að kvalastríði hennar væri lokið, en lækninga var ekki að vænta. Á síðustu ámm tók nokkuð að halla undan fæti hjá frænda mínum. Þó var hann ávallt hress og glaður og sinnti sínum málum til síðasta dags. Það var ömgglega að hans ósk að banalegan varð ekki löng. Á mánudag ók hann á bíl sínum um bæinn. Snæddi hádegisverð á heimili aldraðra við Lönguhlíð og söng með félögum sínum þar í blómaskálanum áður en hann hélt heim. Hann veiktist um kvöldið og kvaddi þennan heim í nærvem dætra sinna aðfaranótt miðviku- dags. Eg færi þakkir og kveðjur fjar- stadds bróður míns og mágkonu. Við Guðrún kveðjum Samúel Torfa- son með þökk og virðingu. Megi minning um góðan dreng verma hugi aldraðrar systur, bróður og ástvina hans allra. Gunnar B. Guðmundsson Kollsvík við Patreksfjörð veit mót opnu hafi fyrir mynni fjarðarins. í norðri gnapir Blakkurinn í sjó fram, en í austri ber Hnífana við loft. Ursvalinn frá hafinu fyllir vitin og ekkert rýfur þögnina nema brimið við ströndina og fuglinn í bjarginu. Tveir bæir em hér enn í byggð, Kollsvík og Láginúpur sitt hvom megin í víkinni. Gamlar rústir og ömefni vitna þó um gróandi mannlíf fyrri alda. Löng röð hálffallinna verbúða á sjávarkambinum minnir á þá tíð er Barðstrendingar fjöl- menntu í Kollsvíkurver á vori hveiju. Hempulágin vitnar um breyskleika prestanna og Gíslahilla í Núpnum um viðsjálverðar ferðir í björg. í upphafi 19. aldar bjó í Kollsvík Einar Jónsson, hreppstjóri. Einar í Kollsvík var hinn opinberi ákærandi í hinu alræmda Sjöundar- máli, nefndur monsiör Einar í skáldsögunni Svartfugl. Frá Einari Jónssyni og konu hans Guðrúnu Jónsdóttur er kominn mikill ætt- leggur, Kollsvíkurætt. Um síðustu aldamót er enn fiöl- menn.i í KollgyTK. Þá róa þaðan*20 til 25 bátar á vertíð og aðkomu- menn losuðu hundraðið, flestir af Patreksfirði og Barðaströnd. Síðasta sjóslysið sem skráð er í Kollsvík varð árið 1904 er Torfi bóndi Jónsson í Kollsvík dmkknaði þar í lendingunni. Kona hans stóð á fjörukambinum með tveggja ára son þeirra á handleggnum og fékk ekki að gert. Þannig var lífið í Kollsvík. Hér var lífsbaráttan hörð en björgin viss úr sjó og bjargi. Fólkið lifði í stöðugu nábýli við dauðann og í sátt við hann. Hér gátu ekki allir alltaf átt aftur- kvæmt. Nú er ysinn í Kollsvík úti eins og í mörgum jaðarbyggðum á íslandi. íbúana má telja á fingmm annarrar handar og Kollsvíkurættin er dreifð um land allt. Verbúðimar em hmndar, vermennimir famir á tog- ara og fullsterkur marar í ljósum sandinum. Litli drengurinn, sem fyrir 82 ámm horfði á föður sinn dmkkna í lendingunni, er í dag til moldar borinn. Samúel Torfason fæddist í Kollsvík við Patreksfjörð 19. des- ember 1902, sonur hjónanna Guðbjargar Ólínu Guðbjartsdóttur frá Kollsvík og Torfa Jónssonar frá Hnjóti í Örlygshöfn. Samúel var yngstur 11 systkina er komust á Iegg. Elstu börnin vom um tvítugt þegar faðir þeirra féll frá. Með þeirra hjálp og góðra granna tókst ekkjunni að halda búrekstrinum áfram og koma hinum stóra bama- hópi til þroska. Ekki var þar auður í garði en oftast matbjörg. Tólf ára gamall hóf Samúel róðra sem hálfdrættingur í Kollsvíkur- veri. Ekki mun hálfdrættingsnafn- bótin hafa fylgt honum lengi, enda bám hendur hans merki um áram- ar til hinstu stundar. Stóð svo næstu árin að Samúel stundaði sjó- og bjargtekju utan einn vetur sem hann settist í Hvítárbakkaskóla ásamt Guðmundi bróður sínum. Árið 1927 hleypti Samúel heim- draganum og hóf járnsmíðanám í Vélsmiðju Hafnarfjarðar. í Hafnar- firði lauk hann sveinsprófi, einn af fjómm í fyrsta árganginum, er út- skrifaðist úr Iðnskóla Hafnarfjarð- ar. Hann minntist oft þessara ára með sérstakri ánægju. Að námi loknu starfaði Samúel um hríð í Vélsmiðjunni Héðni og þá einkum að uppsetningu véla í Kassagerð Reykjavíkur. Arið 1936 stofnaði hann Ofnasmiðjuna hf. ásamt nokkmm félögum sínum og hélt til Noregs ásamt Hermanni Bæringssyni til að kynna sér ofna- framleiðslu. Árið 1947 stofnaði Samúel til framleiðslu á cellofan- pokum og síðan plastpokum. Hann varð þannig fmmkvöðull á þessu sviði og rak verzlunar- og fram- leiðslufyrirtæki sitt Samúel Torfa- son hf. óslitið þar til fyrir ári. Síðustu vélina, „Búkollu" sína, seldi hann fyrir nokkmm mánuðum eftir 40 ára þjónustu. Hinn 26. febrúar 1938 gekk Samúel að eiga Unni Árnadóttur Jónssonar frá Varmá í Mosfelis- sveit og k.h. Branddísar Guðmunds- dóttur frá Litla-Holti í Saurbæ, Dalasýsu. Unnur og Samúel keyptu hús á Njálsgötu 36 í félagi við Guðmund bróður Samúels og bjuggu þar til ársins 1952, að þau fluttu að Bólstaðarhlíð 7, þar sem þau bjuggu æ síðan. Böm Unnar og Samúels em Hlíf, verzlunarmað- ur í Garðabæ, gift undirrituðum; Árni, bíóeigandi í Reykjavík, kvæntur Guðnýju Ásberg Björns- dóttur frá Keflavík, og Torfhildur, meinatæknir, gift Guðmundi Ág- ústssyni verkfræðingi hjá ISAL. Bamabömin þeirra em 9 talsins. Unnur andaðist 17. febrúar 1972, langt um aldur fram, og síðustu árin hefur Sigurlaug Sigur- jónsdóttir ættuð frá Neskaupstað haldið með Samúel heimili í Ból- staðarhlíð 7. Af systkinum Samúels em tvö á lífi, Vilborg Torfadóttir fyrmm húsfreyja á Lambavatni og Guðmundur Torfason fyrmm starfsmaður hjá Stálsmiðjunni. Samúel Torfason var hár maður vexti og kvikur á fæti. Hann var kappsmaður eins og ætt hans öll og honum léku verk í hendi og ljóð á tungu. Samúel var mikii! hsimiiis- faðir Og íét sér annt um fjölskyldu sína og ættmenn öll. Greiðvikinn var hann úr hófi og sífellt á ferð- inni. Aldurinn skynjaði hann aldrei. Síðustu dagana var Samúel að skipta um ofnloka í íbúðinni sinni og nýverið hafði hann skipt um bíl, því honum fannst sá gamli kraft- laus. Þannig var Samúel síungur og sístarfandi til hinsta dags. Samúel Torfason hafði einstaka hæfileika til að umgangast fólk. Hann kunni þá list að leita eftir áhugamálum viðmælenda sinna og heija þá frá hversdagsleikanum. Hann skeytti hvorki um mannfé- lagsstiga eða kynslóðabil. Hvar- vetna laðaðist að honum fólk, jafnvel unglingar á sólarströnd. Erindi sín rækti Samúel af sömu lipurð, með ofurlitlu hóli um við- komandi fulltrúa valdsins eða kímni um eigin persónu. Gleði hans var einlæg og hógværð hans var algjör. Engan mann þekkti ég hans líka í mannlegum samskiptum. Samúel Torfason átti sér veik- leika. Hann veiddi lax. Um árabil var hann í flokki slyngustu lax- veiðimanna hérlendra. Vart var sá steinn í Elliðaánum að hann ekki þekkti eða pyttur í Laxá í Kjós. Veiðistöngin hans var helgigripur sem fáir útvaldir fengu að snerta. Hún var líka fægð allan veturinn og geymd við rúmgaflinn. Samúel svaf ekki hálfan svefn nóttina fyrir veiði. Milli svefns og vöku lá hann og horfði á skýjafarið og hlustaði á vindinn. Hvort mundi nú betra að nota ljósa flugu eða dökka, eða skyldi nú verða gára á vatninu. Hann gat tekið undir orð Jóns Helgasonar: „ómur af fossum og flugastraum fléttaðist síðan við hvern minn draum." Það sannaðist á Samúel hve áhuginn á afgerandi þátt í árangri manna á öllum sviðum. Ég minnist þess vart í aldarfjórðung, að hann kæmi tómhentur úr veiðiskap. Ég sem þetta rita átti því láni að fagna að eiga Samúel Torfason að tengdaföður og vini um aldar- fjórðungs skeið. Návist hans var einkar þægileg og frá honum staf- aði mannleg hlýja. Hann var fá- skiptinn um eigin hag en fjölskylda hans og vinir áttu hug hans allan. Hann „fór þá að finna oft“ og tengdi ósjálfrátt kynslóðir og ættkvíslir. Alls staðar var hann aufúsugestur og hann þraut aldrei umræðuefni. Hann kunni þá frá- sagnarlist sem lifði með þjóðinni fram á sjónvarpsöld. Mér verður lengi minnisstæð fylgd hans um æskustöðvarnar í Kollsvík, þegar ég fékk dagstund að upplifa með honum löngu liðna tíma, og finnst ég enn heyra áraglamið. Ekki höfðu kynni okkar Samúels staðið lengi þegar hann tók mig í læri í veiði- skap. Mér er þó enn til efs, að hann hafi talið mig Austfirðinginn líkleg- an til afreka á þessu sviði, vissi sem var, að við ;rum vanari að snúast við rollur en renna fyrir fisk eða háfa fugl. En þetta var hans skím. Þær eru orðnar margar stundirnar sem við höfum dvalið við árnar og hlýtt á tóna náttúrunnar. Þau eru líka orðin mörg • vetrarkvöldin sem við höfum sagt hvor öðrum sögur frá liðnu sumri, eða lagt á ráðin og hlakkað til eins og böm. Nú, þegar ferðir okkar verða ekki fleiri, kveð ég Samúel Torfason í hljóðri þökk fyrir góðvild hans og ómælda umhyggju. Senn hækkar sól á lofti og senn munu fossarnir seiða. í söknuði mun ég horfa á strauminn og hlusta á tímann og vatnið. Pétur Stefánsson Einkennilegt. Afi er farinn. Hann sem einhvern veginn var alltaf til staðar. ^Já, mínar hugsanir eru ekki yðar hugsanir og yðar vegir ekki mínir vegir - segir Drottinn. Heldur svo miklu sem himininn er hærri en jörðin, svo miklu hæni em minir vegir yðar vegum og mínar hugsanir yðar hugsunum." (Jes. 55: 8-9.) En það er nú svo að Guð gaf okkur minni til að við gætum notið rósa í skammdegi vetrarins. Unnur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.