Morgunblaðið - 27.02.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.02.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987 47 Knattspyrna: Jafntí Kuwait - ílélegum leik ÍSLAND og Kuwait gerðu 1:1 jafntefli í vináttulandsleik þjóðanna í gær. ísland skoraði í fyrri hálfleik, en heimamenn jöfnuðu úr vafasamri víta- spyrnu eftir að venjulegum leiktíma var lokið. Halldór Áskelsson skoraði markið eftir að Pétur Pétursson hafði komist inn í sendingu ætlaða markverðinum og rennt út á Halidór. Skömmu áður átti Sævar Jónsson þrumuskot af löngu færi, sem hafnaði í slá og Pétur átti skot í stöng. Kuwait fékk tvær vítaspyrnur, leikmaður liðsins brenndi af úr þeirri fyrri í fyrri hálfleik, en tókst að skora úr þeirri seinni og jafna leikinn. Að sögn Guðna Kjartansson- ar, aðstoðarþjálfara, var leikur- inn lélegur. „Við áttum að vinna þennan leik, en lékum illa og nýttum ekki færin, en við reyn- um að gera betur á morgun," sagði Guðni. Frekar svalt var á vellinum og höfðu strákarnir á orði að þetta hefði verið Skaga- eða Keflavíkurveður, en hitinn var reyndar um 25 gráður á celsíus. Sævar Jónsson var einna skástur íslensku leikmannanna, en allir léku undir getu. Eftir- taldir leikmenn voru í liði íslands: Bjarni Sigurðsson, Gunnar Gfslason, (Loftur Olafsson vm.), Sssvar Jóns- son, Ágúst Már Jónsson, Ólafur Þórðarson, Viðar Þorkelsson, Kristj- án Jónsson, Siguróli Kristjánsson, Guðni Bergsson, Halldór Askelsson og Pótur Pótursson. Morgunblaðið/Einar Falur • ívar Ásgrímsson, Haukum, hefur hér betur í viðureigninni við Guðmund Jóhannsson KR-ing í leiknum í gær. Sovétmenn og Tékkar á ÓL V-Þýskaland, Pólland, Rúmenía og Danmörk horfa á SOVÉTMENN og TÉKKAR tryggðu sór í gærkvöldi þátttöku- rótt til að keppa í handknattleik á Ólympíuleikunum í Seoul á næsta ári. Vestur-Þjóðverjar sitja eftir með sárt ennið ásamt öðrum sterkum handknattleiksþjóðum eins og Rúmenfu, Póllandi og Danmörku. Síðustu leikirnir í milliriðlum B- keppninnar í handbolta voru leiknir í gær og komu úrslitin ekki á óvart. Sovétmenn sigruðu Pólverja ör- ugglega og leika um fyrsta sætið HSÍ kemur á fót bæjakeppni HSÍ ætlar að koma á bæjakeppni f handknattleik í tilefni 30 ára afmæli sambandsins á árinu. Mótið er ætlað til að lengja keppnistfmabil handknattleiks- manna hór á landi og hefst um mánaðarmótin aprfi/maf. Steinar J. Lúðvfksson, varaforrmaður HSÍ, segist vonast til að mótið getjð orðið árlegur viðburður. Öll bæjarfélag á landinu, sem geta lagt til íþróttahús, mega senda lið til keppninnar. Leikið verður með útsláttarfyrirkomulagi, eins og í bikarkeppninni. Dragist lið bæjarfélags sem ekki á lið í 1. deild gegn bæjarfólagi sem á lið þar fær það sjálkrafa heimaleik. Steinar sagði í samtali við Morg- unblaðið að undirtektir forráða- manna félaga víða um land við þessari hugmynd hefðu verið já- kvæðar og því hefði verið ákveðið að hrinda hugmyndinni í fram- kvæmd. Hann nefndi bæjarfélög eins og Akureyri, Garðabæ, Selt- jarnarnes, Hafnarfjörð, Kópavog, Selfoss, Húsavík, Reykjavík og fleiri - og er Ijóst að þátttaka getur orðið góð, og skemmtilegt mót í uppsiglingu. Frestur til að tilkynna þátttöku í mótinu rennur út 15. mars. Fram áfram FRAM sigraði Þór frá Akureyri, 34:12, f bikarkeppni kvenna í handknattleik á Akureyri f gær- kvöldi. Einn leikur var í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Grindavík vann Hauka, 52:49, í spennandi leik eft- ir að staðan í hálfleik hafði verið 32:21 fyrir UMFG. við Tékka á morgun, en Tékkar unnu Dani með þriggja marka mun. Vestur-Þýskaland vann Búlg- aríu, en varð að sætta sig við annað sætið í riðlinum og leikur í dag við Pólland um þriðja sætið í keppninni. Keppt var um tvö laus sæti á ÓL og þar sem Vestur-Þjóðverjar komust ekki áfram halda þeir sínu striki í Bundesligunni næsta ár. Þar með geta komið upp vanda- mál varðandi íslensku landsliðs- mennina, sem leika í Þýskalandi. íslenska landsliðið getur ekki án þeirra verið í undirbúningnum og því er Ijóst að HSÍ verður að semja við félög þeirra um að fá þá lausa. Vonandi leysast þau mál á farsæl- an hátt. Úrslit í gærkvöldi urðu annars þessi: Sovátríkin - Pólland 33:27 Rúmenfa - Noregur 31:26 Frakkland - ftalla 20:20 Tékkóslóvakfa - Danmörk 23:20 Veatur-Þýskaland - Búlgarfa 25:18 Svlss - Bandaríkin 20:10 Túnis - Brasilfa 25:27 Finnland - Japan 33:27 LOKASTAÐAN Sovótrfkin 6 5 0 0 161:105 10 Pólland 5 4 0 1 139:116 8 Rúmenía 5 3 0 2 124:116 6 Finnland 5 1 1 3 106:130 3 Noregur 5 1 0 4 122:142 2 Ítalía 5 0 1 4 81:114 1 B-riöill: Tókkóslóvakfa 6 4 1 0 113: 99 9 V-Þýskaland 5 4 0 1 117: 89 8 Sviss 5 2 1 2 94: 83 5 Danmörk 5 2 1 2 100: 92 5 Búlgaría 5 1 1 3 92:107 3 Bandaríkin 5 0 0 5 73:119 0 Pálmar og Guðni léku mjög vel PÁLMAR Sigurðson Haukum og Guðni Guðnason KR léku stór- kostlega þegar lið þeirra mættust í úrvalsdeildinni í körfuknattleik f gærkvöldi. Haukar unnu með 105 stigum gegn 94 í spennandi og skemmtilegum leik. Pálmar skor- aði 44 stig Haukanna og Guðni 48 fyrir sitt lið, eða rúmlega helm- ing. Gífuriegur hraði var í leik Hauka og KR, sem háður var í Hafnar- firði. Liðin lögðu upp úr því að skapa sér sem allra fyrst skotfæri og voru sóknir því yfirleitt mjög stuttar. Leikmenn voru því á harðahlaupum allan tímann og varnirnarfremuropnar. Myndaðist gífurleg stemmning í húsinu og áhorfendur kunnu vel að meta það sem í boði var. Hrifust þeir einkum að stórleik Pálmars og Guðna, sem sýndu sínar allra beztu hliðar. Skoruðu þeir hvað eftir annað stórglæsileg- ar körfur, flestar úr langskotum. Ólafur Guðmundsson, KR, slóst í hóp með þeim í seinni hálfleik, átti þá stórleik og skoraði 20 stig. Ólafur og Guðni skoruðu 44 af 49 stigum KR í seinni hálfleik og Þor- steinn Gunnarsson afganginn. Haukarnir fóru feikna kröftug- lega af stað og náðu strax 10 stiga Leikurinn ítölum íþróttahúsið við Strandgötu, 26. febrúar 1987. Úrvalsdeildin í körfuknattleik. Haukar - KR 105:94 (56:45) 11:2, 17:6, 29:19, 39:25, 45:31, 52:35, 56:45 - 58:54, 66:61, 68:65, 76:72, 91:77, 93:87, 97:92, 105:94. STIG HAUKA: Pálmar Sigurðsson 44, ívar Ásgrimsson 20, Henning Henningsson 11, Tryggvi Jónsson 9, Ólafur Rafnsson 9, Bogi Hjálmtýsson 4, Ingimar Jónsson 4, Eyþór Ámason 2 og Sveinn Steinsson 2. STIG KR: Guðni Guðnason 48, Ólafur Guðmundsson 23, Garðar Jóhannsson 8, Þorsteinn Gunnarsson 7, Guðmundur Jó- hannsson 6 og Matthias Einarsson 2. forskoti, sem þeir héldu út fyrri hálfleik og rétt fyrir hlé komust þeir reyndar 17 stigum yfir, 52-35. KR-ingum tókst að minnka bilið á lokamínútum fyrri hálfleiks og var staðan í hléinu 56-45 fyrir Hauka. í seinni hálfleik var keppni lið- anna eitilhörð. KR-ingar minnkuðu muninn og velgdu Haukunum hvað eftir annað undir uggum, en þegar mikið lá við tók Pálmar til sinna ráða og fleytti Haukunum áfram. Var sigur þeirra verðskuldaður en sárt er að annað liðið verði að tapa jafn skemmtilegum leik. ágás Bikarkeppni KKÍ: Stórsigur Fram dugði skammt FRAM sigraði Þór með 24 stíga mun, 103:81, í seinni leik þessara liða f 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í Hagaskóla i gærkvöldi. Þessi munur dugði þó Frömurum ekki þvf Þór vann fyrri leikinn með 30 stiga mun og leikur þvf f und- anúrslitum. Þorvaldur Geirsson lék mjög vel og skoraði 38 stig fyrir Fram. Hann ásamt Símoni Ólafssyni voru bestu leikmenn vallarins. Einnig kom Auðunn Elíasson nokkuð á óvart. Hjá Þór var Konráð Óskarsson og Bjarni Össurarson bestir. Leikur Þórsarar var frekar slakur og ef þeir gera ekki betur þá eiga þeir ekkert erindi í úrvalsdeildina. Það hafði kanski áhrif á leik þeirra að hafa 30 stiga forskot eftir fyrri leikinn. Framarar sýndu einn besta ieik sinn í vetur og hafa ekki skoraði Leikurinn í tölum íþróttahúsiö f Hagaskóla 26. fabrúar 1987. Bikarkeppnin 8-llða úrsllt. Fram-Þór Ak. 103:81 (46:39) 10:2, 16:11, 24:19, 26:23, 26:27, 33:33, 39:35, 46:39, 52:43, 61:49, 72:63, 87:77, 99:77, 103:79, 103:81. Stig Fram: Þorvaldur Geirsson 38, Auð- unn Eliasson 20, Símon ólafsson 19, Guöbrandur Lórusson 10, ómar Þróins- son 9, Jóhann Bjarnason 4 og Jón Júlíus- son 2. Stig Þóre: ívar Webster 18, Konréö óskarsson 15, Bjöm Sveinsson 10, Bjarni össurarson 10, Ólafur Adólfsson 6, Eirík- ur Sigurösson 5, Jóhann Sigurösson 4, Ágúst Guðmundsson 4 og Hólmar Ást- valdsson 2. eins mikið í einum leik. Símon lék ekki með Fram fyrir norðan í fyrri leiknum og kann það að hafa ráðið úrslitum. Vajo ASKRIFENDUR AÐEINS EITT SÍMTAL 691140 691141 Med einu símtali er hægt að breyta innheimtuað- ferðinni. Eftir það verða áskriftargjöldin skuldfærð á viðkomandi greiðslukortareiknmg manaðarlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.