Morgunblaðið - 27.02.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.02.1987, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987 Háskólabíó sýnir Heppinn hrakfallabálk Talið frá vinstri Óskar Gislason kvikmyndagerðarmaður, Signrður Björgúlfsson arkitekt, Katrin Hall dansari, Thor Vilhjálmsson rithöfundur, Rut Magnússon söngkona og kórstjóri, Hróbjartur Hróbjarts- son arkitekt og Gunnar Órn Gunnarsson myndlistarmaður. Menningarverðlaun D V afhent Að opna munninn, en ekki loka augunum eftir Hilmar Þ. Hilmarsson Þann 30. janúar sl. gagnrýndi Steingrímur Hermannsson þing- menn Reyknesinga fyrir slælega frammistöðu þeirra í að bjarga út- gerð á Suðumesjum úr þeim mikla vanda sem hún nú er í. Þessi tíma- bæru og réttmætu ummæli forsæt- isráðherra hafa valdið mikilli reiði nokkurra þingmanna kjördæmisins, svo og einstakra annarra stjóm- málamanna. „Sannleikanum verður hver sárreiðastur" Það sannast hér enn sem fyrr að sannleikanum verður hver sár- reiðastur. Tveir Suðumesjamenn, þeir Karl Steinar Guðnason og Ólaf- ur Bjömsson, rituðu fljótlega greinar sem bera þess merki að þeir misstu stjóm á skapi sínu. í reiði sinni skortir þá ekki stóryrði og fullyrðingar. Báðir þessir menn falla þó í þá gryfju og opna munn- inn um of, en loka augunum. Ólafi er óglatt Ólafí er óglatt. Eða svo segir hann sjálfur. Ætla mætti af skrifum hans að hann hefði öðrum fremur efni á að gagnrýna. Ólafur veður fram og aftur í grein sinni. Hann byijar á yfírlýsingu um ógleði sína en endar á tilvitnunum í Heilaga Ritningu. Undir lok greinarinnar kemst hann þó loks niður á jörðina og hefur frásögn af afrekum sínum í útgerð. Hann segir m.a.: „Um áramótin 1981-1982 áttum við 94% í fyrirtæki okkar. Um síðustu ára- mót var eign okkar í fyrirtækinu komin niður í 10-15%. Við ákváðum því að selja allt áður en við þyrftum að standa frammi fyrir því að svíkja okkar viðskiptamenn endanlega um fé.“ Ekki er þetta glæsileg lýsing á eigin frammistöðu. Hætt er við að ógleði yrði algeng á Islandi ef þetta væri dæmigerð frammistaða út- gerðarmanna í rekstri fyrirtækja sinna. Ólafur vitnar í biblíutexta í grein sinni. Hann segir: „Mér dettur í hug setning úr biblíunni sem hljóð- aði eitthvað á þessa leið: „Allt þetta skal ég gefa þér. ..“ Þetta hefur hann að segja um orð forsætisráð- herra. Ekki veit ég hversu biblíu- fróður maður ðlafur er en eftirfarandi setningu mætti hann í ógleði sinni læra og festa sér vel í minni: „Drag fyrst bjálkann út úr auga þínu, og þá muntu sjá vel til að draga úr flísina úr auga bróður þíns.“ Afrek Ólafs í útgerð eru lítil. Því lýsir hann best sjálfur. Karls Steinars þáttur Guðnasonar Grein Karls Steinars Guðnasonar er vægast sagt brosleg. í skrifum sínum tekst honum með engu að leyna minnimáttarkennd sinni fyrir forsætisráðherra. Grein Karls er full af mótsögnum. í sama orðinu býsnast hann yfír miklum og litlum styrk Framsóknarflokksins. Karl segir meðal annars: „Framsóknarflokkurinn hefur setið í ríkisstjóm frá árinu 1971 — alls 16 ár. Þeir tóku við góðu búi viðreisnaráranna." Varla hefði Karl Steinar getað verið klaufalegri í skrifum sínum. Sjálfur hlýtur hann að vita að viðreisnaráratugurinn endaði með algerum ósköpum. Efnahagslegu öngþveiti. Afleiðing- amar urðu einn sá mesti fólksflótti sem orðið hefur frá íslandi fyrr og síðar. Erlendar skuldir stóijukust á skömmum tíma. Fiskiskipafloti ís- lendinga var nánast ónýtur í lok „viðreisnar". Auk þessa hafði við- reisnarstjómin sýnt fádæma rolu- skap í landhelgismálinu. Karl Steinar veit mætavel að viðreisnar- stjómin skilaði einhveiju því mesta þrotabúi sem skapast hefur í íslenskum efnahagsmálum í ára- tugi. Karl Steinar veit líka að Al- þýðuflokkurínn beið mikið afhroð eftir „viðreisn" sína. Kjósendur sáu til þess að flokkurinn var sendur í langt frí. Alþýðuflokkurinn er enn í fríi og kjósendur hafa kunnað því vel. Nú er fríið hins vegar orðið svo iangt að elstu menn innan Alþýðu- flokksins minnast þess ekki að hafa þurft að bera neina ábyrgð á efna- hagsmálum íslendinga varðandi iðjuleysi. Til þess þurfa kjósendur að gefa honum langt frí. Ég tel líklegt að þetta frí fáist og pólitísk- ir sigrar flokksins muni takmarkast við skoðanakannanir. Karl Steinar gripinn ótta Það er skiljanlegt að Karl Steinar Hilmar Þ. Hilmarsson sé gripinn ótta þegar störf hans em rædd opinberlega. Ég vænti þess þó að í komandi kosningum muni hann hafa betri stjóm á hugsunum sínum og orðavali en Morgunblaðs- grein hans frá 5. febrúar ber vott um. Hver veit nema hann gæti orð- ið að nokkm gagni fyrir Suður- nesjamenn ef hann tæki sig vel á. Betra er seint en aldrei Skrif að því tagi sem Ólafur Bjömsson og Karl Steinar hafa í frammi koma engum að gagni. Þau þjóna engum tilgangi, en spilla að- eins fyrir lausn þeirra vandamála sem nú þarf að leysa í útgerð Suður- nesjamanna. Ég skora á_ þessa menn að taka til starfa. í þessu máli þurfa allir Suðumesjamenn að taka höndum saman og snúa vöm í sókn. Höfundur er háskólanemi. sinnar Bombay. Ram Das dreymir um að komast til London og þar sem hann er nokkuð slunginn ná- ungi tekst honum loks að komast til London, en þar er ekkert gull að hafa frekar en í Bombay. Ram Das hittir af tilviljun stúlku í Lon- don sem hann heiilast mjög af og til að ganga í augun á henni segist hann vera læknir, en það verður örlagaríkt, því með hennar hjálp endar hann sem vinsæll læknir með aðsetur í frægri læknagötu í Lon- don. En það gerist ýmislegt skop- legt áður en til uppgjörs kemur. MENNINGARVERÐLAUN DV voru afhent í níunda skiptið i gær. Að þessu sinni hlutu verð- launin Thor Vilhjálmsson rithöf- Bíóhúsið sýnir mynd Romans Polanski BÍOHÚSIÐ hefur hafið sýningar á mynd Roman Polanski, Sjóræn- ingjamir (Pirates). Með aðal- hlutverk í myndinni fara Walter Matthau, Cris Campion, Damien Thomas, Charlotte Lewis og Olu Jacobs. Sjóræningjamir er ævintýra- mynd þar sem Red skipstjóri, sem leikinn er af Walter Matthau, verð- ur viðskila við menn sína og er lengi á reki ásamt helsta lærisveini sínum, Froskinum. Eru þeir matar- og vatnslausir á fleka sínum og Red, sem talinn er grimmastur allra foringja sjóræningja, er jafnvel að hugsa um að leggja félaga sinn sér til munns þegar spænskt skip bjarg- ar þeim. Red leggur strax á ráðin um að ná skipinu á sitt vald með öllum þeim gersemum sem í því eru, segir í frétt frá kvikmyndahús- inu. Fundur um frumheim- ildir í sögukennslu SAMTÖK kennara og annars áhugafólks um sögukennslu ' halda fund laugardaginn 28. febrúar í Kennslumiðstöðinni að Lausravegi 166. Fundurinn hefst kl. 14.00. Fundarefni er frumheimildir og heimildaritgerðir í sögukennslu á grunn- og framhaldsskólastigi. Framsögumenn verða Erling Ól- afsson kennari við Réttarholtsskóla og Ragnheiður Mósesdóttir kennari við Fjölbrautaskólann Breiðholti. Að loknum framsöguerindum verða umræður. Fundurinn er öllum opinn. HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýn- ingar á myndinni Heppinn hrakfallabálkur sem Ronald Neame hefur leikstýrt. Með aðal- hlutverk í myndinni fer indverski leikarinn Victor Beneeijee, sem lék indverskan lækni í myndinni Ferðin til Indlands. Auk hans leika m.a. Warren Mitchell, Ger- aldine McEwan og Trevor Howard. í frétt frá kvikmyndahúsinu seg- ir að Ram Das sé hraustur og vel gefínn ungur maður en lepur dauð- ann úr skel á götum heimaborgar undur, fyrir skáldsögu sina Grámosinn glóir, Rut L. Magnús- son söngkona og kórstjóri, fyrir þátt sinn I stofnun og rekstri Sinfóníuhljómsveitar æskunnar (SÆ), íslenski dansflokkurinn fyrir sýninguna „Stöðugir ferða- langar“, Gunnar Örn myndlistar- maður, fyrir þijár myndlistar- sýningar á árinu 1986, Hróbjartur Hróbjartsson og Sig- urður Björgúlfsson arkitektar, fyrir byggingarnar við Seljahlíð, vistheimili og eignaríbúðir aldr- aðra og Óskar Gíslason kvik- myndagerðarmaður, fyrir framlag sitt til íslenskrar kvik- myndagerðar. DV skipaði þriggja manna dóm- nefnd gagnrýnenda og annarra sérfræðinga fyrir hveija listgrein og tilnefndu hún listafólk til verð- launa. Verðlaunagripina hannaði Stefán B. Stefánsson gullsmiður, en þeir eru í formi frístandandi skúlptúra. Skólahlj óms veit Kópavogs: Leiðrétting- í VIÐTALI við Björn Guðjónsson, stjómanda Skólahljómsveitar Kópavogs, í síðasta sunnudags- blaði Morgunblaðsins féll niður hluti úr eftirfarandi málsgrein: „Aðalhvatamenn að stofiiun Skólahljómsveitar Kópavogs voru þeir Gylfi Þ. Gíslason, þáverandi menntamálaráðherra, og Hjálm- ar heitinn Ólafsson, þáverandi bæjarstjóri í Kópavogi“... osvfrv. Hlutaðeigendur eru beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. GENGIS- SKRANING Nr. 39 - 26. febrúar 1987 Kr. Kr. ToU- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala gengi DoIIari 39,230 39,350 39,230 St.pund 60,304 60,489 60,552 Kao.dollari 29,457 29,548 29,295 Dönskkr. 5,7043 5,7218 5,7840 Norsk kr. 5,6087 5,6258 5,6393 Sænskkr. 6,0695 6,0880 6,0911 Fi.mark 8,6610 8,6875 8,7236 Fr.franki 6,4667 6,4864 6,5547 Belg.franki 1,0395 1,0427 1,0566 Sv.franki 25,5487 25,6268 26,1185 Holl. gyllini 19,0576 19,1159 19,4303 V-þ.mark 21,5271 21,5930 21,9223 ítlira 0,03027 0,03036 0,03076 Austurr. sch. 3,0602 3,0695 3,1141 Port.escudo 0,2772 0,2781 0,2820 Sp.peseti 0,3059 0,3069 0,3086 Jap.yen 0,25615 0,25693 0,25972 Irsktpund 57,256 57,431 58,080 SDR (Sérst.) 49,5685 49,7201 50,2120 ECU, Evrópum. 44,4437 44,5796 45,1263

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.