Morgunblaðið - 27.02.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.02.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDáGUR 27. FSBBÚAR 1987 Stj órnmálafundur í MH: Lánamál námsmanna í brennidepli LÁNASJÓÐUR íslenskra námsmanna og stefna stjórn- málaflokkanna í lánamálum námsmanna var efst á baugi nemenda er fulltrúar stjórnmálaflokkanna komu til fund- ar í Menntaskólanum við Hamrahlíð síðastliðinn miðviku- dag, en nú ganga 18,19 og 20 ára gamlir þjóðfélagsþegnar til alþingiskosninga í fyrsta sinn. Fulltrúar flokkanna fluttu fyrst sjö mínútna framsöguræður. Síðan voru leyfð- ar fyrirspumir og að síðustu sögðu fulltrúarair nokkur lokaorð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frummælendur á fundinum í MH. Sólveig Pétursdóttir, frambjóðandi Sjálfstæðisflokks, er í ræðustól. Margrét Jónsdóttir talaði fyrir hönd Kvennalistans og beindi máli sínu til ungu stúlknanna í sal MH. Hún tal- aði um misrétti milli kynjanna og um hlutverk konunnár í íslensku samfélagi. „Málið er ekki bara að mennta sig. Við þurfum að fá mannsæmandi kaup fyrir vinnu okkar. Nú eru til dæmis ljósmæðra-, fóstru-, þroskaþjálfa- og hjúkruna- rskólinn að komast á háskóla- stig, en við borgum næstum því með okkur í þessi störf. Á sama tíma og leiðir lokast fyr- ir ungar stúlkur sem ekki hafa stúdentspróf, þá geta ungu mennimir valið um leiðir." Fyrir hönd Alþýðubanda- lagsins sagði Álfheiður Inga- dóttir að í komandi kosningum yrði tekist annars vegar á um samneyslu og hinsvegar sér- hyggju. „Við í Alþýðubanda- laginu viljum auka samneysl- una og hafna þeirri markaðshyggju og svokallaða frelsi, sem er frelsi einstakl- ingsins til að troða á næsta manni. Við viljum nýta það ein- staka góðæri, sem hér hefur ríkt undanfarin misseri, til að jafiia kjörin í landinu." Guðmundur G. Þórarinsson, fulltrúi Framsóknarflokks, sagði að Framsóknarflokkur- inn stæði á miðju íslenskra stjómmála, en aðrir flokkar væru jaðarflokkar. Bæði þyrfti að koma til sam- og sémeysla enda væm öfgar af hinu illa. Hann sagði að kaupmáttur heimilanna hefði aldrei verið meiri í sögunni og hagvöxtur meiri en í ríkjunum í kringum okkar. Þá ræddi hann lítillega um húsnæðiskerfíð og taldi það vera byltingu í íslensku hús- næðislánakerfí. Pétur Guðjónsson, fulltrúi Flokks mannsins, sagði að von- leysi ríkti á meðal manna og talaði hann um vakningu hinn- ar þöglu kynslóðar, sem heimtaði breytingar. Lýðræði þýddi að lýðurinn réði, en að ekki að ráðið verði yfír lýðnum. Hann sagði að verið væri að plata almúgann við fyrirhug- uðu staðgreiðslukerfí skatta. Réttlátara væri að afnema tekjuskattinn enda væri hann innan við 10% af tekjum ríkis- sjóðs og því vel hægt að taka þá upphæð annars staðar frá heldur en frá bláfátækum vinnuþrælum. Nemendur fysti einnig að vita álit stjómmálamannanna á kjamorkuvopnalausum Norð- urlöndum og afstöðu þeirra til vamarliðsins og hvort Island gæti ekki eitt og sér beitt sér fyrir afvopnun á Norður-Atl- antshafí. Einnig komu fram nokkrar spumingar er varða efnahag okkar íslendinga, árangur Sjálfstæðisflokksins viðvíkjandi lækkun verðbólg- unnar og hvort hægt sé að ganga Iengra í þeim efnum. Spurt var hvort æskulýðs- hreyfíng Alþýðubandalagsins væri að klofna frá stjómararm- inum, hvort búast megi við óðaverðbóigu á ný taki Al- þýðubandalagið við stjómar- taumum, af hveiju kjósendur ættu að treysta því að Flokkur mannsins yrði eitthvað öðruvísi en hinir flokkamir nái hann inn þingmönnum, hvort komi til kennaraverkfalls og einn nem- andinn varpaði þeirri spum- ingu fram til Jón Baldvins Hannibalssonar, formanns Al- þýðuflokksins, hvort hann myndi fóma hagsmunum þjóð- arinnar fyrir forsætisráðherra- stól undir sjálfa sig. Jón Baldvin svaraði því til að hann teldi eðliiegt að for- manni þess flokks sem mest fylgi fengi í kosningum yrði falin stjómarmyndun. Þar með á næstu árum. Endurgreiðslu- krafan hefur hinsvegar aldrei farið upp fyrir 90% og þegar þorri lántakenda, sem lýkur námi á tiltölulega skömmum tíma, greiðir með fullri verð- tryggingu þá verður fjárhags- legt bolmagn eftir til þess að styrkja þá sem leggja á sig alvarlegt, strangt, sérhæft nám.“ Sólveig Pétursdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að markmið flokksins væri frelsi einstaklingsins án þess þó að það verði á kostnað þeirra sem minna mega sín. Eitt af höfuð- markmiðum í atvinnustefnu flokksins er að bæta lífskjör og auka velferð borgaranna. „Það viljum við gera með því að auka samkeppnishæfni, framleiðni og aðlögunarhæfni í íslensku atvinnulífí. Framfarir og aukin verðmætasköpun er grundvöllur fyrir traustu efna- hagslífí - grundvöllur þess að unnt sé að efla menntakerfíð." Sólveig benti á sessunauta sína, þ.e. fulltrúa hinna flokk- anna, og sagði að ef þeir hefðu fengið að ráða gætu menn nú hvorki hlustað á • Bylgjuna, horft á Stöð 2 né aðrar ftjálsar útvarps- og sjónvarpsstöðvar - jafnvel ekki Rás 2. Nokkur fjöldi var framan af fundi, en síðan fór hópurinn að þynnast Hlustað á loforðalista stjórnmálamanna væri ekki verið að fórna hags- munum þjóðarinnar og sagðist Jón Baldvin gera ráð fyrir að spyijandi væri með karl föður sinn, Hannibal Valdimarsson, í huga er hann árið 1971 vann kosningasigur í nafni Samtaka ftjálslyndra og vinstrimanna. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið því fram að Hannibal Valdimarsson hafí þá undir merkjum harðrar afstöðu gegn kommum hlaupið yfír til þeirra og myndað vinstri stjóm. Hins- vegar þarf að upplýsa það betur að á þessum tíma þegar Samtökin höfðu oddaaðstöðu á þingi gerðu þau ítrekaða til- raun til þess að mynda útvíkk- aða viðreisnarstjóm með þátttöku Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks sem var hafnað af Sjálfstæðisflokki.“ Jón Baldvin sagði um náms- lánakerfið að endurgreiðslur inn í LÍN næmu aðeins 37 milljónum króna á ári af 1.500 millj. kr. útgjaldaþörf sjóðsins þar sem lánin hér áður fyrr voru ekki verðtryggð. „Með því að taka upp verðtryggingu og með því að neita sér um þá fávisku að taka erlend lán, sem rýra stöðu sjóðsins vegna vaxtabyrði, mun eigin fjár- staða sjóðsins batna verulega 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.