Morgunblaðið - 27.02.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987
45
Bílbelti ekki hættu-
leg ófrískum konum
En þegar maður hefur gesti snýst
þetta allt við. Fyrir utan morgunmat
eru tvær máltíðir á dag og svo þarf
að keyra gestina út og suður. Á
skemmtistaði og dýragarða, staði
sem við erum orðin hundleið á að sjá.
Eins og ég sagði áðan er dóttir
mín orðin fullsödd á ættingjum (sem
hún þekkir varla). Því ekki getur hún
tekið á móti vinkonum sínum heima,
þar sem fólk, dýnur og ferðatöskur
liggja hvað um annað á gólfinu. Enda
hótar hún að leigja úti í bæ næsta
sumar og það sama má segja um son
okkar. Við gömlu hjónin getum ekk-
ert farið, verðum bara að þrauka og
vona að sumarið líði sem fyrst.
„Af hveiju sagðir þú þetta ekki
þegar ég hringdi í þig“, spyrð þú
eflaust og með réttu. En ástæðan er
auðvitað sú, að ef ég hefði sagt að
við gætum ekki tekið á móti þér hefð-
ir þú tekið það sem móðgun við þig
persónulega og hugsað sem svo að
„þau geta tekið á móti öðrum ættingj-
um en ekki okkur" en það hefði
kostað vinaslit. En það er ekki bara
þú sem veldur þessu, heldur flestir
okkar ættingjar og vinir, sem níðast
á okkar gestrisni.
Svo ef þú verður á ferðalagi um
Svíðþjóð ásamt fjölskyldu ertu vel-
kominn í heimsókn til okkar og mat
og gistingu í eina nótt eða svo. En
bjóði ég þér ekki gistingu til lengri
tíma ertu ekki velkominn, jafnvel
þó ég hafi ekki skap í mér til þess
að segja þér það í gegnum símann.
Nuna þegar ég kveð þig á flugvell-
inum hlakkar mig til þess að komast
heim og geta séð hvaða litur er á
gólfteppinu, sem loksins er laust við
föt, ferðatöskur, pakka og svefnpoka,
og geta farið að lifa eðlilegu fjöl-
skyldulífi.
Bless, þín frænka
P.S. Þegar ég kom heim hafði frændi
mannsins míns hringt til að tilkynna
komu sína næsta sumar. Menn eru
strax farnir að bóka pláss á Hótel
Ókeypis. Ég vona bara að hann lesi
þessar línur svo að hann geti unnið
og sparað mikið í vetur og haft efni
á því að taka með sér tjald eða hús-
vagn, svo að ég og fjölskylda mín
geti notið sænska sumarsins í ró og
næði.
Margrét Sæmundsdóttir hjá Um-
ferðarráði hringdi:
í útvarpinu sl. þriðjudagsmorgun
var verið að ræða um bílbelti eða
ekki bílbelti. Þar hélt manneskja
því fram að stórhættulegt væri fyr-
ir ófrískar konur að nota bílbelti. í
öllum gögnum sem Umferðarráð
hefur fengið í hendumar er aftur á
móti eindregið mælt með því að
ófrískar konur noti bílbelti því þann-
ig verndi þær best bæði sig og
fóstrið. Ef fólk vill fá þetta enn
frekar rökstutt er það beðið um að
hringja til okkar í Umferðarráði og
munum við þá senda því fræðslu-
efni um þetta mál.
Þessir hringdu . . ,
Braut annarra
manna vasa
Ein í neyð hringdi:
Eg varð fyrir því óhappi að
bijóta annarra manna vasa. Er
til einhver sem gerir við svona?
Ef svo er, er viðkomandi vinsam-
legast beðinn um að hafa
samband við Velvakanda.
Össur ekki full-
trúi vagnstjóra
9195-3237hringdi:
Ég veit ekki til að Össur hafi
verið kosinn í eitt né neitt á veg-
um vagnstjóra. Hann er pólítískur
fulltrúi í sjtóm SVR fyrir Al-
þýðubandalagið en ekki vagn-
stjóra. Það eru ekki allir
vagnstjórar neitt yfir sig hrifnir
af Össuri eins og halda mætti
eftir lestur lesendabréfs í Velvak-
anda fyrir skömmu.
Tveimur hjólum
stolið
Iðunn hringdi:
Ég bý á Lindarbraut og fyrir
u.þ.b. þremur vikum var hjólum
beggja sona minna stolið. Annað
er tiltölulega nýtt DBS hjól, 10
gíra, og hitt lítið grátt BMX-
strákahjól. Ef einhver hefur orðið
hjólanna var er hann beðinn um
að hafa samband í síma 611327.
Limra vegna út-
varpsþáttar
G.Ó. hringdi:
Eftirfarandi limra kom upp í
hug mér vegna útvarpsþáttar á
dögunum:
Hún Helga Kress,
er víst alveg _vís til þess,
að fleygja Óðni sem ónýtum
fress.
Og setja svo Guðrúnu Helga,
í stað Svavars Gest’s.
Eldhúsbók
in og Burda
Svandís hringdi:
Er Eldhúsbókin sem kom út
hér áður fyrr hætt? Ef ekki hvar
er þá hægt að nálgast hana eða
er eitthvað áþekkt komið i stað-
inn? Einnig væri ég þakklát ef
einhver gæti sagt mér hvar hægt
sé að gerast áskrifandi að þýska
tímaritinu Burda. Ég er í síma
99-4552.
Tapaði úri
Unnur Kolbeinsdóttir hringdi:
Ég tapaði kvenarmbandsúri úr
platínu á leiðinni frá Hverfisgötu
að íslensku óperunni. Það gæti
einnig hafa tapast í forstofu óper-
unnar. Þetta var á generalpruf-
unni á Aidu fyrir u.þ.b. mánuði
síðan. Ef einhver hefur fundið
úrið er hann vinsamlegast beðinn
um að hafa samband í síma
18213.
BMX-hjól hvarf
Kjartan hringdi:
Svart BMX-hjól mitt hvarf um
síðustu helgi í Breiðholtinu. Það
var læst. Finnandi vinsamlegast
hafi samband í síma 73365.
Gert við dúkkur
Sigurður Bjarnason hringdi:
I Velvakanda um helgina var
spurt hvar hægt væri að fá gert
við dúkkur. Ég vil benda á gaml-
an mann sem ég hef mjög góða
reynslu af. Hann heitir Jón
Traustason og er með verkstæði
að Njálsgötu 40, kjallara. Síminn
hjá honum er 25312. Hann hefur
gert við dúkkur fyrir dætur mínar
og allskonar rafmagnsverkfæri
fyrir krakkana og skilað því öllu
eins og nýju.
Súrefnislaust
í leikhúsinu
Guðleif hringdi:
Einn stór galli við Litla svið
Þjóðleikhússins við Lindargötu er
að það er bókstaflega ekki hægt
að anda inni í salnum þegar líða
fer á sýningarnar. Salurinn er
algjörlega súrefnislaus.
Fann BMX-hjól
Ég fann BMX-Rotary hjól blátt
með bláum dekkjum og gulum
brettum 19. febrúar. Síminn hjá
mér er 71125.
Freeport — félagar
Fyrsti fundur nýbyrjaðs starfsárs
— Skemmtifundur —
verður haldinn í Bústaðakirkju nk. fimmtu-
dag 5. mars og hefst með kvöldverði kl.
20.00. Ómar Ragnarsson hleypir fjöri í
fólkið. Nauðsynlegt er fyrir félaga að til-
kynna þátttöku, eigi síðar en þriðjudaginn
3. mars, til: Baldurs Ágústssonar, sími
686915, Grétars Bergmann, sími 28319
eða Ragnars Guðmundssonar, sími
10485.
Endurnýjum gömul kynni og hefjum
félagsstarfið af krafti meö góöri þátt-
töku.
Stjórnin