Morgunblaðið - 27.02.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987
23
Viðræður í Bonn um
geimvamaáætlunina
London, Reuter, AP.
næsta áratug, en það er fyrr en
áður hafði verið gert ráð fyrir.
í Vestur-Evrópu eru margir
uggandi um, að þetta gæti farið í
blóra við svonefndan ABM-samn-
ing frá 1972, sem er aðalsamning-
urinn milli austurs og vesturs um
takmarkanir á vígbúnaði. Á fund-
inum í Bonn skýrði Genscher fra
því, að vestur-þýzka stjómin héldi
fast við svonefnda þrengri túlkun Mynd þessi var tekin við upphaf viðræðnanna í Bonn í gær. Á henni
á ABM-samningnum. eru talið frá vinstri: Paul Nitze, Hans-Dietrich Genscher oir Richard
Perle.
TVEIR háttsettir bandarískir
embættismenn, þeir Paul H.
Nitze, aðal sérfræðingur banda-
ríska utanrikisráðuneytisisns í
vamarmálum og Richard N.
Perle, aðstoðarvamarmálaráð-
herra, komu í gær til Bonn til
viðræðna við Hans-Dietrich
Genscher, utanrikisráðherra
Vestur-Þýzkalands nm geim-
varnaáætlunina (SDI).
Á miðvikudag ræddu þeir Nitze
og Perle við Margaret Thatcher,
forsætisráðherra Bretlands og Sir
Geoffrey Howe utanríkisráðherra
í London um sama málefni.
Gert er ráð fyrir því, að þeir
Nitze og Perle fari til fleiri höfuð-
borga í Vestur-Evrópu til viðræðna
við ríkisstjómir þar. Ástæðan fyrir
þessum viðræðum nú em áhyggjur
Breta, Vestur-Þjóðveija og fleiri
bandalagsþjóða Bandaríkjanna
vegna frétta um, að Bandaríkin
áformi að byija á því að koma upp
geimvamakerfínu um miðjan
Mikil hátiðahöld vom á Filippseyjum í fyrradag í tilefni þess, að
Ferdinand Marcos var rekinn í útlegð og Corazon Aquino forseti
komst til valda. Stóðu hátfðahöldin yfir langt fram á nótt. Hér sjást
konur við það að hreinsa götur í Manilla eftir hátíðahöldin, en það
var mikið verk, þar sem geysilegur fjöldi tók þátt i þeim.
Filippseyjar:
Yinsældir Aquino
nægja ekki til þess
að sigra kommúnista
- segir Fidel Ramos
Manilla, Reuter, AP
FIDEL Ramos, varnarmálaráð-
herra Filippseyja, sagði í gær,
að vinsældir Corazon Aquino for-
seta einar saman væm ekki
nægar til að sigrast á kommún-
istum og að ýmsir embættismenn
stjórnarinnar hefðu vanmetið
hörku uppreisnarmanna.
Ramos hvatti stjómina til þess
að semja umfangsmikla áætlun um,
með hvaða hætti baráttan gegn
kommúnistum skyldi háð, en 60
daga vopnahlé milli þeirra og stjóm-
arhersins rann út í þessum mánuði.
„Það er margt fólk, þar á meðal
sumir embættismenn, sem skilja
ekki í reynd það vandamál, sem
uppreisnin felur í sér.
Flestir þessara manna halda því
fram, að „þjóðarvaldið" muni leysa
þetta vandamál og að uppreisnar-
menn muni að lokum leggja niður
vopn og taka höndum saman við
almenning í uppbyggingu þjóðfe-
lagsins." Lýsti Ramos þssu sem
„hættulegum hálf-sannleika og
blekkingu."
Orðið „þjóðarvald" er notað yfír
fjöldahreyfíngu þá, sem varð til
þess að hrekja Ferdinand E. Marcos
frá völdum og í útlegð en kom
Corazon Aquino til valda fyrir einu
ári.
f yfírlýsingu, sem uppreisnar-
menn létu frá sér fara í gær, sagði
að stjómin hefði aðeins eitt fram
að færa og það væri „vinsældir og
einlægni Aquino forseta. Við höfum
haft vinsæla og vel meinandi for-
seta áður. Vandamál fjöldafátækt-
arinnar eru samt enn við lýði nú.“
Formaður bandarískrar sendi-
nefndar, sem nú er stödd á Filipps-
eyjum, sagði hins vegar í gær, að
Filippseyjar stæðu frammi fyrir
efnahagsundri. „Skoðun okkar er
sú, að á Filippseyjum ríki stöðug-
leiki. Við lítum á landið sem stað,
sem hugsanlega væri mjög heppi-
legur fyrir atvinnustarfsemi," sagði
Craig Nalen, sem er forstöðumaður
opinberrar stofnunar í Bandarílqun-
um, er beitir sér fyrir fjárfestingum
erlendis.
Skapa þarf yfír 600.000 ný at-
vinnutækifæri á Filippseyjum á
þessu ári til þess eins, að atvinnu-
leysi þar haldist innan þeirra marka,
sem það var á síðasta ári, en þá
voru 11,8% vinnufærra manna at-
vinnulausir í landinu. Skýrði at-
vinnumálaráðuneyti landsins frá
þessu í gær.
ÚRVALS
FILMUR
Kvnninaarverö
Fástá
bensínstöðvum
m
SAITKIÖrOG
BAUNIR
Fáðu þér góða baunasúpu á
Sprengidaginn. Veldu þér gott hráefni.
Whitworths baunir gefa rétta bragðið.
Whitworths baunir,
gular og fallegar, viðurkennd gæðavara.
rrj KRISTJÁN Ó.
LU skagfjörð hr
Hólmaslóð 4, sími 24120, Rvk.