Morgunblaðið - 27.02.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.02.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987 Sýning Sissú Myndlist Valtýr Pétursson í vinnustofu sinni á Hverfís- götu 57a hefur Sigþrúður Pálsdóttir (Sissú) opnað sýningu á verkum sínum. Þar eru til sýn- is olíumálverk og teikningar og stöku verk gerð með lakki á tré- grunn. Þar sem Sigþrúður er bundin við hjólastól verður mað- ur aldeilis hlessa yfír afköstum og dugnaði hennar við mynd- gerð. Margur sá, sem heilli er tii heilsu, er langt frá því að vera eins umsvifamikill við að framleiða listaverk, en það eitt þarfnast mikillar vinnu og oft á tíðum erfíðis, og eiginlega er tæpast hægt að gera sér í hugar- lund, að hreyfíhamlaðir geti stundað það handverk, sem þarf til þess að koma saman mál- verki, en ef ástríða og vilji eru fyrir hendi virðist greinilega ekk- ert því til fyrirstöðu, að fólk nái ásetningi sínum á því sviði. Þetta kemur skýrt fram á sýningu Sig- þrúðar Pálsdóttur við Hverfis-, götuna. Það er stundum talað um, að þetta eða hitt sé kvenlegt í list- um, og það kemur raunar fyrir, að menn vilji skipa hlutunum í flokka eftir kynferði. Að mínu mati er það vægast sagt var- hugavert í meira lagi. Það, sem oft er talið karlmannlegt ein- kenni í list, verður augljóst i verkum kvenna og það kvenlega kemur fram í verkum karla. Sissú er langt frá því að vera viðkvæm í verkum sínum, og ekki er ofmælt, að verk hennar beri því vitni, litameðferðin er svo sterk, að nóg er um á stund- um. Hún er afar karlmannleg í teikningu sinni og notar breiða línu með tærum og hressilegum litum. Efnisval hennar á heldur ekkert skylt við bróderingar. Þar eru alls konar furðuverur í önd- vegi og oft á tíðum ekki af minni gerðinni. Það er viss ofsi í þess- um verkum og hráleiki, sem fellur að því sem hefur verið að gerast í hinu svokallaða nýja málverki, og sum verka Sig- þrúðar virðast sveija sig í ætt við ýmislegt, sem sézt hjá Þjóð- veijum. Sigþrúður hefur stundað nám í Kaupmannahöfn, Perugia og New York. Hún hefur einnig haldið einar 9 sýningar á verkum sínum, aðallega hér í borg og í New York og eina í Grímsnes- inu. Af þessu má sjá, að hún hefur ekki slegið slöku við, en heldur á brattann með óbilandi kjarki og dugnaði. Ekki get ég með sanni sagt, að allt, sem hún sýnir að sinni við Hverfísgötu, falli mér jafnvel í geð. Teikningar hennar fannst mér um margt hafa meira gildi í mínum augum en sum málverk- in, sem mér fannst í einstaka tilfellum allágeng og fráhrind- andi, en styrkur þeirra er ótví- ræður. Þama er á ferð manneskja, sem fyrst og fremst framkvæmir þær hugdettur, sem ásækja hana, og tjáning hennar virðist með þeim hætti, að persónuleiki hennar fær að öllum jafnaði að njóta sín. En það fer ekki fram- hjá neinum, er þessa sýningu skoðar með einhverri eftirtekt, að hún er i heild nokkuð mis- jöfn, eins og reyndar ætíð verður hjá leitandi fólki, sem leggur út á listabrautina. Það má vel óska Sissú til hamingju með framtak- ið við Hverfísgötuna, og maður verður vissulega forvitinn að sjá, hvert framhaldið verður. Fréttabréf um málefni aldraðra Félagsmálastofnun Reykjavík- urborgar hefur nú sent frá sér fjögur fréttabréf til aldraðra Reykvíkinga, en byijað var að senda út siik bréf á sl. ári. Frétta- bréf um málefni aldraðra eru send öllum íbúum Reykjavíkurborgar, 67 ára og eldri. í fréttabréfí þessu er fjallað um réttindi aldraðra og ýmis hlunnindi sem veitast öldruðum Reykvíkingum en í ljós hefur komið að fjölmargir aldraðir vita ekki um ýmiskonar rétt- indi sem þeir hafa. Ennfremur er sagt frá því að höf- uðstöðvar félags- og tómstundastarfs aldraðra hafa nú flust frá Norðurbrún 1 yfír í nýja félags- og þjónustumið- stöð í Hvassaleiti 66-581 VR-húsinu. Helena Halldórsdóttir sem hefur verið yfirmaður félagsstarfsins lætur nú af þeim störfum en sinnir áfram störfum sem forstöðumaður í Norður- brún 1, en Anna Þrúður Þorkelsdóttir hefur nýlega verið ráðin sem yfírmað- ur félagsstarfs aldraðra hjá Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg rekur nú opið fé- lagsstarf fyrir aldraða á átta stöðum í borginni. Níunda félagsmiðstöðin í Bólstaðarhlíð 41-46 er tilbúin undir tréverk og verður væntanlega tekin í notkun í haust og fyrir skömmu hófust byggingaframkvæmdir við tíundu félags- og þjónustumiðstöð aldraðra á homi Vesturgötu og Garðastrætis. Það er ellimáladeild Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar sem hefur staðið að útgáfu fréttabréfsins og er hún til húsa í Tjamargötu 11. Deildarfulltrúi deildarinnar er Anna S. Gunnarsdóttir en deildar- stjóri er Þórir S. Guðbergsson. #L SVERRIR KRISTJÁNSSON HÚS VERSLUNARINNAR 6. HÆO LÖGM. HAFSTEINN BALDVINSSON HRL FASTEIGN ER FRAMTÍÐ FURUGRUND 5 HERBERGJA Á 2. HÆÐ OG EINSTAKLINGSÍBÚÐ Til sölu ca 120 fm 5 herb. íb. á 2 hæð í fjórb. Stór stofa. Suður- svalir. Stórt þvherb. og búr innaf eldhúsi. í kj. fylgir elnstaklingsíb. og gott herb. og geymsla. Vönduð og falleg eign. VANTAR - SÉRHÆÐ - RAÐHÚS Ca 125-150 fm helst með bílsk. miðsvæðis. VANTAR EINBÝLISHÚS MIÐSVÆÐIS Stórt og gott hús 200-350 fm. Einbýli á frábærum stað i Grafarvogi Vorum að fá í sölu fallegt einbhús á einni hæð á frábær- um stað í Grafarvogi. Húsið er 3-4 svefnherb., stofa, eldh., fjölskherb., anddyri, bað og þvottah. Góður bílsk. fylgir. Húsið skilast fokh. að innan með gleri í gluggum og járni á þaki. Allar uppl. og teikn. á skrifst. okkar. SKEIFAJN ^ 685556 FASTEJGrNA/vUÐLjUrS fýífYI wUv/wwV/ FASTFIGrNAfyUÐLjUM SKEIFUNNI 11A MAGNUS HILMARSSON JON G SANDHOLT I 3 LINUR LOGMENN JON MAGNUSSON HDL PETUR MAGNUSSON LOGFR tslenska meðferðastöðin: Byggð upp fyrir skand- inavíska áfengis- og eitur lyfjaneytendur SSfe' « ÍSLENSKA meðferðastöðin hóf rekstur sinn um síðustu mánað- armót að Skipholti 27, þar sem áður var Hótel Staður. For- svarsmenn nýju meðferðastöðv- arinnar eru um 20 manna hópur, sem áður starfaði hjá Líknarfélaginu Voninni að Bárugötu 11. Skúli Thoroddsen Sturla eini umsækjandinn Umsóknarfrestur um emb- ætti fræðslustjóra I Norður- landskjördæmi eystra hefur verið framlengdur til 1. apríl næstkomandi. Þegar umsóknarfresturinn rann út 15. febrúar síðastliðinn hafði ein umsókn borist, frá Sturlu Kristjánssyni, fyrrverandi fræðslu- stjóra. Sendiherra Islands í Sviss afhendir trúnaðarbréf HINN 23. febrúar sl. afhenti Páll Ásgeir Tryggvason, sendi- herra, hr. Pierre Aubert, forseta Sambandsráðs Sviss, trúnaðar- bréf sitt sem sendiherra íslands í Sviss. er framkvæmdastjóri, Bryiýólf- ur Hauksson er yfirlæknir og Bjarni Steingrímsson er ráð- gjafi. Hin nýja meðferðastöð hefur yfír að ráða um 40 sjúkrarúmum. Á neðri hæð hússins fer fram hin svokallaða afvötnun og á efri hæðinni eftirmeðferð. Nýja stöðin er byggð upp fyrir Skandinava og fara fyrirlestrar fram á skandin- avísku. Forsvarsmenn stöðvarinn- ar eru nú á ferð um Svíþjóð í markaðsöflun. Leiðbeinendur eru þó allir íslenskir, en starfíð verður. í svipuðu formi og starf Vonarinn- , ar hefur verið til þessa, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Eins og kunnugt er hefur staðið nokkur styrr út af Líknarfélaginu Voninni þegar sett var á stofn | svipuð meðferðastöð í Danmörku ; á vegum tveggja stjórnarmanna | Vonarinnar. I kjölfar þess sögðu | allir starfsmenn Vonarinnar hér á | landi upp störfum sínum og hafa, nú stofnað íslensku meðferðastöð-1 ina. Þrír bræöur fluttu ínn og dreifðu hassi MÖNNUNUM, sem setið hafa i haldi vegna sölu og dreifingar á fíkniefnum, hefur nú verið sleppt úr haldi og er málið upplýst að fullu. Að sögn Þórðar Þórðarsonar, deildarlögfræðings hjá lögregl- unni, er um að ræða innflutning og dreifíngu á hassi. Einn mann- anna fór til Danmerkur sjö sinnum á tímabilinu frá apríl f fyrra til janúar í ár til kaupa á efninu. Yfirleitt fór maðurinn einn, en einu sinni fór bróðir hans með honum og kunningi hans öðru sinni. Þriðji bróðirinn sá síðan um dreifíngu hassins hér á landi. Á ferðum sfnum notuðu mennimir röng nöfn og sviku út gjaldeyri til kaupanna. Hagnaður mann- anna af sölunni var að hluta notaður til frekari innkaupa. Alls fluttu mennimir inn um 6 kíló af hassi, en af því magni lagði lög- reglan hald á 800 grömm í desember síðastliðnum og um 500 grömm í janúar. Söluverðmæti þeirra 4,7 kflóa sem komust í umferð mun í dag vera um 4-4,5 milljónir. FTmm menn hafa setið í gæslu- varðhaldi hér á landi vegna máls þessa og einn var handtekinn af lögreglunni í Danmörku. Hafði sá séð um útvegun hassins þar í landi. Fjöldi fólks hefur verið yfír- heyrður vegna málsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.