Morgunblaðið - 27.02.1987, Page 17

Morgunblaðið - 27.02.1987, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987 17 IBM-SKAKMOTIÐ Short sætti sig við skiptan hlut ÞAÐ var hinn gamalreyndi ung- verski skákmaður, Lajos Port- isch, sem varð fyrstur til þess að stöðva sigurgöngu Englend- ingsins unga, Nigels Short, er þeir sömdu jafntefli eftir 21 leik i 7. umferð IBM-skákmótsins á Hótel Loftleiðum, sem tefld var í gærkveldi. Short bar sigur úr bítum i sex fyrstu skákunum og hefur því 6,‘/2 vinning, tveimur vinningum yfir næstu menn, sem eru þeir Portisch og Timman. Annars var þessi umferð ein sú daufasta til þessa, þar sem þrem- ur skákum til viðbótar lauk með jafntefli. Það voru helst „gömlu mennirnir", Tal og Kortsnoj, sem létu að sér kveða. Skák þeirra varð fjörug og þegar hún fór i bið var Tal með gjörunna stöðu, hafði drottningu gegn hrók og riddara Kortsnojs. Skák Jóhanns og Margeirs fór einnig í bið og hefur Margeir vinningsstöðu. Tal fléttar Tal og Kortsnoj tefldu opna af- brigðið af spánska leiknum. Tal reyndi kóngssókn, en Kortsnoj jafn- aði taflið og var kominn með betri stöðu, að mati þeirra sem best þekkja til, þegar hann lék af sér og gaf Tal kost á skemmtilegri fléttu. „Eg skil ekkert í Kortsnoj að gefa Tal færi á þessu," sagði Guðmundur Siguijónsson, stór- meistari, sem skýrir athyglisverð- ustu skákir hverrar umferðar. Tal fómaði báðum riddurum sínum og einn í skákskýringarsalnum heyrð- ist segja: „Hann skyldi þó aldrei skrautmáta hann.“ Að lokum varð Kortsnoj að gefa drottningu sína fyrir hrók til þess að forðast mátið og biðstaðan er gerunnin fyrir Tal. Takið, sem Kortsnoj hefur haft á Tal, er því eitthvað farið að linast, en það er ár og dagur síðan hann hefur mátt lúta í lægra haldi fyrir „töframanninum frá Riga“. Tefldi sama afbrigði gegn heimsmeistaranum Short, sem stýrði svörtu mönnun- um gegn Portisch, hefur ef til vill þótt nóg komið og hefur ekki séð ástæðu til þess að reyna að knýja fram sigur gegn „teoríuhestinum" frá Ungveijalandi. Short tefldi gijótgarðsafbrigðið af hollenskri vöm gegn drottningarpeðsbyijun Portisch, en þeirri sömu byijun beitti hann gegn heimsmeistaranum Garri Kasparov, i hraðskákeinvígi þeirra í sjónvarpi fyrr á árinu, með slæmum árangri, því hann tapaði skákinni. Portisch fékk snemma þægilegt tafl og þar sem hvorugur virtist í baráttuskapi varð jafnteflið niðurstaðan. Fyrsti sigur Margeirs innan seilingar Agdestein var með hvítt gegn Ljubojevic og upp kom drottningar- indversk vöm. Eftir að setið hafði verið yfír taflinu í rúmar tvær klukkustundir og tefldir 19 leikir var sæst á jafntefli. Jafntefli varð einnig upp á teningnum í skák þeirra Timmans og Helga Ólafsson- ar. Helgi hefur eflaust talið ráðlegt að fara varlega í sakimar eftir ófar- imar gegn Agdestein í 6. umferð- inni og má vel við jafnteflið una, enda stýrði hann svörtu mönnunum. Slavnesk vöm kom upp hjá Jóhanni Hjartarsyni og Margeiri Péturssyni. Þótti Jóhann hafa betra tafl framan af, en í tímahraki tókst Margeiri að snúa á Jóhann og má telja mjög líklegt að biðskákin sé unnin fyrir Margeir. Ef Tal og Margeir vinna biðskák- ir sínar, er staðan á mótinu þessi þegar fjórar umferðir em eftin Short er efstur með 6J/2 vinning. í 2.-4. sæti era Tal, Timman og Portisch með 4,‘/2 vinning, 5. Korc- Nr Nafn Land 1 2 3 4 5 6 7 B 9 10 11 12 Vinn Rbð 1 ISD 1 0 0 4 4 4 3 7-0 P Maraeir Pétursson ISD 0 0 0 0 B 0 4 '4+B 12 3 Niael D Short ENG 1 1 ll ’4 1 1 1 64 1 4 Jan H Timman NDL 1 1 0 1 1 0 '4 4'4 2-3 5 Laíos Portisch HUN 4 1 4 '4 1 1 0 V4 2-3 6 Jóhann Hjartarson ISD 4 B 0 0 '4 0 1 2 +B 11 7 Lev Poluaaevsky URS •4 1 4 4 '4 0 4 34 b R Mikhail N Tal URS ‘4 1 ‘4 4 '4 B 4 3'4*B 5 9 Simen Agdestein NOR 0 0 ‘4 '4 4 4 1 3 7-B 10 Ljubomir Ljubojevic JUG 0 0 0 l ‘4 4 ‘4 24 9-10 11 Viktor Korchnoi SWZ 1 0 1 1 0 1 B A +B A 12 Helgi Olafsson ISD '4 ‘4 0 '4 '4 '4 0 fm & 9-10 IBM Super Chems Tournament, Reykjavik 19B7 Úrftlit i 7. umferð VKS hf Hvitt Svart Clrslit Jan H Timman - Helgi Olafsson 4-4 Lajos Porti»ch - Nigel D Short 4-4 Jóhann Hjartarson - Margeir Pétursson Bifiskák Lev Polugaevsky - Jón L Arnason 4-4 Mikhail N Tal - Viktor Korchnoi Biðskák Simen Agdestein - Ljubomir Ljubojevic 4-4 Móthftr Jar i 8. umferá VKS hf Hvitt Svart Úrsl it Helgi Olafsson - Ljubomir Ljubojevic Viktor Korchnoi - Simen Agdestein Jón L Arnason - Mikhail N Tal Margeir Pétursson - Lev Polugaevsky Nigel D Short - Jóhann Hjartarson Jan H Timman - Lajos Portisch Stafia VKS hf Roð Nafn Vinningar ELO-stig Ný ELO-stig Hlutur nú 1 Nigel D Short 64 2615 2640 ( 25) ♦3130 2-3 Lajos Portisch 44 2610 2620 ( 10) «1565 Jan H Timman 44 2590 2600 ( 10) ♦2007 4 Viktor Korchnoi 4 *B 2625 2630 ( 5) «2087 5 Mikhail N Tal 34+B 2605 2610 ( 5) ♦522 6 Lev Polugaevsky 34 2505 2585 «522 7-B Simen Agdestein 3 2560 2560 ♦522 Jón L Arnason 3 2540 2540 ♦522 9-10 Ljubomir Ljubojevic 24 2620 2605 (-15) ♦522 Helgi Olafsson 24 2550 2545 (- 5) 11 Jóhann Hjartarson 2 +B 2545 2540 (- 5) ♦522 12 Margeir Pétursson 4+B 2535 2515 (-20) hnoj með 4 vinninga, 6. Polugaev- sky með 3J/2 vinning og í 7.-8. sæti era Agdestein og Jón L. Ama- son með 3 vinninga. HJ 11 Morgunblaðið/Einar Falur Short og Portisch fara yfir skákina í gærkveldi, sem stöðvaði sigur- göngu Shorts. Tal fléttar á erkifjandann Skák Bragi Kristjánsson Tal og Korchnoi tefldu opna af- brigðið af spönskum leik sem Korchnoi er kunnur snillingur í. Tal beitti afbrigði sem Korchnoi mátti þola miklar hrakfarir í í einvígi við Karpov um árið. Síðan er langt um liðið og endurbætur vora á taktein- unum af hendi beggja aðila og var almennt álitið að staðan hallaði á Tal í skákskýringarsal. Korchnoi missti peð í miðtaflinu að óþörfu og náði engu spili fyrir það. Tilraun- ir hans til að flækja taflið gáfu Tal færi á glæsilegri leikfléttu, sem leiddi til auðunninnar biðstöðu. Þessi sigur hefur öragglega glatt hinn aldna fléttusnilling eftir §öl- margar misheppnaðar fléttur gegn Korchnoi, auk niðrandi skrifa Korc- hnois um Tal í endurminningum. Hvítt: Mikhail Tal Svart: Viktor Korchnoi Spánskur leikur 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Bal - RfG 5. 0-0 - Rxe4 6. d4 - b5 7. Bb3 - d5 8. dxe5 - Be6 9. Rbd2 - Rc5 10. c3 - d4 11. Bxe6 (Karpov bryddaði eitt sinn upp á 11. Rg5!? í einvígisskák gegn Korchnoi og heimildir hermdu að leikurinn væri ranninn undan ri^um Tals, sem þá var aðstoðar- maður hans, en Tal hefur engan áhuga nú að skoða hugarsmíð sína.) 11. — Rxe6 12. cxd4 — Rcxd4 13. Re4 - Be7 14. Be3 - Rf5 15. Dc2 - 0-0 16. Hadl - Rxe3 17. fxe3 - Dc8 18. h3 (18. Rd4 - Rxd4 19. exd4 — De6 er algeng- ara)- 18. - Hd8 19. Rh2 - Hxdl 20. Dxdl - De8 21. Dh5 (Hvítur hefur ágæt sóknarfæri í mótfæri við tætingslega peðastöðu. í áframhaldinu reynir Korchnoi að skipta upp á Úðsaflanum, en Tal víkur sér léttilega undan.) 21. — Rc5 22. Rg3 — a5! (Snjall leikur, undirbýr að færa hrókinn yfír á kóngsvæng.) 23. Rf5 — Ha6 24. Rg4 — Hg6 (Sóknaraðgerðir hvíts era nú komnar i strand.) 25. b3 —Bd8 (Skákin fengi snöggan endi eftir 25. — Hg5? 26. Rfh6-i— gxh6 27. Rxh6+ - Kg7 28. Hxf7+ - Kh8 29. Hxh7+) 26. Rf2 - Dc6 27. e4! — De8? (Tal er iðinn við gildramar! Peðið var tormelt sökum 28. Hdl t.d. 28. - Rd6 29. Rg4, en betra var hins vegar 27. — Re6) 28. Ddl - Be7 29. Dd2 - Bf8? (Gefur peð að óþörfu. 29. — Ha6 var betra.) 30. Dxa5 — Dxe5 31. Dxb5 - He6 32. Db8 - h5 33. Dd8 — g6? (Úr öskunni í eldinn! Svartur hefur veikt kóngsstöðu sína ótæpilega og lítil Tal-flétta birtist nú á borðinu.) 34. Rh6+ — Kg7 (Hvítt: Kgl, Dd8,Hf 1 ,Rh6,Rf 2, Peð: h3,g2,e4,b3,a2 Svart: Kg7, De5,He6,Bf8,Rc5, Peð: h5,g6,f7, c7 35. Rfg4! — hxg4) (Annað var ekki að gera.) 36. Hxf7+ - Kxh6 37. Dxf8+ - Kg5 38. h4+ - Kxh4 39. Dh6+ - Dh5 40. g3+ — Kxg3 (Svartur er óveij- andi mát eftir 40. — Kh3 41. Dd2) 41. Df4+ - Kh4 42. Df2+ - g3 (Mát er fyrirsjáanlegt eftir 42. — Kg5 43. De3+ - Kh4 44. Hf2 - g3 45. Hf4+ - Kh3 46. Dd2 o.s.frv.) 43. Hf4+ - Kg5 44. Dxg3+ — Kh6 45. Hh4 — Hxe4 46. Hxh5+ - Kxh5 47. Dxc7 (í þessari stöðu setti Korchnoi skákina í bið í stað þess að gefast upp umsvifalaust.) INNLAUSNARVEF® VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í2. FLB1985 Hinn 10. mars 1987 er þriöji fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl. B1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 3 verður frá og með 10. mars nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini kr. 2.149,45 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. september 1986 til 10. mars 1987 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. setpember 1985 til 1614 hinn 1. mars 1987. Athygli skai vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gialddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 3 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Hafnarstræti 10, Reykjavík, og hefst hinn 10. mars n.k. Reykjavík, febrúar 1987 SEÐLABANKIÍSLANDS . v ■ ■; . . . Jjt’ ■; raatS2ía£

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.