Morgunblaðið - 27.02.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.02.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987 Brazilía: Efnahag- urinn erfiður Brasilá, AP. RÍKISSTJÓRN Brazilíu tók á miðvikudag í sínar hendur stjóm fimm bankastofnana, er skulda samtals um 2 millj- arða dollara. Jafnframt var tilkynnt að skammtímalán frá erlendum bönkum yrðu aðeins greidd ef bankamir héldu áfram að lána Brazilíumönn- um. Fjármálaráðherra lands- ins og seðlabankastjóri lögðu í gær af stað í ferð til 6 landa til þess að skýra þá ákvörðun ríkisstjómar Brazilíu, að greiða ekki vexti af erlendum lánum, sem nú nema 108 milljörðum dollara. Italía: Fylgifiskar verkfalls Rómaborg, AP. VERÐHÆKKANIR á mat- vöru og skortur á eldsneyti setja sinn svip á daglegt líf á Ítalíu þessa daganna. Oku- menn flutningabíla hafa verið í verkfalli að undanfömu til að mótmæla hraðatakmörkun- um og háum sektum. Um 80% af öllum vamingi er fluttur með bifreiðum á Italíu og hafa fregnir borist um allt að 50% hækkun verðlags á matvörum á nokkrum stöðum. Verkfalls- menn hafa gripið til ýmissa aðgerða til að tefja umferð og einnig hafa óánægðir borgarar gripið til sinna ráða gegn öku- mönnunum. Pretoría: Allir kynþættir í sömu kvik- myndahús Pretoría, AP, Reuter. BORGARRÁÐ Pretoríuborgar í Suður-Afríku, sem talið hefur verið mjög íhaldssamt, sam- þykkti á miðvikudagskvöld að kvikmyndahús þar, skyldu op- in fólki af öllum kynþáttum. Kvikmyndahús eingöngu ætl- uð hvítu fólki eru þá aðeins starfrækt í tveimur smábæum í Suður-Afríku. Sagt er að þeir aðilar er dreifa erlendum myndum til kvikmyndahús- anna hafi knúið á um breyting- ar þar sem þeir hafi orðið fyrir þrýstingi, aðallega frá banda- rískum aðilum, sem hafí neitað að láta þá fá myndir ef kyn- þáttaaðskilnaði yrði haldið til streitu. Olía við Falk- landseyjar? London, AP. BRESKA ríkisstjómin hefur samþykkt að bandarísk flug- vél, er flytur vísindamenn, fái að lenda á flugvelli sem nýíega var gerður á Falklandseyjum. Tekið var fram að ekki væri um herflugvél að ræða. Vísindamennimir starfa fyrir rannsóknarstofnun sem er í tengslum við háskólann í Tex- as í Bandaríkjunum og ætla þeir að rannsaka jarðlög á hafsbotni suður af Falklands- eyjum, þar sem líklegt er talið að finna megi olíu. Argentínu- menn, sem gera eins og kunnugt er tilkall til eyjanna, hafa þegar látið í ljósi óánægju með ákvörðun bresku stjómar- innar. Reuter Ofursti í sovézka hernum sprangar um við mynni jarðgangna, sem liggja inn í jarðbyrgi á tilraunasvæði Sovétmanna í Mið-Asíu. Sovét- menn hófu í gær að nýju tilraunir með kjarnorkuvopna á þessum stað eftir 19 mánaða hlé. Andófsmaður handtekinn í Ungveijalandi: Neitaði að gegna herþjónustu sam- visku sinnar vegna Búdapest, Reuter. LÖGREGLUMENN handtóku Zsolt Kesztehlyi, þekktan ungverskan andófsmann, á miðvikudag fyrir að neita að gegna herþjónustu. Kes- ztehlyi hafði verið tilkynnt um að honum bæri að gefa fram til herþjónustu þann sama dag en hann neitaði og kvaðst ekki geta það samvisku sinnar vegna þar eð skoðanir hans. Er þetta í fyrsta Ungveijalandi af þessum sökum. Zsolt Kesthelyi er 23 ára gamall og hefur verið ritstjóri óleyfílegs tímarits, sem gefíð er út í Búdapest. Honum bar að gefa sig fram til her- þjónustu í bænum Kiskunfelegyhaza í suðurhluta landsins á miðvikudag en hafði áður lýst því yfír að hann myndi ekki hlýða þessu boði þar eð það gengi þvert á samvisku hans. Sagði hann að frelsi manna til að gera það sem samviska þeim byði væri tryggt í stjórnarskrá Ungverja- lands en það ákvæði væri í raun hundsað. „Fari ég í herinn neyðist ég til að gera það sem mér er sagt," sagði Kesthelyi í viðtali við Reuter- fréttastofuna og vitnaði í því sambandi til þess að sovéskir her- menn hefðu fengið skipun um að ráðast inn í Tékkóslóvakíu árið 1968. Kesthelyi hafði ritað stjórnvöldum bréf þar sem hann skýrði sjónarmið sín og kvaðst reiðubúinn til að taka út sína refsingu. „Ég tel að með þessu leggi ég mitt af mörkum til að skapa þjóðfélag þar sem ábyrgð og sam- viska einstaklingsins ræður meira en blind trú. Hið sama hefur ráðið bar- kt fæn ekki í saman við pólitískar skipti sem maður er handtekinn í áttu minni fyrir skoðana- og tjáning- arfrelsi," sagði í bréfí hans. Þeir sem neita að gegna herþjón- ustu í Ungveijalandi eru yfírleitt dæmdir til þriggja ára fangelsisvist- ar. Andófsmenn í Ungveijalandi telja að 120 manns sitji nú innan fangelsis- múra fyrir að neita að gegna her- þjónustu af trúarlegum ástæðum. í nágrannaríkinu Tékkóslóvakíu skýrði talsmaður „Jazz-deildarinnar“, en svo nefnast óformleg samtök fólks sem berst fyrir auknu fijálsræði í menningarmálum, frá því á miðviku- dag að sjö helstu leiðtogar samtak- anna yrðu dregnir fyrir rétt þann 10. næsta mánaðar. Samtökin hafa gefíð út ýmis konar menningæ-eftii og er fólkið sakað um að hafa stundað óleyfíleg viðskipti. Hámarksrefsing við þess háttar brotum er átta ár. Vasil Bilak, einn helsti hugmynda- fræðingur tékkneska kommúnista- flokksins, sagði nýlega að opinberri stefnu yrði ekki breytt þrátt fyrir aukið umburðarlyndi stjómvalda í Sovétríkjunum. Sovétmenn byija aftnr til- raunir með kjamorkuvopn Bretar seeria að tilraunabannið hafi verið áróðrusbrasfð Moskvu, London. APP*^ SOVÉTMENN sprengdu kjarn- orkusprengju neðanjarðar í gærmorgun og bundu þarmeð endi á einhliða bann við kjarn- orkutilraunum, sem gekk í gildi 25. júlí 1985, þegar 40 ár voru liðin frá því kjarnorkusprengju var varpað á borgina Hiroshima í Japan. TASS-fréttastofan sovézka sagði í tilkynningu að sprengjan hefði verið sprengd á tilraunasvæði við Semipalatinsk nærri Kazakstan og að hún hefði verið undir 20 kíló- tonnum, en það var stærð sprengj- unnar, sem varpað var á Hiroshima. Embættismenn í Moskvu sögðu að Sovétmenn hefðu neyðst til að hefja lq'amorkutilraunir að nýju vegna þess að Bandaríkjamenn hefðu þverskallast við tilboði þeirra um bann við tilraunasprengingum. Bandaríkjamenn hafa sagst standa Rússum langt að baki í kjamorkutil- raunum. Tilraunasprenging Rússa mæld- ist illa fyrir á Vesturlöndum. Brezka stjómin sendi frTa sér tilkynningu þar sem sagði að sprengingin sann- aði að tilraunabann Sovétmanna hefði verið hreint áróðursbragð. Helzti stjómarandstöðuflokkur Vestur-Þýzkalands, Jafnaðar- mannaflokkurinn, lýsti andúð sinni og Horst Ehmke, sérfræðingur flokksins í afvopnunarmálum, sagði að hún hefði verið með öllu óþörf í vamarlegu tilliti séð. Sýningum hætt á uppáhaldi Svía Shamir er andvígur alþjóðlegri ráðstefnu Tel Aviv. AP. YITZHAK Shamir, forsætisráð- herra ísraels, sagði í gær, að Shimon Peres, utanríkisráðherra, hefði ekkert umboð til að semja um þátttöku ísraela í alþjóðlegri ráðstefnu rnn Miðausturlönd. Per- es er nú í Egyptalandi til viðræðna við þarlenda ráðamenn. Peres kom til Kairó á miðvikudag og hefur það komið fram í viðræðum hans við Hosni Mubarak, Egypta- landsforseta, að hann er hlynntur alþjóðlegri ráðstefnu um ástandið í Miðausturlöndum. Mikill ágreiningur er þó um hveijir skuli vera fulltrúar Palestínumanna á slíkum fundi. Shamir, sem í fyrradag kom heim frá níu daga heimsókn í Bandaríkjun- um, sagði við komuna, að hann væri andvígur ráðstefnu af þessu tagi. „Utanríkisráðherrann hefur heldur ekkert umboð til að semja um þátt- töku okkar vegna þess, að um hana er mikill ágreiningur innan stjómar- innar," sagði Shamir. Hann vill beinar viðræður við Egypta og Jórdaníu- menn og telur, að fyrirhuguð ráð- stefna sé aðeins til að auðvelda Sovétmönnum afskipti af málefnum Miðausturlanda. myndina sjálfa" og Inger Johans- son, sænskur starfsmaður dreifíng- arfyrirtækisins, taldi, að Svíar, sem oft væru sakaðir um skrifræði og ofskipulagningu, „fyndu sjálfa sig“ í myndinni. Fjallar hún um menn á geðsjúkrahúsi, sem gera uppreisn gegn þeim reglum, sem þar eiga að ríkja. • n . iteuier Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels, og Hosni Mubarak, Egypta- landsforseti, sátu í gær á rökstólum í Kairó. Sem fyrr var það umræðuefnið hvort unnt er að koma á friði i Miðausturlöndum. Stokkhólmi. AP. Á miðvikudagskvöld lauk sýn- ingum á bandarísku kvikmynd- inni „Gaukshreiðrinu" í kvikmyndahúsi einu í Stokk- hólmi og hefur myndin þá verið sýnd þar stanslaust í 573 vikur, 11 ár, og mun það vera heims- met. Myndin, sem er með Jack Nichol- son í aðalhlutverki, var fyrst sýnd 26. febrúar árið 1976 og síðan hafa tvær milljónir Svía séð hana eða fjórðungur þjóðarinnar. Milos Forman, höfundur myndarinnar, sagði í fyrra, að vinsældir hennar í Svíþjóð „segðu meira um Svía en ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.