Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 Kristján Thorlacius, formaður HÍK: Tilboðið harla rýrt „Ég er ekki í neinni sæluvímu yfir þessu tilboði. Það er harla rýrt. og gengur út á það að taka af á einum stað og bæta þvi við á öðrum. Það er í lagi að nota það sem umræðugrundvöll, en við þurfum að fá inn meiri kaup- hækkanir, sem við sjáum ekki að séu hreinlega fyrir hendi að ráði í þessu tilboði," sagði Krist- ján Thorlacius, formaður Hins íslenska kennarafélags eftir fund samninganefndar félagsins með samninganefnd ríkisins í gær. A fundinum lagði ríkisvald- ið fram fyrsta formlega tilboðið til HÍK, en félagið hefur boðað verkfall frá og með mánudegin- um 16. mars. varð 1. mars, og einnig væri greiðsla fyrir yfirvinnu lækkuð, sem og verkefnaálag. „Það líður óðum að því að verkfallið skelli á og þeg- ar það gerist ekki meira en þetta þá dofnar auðvitað vonin um að samningar takist áður en til verk- fallsins kemur," sagði Kristján ennfremur. TUboð í flutningana fyrir varnarliðið opnuð Morgunblaðið/Jón Ásgeir Sigurðsson Flutningar fyrir varnarliðið: Tvö tilboðanna íslenzk Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Bandaríkjunum. Annar samningafundur hefur verið boðaður í dag og ætlar HÍK þá að leggja fram athugasemdir sínar við tilboðið. HÍK hefur gert kröfu um að lágmarkslaun verði 45.500 krónur. Kristján sagði að tilboð ríkisins feldi í sér um 40 þúsund króna lágmarkslaun, en þar væri inni 2% launahækkun, sem Sambandið, Eimskip og Rain- bow Navigation gerðu tilboð í fraktflutninga til íslands fyrir bandaríska flotann, en tilboðs- frestur rann út föstudaginn 6. mars. Óvíst er hvort önnur bandarísk skipafélög gerðu til- boð í fraktflutningana. Sam- kvæmt bandarískum lögum er flotanum óheimilt að gefa upp opinberlega hverjir gera tilboð i flutningana. Á fundi í Washington 12. febrúar síðastliðinn mættu fjórir fulltrúar IiEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Yfir suður-skandinavíu er heldur minnk- andi 1040 millibara hæð, en 978 millibara lægð skammt suður af Hvarfi hreyfist norður. SPÁ: ( dag veröur sunnan- og suðvestan kaldi eða stinningskaldi og hlýtt í veðri, en kólna mun vestanlands með kvöldinu. Úrkomu- belti þokast austur um landið og rigning því víöast hvar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FÖSTUDAGUR: Vestan- og suðvestanátt og kólnandi veður. Él og 1 til 4 stiga frost vestanlands, en hiti nálægt frostmarki og léttir til austanlands. LAUGARDAGUR: Vestanátt sunnanlands en breytileg átt fyrir norð- an. Léttskýjað suðaustanlands en él víða annars staðar. Frost á bilinu -1 til -6 stig. TÁKN: O ► Heiðskirl Léttskýjað 4 Hálfskýjað Ásiýi,í Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■|0‘ Hitastig: 10 gráður á Celsíus X/ Skúrir * V El — Þoka = Þokumöða ’ , ’ Suld OO Mistur —|- Skafrenningur [7 Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl weöur Akureyri 7 alskýjað Reykjavfk 7 rigning Bergen 4 heiðskfrt Helsinki -1 þokumóða JanMayen -2 alskýjað Kaupmannah. -1 heiðskírt Narsserasuaq 1 skafrenn. Nuuk -1 snjókoma Osló -2 léttskýjað Stokkhólmur 2 lóttskýjað Þórshöfn 6 alskýjað Algarve 18 þokumóða Amsterdam 3 mistur Aþena 9 lóttskýjað Barcelona 13 skýjað Bertfn 0 heiðskfrt Chicago Glasgow —8 skýjað vantar Feneyjar 4 helðskfrt Frankfurt 3 mlstur Hamborg 2 lóttskýjað Las Palmas 23 léttskýjað London 6 mistur LosAngeles 13 skýjað Lúxemborg 3 léttskýjað Madrfd 13 mistur Malaga 18 alskýjað Mallorca 14 skýjað Miaml 13 mlstur Montreal -16 léttskýjað NewYork -8 lóttskýjað París 4 helðskfrt Róm 9 helðskfrt Vfn -1 mistur Washington -4 alskýjað Winnipeg -16 þokumóða bandarískra skipafélaga. Tals- mönnum annarra bandarískra skipafélaga en Rainbow Navigation þótti ákvæði um 300 feta hámarks- lengd flutningaskipa og 16 feta sjólínu útiloka fyrirtæki sín frá til- boðsgerð. Uppi voru raddir um að leggja fram formleg mótmæli áður en tilboðsfresti lyki, en úr því varð ekki. George Crighton hjá Dock Ex- press-skipafélaginu og David Oberlin hjá Fednav-skipafélaginu tjáðu fréttaritara Morgunblaðsins að þeir hefðu ekki gert tilboð í flutn- ingana. James Kelly lögfræðingur Crowley Maritime-skipafélagsins og annarra flutningsaðiia vildi í gær ekki tjá sig um það, hvort umbjóð- endur hans hefðu gert tilboð. Á fundinum 12. febrúar kom fram að sjóflutningadeild flotans gerði ráð fyrir meira en einu tilboði frá bandarískum aðilum. Það skipafélag, bandarískt eða íslenskt, sem gerir lægsta tilboð, hlýtur 65% flutninganna. Afgang- inn flytur skipafélag það frá hinu landinu, sem gerir lægsta tilboð. Þó hefur sjóflutningadeildin heimild til að auka hlut íslenska aðilans eftir því sem þörf krefur. Útboðið gerir ráð fyrir að þeir sem samið verður við, hefyi flutninga 1. maí næstkomandi. Sjóflutningadeild flotans getur að fengnum tilboðum kallað til við- ræðna fulltrúa þeirra skipafélaga sem gerðu gild tilboð, það er að segja tilboð sem standast útboðslýs- inguna. Að sögn talsmanna sjó- flutningadeildarinnar hefur ekki gefist tími til að meta hvort óskað verður eftir slíkum viðræðum, en ef til þess kæmi geta skipafélögin hugsanlega breytt tilboðum slnum. íslenzk sendinefnd ræð- ir skreiðarmál í Nígeríu ÍSLENZK sendinefnd undir for- ystu Ólafs Egilssonar, sendi- herra, er nú á förum til Nígeríu til að freista þess að liðka fyrir viðskiptum með skreið þar í landi og flýta greiðslu á útistandandi skuldum okkar þar. Þær nema nú hundruðum milljóna króna. Enn hefur ekki tekizt að selja um 30.000 pakka af skreið, sem fóru til Nígeríu í ágúst síðastliðn- um og meðal annars varð mikill málarekstur út af þar í Iandi. Þá eru nú á leið þangað 30.000 pakkar til viðbótar, sem ekki hafa verið seldir. Ólafur Egilsson, sendiherra, sagði I samtali við Morgunblaðið, að ætlunin með ferðinni væri að kanna aðstæður á skreiðarmörkuð- unum í Nígeríu og reyna að greiða fyrir málum, sem lengi hefðu verið í gangi þar og erfíðlega gengi að finna lausn á. Ennfremur að reyna að flýta fyrir greiðslu útistandandi skulda okkar þar. Með Ólafí í ferð- inni verða Atli Freyr Guðmundsson, deildarstjóri í viðskiptaráðuneytinu, Bjöm Tryggvason, aðstoðarbanka- stjóri í Seðlabankanum, Ólafur Helgason, bankastjóri í Útvegs- bankanum og Einar B. Ingvarsson, fulltrúi bankastjóra Landsbankans. Auk þess er gert ráð fyrir því, að fulltrúar útflytjenda verði í Nígeríu á sama tíma. Efnahagsástand í Nígeríu er nú að breytast til batnaðar eftir mikla lægð. Á sínum tíma höfnuðu Nígeríumenn aðstoð alþjóðlegra peningastofnana vegna skilyrða þeirra um breytingar á efnahags- stefnu landsins. Á blómaskeiði olíuvinnslu og útflutnings landsins dróst landbúnaður saman og hefur ekki náð sér á strik síðan er hagnað- ur af olíunni minnkaði. Á þessu tímabili hafa meðaltekjur lands- manna minnkað um fjórðung og afborganir af erlendum skuldum fóru upp í 44% af útflutningstekj- um. Nú hafa Nígeríumenn hins vegar náð samkomulagi við fyrr- nefndar stofnanir um lánveitingar og skuldbreytingar eldri lána og telja að með því lækki afborganir niður í 22% af útflutningstekjum og jafnvel meira. Þetta eykur mönn- um hér heima bjartsýni á því, að greiðslur fari nú að berast frá Nígeríumönnum og hugsanlega verði hægt að selja þeim meira af skreið, en hvort svo verður, er enn með öllu óljóst. 970.000 lestir af loðnu á land NÚ eru komnar rúmlega 970.000 lestir af loðnu á land frá upphafi vertíðar. Veiðarn- ar ganga vel og um 30 skip eiga enn eftir kvóta. Loðnan veiðist vestur af Eyjum, á Breiðafirði, út af Garðskaga og í Bugtinni. Auk þeirra skipa, sem áður er getið, tilkynntu eftirtalin um afla á þriðjudag: Víkurberg GK 270, Víkingur AK 500, Harpa RE 450, Kap II VE 550, Höfr- ungur AK 500, Júpíter RE 500, Hilmir SU 1.300, Húnaröst ÁR 560, Helga II RE 530, Guð- mundur VE 500, Þórshamar GK 350 og Gullberg VE 600 lestir. Síðdegis á miðvikudag hafði eitt skip, Isleifur VE, tilkynnt um afla, 500 lestir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.