Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 66
4 66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 flenmm „VT& vorum vön oS rifa&t peQar viá vorum ung: Við uyum upp úr Þvú " ást er... ... að skilja veik- leika hvors annars. TM Rra u.s. Pat. Ott.-all fights reservra ®19B4 Los Angeles Times Syndicate En útsýnið. Lofað var skemmtilegu útsýni úr íbúðinni? Já það getur ver- ið það, en helst um helgar. Varaðu þig á honum, þess- um. Hann biður um það fjórum til sex sinnum á dag. HÖGNI HREKKVÍSI SVONA STUTTU EFTlR /VIATINN! " Áþá ekkí að banna sykurát líka? Reykvíkingur skrifar: Nú síðustu daga hefur blossað upp umræða mikil um hvort sekta eigi þá ökumenn sem ekki nota bflbelti en frumvarp sem m.a. felur það í sér liggur nú fyrir Alþingi. Ég ætla aðeins að fá að leggja örfá orð í belg í þessa umræðu þar sem ég tel okkar ágætu alþingis- menn vera að stíga stórhættulegt skref ef þeir falla í þá freistingu að gera það að refsiverðu athæfi að aka um beltislaus. Ekki það að ég efist um ágæti bflbelta. Ég nota oftast bflbelti þó að það skuli fús- lega viðurkennt að maður trassi það einstaka sinnum ef um mjög stuttar snattferðir sé að ræða. Þessi belta- notkun mín bjargaði mér líka frá meiðslum eitt sinn er ég lenti í árekstri og ég veit um margt gott fólk sem bjargast hefur af sömu ástæðum. En þetta er ekki kjami málsins. Við verðum líka aðeins að íhuga valdsvið alþingismanna. Hafa þeir siðferðislegan rétt til þess að setja reglur um bílbelti? Nú kunna marg- ir að hrökkva í kút og hneykslast á þessari spumingu og svara henni á þá leið að auðvitað hafi þeir sið- ferðislegan rétt til þess. Þeir hafi þama jafnvel siðferðislegri skyldu að gegna þar sem almenn bflbelta- notkun myndi bjarga svo og svo mörgum frá meiðslum eða jafnvel dauða árlega. Gott og vel, ekki skal ég efast um það. En enn spyr ég: Hafa alþingismennimir góð- hjörtuðu rétt til þess að gera þetta þrátt fyrir það, og ef svo er hver em takmörk valdsviðs þeirra? Menn eiga það til að gleyma því að þegar forfeður okkar fóm að setja lög og reglur var það til þess að vemda rétt borgaranna gagn- vart hvor öðmm. Það var verið að sjá til þess að Jón gæti ekki gengið á rétt Páls, rænt hann eða prett. Þegar menn em aftur á móti að tala um að skylda ökumenn til þess að nota bflbelti er einungis verið að vemda þá gegn sjálfum sér. Þegar ég ek um beltislaus er ég ekki að stofna neinum öðmm í hættu en sjálfum mér. Þama verð- um við að gera skýran greinarmun á. Ég tel alþingismenn ekki hafa neinn rétt á því að vasast í mínum einkamálum meðan ég ekki er að gera neinum öðmm mein. Því ef við föllumst á rétt þeirra til þess í þessu dæmi hvemig eigum við að geta verið samkvæm sjálfum okkur og sagst vilja vera í friði á öðmm sviðum? Tökum nokkur dæmi. Allir, jafn- vel reykingamenn, em líklega sammála um að reykingar em stór- háskalegar, jafnvel lífshættulegar. Eigum við að banna reykingar al- farið? Hægt er að fallast á að reykingar séu ekki leyfðar á stöðum þar sem þær valda öðrum óþægind- um — en alfarið? Er það ekki siðferðisleg skylda hinna góðhjört- uðu alþingismanna að sjá til þess að vemda líf reykingarmannanna í sama mæli og ökumannanna? Þeir em líklega fleiri sem farast úr krabbameini af völdum reykinga en í umferðarslysum. Og ekki má gleyma þeim hættum sem fylgja röngu mataræði. Of mikil fita og sykur er stórháskalegur hlutur sem við verðum að láta vemda okkur gegn. Skyldum fólk til þess að borða hrökkbrauð og grænmeti — kannski kjöt einu sinni í viku. Einnig getur verið varasamt að ganga ekki nógu vel til fara þegar kalt er úti. Á ekki að skylda menn til þess að ganga í lopafötum og í loðfóðmðum stígvélum? Og ekki megum við einskorða okkur við líkamlega heilsu fólks. Mikið af því efni sem fólki býðst til sýnis í sjón- varpi, kvikmyndahúsum eða t.d. myndbandaleigum getur verið stór- háskalegt andlegri heilsu þeirra er þess neyta! Þama þarf Stóri-bróðir greinilega að gera eitthvað í mál- inu... eða hvað? Ég held að flestir myndu setja upp svip ef Alþingi færi að skipta sér af þeim málum sem hér hafa verið talin upp. En íhugið málið aðeins. Hver er munurinn á því að banna manneskju að ganga um illa klædd í köldu veðri og að skylda hana til þess að brúka bílbelti? í báðum tilvikunum er verið að vemda hana gegn eigin gáleysi og hvomgt athæfið myndi skaða aðra manneskju þó leyft væri. Hvar ætl- um við að setja mörkin? Nei, sektir em ekki rétta leiðin heldur fræðsla. Valdboð er ekki lausn sem samrýmist frjálsu fólki í fijálsu landi. Við verðum að brýna fyrir fólki að það sé hættulegt að nota ekki belti... rétt eins og það sé hættulegt að reykja. Þannig náum við árangri. Þeir verða alltaf til sem vilja leysa allan mögulegan vanda mannlegs lífs með boðum og bönnum, en þá braut er best að feta ekki inn á, nema við viljum afsala yfirráðum okkar yfir eigin líkama og sál í hendur Stóra-bróður. Skjátexti tíl mikilla bóta Undirritaður var viðstaddur sýn- ingu Islensku ópemnnar á Aidu fyrra sunnudag. Eðlilega var þar sungið á ítölsku en sú nýbreytni hafði verið tekin upp að stytta tex- tann, þýða yfír á íslensku og láta hann birtast á litlum skermi til hlið- ar við leikmyndina. Auk þess er fluttur stuttur efnisúrdráttur í byij- un hvers þáttar. Þýðinguna hefur Óskar Ingimarsson gert. Þetta er afar fagmannlega gert bæði þýð- ingin og tæknileg uppsetning á þessu. Þetta virðist vera til mikilla bóta fyrir óbreytta áhorfendur sem ekki skilja ítölsku og ástæða til þess að óska Ópemnni til hamingju með það. Þó mætti spyija hvort hægt væri að fella þennan skjátexta inn í leik- myndina. Ef það er hægt væri þægilegra að lesa hann þannig. Þessi nýjung er góð viðbót við frábæran flutning Islensku óper- unnar á Aidu. E.Bj., óperugestur Víkverji skrifar Markaður fyrir happdrætti virð- ist vera óþijótandi á Islandi. Sífellt bætast við ný fjárhættuspil og öll setja þau sölumet. Gömlu happdrættin selja miða í hundmð þúsundatali og Lottóið slær öll met um leið og markaðssett er þrennu- spil Háskólahappdrættisins. Það er og uppselt, þar sem ekki var prent- að nóg af miðum. Kaupgeta almennings í þessum happdrættum virðist vera óþijótandi. Samtals er gert ráð fyrir að happdrættin hafi selt miða við 180 milljónir króna í márzmánuði einum og um síðustu helgi nam salan hvorki meira né minna en 70 milljónum króna. Það er ekki gott að segja, hvað það er í þjóðarsál íslendinga, sem veldur slíkum áhuga á happdrætt- um. Kannski er þetta spegilmynd veiðimannaþjóðfélags, þar sem góð aflabrögð hafa oft og einatt skapað miklar tekjur og nú á tímum kvóta hefur kannski dregið úr því að þjóð- in fái útrás í stórum aflavinningum. Alla vega má segja að hér væri þörf rannsókna vísindamanna á þessu fyrirbæri. Kannski er líka skýringin sú, að skattalögeru þann- ig, að menn mega aldrei njóta þess aflafjár, sem þeir vinna sér inn, nema í formi þessara opinberu happdrætta, þar sem vinningar eru undanþegnir tekjuskattsálagningu? XXX Sú umræða, sem vaknað hefur í þjóðfélaginu um ofbeldi gegn bömum á heimilum vekur óhug meðal fólks. Á miðvikudag var þrítugur maður dæmdur fyrir að nauðga þriggja og hálfs árs gömlu stúlkubami og á mánudagskvöld var þáttur á Stöð 2, þar sem tekið var fyrir vændi í íslenzku þjóðfé- lagi. Þar komu fram upplýsingar, sem hljóta að vekja spumingar um það, hvað sé að í íslenzku þjóð- félagi. Birt var þar viðtal við 19 ára gamla stúlku, sem lýsti meðferð föður hennar á sér frá 10 ára aldri. Framferði mannsins gagnvart stúlkunni var svo sjúkt, að ljóst er að koma þarf upp sérstöku með- ferðarheimili fyrir einstaklinga sem hann. I umræðum síðustu missera um þessi mál hefur víða komið fram sú skoðun, hvort ekki eigi að vana menn, sem bijóta af sér gagnvart bömum og unglingum kynferðis- lega. í umræðum hefur þá m.a. komið fram, hvort líkamsrefsingar gagnvart afbrotamönnum eigi yfir- leitt rétt á sér. í íslenzkum rétti eru slíkar refsingar löngu af lagðar, en víða erlendis er til dæmis dauðarefs- ing enn við líði og í múhameðstrú- arrrílq'um em jafnvel þjófar handarhöggnir. Segja má að í krist- inni siðfræði séu líkamsmeiðingar gagnvart sakamönnum á undan- haldi - en ljóst er að þeir menn, sem drýgja þá glæpi, sem hér hefur verið lýst, séu helsjúkir og þurfi fyrst og fremst að komast undir læknishendur. Þetta em sálsjúkir menn, sem mega ekki ganga lausir. XXX Hlýindin og sú einmuna tíð, sem verið hefur í vetur hefur nú valdið því, að fjöldi tijátegunda er þegar farinn að bmma og er að koma græn slikja á mnna og annan garðagróður. Þrátt fyrir þetta er rúmur mánuður til páska og er nú eins gott að menn krossleggi fing- uma og biðji þess, að ekki komi páskahret og kuldar. Það gæti vald- ið ómældu tjóni á gróðri, sem menn hafa verið koma koma upp og hlú að undanfarin ár. Síðast var það 1963, að eftir langvinnandi hlýindi síðvetrar féllu nálar hitamæla um ein 30 stig á einni nóttu. Kól þá ösp og fleiri tegundir tijáa í görð- um. Vonandi verður ekkert slíkt slys á þessu vori.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.