Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987
31
Morgunblaðið/Þorkell
Frá aðalfundi Þróunarfélags íslands hf. á Hótel Sögu I gær. Ólafur Davíðsson stjórnarformaður flytur
skýrslu stjórnar.
Þróunarfélagið tekur
þátt í tólf verkefnum
Meirihluta erinda synjað
ÞRÓUNARFÉLAG íslands hf. hefur synjað 43 af 66 formlegum
erindum og umsóknum sem félagið fékk á síðasta ári. 12 erindi
voru afgreidd jákvætt og 11 eru enn til umfjöllunar. Þetta kom fram
á aðalfundi Þróunarfélagsins sem haldinn var í gær. Umsóknunum
var synjað vegna þess að þær uppfylltu ekki þær kröfur sem stjórn
félagsins taldi nauðsynlegt að gera, meðal annars um arðsemi.
Ólafur Davíðsson, stjórnarfor- hátt. Þróunarfélagið er ekki sjúkra-
maður Þróunarfélagsins, sagði í
skýrslu sinni til aðalfundarins að
tilgangur félagsins væri að örva
nýsköpun í íslensku atvinnulífi og
efla arðsama atvinnustarfsemi. Ól-
afur sagði að starfsemi félagsins á
síðastliðnu ári hefði talsvert mótast
af því að hér væri um nýja starf-
semi að ræða sem ekki ætti sér
hliðstæðu. Hann sagði: „Þótt nokk-
ur áhugaverð mál hafi komið til
jákvæðrar afgreiðslu, þá eru þau
tiltölulega fá. Hin eru miklu fleiri,
sem orðið hefur að neita, vegna
þess að þau uppfylltu ekki þær kröf-
ur sem stjómin taldi nauðsynlegt
að gera. Raunar er það svo að starf-
semi félagsins verður ekki síður
skilgreind með þeim málum sem
orðið hefur að bægja frá, en hinum
sem hafa verið afgreidd á jákvæðan
samlag fyrir gjaldþrota fyrirtæki,
það er ekki nýr byggðasjóður og
það á enginn rétt á fé frá félaginu.
Þessu hafa margir ekki viljað trúa.“
Sagði Ólafur að áður en Þróunar-
félagið var stofnað hefði verið
skortur á peningum til verkefna á
þessu sviði, en nú hefði komið í ljós
að ekki væri nóg að bæta úr því.
Spumingin væri einnig hvort ekki
hafi verið, og sé, skortur á hæfu
fólki ogjafnvel hugmyndum. Ólafur
gerði sér vonir um að þetta lagað-
ist, sagði að þegar sæust merki
þess að áhugaverð verkefni gætu
komið upp á næstu mánuðum. Á
hinn bóginn lagði hann áherslu á
að skortur á áhugaverðum verkefn-
um mætti ekki leiða menn frá
tilgangi félagsins um eflingu arð-
bærrar atvinnustarfsemi.
Breytingar á Tímanum
Indriði G. líklega
ráðinn ritstjóri
LÍKUR era á því að Indriði G.
Þorsteinsson rithöfundur verði
ráðinn sem ritstjóri að Tímanum,
Milliþinganef nd
í skattamálin
ÞORSTEINN Pálsson, fjármála-
ráðherra, greindi frá því við
umræður um staðgreiðslu skatta
í neðri deild Alþingis á þriðjudag
að hann hefði ákveðið að koma á
fót milliþinganefnd til að fylgjast
með framkvæmd fyrirhugaðra
skattkerfisbreytinga. Hann
kvaðst ætla að rita þingflokkunum
bréf og óska eftir að þeir til-
nefndu fulltrúa í nefndina.
Formaður hennar verður Indriði
H. Þorláksson, skrifstofustjóri.
Svavar Gestsson, formaður Ai-
þýðubandalagsins, hafði óskað eftir
skipun slíkar nefndar fyrr við um-
ræðumar. Hann lýsti yfir stuðningi
við staðgreiðslustefnuna, en taldi
mörgu enn ábótavant um fram-
kvæmd breytingarinnar. Fjármála-
ráðherra sagði, að það hefði alltaf
staðið til að lagfæra staðgreiðslu-
kerfið í haust á grundvelli upplýs-
inga, sem aflað verður við álagningu
skatta á þessu ári.
að hlið Níelsar Árna Lund rit-
stjóra. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins er búist við að
gengið verði frá ráðningu Ind-
riða á fundi blaðstjórnar nú fyrir
helgina.
Kristinn Finnbogason, fram-
kvæmdastjóri Tímans sagði í
samtali við Morgunblaðið að til
stæði að ráða nýjan ritstjóra að
hlið Níelsar hið fyrsta. Sagði hann
að m.a. hefði verið rætt við Indriða
G. Þorsteinsson, en hann vildi ekki
segja af eða á um hvort Indriði
yrði ritstjóri. Sá ritstjóri sem ráðinn
yrði, myndi hefja störf mjög fljót-
lega.
„Það hefur lengi legið ljóst fyrir
að við þurfum annan ritstjóra
hérna, eins og öll önnur dagblöð á
landinu," sagði Níels Ámi Lund í
samtali við Morgunblaðið. Hann
sagði jafnframt: „Það var ákveðið
að ráða nýjan ritstjóra hingað um
leið og blaðinu yxi fiskur um hrygg
og núna eftir að við erum búnir að
prufukeyra í eitt ár liggur fyrir að
blaðið gengur vel og hagur þess
hefur batnað mikið. Við ætlum því
að treysta okkur enn frekar í sessi,
meðal annars með því að ráða okk-
ur annan ritstjóra."
FLATNINGSHNIFAR
BEITUHNÍFAR
SVEÐJUR
HVERFISTEINAR
í kassa og lausir
/
Gunnlaugur M. Sigmundsson,
framkvæmdastjóri Þróunarfélags-
ins, skýrði frá verkefnum félagsins.
Hann sagði frá því að félagið hefði
verið að kynna sig erlendis og hefðu
ákveðnir aðilar sýnt áhuga á könn-
un á hitasæknum örveimm sem hér
finnast í hveram, ensymvinnslu úr
fiskúrgangi og ensymum til nota í
sjávarútvegi og einnig hverskonar
þjónustu við fískeldi. Á næstunni
yrði reynt að ná sambandi við er-
lend stórfyrirtæki og kannaður
áhugi þeirra á framleiðslu hér á
landi.
Á árinu vora tólf erindi afgreidd
jákvætt. Veitt vora lán til sjö aðila,
ábyrgðir til þriggja og ákveðið að
leggja fram hlutafé í tvö fyrirtæki.
Þau verkefni sem gerð var grein
fyrir á fundinum era þessi:
* Fyrirtæki í Reykjavík fékk 10
milljóna króna lán til þess að þróa
áfram líftækniiðnað sem fyrirtækið
hefur ráðist í. Um er að ræða fram-
leiðslu á hormónalyfí úr blóði
fylfullra hryssa og þróun og tilraun-
ir með framleiðslu á hormónum úr
þvagi ófrískra kvenna.
* Fyrirtæki í Stykkishólmi var veitt
12,5 milljóna króna lán til að heíja
tilraunaveiðar og vinnslu á kúfiski.
* Tveir einstaklingar í Sandgerði
fengu lán að fjárhæð kr. 3 milljón-
ir til að hefja veiðar á ígulkeijum
og vinnslu á ígulkerjahrognum.
* Fyrirtæki í Hafnarfírði hefur
fengið lánsloforð til að koma upp
framleiðslu á blautfóðri fyrir físk-
eldi.
* Fyrirtæki í Reykjavík hefur feng-
ið 800 þúsund króna lán til að
markaðssetja forrit fyrir fasteigna-
sölur á Ítalíu.
* Fyrirtæki á Akureyri hefur feng-
ið lánsloforð vegna átöppunar og
útflutnings á vatni í neytendaum-
búðum.
* Fyrirtæki í Þingeyjarsýslu var
veitt ábyrgð á láni, sem tekið var
hjá viðskiptabanka, vegna fram-
leiðslu og útflutnings á gæludýra-
fóðri.
* Fiskeldisfyrirtæki á Reykjanesi
var veitt ábyrgð vegna sölu á seið-
um.
* Ákveðið var að leggja fram hluta-
fé í Hótel Bæ hf. á Kirkjubæjark-
laustri vegna stækkunar hótelsins.
* Þróunarfélagið lagði fram 5 millj-
ónir kr. til kaupa á hlutabréfum í
fjárfestingarfélaginu Silfurbergi hf.
Stjóm Þróunarfélagsins var öll
endurkosin á aðalfundinum, ásamt
varastjómarmönnum og endur-
skoðendum. Með Ólafí Davíðssyni
í stjóminni eru: Dagbjartur Einars-
son framkvæmdastjóri, Guðmundur
G. Þórarinsson verkfræðingur, Jón
Sigurðarson framkvæmdastjóri og
Ólafur B. Thors framkvæmdastjóri.
Um 550 þúsund króna tap varð af
rekstri Þróunarfélagsins á síðasta
ári. Hlutafé félagsins er tæplega
345 milljónir kr., þar af 172 milljón-
ir ógjaldfallnar.
ieröar
vorur
STALVIRAR
BENSLAVÍR
KRANAVÍR
VÍRMANILLA
LANDFESTARTÓG
KARAT
KARAT-TÓG
3 M/M-36 M/M
MARLIN-TÓG
KRAFT-TÓG
LOFT-TÓG
BLÝTÓG
NÆLON-TÓG
BAUJUBELGIR
LÓÐABELGIR
NETAFLÖGG
NETAKEÐJA
FÓTREIPISKEÐJUR
KEÐJUR SVARTAR
KEÐJUR GALV.
BLAKKIR GALV.
TROLL-BLAKKIR
MÖLLERODDEN-
BLAKKIR
KASTBLAKKIR
.t:
Færeyskar handfæravindur
‘"S
TROLL-LÁSAR
SKRÚFLÁSAR GALV.
PATENT-LÁSAR
VÍRAKLEMMUR
KÓSSAR
SIGURNAGLAR
BAUJUSTANGIR
ál, bambus, plast
BAUJULUKTIR
ENDURSKINS-
BORÐAR
Handfæravindur með stöng
SJÓSTENGUR
HANDFÆRAGIRNI
BEITUTÖNGLAR BULL
PLÖTUÖNGLAR
PILKAR, SIGURNAGLAR
BLÝSÖKKUR MARGAR
STÆRÐIR
PLOTUBLY
BÁTASAUMUR
BÁTARÆR
SKIPSSPÍKARAR
BAKJÁRN GALV.
BOLTAJÁRN GALV.
STÁLBIK SVART,
HVÍTT
SKIPAHAMPUR
SKIPALOKK
BOTNMÁLNING
BLÝMENJA
ZINKROMAT
VÉLALÖKK
BLAKKFERNIS
CARBOLIN
KOLTJARA
MÁLNINGARPENSLAR
LAKKPENSLAR
MÁLNINGARRÚLLUR
LAKKRÚLLUR
TJÖRUKÚSTAR
MÁLNINGARBAKKAR
MÁLNINGARFÖTUR
Ánanaustum, Grandagarði 2, síml 28855.
Opið laugardaga 9—12