Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 67 B.O.B klúbbnum finnst að senda eigi Björgvin Halldórsson sem full trúa Islands i Eurovision-keppnina í Brussel. Bjögga til Brussel Kæri Velvakandi, Við viljum endilega koma á fram- færi í blaðinu okkar skoðun á því hver eigi að fara fyrir ísiands hönd í Eurovision-keppnina í Brussel. Við teljum að eini maðurinn sem komi til greina sé Björgvin Hall- dórsson sá frábæri söngvari. Við teljum að við verðum að vanda til að þessu sinni og passa okkur á því klúðri sem viðhafðist í fyrra. Björgvin er eini söngvarinn á Islandi í dag sem hefur að bera bæði góða rödd, sviðsframkomu og mikla reynslu í keppnum á erlendri gnind. Við viljum Björgin í Euro- vision. B.O.B. Klúbburinn 1376-4762 Belja rauðar fossamóður Kæri Þorsteinn. Ég mátti vita það að óskiljanleg ljóðlína í tilvitnun í ljóð Jónasar Hallgrímssonar í Gárupistli mínum færi ekki fram hjá ljóðavini sem þér. Að tveir stafir „vö“ komu í staíð „mó“ kom þó ekki til af því að ljóðið brenglaðist í minninu — enda lá ljóðabók Jónasar Hallgríms- sonar á borðinu meðan skrifað var. Þar kom tæknin til eða réttara sagt óðagot við beitingu tækninnar, sem nú er stór hluti af verki okkar við að koma texta í blað. Fyrst ekki virtust margir taka eftir þessu, ætlaði ég satt að segja að nota þetta tilefni til að skrifa sérstakar gárur um blaðamanninn og tæknina og því var ekki strax sett leiðrétting í blaðið svo sem venja er. Svona gerðist slysið: Gáruhöf- undur var nýbúinn að læra nýja aðferð við að draga inn línumar og setja ljóð með ákveðnu letri í texta sinn með boðum á tölvuna og var önnum kafínn við að vitna í aðskilj- anleg ljóð, þegar tvisvar sinnum birtist skyndilega á skerminum í miðjum klíðum aðvömnin: Loggið út, loggið út, kerfíð er að fara út! Og þá er eins gott að vera fljótur að bjarga texta sínum í geymslu, svo hann þurrkist ekki út. Byija svo aftur þegar kerfíð er komið í lag. í patinu höfðu puttar Gáruhöfundar færst til, á tvo vitlausa stafí. Og þar sem ekki er aðeins búið að færa setningu textans á tölvu yfír á blaðamennina sjálfa, heldur líka prófarkalesturinn, sem fram fer á skerminum, þá ber Gámhöfundur sjálfur líka ábyrgð á því að villan fór alla leið í blaðið. Einn gallinn við að lesa sjálfur eigin texta er sá að maður les kunnuglega vísu eins og maður ætlaði að skrifa hana og eins og hún á að vera. Sér ekki orðið eins og það stendur á skermin- um. Gámhöfundur hefur að auki alltaf verið vondur prófarkalesari. Lærði sem bam að gleypa í sig textana og varð þess svo áþreifan- lega var 15 ámm seinna, þegar átti að fara að lesa prófarkir, að orðin vom ekki lesin aðgreint held- ur gleyptar heilu setningamar í einu. Að sjá ekki einstök orð, þegar lesinn er hratt yfír texti, hefur svo fylgt mér ef ég ekki gæti að. Oft hafa prófarkalesarar þessa blaðs bjargað málum. En nú er engin björgunarsveit lengur. Sá sem skrif- ar þarf ekki aðeins að gæta þess að koma efninu á blað á skiljanlegu máli, heldur í sama mund að hafa auga á tækninni — og að sjá svo sínar eigin villur eins og ókunnugur maður, sem ekki veit hvað átti þar að standa. Þetta em orðin lengri tilskrif en efni stóðu til. Þau orð þín að þér sé óskiljanlegt hvemig fossamóður geta orðið fossavöður krafðist skýr- ingar, jafnvel þótt hún sé ekki afsökun. Nú sendi ég kollega mínum, Vel- vakanda, þetta vélritað og ber ekki ábyrgð á framkvæmdinni við að koma bréfínu á prent. Sé raunar að í þínu bréfí hefur nafnið Þorsteinn komið í stað nafns Jónasar (Hall- grímssonar) í meðfömm og dettur ekki í hug að þú hafir þar átt hlut að máli. Einhveqar skýringar em eflaust til á því sem öðra. Elín Pálmadóttir Þessir hringdu . . Týndi svartri leðurtösku Kristín Pálsdóttir hringdi: Ég týndi svartri ieðurtösku á Hverfísgötunni fyrir framan Risið eða á Snorrabrautinni fyr- ir framan lögreglustöðina föstudaginn 27. febrúar sl.. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 71354. Fundarlaunum heitið. Týndi happ- drættismiðum og peningum Guðrún hringdi: Sonur minn týndi tveimur happdrættismiðum, sem við vom festar með bréfaklemmu 1300 krónur, í Barmahlíð sl. mánudag. Þetta em happdrætt- ismiðar frá Blindrafélaginu númer 19303 og 19304. Finnandi vinsamlegast fari með þá til Blindrafélagsins eða hafí samband í síma 29878. Frakki tapaðist á Loftleiðum Kona hringdi: Það tapaðist frakki 21. febrú- ar sl. í fatahengi Hótel Loftleiða. Tvær lyklakippur vora í vösum. Vinsamlegast skilið á sama stað. Á heimilum leynast víða hættur sem fjölskyldan verður að vera sér meðvitandi um. Gæta verður þess að höldur o g sköft ílátanna á eldavél- inni snúi til veggjar, þannig að stuttir handleggir geti ekki teygt sig í þau og steypt yfir sig sjóðandi og brenn- heitu innihaldinu. Innilegar þakkir fœri ég öllum þeim sem glöddu mig meÖ heimsóknum, blómum, skeytum og gjöfum á 90 ára afmœli mínu 1. mars. Thyra Juul, Droplaugarstöðum, Reykjavík. l ' Innilegt þakklæti til barna minna, tengda- barna, barnabarna, barnabarnabarna, frænd- fólks og vina nær og jjœr, sem heiÖruÖu mig meÖ nœrveru sinni, blómum, gjöfum eÖa skeyt- um á 90 ára afmæli mínu þann 22. febrúar sl. og gerÖu mér daginn ógleymanlegan. GuÖ blessi ykkur. Margrét J. Hansen, Víðihvammi 3, Kópavogi. RAFMOTORAR Flestar stærðir og gerðir fyrirliggjandi. Fljót afgreiðsla. JM' RÖNNING 1:»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.