Morgunblaðið - 12.03.1987, Side 40

Morgunblaðið - 12.03.1987, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra: • • Oryggi okkar felst í eiiiingii Atlantshafsbandalagsins • Hjörleifur: „Afstööuleysi og undirlægjuháttur“ • Páll: Utanríkisráðherra herskár • Kjartan: Einhliða yfirlýsing skaðar öryggi okkar • Guðrún: Ályktun Alþingis dautt plagg Reykjavíkurfundur Reag- ans og Gorbachevs, hug- myndin um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndum, varnarör- yggi landsins og friður í okkar heimshluta settu svip á umræðu um utanríkismál, sem fram fór í Sameinuðu þingi í gær. Talsmenn Al- þýðubandalags og Samtaka um kvennalista gagnrýndu skýrsluna. Kjartan Jóhanns- son (A.-Rn.) tók undir röksemdir ráðherra gegn einhliða yfirlýsingu um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. Páll Pét- ursson (F.-Nv) kvaðst vonast til að næsta skýrsla utanrík- isráðherra bæri meira af þjóðlegri reisn en þessi. Leiðtog'af undur í Reykjavík Matthías Á Mathiesen, utanríkis- ráðherra, mælti fyrir árlegri skýrslu um utanríkismál í Sameinuðu þingi í gær. Hann vék fyrst að leiðtoga- fundi stórveldanna í Reykjavík. Augu heimsbyggðarinnar hafi þá beinst að íslandi. Fundurinn hafi ekki leitt til lokasáttar, en vísað veg, sem varðaður væri til árangurs. I raun hafi leiðtogamir verið sátt- ir um helmingsfækkun langdrægra kjamavopna, hámark kjamaodda í langdrægum skotícerfum, geysi- mikla fækkun meðaldrægra kjama- vopna, takmörkun gagneldflauga o.fl. Ágreiningur hafi fyrst og fremst verið um geimvamir. Sovét- menn hafi skilyrt samkomulagið að þessu leyti. Nu hafi þeir hinsvegar dregið í land, að því er virtist, og lýst sig reiðubúna til ræða sátt að nýju, óháð tilraunum Bandaríkja- manna um geimvamir, og að ganga til móts við kröfur Vesturveldanna um raunhæft eftirlit með fram- kvæmd samninga um þetta efni. Kjarnavopn umhverfis Norðurlönd Utanríkisráðherra vék að upphafi ágreinings um kjamaflaugar í Evr- ópu. Hann hafl staðið frá 1977, er Sovétmenn hófu endumýjun eldri og ófullkomnari flauga og komu fyrir hundmðum hámákvæmra og ógnvekjandi SS-20-flauga meðfram jámtjaldinu. í flaugum þessum eru þrír kjamaoddar, sem hver um sig hefur sjöfaldan sprengikraft Hiro- shima-sprengjunnar. Þær geta farið allt að 5000 km. og hæft skotmörk í öllum ríkjum V-Evrópu. Að frumkvæði V-Þjóðveija sam- þykktu ríki Atlantshafsbandalags- ins í desember 1979 að mæta þessum kjamabúnaði Sovétmanna með bandarískum Persing II-flaug- um í fimm ríkjum V-Evrópu. Vesturveldin buðust til að hætta við uppsetningu Persingflauganna, ef Sovétmenn fjarlægðu allar SS- 20-flaugar úr Evrópu. Þeir höfnuðu því. Norðurlönd eru kjarn- orkuvopnalaus Ráðherra vék síðan að þeirri stað- reynd að Norðurlönd væm kjam- orkuvopnalaus. Öðru máli gegndi um grannríki þeirra í austri. Hann vitnaði til orða Ólafs heitins Jóhann- essonar í ræðu með skýrslu hans sem utanríkisráðherra til Alþingis 1982: „Að því er norðurhluta Evrópu varðar hlýtur þó að vera alveg ljóst að ekki er unnt að líta framhjá þeirri staðrejmd, að kjamavopn em til staðar í stómm stíl í næsta ná- grenni við Norðurlönd. Á það ekki sízt við um víghreiður Sovétríkjanna á Kolaskaga og Eystrsaltið... Formlegur milliríkjasamningur varðandi þau málefni [um yfírlýst kjamorkuvorpnalaust svæði] hlýtur því eingöngu að koma til greina í víðara samhengi, þar sem ijallað er um raunverulega tryggingu þjóða Evrópu fyrir auknu öryggi". Ráðherra vitnaði til hliðstæðra orða Geirs Hallgrímssonar 1985, þá utanríkisráðherra, og þingsályktun- ar Alþingis 23. mai 1985, þar sem „svipuð sjónarmið koma ffam“. Ráðherra sagði orðrétt: „Hvað Norðurlönd varðar tel ég að hyggi- legast sé að sjá hver framvindan verður í samningamálum risaveld- anna. Á meðan er óhyggilegt að aðhafast nokkuð það sem gæti virk- að þannig að eining ríkja Atlants- hafsbandalagsins væri að rofna". Af stöðuleysi og undir- lægjuháttur Hjörleifur Gottormsson (Abl- Al.) sagði liðið ár viðburðaríkt á alþjóðavettvangi. Vonir hefðu vakn- að um betri tíð, ekki sízt fyrir breytta afstöðu í Sovétríkjunum. Hjörleifur taldi að breytt afstaða Sovétríkjanna kallaði á auknar kröf- ur í garð gagnaðilans. Undir þetta sjónarmið tækju ekki aðeins tals- menn vinstri flokka í Evrópu, heldur einnig miðflokka, jafnvel hægri flokka. Hinsvegar væri slíkar kröfur ekki að fínna í skýrslu utanríkisráð- herra um utanríkismál. íslendingar hafí ekki mótmælt árás Bandaríkjamanna á Lýbíu. Þeir hefðu, einir Norðurlanda, ekki greitt atkvæði með tillögu Mexíkó- Svíþjóðar um frystingu kjamorku- vopna. Þeir hefðu einnig, einir Norðurlanda, setið hjá um tillögu Mexíkó um stöðvun allra kjama- vopnatilrauna. Sama væri upp á teningnum varðandi hugmyndina um Norðurlönd sem yfírlýst kjam- orkuvopnalaust svæði. Þar skæru Islendingar sig einir úr. Hér væri ríghaldið í kaldastríðsviðhorfín. Hjörleifur taldi að Framsóknar- flokkurinn kæmist ekki hjá ábyrgð á stefnu ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar í utanríkismálum, þar með taldar óvenjumiklar her- framkvæmdum í landinu. Hann sagði afstöðu utanríkisráð- herra eikennast af „afstöðuleysi og undirlægjuhætti við bandarísk sjón- armið". Það kæmi berlega í ljós í umfjöllum málefna Mið-Ameríku í skýrslu ráðherrans. Hermang með blóma Páll Pétursson, formaður þing- flokks framsóknarmanna, las stefnuyfírlýsingu ríkisstjómarinnar um utanríkismál og samþykkt flokksþings framsóknarmanna um sama efni. Páll sagði að megináherzlan í stefnuyfírlýsingu stjómarinnar væri samnorrænt samstarf. Megináherzl- an í skýrslu utanríkisráðherra væri ekki á það atriði. Að því vil ég fínna, sagði þingmaðurinn. Raunar væri ástæða til að samstarfsráðherra gæfí út skýrslu um norrænt sam- starf sem fengi sérstaka umræðu á Alþingi. Páll sagði ræðu ráðherrans hafa mestpart fjallað um hermál. Hann sagði og að „hermang" stæði með blóma. Það undraði sig að þessi ráðherra, sem hafi verið friðarins maður sem ráðherra annars starfs- sviðs, talaði nú og skrifaði eins og versti haukur. Hann hefði og snúið út úr þingsályktun Alþingis frá 1985, er hann ræddi hana í tengsl- um við hugmyndina um að lýsa Norðurlönd kjamorkuvopnalaust svæði. Þingræða Eyjólfs Konráðs Jónssonar (S.-Nv.), sem ráðherra hefði vitnað til varðandi þetta mál, hefði ekki lagagildi. í flokkssamþykkt, sem Páll vitn- aði til, er m.a. vikið að endurskoðun á stöðu og starfssviði vararmála- deildar og vamarmálanefndar. Hann sagði og að utanríkisráðherra hefði betur tekið meira tillit til stefnumörkunar í samþykkt flokks- þings Framsóknarflokksins. Hann kvaðst ennfremur vona að skýrsla utanríkisráðherra næsta ár verði með meiri þjóðlegri reisn en þessi. „Sömu aðilar og vilja vestrænt samstarf feigt“! Kjartan Jóliannsson (A.-Rn.) sagði yfírlýst að Island hefði verið, væri og yrði kjamorkuvopnalaust. Hugmyndin um að lýsa Norðurlönd sérstaklega kjamorkuvopnalaust svæði hlyti að tengjast hugmyndinni um kjamorkuvopnalaust belti um Evrópu þvera, allt frá Miðjarðarhafí til nyrzt odda álfunnar. Báðar hug- myndimar væm reistar á þeirri grundvallarforsendu að samkomu- lag tækist á milli austurs og vestur um afvopnun í Evrópu og slökun spennu. „An þessarar forsendu stenzt svæðishugmyndin ekki“, sagði Kjartan. Kjartan sagði að það kæmi greini- lega fram í yfírlýsingum ábyrgra norrænna stjómmálaafla, þ.á.m. jafnaðarmanna, að yfirlýst svæði af þessu tagi verði að ná „yfír stærra svæði en Norðurlöndin ein. Og við Islendingar höfum látið í ljós þá skoðun að svæðið ætti að ná frá Grænlandsströndum til Úralfjalla. í ályktun okkar um afvopnunarmál kemur líka fram að við skoðum slíkt svæði í samhengi við almenna kjamavopnaafvopnun.". Þingmaðurinn sagði að það sem skipti meginmáli í afstöðu okkar væri öryggi lands og þjóðar. Allar yfírlýsingar um þetta efni verði að byggjast á vissunni um aukið ör- yggi. „Þessvegna getur hún ekki staðið ein, eða verið einhliða... Þeir sem tala hér fyrir einhliða yfírlýs- ingu af Islands hálfu eða Norður- landanna horfa framhjá þessari staðreynd, enda eru það í flestum tilvikum sömu aðilar og hafa viljað vestrænt vamarsamstarf feigt og hafa ekki fengist til að viðurkenna kosti þess og öiyggi". Kjartan sagði að sá friður, sem ríkt hafí í okkar heimshluta, hafí byggst á jafnvægi milli austurs og vesturs. Þessvegna er gagnkvæmm í afvopnun lykilatriði, sem hafa verði að leiðarljósi. „Einhliða yfírlýsing varðandi svæði, sem er hluti af vam- arsvæði lýðræðisþjóðanna, þýddi röskun á jafnvægi...". Þijú Norðurlanda væru hluti af vamarkeðju Atlantshafsbandalags- ins. Yfírlýsing varðandi þessi lönd krefðist endurmats á heildarvömum bandalagsríkjanna. „Þess vegna verður engin yfírlýsing gefín án slíks endurmats, sem fram færi meðal og af hálfu bandalagsríkj- anna. Þó ekki væri nema þessar tvær ástæður, nægja þær til að sanna að einhliða yfírlýsing kemur ekki til greina, því að hún myndi skaða öryggi okkar en ekki auka það...“. Kvennalistinn and- vígfur öllum hern- aðarbandalögum Guðrún Agnarsdóttir (Kl.- Rvik.) gagnrýndi að margþætt skýrsla um utanríkismál og samkipti okkar við umheiminn væri fyrst rædd í önnum síðustu starfsdaga þingsins. Hún fór nokkrum orðum um flesta efniskafla í skýrslu utanríkis- ráðherra og greindi frá afstöðu Samtaka um kvennalista til þeirra. Hún sagði efnislega að Islendingar ættu að taka á með öðrum Norður- landaþjóðum í baráttu fyrir kjam- orkuvopnalausu svæði á Norður- löndum. Afstaða utanríkisráðherra og samheija hans sýndi hugleysi. Hún gagnrýndi og hjásetu fulltrúa íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í atkvæðagreiðslu um frystingu kjamavopna. Þingmaðurinn kvaðst upplýstur um það af yfírmanni vamarliðsins að engar sérstakar áætlanir væru uppi um að veija íslendinga, heldur hemaðarmannvirki og flugvelli. Hún spurði utanríkisráðherra, hvort rétt væri. Þingmaðurinn kynnti og nýja stefnuyfirlýsinga Samtaka um kvennalista þar sem fram kemur að samtökin eru andvíg öllum hem- aðarbandalögum og vill stöðva allar „hemaðarframvkædir" hér á landi. Loks taldi Guðrún ályktun AI- þingis um afvopnunarmál dautt plagg, enda væri hún notuð með þeim hætti, að hún væri nánast Þrándur í Götu afvopnunarviðleitni. Gangrýndi hún það harðlega. Framhald á kvöldfundi Umræðu var frestað um kvöld- matarleitið. Þá hófust stuttir þingdeildarfundir. Sameinað þing kom síðan saman síðar um kvöldið þar sem utanríkismálaumræðu var fram haldið. Margir vóru á mæl- endaskrá. AIMAGI Skammstafanir í stjórnmálafréttum í stjórnmálafréttum Morgunblaðsins eru þessar skammstafanir notaöar. Fyrir flokka: Fyrir kjördæmi: A.: Alþýðuflokkur Rvk.: Reykjavík Abl.: Alþýðubandalag VI.: Vesturland Bj.: Bandalagjafnaðarmanna Vf.: Vestfirðir F.: Framsóknarflokkur Nv.: Norðurland vestra KI.: Kvennalisti Ne.: Norðurland eystra Kf.: Kvennaframboð Al.: Austurland S.: Sjálfstæðisflokkur Sl.: Suðurland Rn.: Reykjanes Matthfas Á. Mathiesen, utanrfkisráðherra, flytur framsögu með skýrslu til Alþingis um utanríkismál. Að baki hans sjást Steingrfmur Hermannsson, forsætisráðherra, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, for- seti Sameinaðs þings og Þórarinn Siguijónsson (F.-SI.).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.