Morgunblaðið - 12.03.1987, Síða 58

Morgunblaðið - 12.03.1987, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 Minning: ----o Bjarni Pétursson Walen — bústjóri Fæddur 22. mars 1913 Dáinn 2. mars 1987 Það skipti talsvert miklu máli fyrir krakkana í Hvömmunum í Kópavoginum að hafa sæmileg samskipti við bústjórann á Kópa- vogsbúinu. Vor og haust vorum við í fótbolta á túnunum og á sumrin lékum við okkur í feluleik í heysát- unum. Það valt mikið á umburðar- lyndi bústjórans því okkur voru ekki alltaf ljós mörk þess leyfilega og hins sem ekki mátti. Við höfðum t.d. óstöðvandi tilhneigingu til að spila fótbolta á kvöldin í byijun júní þegar bústjórinn var hins vegar á þeirri skoðun að grasið ætti að fá að spretta í friði. Á árunum upp úr 1950, þegar ég fyrst man eftir mér á þessum slóðum, réð Óskar Eggertsson ríkjum á Kópavogsbúinu. Við krakkamir áttum við hann ágætt samkomulag. Þegar Óskar hætti sökum aidurs töldum við okkur eiga talsverðra hagsmuna að gæta að eftirmaður hans yrði okkur sæmi- lega hliðhollur. Einn daginn sagði Óskar okkur að eftirmaður sinn væri ráðinn. Hann héti Bjami Wal- en, væri bóndi uppi á Kjalamesi og væri frá Noregi. Það kom í ljós að faðir minn þekkti þennan mann. Þeir höfðu kjmnst í vinnumennsku uppi í Borgarfirði á árunum fyrir stríð og hann bar honum vel sög- una. Við biðum konu hans með nokkurri eftirvæntingu. Árið 1959 fluttist hann að Kópavogsbúinu með fjölskylduna. Þessi snaggara- legi, glettni Norðmaður brást ekki vonum okkar. Bjami Pétursson Walen fæddist 22. mars 1913 í Vikebygd á Hörða- landi í Noregi. Foreldrar hans hétu Berta Lovísa og Peter Walen. Bjami átti tvo bræður. Þeir voru sjómenn og fórust báðir ungir. 21 árs gam- all fór Bjami til Færeyja og gerðist um skeið ráðsmaður hjá Jóhannesi Patursson, kóngsbónda á Kirkjubæ. Veru sinnar í Færeyjum minntist Bjami gjaman og kunni skemmti- legar sögur af veisluhöldum og mannlífí þar um slóðir. Árið 1935 kom hann til íslands. Hann hafði lesið auglýsingu í blaði í Færeyjum og Ámi G. Eylands réð hann til jarðvinnslustarfa. Bjami fór í Borg- arfjörð og vann þar víða um hérað en bjó gjaman á Svarfhóli. Árið 1948 kvæntist hann Svan- borgu Sæmundsdóttur sem þá var vefnaðarkennari á skólanum á Varmalandi. Foreldrar hennar voru Sæmundur Jóhannsson og Elísabet Jónsdóttir sem síðast bjuggu á Stað í Steingrímsfirði. Svanborg og Bjami tóku jörðina Svarfhól á leigu 1949 og hófu þar búskap. Árið 1953 fluttu þau síðan úr Borgar- firði og leigðu jörðina Hjarðames á Kjalamesi. Á Borgarfjarðarárunum eignuð- ust þau tvö böm. Magni Skarphéð- inn fæddist 24. janúar 1948 og Elísabet Berta fæddist 3. júní 1950. Magni er landbúnaðarfræðingur og vinnur hjá alþjóðastofnun sem fæst við jurtakynbætur í Mexíkó. Hann er kvæntur þýskri konu, sem heitir Barbara. Þau eiga 8 ára gamlan son, Benedikt. Berta er félagsráð- gjafi og hefur sinnt þeim störfum á sjúkrastofnunum hér í Reykjavík. Berta giftist norskum manni, Þóri Helgasyni. Böm þeirra eru Svan- borg, 10 ára, og Bjami, 8 ára. Berta og Þórir slitu samvistir. Fjölskyldan fluttist svo ofan af Kjalamesi að Kópavogsbúinu árið 1959. Við Kópavogskrakkamir gátum varpað öndinni léttar. Það kom í ljós að Bjami ætlaði engu að breyta um það að við gátum áfram verið í fótbolta á túnunum og leikið okk- ur í feluleik í heysátunum ef við virtum leikreglumar. Við gátum hins vegar gengið að því vísu að hann kæmi og veitti okkur ákúrur ef við fæmm yfír mörkin. Faðir minn og Bjami tóku fljót- lega upp sinn gamla kunningsskap og það var alltaf gaman þegar Bjami og Svanborg komu út í Hlíð- arhvamm í kaffi. Þá vom sagðar sögur af sprelli í Borgarfirðinum og bestar þótti mér frásagnimar frá Færeyjum. Hjá Bjama heyrði ég fyrst lýsinguna af hinum rómuðu færeysku veisluhöldum þegar dans- inn dunar og vínið glóir á skálinni í mörg dægur. Bjami var mikill búmaður. Hann hugsaði vel um skepnumar og var hagsýnn í búreksturinum. Hann sá líka til þess að Kópavogsbúið væri snyrtilegt. Þar var alltaf vel gengið um hlaðið og stafnar og þök nýmál- uð. Undir ömggri leiðsögn Bjama bústjóra rákum við Magni sonur hans það bú sem líklega hefur skil- að tiltölulega bestum arði á Islandi. Það var andabúið Steggur hf. Tólf ára gamlir byrjuðum við með sex eða átta endur og við seldum egg og Bjami mótaði markaðspólitíkina. Hann sagði okkur að segja konun- um í hverfínu að andaregg væm betri en hænuegg í bakstur. Eftir- spum varð gífurleg. Hann hvatti okkur líka til stækkunar og fram- kvæmda. Á örfáum misserum óx bústofninn upp í nokkra tugi anda og þar kom að Bjarni keypti af okkur hlutafélagið. Þá var orðið ljóst að við hugðum á annað en hefðbundinn íslenskan smábúskap og Bjami hefur trúlega óttast að þetta yxi okkur yfír höfuð. Þá var ekki kvótinn til að hafa vit fyrir manni. Þetta er mér minnisstætt því aldrei á ævinni hef ég átt meira lausafé. Það em stórar lóðir í kringum Kópavogshælið og á þessum ámm var unnið mikið starf við að rækta það land upp, planta í það tijám og halda því síðan við og snyrta. Á sumrin vann í þessu töluverður hóp- ur skólastráka fram á miðjan menntaskólaaldurinn. Þótt Bjarni hefði ekki með höndum stjórn þess- ara verka fyrr en nokkm síðar hafði hann af þeim þó nokkur afskipti. Mér er þá minnisstætt að okkur þótti hann sterkur og snar í hreyf- ingum. Sjálfur gekk hann mjög ákveðið til verka og kunni því illa að menn væm latir. Hann gat þá verið hvass, bölvaði stundum hressi- lega og brá fyrir sig nýyrðum. Þá tókum við fastar um skóflu og haka. Við, strákarnir í moldinni, bámm mikla virðingu fyrir Bjama og kunnum vel að meta glaðbeitt við- mót hans, hnyttin tilsvör og líkinga- mál. Magni Bjamason var einn af moldarstrákunum og í kringum hann myndaðist kunningjahópur sem alla tíð hélt miklum og góðum tengslum við Bjama og Svanborgu. Eftir stúdentspróf 1967 fór Magni til útlanda til náms og hefur aðeins komið sem gestur til Islands síðan. En í heimsóknum hans reyndu menn ætíð að koma því svo fyrir að hægt væri að hittast kvöldstund á Kópavogsbúinu, minnast daganna úr moldinni og skemmta sér svolít- ið. Þá var Bjami alltaf í essinu sínu og gladdist með strákunum. Þegar Bjami var sjötugur vorið 1983 hætti hann störfum hjá Rík- isspítölunum. Þá tók hann hins vegar til við að vinna hluta úr degi hjá Skógræktinni í Fossvoginum. Þar vann hann allt fram á síðasta dag. Fjölskyldan úr Hlíðarhvammi 5 kveður vin sinn með söknuði og góðum minningum. Lárus bróðir minn, fyrrverandi kúasmali, hænsnahirðir og síðar yfírtraktor- stjóri, sendir húsbónda sínum bestu og hinstu kveðjur frá Svíþjóð. Við vottum Svanborgu, Bertu og Magna og ijölskyldum þeirra dýpstu samúð okkar. Guðmundur Einarsson alþm. Það er veigamikill þáttur í upp- eldi unglinga, að frá upphafí sé ræktuð með þeim virðing fyrir hveiju því verkefni sem þeim er ætlað. Flestir eiga minningar um kennara og verkstjómendur ungl- ingsáranna sem með eigin fordæmi og handleiðslu áttu hlut að þroska og viðhorfum sem vel reyndust síðar í námi og starfi. Hópur ungmenna átti þess kost fyrir hálfum þriðja áratug að starfa með Bjama P. Walen í fáein sumur og þiggja leið- sögn hans í átt til nokkurs þroska. Næsta víst er, að hann á verulegan þátt í mótun þess hóps sem nú þakkar honum fylgdina. Það þurfti ekki langra kynna við til að greina, að Bjarni hafði sjálfur Iært og tamið sér snögg og af- dráttarlaus vinnubrögð, sem reyndar endurspegluðu manninn sjálfan, umbúðalausan og kjamyrt- an. Hann gekk sjálfur formálalaust að hveiju verki og hafði takmarkað- ar mætur á tvístígandi eða heim- spekireifun við vinnuna. Undir bjó hrein lund og heiðarleg, sem hveij- um var æra að kynnast. Síðla árs 1985, þegar endanleg meinsemd sótti á, voru viðbrögð Bjama í takt við persónuna alla: æðrulaus og fáorður um hluti sem ekki dugði að sífra yfír. Er ljóst varð, að ekki nægði lengur að stíga feti framar, mætti hann endalokun- um sem öðrum skylduverkum garðyrkjumanns og bónda, hnar- reistur og umbúðalaus. Vonandi tekst okkur öllum jafn vel og Bjama Walen að rækta garðinn okkar til blómlegrar uppskem. Vinnuhópurinn úr Kópavogi þakkar kynnin við Bjarna og deilir eftirsjánni með Svanborgu og af- komendum þeirra. Jóhannes Björnsson Bjami Pétursson Walen var fæddur 22. mars 1913 í Vikebygd, skammt frá Haugasundi í Noregi. Kjör smábænda í Noregi á þeim tíma sem Bjami ólst upp vom held- ur bágborin og var mikil fátækt. Móðir Bjama dó ung og var dreng- urinn þá aðeins 7 ára. Tveir bræður Bjama fóm snemma á sjóinn en svo vildi til að annar þeirra fórst í sjó- slysi en hinn veiktist og dó á skipi. PABKETgólf sf. Suðurlandsbraut 20, sími 31717.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.