Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 Lenging Sauðárkróks- flugvallar eftir Kristmund Bjarnason Hinn 27. janúar sl. boðaði bæjar- stjóm Sauðárkróks ásamt sýslu- nefnd Skagafjarðarsýslu til fundar með eigendum friðlands Miklavatns og Skóga. Fundurinn var haldinn 2. febrúar. Áður en fundarstörf hófust, lét bæjarstjóm dreifa meðal fundarmanna „greinargerð vegna yfirlýsingar, sem bæjarstjóm Sauð- árkróks hefur borist frá eigendum og umráðamönnum lands á frið- landi Miklavatns og Skóga ... “ í yfirlýsingu þessari er nær einróma mælt gegn röskun á friðlandinu. Ekki verður hjá því komizt að gera athugasemdir við greinargerð bæj- arstjómar, þar eð víða hallar réttu máli og leitast er við að villa um fyrir lesendum. í greinargerðinni segir, að bæjar- stjóm hafi snemma árs 1985 samþykkt að leita eftir kaupum á lapdi vegna lengingar flugvallarins. Svo má vera. Síðar bætir greinar- gerðarhöfundur við: „Þá þegar var farið að Ieita hófanna hjá eigendum Sjávarborgar um kaup á því landi, sem undir væntanlegan flugvöll þyrfti, miðað við hugmyndir um lengingu til suðurs um 900-1000 m, yfir víkina og inn á Skógana." Það em ósannindi, að rætt hafi verið „þá þegar" við eigendur þessa óskipta sameignarlands, en þeir eru íjórir. Við tvo þeirra ræddi bæjar- stjóri aldrei á árinu 1985, við mig, undirritaðan, var aðeins einu sinni á málið drepið — hinn 5. nóvember — þess þá getið, að bæjarstjóm hefði áhuga á umræddu svæði und- ir flugvöll. Ég kvað tómt mál að tala um, m.a. vegna skuldbindingar minnar við friðlýsingu frá því í júní 1976. Féll talið við það niður og var málið ekki rætt frekar við mig á því herrans ári 1985. Ekki er höfundur greinargerðar- innar vandaðri að virðingu sinni en svo, að hann ber blákalt fram: „Af viðræðum við eigendur töldu bæjar- yfirvöld á Sauðárkróki að líkur væru á að samkomulag næðist um kaup á því landi, sem til þyrfti. Þegar kom fram á vor 1986 kom hins vegar í Ijós, að eigendum að helmingi hins óskipta lands virtist hafa snúist hugur." Þetta eiga víst að kallast klók- indi. Það em nú a.m.k. hátt í 20 ár síðan farið var að gæla við þá hugmynd, að þess væri kostur að koma upp flugvelli við Héraðsvötn, þar sem hann nú er, og lengja hann fram á Skóga síðar um allt að þriðj- ung. Það er öllum ljóst, er til þekkja, að ég hef alltaf verið andvígur leng- ingu vallarins til suðurs. Ég hef því ekki breytt um skoðun. Við tvo meðeigendur og skoðanabræður mína var flugvallarmálinu aldrei hreyft af bæjarstjóm á árinu 1985 og staðfesti fv. bæjarstjóri, Þórður Þórðarson, það í símtali við mig 8. febr. sl., að hann hefði aðeins einu sinni rætt þessi mál við tvímenning- ana símleiðis. Annar aðilinn var þá veikur, svo að ekki varð boðað til fundar m.a. þess vegna, en hann lét þess raunar getið, að hann hefði ekkert land til sölu. Þetta var í apríl 1986. Það er rétt, að við Þórður rædd- um flugvallarmál einum þrisvar sinnum í síma f.h. árs 1986 og tvívegis kom hann á vinnustað minn, héraðsskjalasafnið, sömu er- inda, og dró ég enga dul á skoðanir mínar, taldi nóg landiými til flug- vallarlengingar norður eftir skv. mati flugmálastjómar (Hauks Haukssonar). Þótt höfundur títtnefndrar grein- argerðar telji sig fara nærri um skoðanir okkar þremenninga í þessu máli á árinu 1985, sællar minning- ar, og óvænt hughvörf síðar (!), segir orðrétt um gang mála: „Þá hefur bæjaryfirvöldum ekki tekist að koma á formlegum fundi land- eigenda og bæjarstjómar Sauðár- króks, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir, bæði munnlega og skriflega." (Leturbr. mín). Ég bar þetta á dögunum undir fv. bæjarstjóra. Hann staðfesti, að hann hefði aldrei sent landeigend- um skrifaða línu um þetta mál. Þetta em því vísvitandi ósannindi, og verður að telja fráleitt, að bæjar- yfirvöld standi einhuga að þeim. Ætla mætti, að núverandi bæjar- stjóri hefði bætt um betur, hvað varðar bréfagerðir og verður vikið að því. Énginn máisaðila hefur neitað að sækja fund — mér vitanlega — um títt nefnd flugvallarmál. Það var fyrst, að núverandi bæjarstjóri, Snorri Bjöm Sigurðsson, ritaði landeigendum — þó aðeins tveim þeirra — og óskaði eftir fundi; bréf- ið dags. 26. nóvember fyrra árs. „Bókunin er dularfull sem véfrétt. Eg held að enginn Skagfirðingur hafi mælt gegn leng- ingu, spurningin er aðeins hversu mikil hún á að vera og hvaða stefnu hún á að taka, hve miklu skal til fórna.“ Því svaraði ég neitandi, þar eð að- eins tveir eigenda vom boðaðir á fundinn. Yfirbót var gerð með bréfí 4. des., öllum skrifað og beðið um fund við fyrsta tækifæri. Það dróst fram yfir áramót ýmissa ástæðna vegna, að hægt væri að sinna beiðn- inni. Bæjarstjóri talaði við mig í janúarbyijun, og ákváðum við þá að hittast í Héraðsskjalasafninu föstudaginn 16. janúar og ganga þá endanlega frá fundardegi, þótt ég teldi raunar, að ekki þyrfti að ræða málið frekar. Bæjarstjóri mætti ekki nefndan dag, og lágu giidar ástæður til þess. Síðan hefur ekki verið boðað til samningafund- ar. Auðsætt virðist, að hér er reynt að klóra yfir mistök, gert meira úr samningaviðleitni bæjaryfirvalda en efni standa til. E.t.v. hefur ein- hver tekið of mikið upp í sig í viðræðum við stjórnvöld um sam- lyndi málsaðila? Rétt er að minnast þess, að það virðist aldrei hafa hvarflað að bæjaryfírvöldum að boða alla eigendur friðlandsins á fund, þótt málið varðaði vitaskuld hvem og einn, sem hlut átti að frið- uninni. Það er þá fyrst, er bæjar- stjóm berst yfírlýsing landeigenda, að hún tekur við sér. Lýkur hér frásögn um „margítrekaðar tilraun- ir, bæði munnlega og skriflega" til að fá eigendur Skóga til viðtals. Ég vil aðeins bæta því við, að mig minnir, að bæjarstjómarmaður einn léti að því hníga í blaði síðari hluta árs 1986, að flugvallarmálið væri þá alfarið komið í hendur ríkisvalds- ins. Ef rétt er munað, gæti það þá ekki skýrt slælega frammistöðu? Höfundur greinargerðarinnar flallar allnokkuð um Náttúmvemd- arráð og afstöðu þess. Nefnir hann, að því hafí verið skrifað hinn 31. maí 1985 og „kynntar formlega hugmyndir um lengingu vallarins inn á friðlandið", jafnframt farið fram á umsögn ráðsins. í bréfinu segir, að aðilar hafi komið sér sam- an um „að leita umsagnar Náttúm- vemdarráðs“. Vitaskuld var ekki um neitt samkomulag að ræða og þurfti raunar ekki að leita þess, svo sjálfsagt var að fá umsögn ráðsins, sem bar ábyrgð á friðlandinu. I greinargerð bæjarstjómar er þess að vísu getið, að bæjaryfirvöld teldu ekki í sínum verkahring heldur flug- málayfírvalda að leita slíkrar umsagnar. En það var reyndar ekki að tilefnislausu, að bæjarstjóm hóf afskipti af málinu: „Astæða þess var m.a. sú, að bæjarstjóm taldi að rannsaka þyrfti svæðið að nýju, þar eð vitað er að vemlegar breyt- ingar hafa orðið t.d. á fuglalífí. Þetta gerði Náttúmvemdarráð ekki. Þess í stað fær það Ævar Petersen til að semja skýrslu um svæðið og byggir afstöðu sína á niðurstöðum þeirrar skýrslu" (let- urbr. mín). Hér verður manninum á í messunni. Ekki er aukateknu orði minnzt á í bréfí bæjarstjóra, að nokkrar breytingar hafí orðið á friðlandinu né heldur farið fram á nýja rannsókn eða drepið á, að hennar sé þörf. Hvers vegna gat bæjarstjóri þessa ekki í bréfí sínu? Svarið er ofureinfalt, það höfðu sumsé engar breytingar orðið á friðlandinu á árinu 1985 eða árin á undan, því stóðu rannsóknir svæð- isins enn í góðu gildi vorið 1985. Hér verður höfundi á, trúlega af vangá og ókunnugleika, að höfða til breytinga, sem urðu á fuglalífi vorið 1986, ári síðar en téð bréf er ritað. Hettumávsvarp á Skógum beið vemlega hnekki þá, trúlega hefur minkur komizt í það, en nú hefur verið unnið dyggilega að því að eyða honum. Bæjarstjóri gat þess einmitt við mig í vetur, að hann hefði lausafregnir af þessu. Hitt er svo annað mál, hveijir hafa fylgzt svo vel með varpinu á þeim tíma, sem umferð er bönnuð. Það er annars ekki einsdæmi, að varp spillist á þessum slóðum, m.a. vegna flóða, en það réttir sig alltaf við aftur. Og fleiri fugla getur á Skógum en hettumávs. Þar er mik- ill fyöldi andategunda, og varð varp þeirra ekki eins illa úti. Æðarvarp er þama einnig; má sama um það segja. Orðalagið „vemlegar breytingar" ber keim af óskhyggju, en ósagt skal látið, hvað höfúndur er að fara, er hann ýjar að því, að hann hafi reyndar meira í pokahomi. Hitt má vera ljóst, að Náttúruvemdarráð hafi hinn 31. maí 1985 ekki hug- mynd um, hvað gerast kynni í þessum málum ári síðar! Það er kallað að mglast í ríminu, þegar svo er ritað. Að fleiru er að huga á óshólma- svæði og flæðiengja eins og Skógum, þau „em auðugust allra mýrlenda af lífí, og slík svæði ekki það mörg að halda verður sérstakri vemdarhendi yfir þeirn," segir í skýrslu Ævars Petersen. Skógar era eitt „mikilvægasta varpsvæði anda og vaðfugla hér á landi" segir í riti Landvemdar. Svolitla búningsbót virðist grein- arhöfundur telja að því í skýrslu Ævars, er hann segir flugvelli geta haft nokkurt aðdráttarafl sumra varpfugla. Hins vegar em næstu málsgreinar í greinargerð hans látnar liggja í þagnarþey: „Hags- munir fugla og manna fara enn- fremur ekki alltaf saman innan flugvallagirðinga. Það er vel þekkt, að sumar fuglategundir geta verið hættulegar flugvélum, svo sem mávar." Rétt er að geta þess, að í yfirlýs- ingu friðunarinnar frá því í júní 1976 er tekið fram, að landeigendur friðunarsvæðisins „áskilji sér rétt til samninga við Náttúmvemdarráð varðandi nýtingu jarðhita á friðun- arlandinu" og einnig er þar ákvæði um gerð lóna vegna fiskræktar. Sú mun ástæða fyrri fyrirvara, að sagnir em um jarðhita í botni Víkurinnar — einmitt þar, sem flug- velli er ætlað rúm. Víst er, að vart frýs vel á kafla nema þá í aftökum, er því líkt um þetta að segja og „Vakasvæðið" í Áshildarholts- vatnsvík, þar leyndist jarðhiti, er eftir var leitað og varð upphaf að Hitaveitu Sauðárkróks. Oþarft er að koma í veg fyrir nýtingu auðlind- ar, sem Víkin kann að geyma. Ekki virðast þeir, sem mæla með steyptum flugvelli á margnefndum stað, óttast jarðskjálfta, þótt hér sé um að ræða mikið landskjálfta: svasði og tjón oft hlotizt af þeim. í síðasta umtalsverða jarðskjálftan- um, í marz 1963, rifnaði jörð (t.a.m. á Sjávarborg), björg klofnuðu og bjarghmn varð, svo miklu nam (svo sem í Drangey). í annan stað vefst fyrir ýmsum, hvers vegna lengja þarf völlinn um þriðjung. í greinargerðinni sælu er Alþjóðlegur baráttudagur kvenna: Rísum upp gegn kúg- un heima og heiman FJÖLMENNUR fundur var haldinn í Hlaðvarpanum síðast- liðinn sunnudag, þann 8. mars, í tilefni af alþjóðlegum baráttu- degi kvenna. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi áiyktun: Á baráttudegi kvenna þann 8. mars 1987 er ekki minni þörf en endranær á að hvetja konur til að rísa upp gegn kúgun í hvaða mynd sem hún birtist. Hvað hefur áunnist? Konur hafa menntað sig, þær hafa sótt í hefðbundin karlastörf og þeim hefur meira að segja tekist að fá karlana til að lyfta hendi innan veggja heimilis. Það má með nokkmm sanni segja að í dag hafi konur frelsi, en það frelsi felst fyrst og fremst í að þær ganga nú blindandi undir ok sem áður var sýnilegt og lögbundið. Þannig hefur barátta okkar fyrir frelsi og sjálfstæði fært okkur í nýja ósýnilega fjötra atvinnurek- enda og eiginmanna. Körlum landsins verður allt að vopni, hvarvetna blasa dæmin við. Konur em gerðar að annars flokks vinnuafli á þriðja flokks launum í fjórða flokks verkalýðshreyf- ingu. Enn sem fyrr sitja konur uppi með alla ábyrgð á uppeldi og ummönnun á bömum, sjúkling- um, öldmðum, fötluðum og karlmönnum. Allur auglýsinga- og skemmt- anaiðnaðurinn blómstrar sem aldrei fyrr á kvenfyrirlitningu landskunnra karlkynsspaugara. Konur eiga að vera kvenlegar og kynæsandi en eingöngu til þeirra brúks þegar á þarf að halda. Frjálshyggjuhugmyndimar sem nú tröllríða þjóðfélaginu, þar sem hver á fyrst og fremst að hugsa um sjálfan sig, leiða til meiri hörku. Samfara því eykst vinnu- álag almennings, erfíðleikar og vonleysi. Það er því vart að undra þótt barsmíðar og nauðganir séu að verða daglegt brauð. Konur hafa ávalt verið ofsóttar og em enn. Þrátt fyrir það hafa konur hvers tíma risið upp og haslað sér völl í valdastólum karlasamfélagsins en alltaf trónir kúgarinn efst. Þessu lengsta stríði alls mannkyns er ekki lokið enn. Konur, rísum upp heima og heiman og leitum baráttuleiða á eigin forsendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.