Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 19 Reynir Eyjólfsson hér en þar. Við þessu er lítið annað að segja en að spyrja: Hvort vilja menn heldur gott lyfjadreifíngar- kerfí eða lélegt? Og þá er víst komið að tillögum vísnasöngvarans og alþingismanns- ins um úrbætur, nefnilega sam- keppni hins frjálsa markaðar sem tryggingu fyrir lækkuðu iyfjaverði til hagsbóta fyrir land og lýð. Mér þætti fróðlegt að vita hvað hann meinar eiginlega með þessu því hugmyndimar um framkvæmdina eru vængast sagt þokukenndar í málflutningnum eins og fleira. Nú er það staðreynd, að íslenska lyfja- dreifingarkerfíð er mjög líkt því sem gerist á hinum Norðurlöndunum. í anda norrænnar samvinnu hefur líka verið og er unnið að því að samræma opinberar stjórnunar- reglur og framkvæmd lyfjamála eftir því sem kostur er. Almennt er viðurkennt, að norrænu lyfja- dreifingarkerfín sú með þeim fullkomnustu og ströngustu sem þekkjast í heiminum; þar með tald- ar mjög vel menntaðar og færar lyfjafræðistéttir. En þessum árangri vill Ámi kasta fyrir róða líkt og þegar konur skvettu vatni á óvelkomna man- söngvara hér í eina tíð. Hin svokallaða „ftjálsa samkeppni" skal leiða landsmenn frá „gróðabralli og einokun íslenskra lyfjafræðinga". Nánari áætlanir um hvemig á að framkvæma þetta vantar þó svo til alveg. Halda menn ef til vill að lyfja- verð lækki við það að dreifingar- stöðunum fjölgi? Á kannski að selja lyf eftirlitslaust eins og hverja aðra neysluvöru og auglýsa þau rækilega til almennings? Eg er viss um, að lyfjaverð myndi ekki lækka við þetta og eitt er víst: Lyfjanotkun myndi áreiðanlega stóraukast og þykir þó mörgum vart á bætandi. Mér detta í hug engilsaxnesk „apó- tek“ þar sem lyfjabúðimar hafa úrkynjast niður í króka eða skonsur innst inni í risastómm kjörbúðum. í þessum löndum dynja líka lyfa- auglýsingar á fólki í útvarpi, blöðum og sjónvarpi. Við má bæta, að hörmuleg slys hafa orðið í Bandaríkjunum vegna þess að glæpamenn hafa sett eitur í lyf sem seld em í kjörbúðum undir „vemd- arvæng ftjálsrar samkeppni". Ég er sannfærður um, að allir íslenskir lyflafræðingar vona einlæglega að fagið þeirra eigi ekki eftir að líða slíka niðurlægingu hér á landi. En misvitrir alþingismenn em því miður ekki einir um að níða niður lyQafræðinga. Sjálfur landlæknir, Olafur Ólafsson, telur sig kunna lyfjafræðifagið jafnvel og sitt eigið og vera þess umkominn að koma með ráð til „úrbóta". Hann hefur nefnilega líka verið iðinn við lyfja- álagningarlækkunargauljð að undanfömu. Andstætt Áma hefur hann þó sleppt því að nefna hvað á að koma í staðinn þegar búið er að koma núverandi lyfjadreifíngar- kerfí á hausinn. Það á nefnilega bara að lækka álagninguna! Annars hefur málflutningur landlæknis líka verið ærið þokukenndur enda varla von á öðm þar sem hann virðist aðallega hafa stuðst við sögusagnir fremur en raunvemlegar heimildir í atvinnurógi sínum. Hann hefur t.d. títt kvartað um að sér væri meinað um upplýsingar úr tilteknu yfírlitsriti um lyfjasölu (Icelandic Dmg Market). Það er trúlegt eða hitt þó heldur fyrst Ómar Ragnars- son getur veifað þessari bók framan í landslýð í fréttatíma sjónvarpsins þann 6. mars sl.I Af málflutningi þessara kump- ána mætti ætla, að lyfjakostnaður- inn væri langstærsti útgjaldaliður- inn í heilbrigðisþjónustunni. Því fer þó víðs fjærri. Lyfjakostnaðurinn hefur verið um eða innan við 10% af heildarútgjöldum til heilbrigðis- mála í landinu. En hluti lyfjaþjón- ustunnar hefur þá sérstöðu að vera einkarekinn að nafninu til þótt nær öllu sé raunvemlega stjómað af þvi opinbera. En sennilega vegna þess- arar sérstöðu verður lyfjaverð æ ofan í æ bitbein óábyrgra og misvit- urra manna því litlu verður Vöggur feginn sem endranær. Vert er að minnast þess að lyfín em mikilvægasta verkfæri nútíma- læknisfræði og án þeirra væri ekki hægt að stunda neinar marktækar lækningar. Þau era því í raun og sannleika ómetanleg þótt reynt sé að verðleggja þau. Þvi miður vantar enn sárlega ljrf gegn ýmsum hrylli- legum sjúkdómum, svo sem krabba- meini og eyðni. Ég er þess fullviss að slík lyf munu fínnast einhvem tíma, en málflutningur manna á borð við Áma Johnsen, landlækni og taglhnýtinga þeirra, mun tæpast verða til að tlýta fyrir þeim velgjörð- um. Hér hefur málflutningi þessara manna, sem stunda „mansöngva" til almennings sjálfum sér til dýrðar með ómerkilegum atvinnurógi á hendur lyfjafræðingum, verið líkt við söng trúbadúra. Þetta er þó óréttlátt því margir trúbadúranna vom hreinustu listamenn. Miklu nær væri að tala um hjáróma út- burðarvæl vanþekkingar og hleypi- dóma í þessu sambandi. Höfundur er licentiaat i lyfjafræði og fyrrverandi starfsmaður lyfja- verðlagsnefndar og Lyfjaeftirlits ríkisins. Hann ernú deildarstjóri þróunardeildar lyfja verksmiðj- unnar Delta hf. Miklaholtshreppur: Alvarlegt ástand vegna sölu á ull Veröa bændur að henda ullinni? Borg í Miklaholtshreppi. ALVARLEGT ástand ríkir nú með sölu á ull. Flestir bændur eru búnir að vetrarrýja fé sitt, en verslunarfyrirtæki, sem tekið hafa ullina undanfarin ár, neita nú móttöku hennar. Nú er spurningin hvort bændur verði að að geyma Hún hefur ætíð þótt gott hráefni til fataiðnaðar, íslenska ullin. En nú bregður svo við að hún virðist óseljanleg. Vetrarrúin ull hefur ve- rið greidd hærra verði, enda þótt gott hráefni til margháttaðs iðnað- ar. Góðir rúningsmenn em hér. ullina eða henda henni. Þeir hafa dýr tæki til þess að rýja með. Nokkurt gjald er greitt fyrir að klippa sauðféð. Hér er um alvar- legan hlut að ræða, sem bændur hafa áhyggjur af, ef ekki rætist úr. Páll Um hugvekju Arna Johnsens eftir Stefán Sig- urkarlsson Síðan Spegillinn hætti að koma út hefír orðið tilfínnanleg vöntun á ákveðinni tegund lesefnis hér á landi. Flosi Ólafsson rithöfundur hefír reynt að bæta úr þessu að nokkra leyti með vikuskömmtum sínum í Þjóðviljanum og mánudagshugvelq- um í útvarpinu. Pistlar Flosa em oft bráðskemmtilegir og þar fjallar hann á gamansaman hátt um eitt og annað í mannlífínu, sem honum finnst að betur mætti fara. En það em fleiri en Flosi sem komið hafa áuga á þessa eyðu í bókmenntum söguþjóðarinnar þ_ví á fimmtudaginn síðasta ritaði Árni Johnsen alþingismaður smellna grein í Morgunblaðið um lyfjamál á íslandi. Ritsmíð þassi er með ádeilusniði, og ekki spillir að höf- undurinn er bráðfyndinn og hefír hugmyndaflug, sem bragð er að. Nú mega menn ekki hneykslast á því þótt frjálslega sé farið með staðreyndir og tölur í pistlinum, því hann er nú einu sinni til þess gerð- ur að skemmta fólki. Tökum til að mynda umfjöllun þingmannsins um verðlagningu lyfja; í opinberri lyfja- gjaldskrá íslenzka ríkisins stendur skýmm stöfum, að álagning heild- saía á lyf skuli vera 17 prósent, og álagning lyfsala 68 prósent. Allir sæmilegir reikningsmenn fá út úr þessu heildarálagningu sem nemur 96,56 prósentum. En nú sýnir Ámi Johnsen okkur að hann er veralega gamansamur náungi, því út úr svona dæmi fær hann 140 prósent. nÞað er greinilegt að Arni Johnsen hefir heyrt þennan pistil og þótt mikið til hans koma, þvi að í skrifi því sem hér er til umræðu verður honum tíðrætt um læknana, og ekki sízt lyfsalana í Reylgavík, og allt möndlið og makkið á milli þessara herra.“ í einum útvarpspistla sinna fyall- ar Flosi Ólafsson um sjónvarps- þættina vinsælu um sjúkrahúsið í Svartaskógi, og veltir því fyrir sér hvað læknamir og hjúkkumar séu nú að bralla þar í öllum skúmaskot- unum, og hvort liðið liggi virkilega alltaf í framhjáhaldi og fylliríi þeg- ar það stendur ekki við skurðar- borðið. Það er greinilegt að Ámi Johnsen hefír heyrt þennan pistil og þótt mikið til hans koma, því að í skrifí því sem hér er til umræðu verður honum tíðrætt um læknana, og ekki sízt lyfsalana í Reykjavík, og allt möndlið og makkið á milli þess- ara herra. Milli línanna í grein Áma mætti því lesa samtal í líkingu við þetta; læknir hringir í lyfsala og biður um ákveðið lyf. Lyfsalinn segir: „Því Stefán Sigurkarlsson miður, vinur, þetta hefi ég ekki til, en aftur á móti annað jafngott, að vísu ögn dýrara, en ef þú sættir þig við það er aldrei að vita nema við getum fundið út hagstæða sólar- landaferð fyrir þig og fjölskylduna. Komdu bara til mín á ferðaskrif- stofuna á morgun." Já, það er margt brallið á þeim bæ, en læknar Áma em síður en svo iðjulausir, því þeir þurfa að sinna kvabbi sjúklinga sinna rétt eins og læknamir í Svartaskógi, og meira að segja helmingi oftar en „eðlilegt" getur talist. En vesalings læknamir átta, sem þurfa að skrifa helminginn af öllum lyfseðlum í höfuðborginni — þeir hafa ekki mikinn tíma fyrir hið ljúfa líf. Já þetta var bráðskemmtilegur pistill og kom mér í gott skap, sem ekki veitir af svona í sólarleysinu. En þó að Flosi hafí ekki haft nema eina viku til þess að undirbúa sinn pistil, en Ámi Johnsen hafi eytt einu og hálfu ári í að undirbúa sinn, er ég alls ekki viss um að mér finnist hans pistill betri. Höfundur er lyfsali og formaður Apótekarafélags íslands. MOGULEIKAR FYRIR UNGLINGA ( Gráfeldi bjóðast nú ótal spennandi og líflegir möguleikar í unglingaherbergið. Samstæðurfrá Lundia; rúm, hillur, skrifborð, stólar o.m.fl. - allt í stíl og ótal litum t.d. svart og hvítt eða rautt og hvítt, eða sá litur sem þú helst kýst. Verið tímanlega á ferðinni því stórhátíðar nálgast óðum. GRÁFELDUR HF. BORGARTÚNI 28 ^ia SlMI 91-62 32 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.