Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 Á FYRRI landsleiknum við Júgóslava voru fyrstu vinningsbílarnir, Fiat Uno, i bílahappdrætti Handknattleikssambands íslands afhent- ir. Þegar hafa niu bílar gengið út. Meðfylgjandi mynd er af nokkrum hinna heppnu vinningshafa ásamt Lárusi Halldórssyni frá Sveini Egilssyni hf., Fiat-umboðinu, og Jóni Hjaltalín Magnússyni formanni HSÍ. HSÍ þakkar hinum fjölmörgu sem tóku þátt í happdrættinu fyrir stuðninginn. beitarstöðva, sem haldinn var í félagsheimili Stangaveiðifélags Reykjavíkur síðastliðinn laugardag. Aðalfundur Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva: Jónas Matthíasson kosinn formaður JÓNAS Matthíasson verkfræðing- ur (Fiskeldi Grindavíkur) var kosinn formaður Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva á *• aðalfundi sambandsins sem hald- inn var á laugardag. Jón Sveins- son rafverktaki (Lárós) gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Á aðal- fundinum var rætt um stefnu Landssambandsins varðandi lög um fiskeldi sem verið er að semja á vegum forsætisráðherra. í tengslum við aðalfundinn voru haldnar ráðstefnur um rannsókn- ir, markaðsmál og rekstur í fiskeldi, og stóðu þær í þrjá daga. Á aðalfundinum flutti Jón Sveins- son, fráfarandi formaður, skýrslu um störf stjómarinnar á liðnu starfsári. Haldnir voru 23 stjómarfundir og var meðal annars talsvert fjallað um laga- setningu um flskeldi. Jón sagði að lagabreytingar eða ný lög hefðu ekki náð fram að ganga, og gæti það ekki gengið lengur. Stjómin hefur ráðið framkvæmdastjóra, sem tók til starfa um síðustu áramót. Er það Friðrik Sigurðsson sjávarlíffræðingur og er skrifstofa hans hjá Hafrann- sóknastofnun að Skúlagötu 4. Jón vonaðist til að starf LFH yrði mark- vissara og meiri festa í því við tilkomu starfsmannsins. Lögum LFH var breytt á fundinum þannig að aðildarfyrirtækin greiða mishátt félagsgjald og hafa atkvæðis- rétt eftir því. Fyrir fundinn voru lögð drög að stefnu Landssambands flsk- eldis- og hafbeitarstöðva vegna laga um fiskeldi sem nú er verið að und- irbúa. Fundurinn ályktaði ekki um þetta mál, en fyrirhugað er að gera það síðar. í drögunum er lagt til að sjávarútvegsráðuneytið fari með yflr- stjóm fískeldismála í landinu, en fiskirækt í ám og vötnum, til viðhalds 'ifríkis þeirra, heyri þó áfram undir Jónas Matthíasson, nýkjörinn formaður LFH. landbúnaðarráðuneytið. í drögunum segir að flskeldi skuli vera fijáls atvinnugrein, sem ekki lúti öðrum reglum en landslög kveða á um. Tilkoma nýrra stöðva skuli vera frjáls, svo fremi sem þær skerði ekki afkomu þeirra stöðva sem fyrir eru. Gerð er tillaga um Qarlægð á milli stöðva. Einnig er fjallað um rannsóknir, flsksjúkdóma og slátrun og gæðaeftirlit. Þessi stefnumörkun var ekki afgreidd á fúndinum eins og að framan greinir. Með Jónasi Matthíassyni f sljóm LFH em: Jón Þórðarson (íslandslax), Jón Stefánsson (Hólalax), Jón G. Gunnlaugsson (Sjóeldi) og Páll Gúst- afsson (ISNÓ). Ur stjóm gengu, auk Jóns Sveinssonar, Róbert Pétursson (Pólarlax), Gunnar Helgi Hálfdánar- son (Vogalax) og Siguijón Davíðsson (Lax). Jón Sveinsson og Róbert Pét- ursson voru kosnir f varastjóm og Svanur Guðmundsson (Snælax). V estmannaeyjar: Ráðheira boðar 3 mílna landhelgi við Heimaey Vestmannaeyjum. HALLÐÓR Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra lýsti því yfir á almennum stjórnmálafundi í Vestmannaeyjum um helgina að hann myndi fljótlega nota heim- ild í lögum til að banna togveiðar innan þriggja mUna marka við Heimaey. Um timabundið bann yrði að ræða meðan beðið væri umsagnar Hafrannsóknastofn- „Það er yfírgnæfandi meirihluti Eyjamanna þessu meðmæltur og þá einnig sjómenn sem myndu í bili tapa á þessu. Það sjá það allir að það er gífurlegt atriði fyrir framtíð Eyjanna og atvinnuöryggi hér að fískimiðin kringum Eyjar verði skynsamlega nýtt.“ Magnús sagði ennfremur að nú væri tíma- bært að huga að því hvort ekki væri mögulegt að rækta upp þessi gömlu fískimið sem núna eru meira og minna ónýt vegna rányrkju fyrri ára. Hafði Magnús þá í huga að sleppa á þessi fyrrum gjöfulu mið fímm mánaða gömlum þorskseiðum í stórum stíl en vísindamenn í Nor- egi eru með áætlanir um slíkar framkvæmdir á lokastigi. — hkj. unar, en að fengnu áliti hennar væri unnt. að banna togveiðar innan þriggja mflna markanna Frá vinstri: Séra Sigurður H. Guðmundsson, stjórnarformaður Skjóls, Erla Björnsdóttir, Sigurlin Gunnarsdóttir, Valborg Bentsdóttir, Elin Sigurvinsdóttir, formaður Sóroptimistaklúbbs Reykjavikur, Björg Gunnlaugsdóttir og dr. Sigrún Klara Hannesdóttir. Soroptímistar gefa Skjóli 2 miljónir ótimabundið. Með lögum frá 1976 var bátum allt að 26 metrum að lengd heimil- að að stunda togveiðar upp að fjöruborði við Vestmannaeyjar, þótt víðast hvar við landið séu togveiðar með öllu bannaðar innan þriggja míla marka. Undanfarin ár hefur óánægja með þetta fyrirkomulag farið ört vaxandi í Eyjum og margir telja að um mikla rányrkju sé að ræða. Mörg gömul og fræg fiskimið við Eyjar eru nú físklaus og er óhófleg- um togveiðum að hluta til kennt um. Ekki eru þó allir á einu máli hvað þetta varðar. Atvinnumálanefnd, undir forystu Magnúsar H. Magnússonar, tók þetta mál upp í sumar sem leið og hélt marga fundi með hagsmunaað- ilum til að ná sem mestri samstöðu um málið. Lagði nefndin tillögur fyrir bæjarstjóm sem meðal annars fólu í sér að sett yrði reglugerð sem bannaði allar veiðar með flotvörpu og botnvörpu, aðrar en humartroll, í þriggja sjómflna fjarlægð frá fjöruborði Heimaeyjar. Þó fái heimabátar með minni en 400 hest- afla aðalvél undanþágu frá þessu banni tfmabilið frá 1. febrúar til 31. ágúst ár hvert fram til ársloka 1988. Þessar tillögur atvinnumála- nefndar vom samþykktar einróma í bæjarstjóm og sendar sjávarút- vegsráðuneytinu. Var ekki annað á ráðherra að heyra á fundinum um helgina en hann hefði fullan skiln- ing á þeim atriðum öllum sem fram komu í tillögum Vestmanneyinga. Magnús H. Magnússon var spurður hvort samstaða væri hjá Eyjamönnum með að taka upp þriggja mflna landhelgi við Eyjar. SKJÓLI, umönnunar- og hjúk- runarheimili fyrir aldraða sem f byggingu er í Laugarási, hefur borist gjöf frá Soroptimistaklúbb Rt'ykjavíkur að verðmæti 2 millj- ónir króna. Gjöfinni er ætlað að standa straum af hreinlætis- og þvottakerfi í fyrsta áfanga heim- ilisins ásamt þurrkurum. Soroptimistaklúbbur Reykjavík- ur er starfsgreinafélagsskapur 30 kvenna í Reykjavík. Klúbburinn er fyrsti Soroptimistaklúbburinn sem stofnaður var á íslandi, en þeir eru nú 13 á öllu landinu. Félagskonur safna fé með ýmsum hætti og selja hluti í líknarskyni. Elín Sigurvins- dóttir, formaður Sóroptimista- klúbbs Reykjavíkur afhenti séra Sigurði H. Guðmundssyni, stjómar- formanni Skjóls, gjöfína 26. febrú- ar. í frétt frá samtökunum er haft eftir séra Sigurði að áætlanir við bygginguna hafí staðist og allar líkur séu til að hefja megi starfsemi heimilisins í Laugarási um næstu áramót. Hótel Örk ekki tíl skattarannsóknar - segir Helgi Þór Jónsson, eigandi hótelsins „HÓTEL Örk er alls ekki til rannsóknar hjá skattrannsóknar- stjóra, en hins vegar hefur vélaleigan sem ég á verið það, líkt og fjölmörg önnur fyrirtæki," sagði Helgi Þór Jónsson, eigandi Hótel Arkar í Hveragerði. Á þriðjudag birtist frétt á forsí- ðu Þjóðviljans um að hjá embætti skattrannsóknarstjóra væri nú verið að kanna bókhald og fjár- reiður hótelsins vegna gruns um söluskattsvik. Einnig væri talið að tollar og innflutningsgjöld hefðu ekki verið gerð upp á réttan hátt. Þá var því einnig haldið fram að Vélaleiga Helga Þórs Jónsson- ar væri til rannsóknar þar sem fylgiskjölum með innflutningi fyr- irtækisins væri ábótavant og reikninga vanti. „Það er bara bull að Hótel Örk sé undir smásjá, nema átt sé við smásjá Þjóðviljans. Ekkert það sem varðar Hótel Örk er hjá skatt- rannsóknarstjóra, heldur er hér um að ræða róg manna sem þola ekki að sjá þegar öðrum gengur vel í viðskiptum," sagði Helgi Þór. „Hins vegar er fjöldinn allur af fyrirtækjum tekinn til rann- sóknar á ári hveiju og í september hófst könnun á bókhaldi Vélaleig- unnar. Ég hef svarað öllum fyrirspumum embættisins varð- andi það og ég fullyrði að ekkert það hefur komið fram sem styður frétt Þjóðviljans um að fylgislqol- um sé ábótavant og fleira í þeim dúr. Þó svo að ég eigi bæði hótel- ið og vélaleiguna þá er ekki hægt að setja bæði fyrirtækin undir sama hatt og slá því fostu að verið sé að rannsaka bókhald beggja," sagði Helgi Þór Jónsson. Guðmundur Guðbjamason, skattrannsóknarstjóri, kvaðst ekki geta gefíð neinar upplýsingar um þau mál sem til rannsóknar væm hjá embætti hans. JNNLEINTT GENGIS- SKRÁNING Nr. 48 - 11. mars 1987 Kr. Kr. ToU- Ein.Kl. 09.15 Kaup Sala gengi Dollari 39,270 39,390 39,290 St.pund 62,655 62,847 61,135 Knn.dollari 29,443 29,533 29,478 Dönsk kr. 5,6210 5,6382 5,7128 Norskkr. 5,6208 5,6380 5,6431 Sænskkr. 6,0710 6,0895 6,0929 Fi.mark 8,6393 8,6657 8,7021 Fr.franki 6,3490 6,3684 6,4675 Belg. franki 1,0205 1,0236 1,0400 Sv.franki 25,1304 25,2072 25,5911 HoU. gyUini 18,7013 18,7585 19,0617 V-þ. mark 21,1243 21,1888 21,5294 ít. líra 0,02974 0,02983 0,03028 Austurr. sch. 3,0057 3,0149 3,0612 Port. escudo 0,2765 0,2774 0,2783 Sp.peseti 0,3010 0,3020 0,3056 Jap.yen 0,25562 0,25640 0,25613 Irsktpund 56,584 56,757 57,422 SDR (Sérst.) 49,5113 49,6625 49,7206 ECU.Evrópum. 43,9510 44,0853 44,5313
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.